Skeggi - 13.02.1920, Blaðsíða 1

Skeggi - 13.02.1920, Blaðsíða 1
III. árg. KEGG Vestmannaeyjum, Töstudaginn 13. febr. 1920. 6. tbl. Hugleiðing um hafnartnálið. —o— Allir Vestmanneyingar eru sammála um það að hafnarmálið er stærsta og þýðingarmesta hjeraðsmálið; um það deila menn ekki hvað sem annars á milli ber. þó hafahlotist af þvi deilur og sundurleitar skoðanir myndast um það; svo er það æfinlega um mestu framfaramálin sem öllum er ant um. Menn deila hjer ekkí um nauðsyn hafnarinnar, heldur um það sem gerst hefur í málinu meðan verið var að framkvæma verkið. Slíkar deilur tíðkast allstaðar þar sem mikið er á seyði. Framkvæmd stór- virkja er vandasöm, og ekki öll- úm hent, þó að auðveldara sje aðstöðu en hjer er til hafnar- gerðar, og jafnframt vill það brenna við að ráðríki þeirra er ekki hafa vit á málunum kenni um of og verði til tjóns. þar á almenningsálitið' að vaka yfir og lata til sín taka ef þörf er á. þaðan hefur mörgu fyrirtækinu komið holl bending, en ráðs- mönnum einnig makleg ráðning, þegar illa er áhaldið. Nægir að minna á Panama-málin forðum og byggingamálin í Kanada því til sönnunar. Hjerlendis er, sem betur fer, engum slíkum hneyksl- um til að dreifa, en ekki má saka alþjóð um það þó hún á- skilji sjer sama eftirlit í þessu landi, sem í hverju öðru siðuðu landi á jarðar-hnettinum. Rit- deila sú sem hófst fyrir tveimur árum, um hafnargerðina hjer, hefur ómótmaelanlega átt mikinn þátt í því að málinu var haldið til kapps, og sigurs innan fárra ára verður maður að vona. Mælingar og áætlanir voru gerðar litlu síðar og lagt fyrir bæjarstjórn, og leitað samkomu- lags um ágreiningsatriðin. þingið heimilar einum rómi fje til fram- halds verksins, en áskilur lands- stjórninni um leið eftirlit með Símfrjettir. R.vík 12. tebr. 1920. Lloyd George hefur lýst yfir f enska þinglnu að hann álíti að sleppa megi þeirri grein friðarsamning- anna er ræðír um framsal þýskra þegna til rann- sóknar. Spanska veikin geng jr f Kaupm.höfn. Margir Islendingar liggja og tvær ísl. konur hafa dáið, sem frjett er um. Veikin talin í rjenun Konungshjónin munu hafa í hyggju að koma hingað til lands seint í júlímán. næstk. Péstin (svarfl dauði) geysar í mðrgum hafnar- borgum í Así i og Afríku. Kólera sömuleiðis í höfn- um við Miðiarðarhafið og í Suður-Ameríku. Stór- þjóðirnar hafa sett strangar sóttvarnir við þær borgir. Enskir námaeige dur búast við almennu kola- verkfalli síðari h uta þ. m. og halda því fast f kolin, þ <r til sjeð eru úrslit verkfallsins. framkvæmd verksins. Bestu horfur voru á að góðar sættir mundu nást um ágreiningsatriðin, en sá maðurinn (K i r k verkfr.), j sem mest mátti sín í því máli, ! ljest þá skyndilega er verst ; gegndi, og hefur hafnarmálið ekki hlotið artnan skaða meiri en fráfall hans. Eftir það varð bæjarstjórnin að leita í heima- högum eftir milligöngumanninum og varð bæjarfógeti fyrir valinu. Margtx bar til þess að hann var valinn. það fyrst að hann hefur verið mikið við málið riðinn sem oddviti sýslunefndar meðan verkið stóð yfir og síðan sem oddviti bæjarstjórnar, talsmaður annars aðilans er semja skyldi um framhald verksins. það var annað að hann hefur farið með málið á þingi, og hið þriðja að hann hefur eigi farið dult með það að bærinn eigi drjúgar kröfur á hendur verktakanda. Hann átti því að eiga góða aðstöðu um að sannfæra verktakanda um sanngirni í kröfum bæjarins. það var hið fjórða að hann virtist ekki ófús fararinnar, og fjekk hann vilja sinn. Enbæjar- stjórn er hjer ekki ein í leik. Rikisstjórnin leggur fyrirtækinu mikið fje og ábyrgist því meira, hennar var að hjálpa til við sættir og samninga eftir megni. Bar þar alt vel saman, því að um þær mundir, sem sendimaður var valinn, dvaldi forsætisráðh. í K.höfn, og var bæjarstjórn sagt að hann ætti að fara með málið af hálfu ríkisstjórnar. Svo reyndist þó eigi og var hann farinn heim er sendimaður kom til Hafnar. það var illa að svo fór, því að þá var orðinn aðeins einn maður til að semja, og það sá maðurinn sem verktakandi gat búist við að mæta fyrstum í málaferlum ef upp úr slitnaði með samkomulagið. Geta má þess til um verktakanda, útlendan fjesýslumann, að hann hafi ekki byrjað á því að opna hjarta sitt til fulls fyrir þeim manninum er slíka átti aðstöðuna. Árangurinn virðist benda á það og eins hitt, að hann hafi ekki átt hægt með að aðhyllast kröfur bæjarins um bætur fyrir það er aflaga þótti fara og ófullkomið við fram- kvæmd verksins. Að lokum fjekk fógeti, að sjálfs hans sögn, þá linkind af honum „að gefa eftir", svo sem af náð, einar 35 þús. kr., það er einasta tilslökunin, sem um er að ræða frá hans , hendi. Telur verktakandi sig eiga fulla kröfu til fjársins alls, samkv, reikningi þeim er hann gaf í fyrra, og meira þó, því að hann þykist o? geta krafist uppbótar vegna dýrtíðarinnar. „Eftirgjöfin* er smáræði hjá því er kunnugustu menn hafa talið að bærinn ætti fulla kröfu til að fá samkv. samningum ogalmenn- um venjum. Gjaldliðir við hafnar- gerðina eru margir sem menn álíta að verktakandi eigi að taka á sinn hrygg, þ á m. „kraninn-4 góði (10400 kr.), aðgerðin á suðurgarðinum o. fl. það skal ekki dregið í efa að fógetinn hafi haldið fram kröfum bæjarins með fullri einurð og rjettum rökum. Honum var kunnugast um málavöxtu og sjálfur hafði hann þá skoðun að kröfur bæj- arins væru rjeftmætar. Hjerer því varla nema tvent til, sem ráðið gat svo óheppilegum úr- slitum, annaðhvort hefur verk- takandi reynst afar-ósanngjarn og notað sjer kröggur bæjarins með hafnargarðana eða þá að rjettur bæjarins er miklu minni en af hefur verið látið, og er þá orsakanna að leita hjer heima. Ilt er að gera ráð fyrir hvoru sem er, en hitt er víst að úrslitin eru bágborin. Tilboðið um gerð hafnargarð- anna er annar aðal-liður málsins og undir þeim liðnum enn meira komið. Hættan vofir yfir höfn- innni meðan ekki tekst að treysta garðana til fulls. Og öll frsm- kvæmd málsins hlýtur að byrja á endurbót garðanna. En verkið er hvergi nærri áhættulaust enn þá og hlýtur að verða afar-dýrt. Timarnir fara sí-versnandi til slíkra verka; vaxandi dýrtíð á vinnu og efni, enda ekki ugglaust um verkateppur öðru hvoru. Áætlanir er góðar þóttu fyrir nokkru mánuðum eru nú orðnar vafasamar. Menn segja að engir fáist nú til að taka að sjer meiri háttar mannvirki upp á ákvæðis- verð. Áhættan er orðin svo gífurleg. Vefnaðarvöruúrvalið mest, verðið lægst. S- 3. 3ohn$e*.

x

Skeggi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skeggi
https://timarit.is/publication/208

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.