Skeggi - 13.03.1920, Blaðsíða 2

Skeggi - 13.03.1920, Blaðsíða 2
SKEGGI »Skeggi« kemur venjulega út e i n u sinni í viku, og oftar ef ástæður leyfa. Verð: 5 kr. árg. (mintt 50 blöð). A u g 1 ý s i n g a v e r ð: 1 kr. pr. • m.; kr. 1,50 á 1. bls. Ú t g e f a n d i: Nokkrir eyjarskeggjar. Afgreiðslu- og innheimtum. Ounnar H. Valfoss, Ritstjóri og ábyrgðarm. Páll Bjarnason. Hjá Í3 kaupa allir ^ sírsar £5 Tóbaksvörur. SCSÖÍ! StóSffi SSSSSSSÖSS® « vksssssss asssassssg síðar kom hr. Gunnar Ólafsson á bryggjuna, kallar hann til mín og segir hann að jeg megi ekki fara að bryggjunni; saeði hann sótt ganga á landi. Jeg baðst að mega koma kvennmanni, sem með okkur var, á land, og fjórum pokum; leyfði hann það. -Lögðum við síðan nær bát sem við bryggjuna var og losuðum okkur við það er leyft var. Gættum við þess vandlega að bátur okkar kæmi hvorki við bát nje bryggju; þó gátum við ekki varnað því að bátur okkar snerti bryggjuhornið sem snögg- vast og rann þar sjór yfir. Einn maður komst upp á minn bát sem snöggvast, hótaði jeg að berja hann með krókstjakanum, ef hann ekki færi þegar í stað, af hverjum sem hann væri sendur. Fór hann þá tafarlaust. Gunnar bannaði mjer allar sam- göngur við land og eins að taka brjef. Seint um kvöldið kom bátur til okkar út á höfnina, or sögðust bátsmenn bafa brjef til mín. Jeg neitaði fyrst að taka á móti því, en þeir sögðu það vera frá bæjarfógeta, og tók jeg þá við því. Með brjefi þessu er mjer bannað að fara af 0 Vestmannaevjahöfn. Um nóttina var harður norðan-stormur, en í þeirri átt eru bátar altaf að hringsnúast hjer á höfninni; það gerði minn bátur líka, og draga keðjurnar um akkerin, og tók að reka Vakti jeg megnið af nótt- inni og varð jeg þess var að við vorum nærri komnir upp í „Bísasker" svokallað. þótti mjer þá ekki til setu boðið og ljet hita upp vjelina til þess að reyna að ná inn festunum. Gekk það seint því alt var snúið í hnút. Að þessu vorum við í 3’/2 kl.st. þar til alt var komið supp á kinnung, akkerin og festarnar þá vissi jeg ógjörla hvað gera skyldi, okkur var bannað að koma að bryggju, ómögulegt að liggja á höfninni. Jeg hugði AITGLÝSING. Á fundi sem haldinn var í verkamannafjelaginu „Drífandi“ 10. þ.m. var samþykt svohljóðandi tillaga: Að allar konur sem í fjelaginu eru megi ekki vinna fyrir lægra kaup en hjer segir: Á virkum dögum 80 aur. um kl.st. og á helgum dögum 1 króna um kl.st. Vestm.eyjum 13. mars 1920. Stjórnin. brimlaust á Stokkseyri og tók það ráð að fara þangað, því að jeg hjelt að jeg mætti liggja sótt- kvíaður þar við mína festi, eins og á Vestm.eyjahöfn ótryggri, þar sem alt er í veði, bátur og menn. Lagði jeg síðan af stað’ en gekk seint því að mikill vindur var á móti og frost um 20 st. er til Stokkseyrar kom. Tók jeg festi mína og lagðist um kyrt. Kemur þá bátur úr landi og fjórir menn á honum. Voru þar komnir sýslumaður og hjeraðslæknir og tveir róðrar- menn. Kallar sýsiumaður til mín og sþyr hvort jeg komi úr Vestm.- eyjum og hvort jeg hafi engin orð fengið frá sjer um að fara ekki af stað. Jeg kvað svo vera og greindi ástæður. SkipaÖi mjer þegar til Vestm.eyja aftur, en jeg beiddist að mega liggja við festi mína á Stokkseyrar- höfn, og að hann sóttkvíaði mig þar á höfninni. Lofaði jeg að leitast ekki við aö ganga á land, og ítrekaði þetta hvað eftir annað. Bað hann mjög aö fara til Vestm.eyja til þess að hann kæmist hjá að senda mig til Reykjavíkur. Vildi hann síðar meina mjer frekara viðtals en þó fjekk jeg það af hoi\um að segja meira. Kvaðst jeg ekki komast til Vestm.eyja, bátur illa útleik- inn, mennirnir ekki búnir til útilegu, og olíulaust. Ekki vildi hann heyra þetta, nóg olía þar í öðrum bát, segist sjálfur vera með sængurföt með sjer og láta þau í næsta bát, og mat bauðst hann til að senda út.f Jeg sagði að jeg færi hvergi nema hann vildi sjálfur ábyrgjast allar afleiðingar af ferðalaginu og játti hann því skýrt og greinilega svo að við heyrðum allir á bátnum. Mótoristi minn vildi eitthvað yrða á læknirinn, en er læknir- inn vildi tala, þá rjetti sýslu- maður út sína hönd fyrir andlit læknisins, svo að hann gatekkert sagt. Jeg varð hálf-feginn þegar jeg sá læknirinn þar með sýslu- manni, því að mjer var ráðlagt hjer að láta skoða skipshöfnina, og lofaði jeg því. En ekkert vildi læknir tala við mig. Ekki íjet sýslumaður sængur- fötin í bátinn sem hann lofaði, heldur fór með þau í land og komu þau síðar sjóblaut og eins kostur sá er við fengum. Sængur- fötin átti jeg en ekki veit jeg við hvað hinir mennirnir áttu að liggja Sýslumaður lofaði mjer tryggri festi á Vestm.eyja-höfn. Kvað hafnsögumanninn skyldu vísa mjer á festina með það sama sem jeg kæmi þar. Nú legg jeg af stað þann 17. febr. kl. 5 til Vestm.eyja og kom þar kl.. 10'/2. Ekki kom þá neinn um kvöldið til að vísa mjer til festar. Lagðist jeg við akkeri mín sem fyr, en alt fór á sama veg sem fyrri nóttina. Gátum við þó lagað nokkuð um morguninn. þann dag um nón- bil náði jeg t hafnsögumann og spyr hann um festina sem sýslumaður Árnesinga hafi út- vegað mjer. Harm kvaðst enga tilkynningu hafa fengið um það, enda ekki hafa ráð á neinni festi. Lika kom bæjarfógeti til mín og sagði að það skyldi í tje látið er jeg þyrfti með. Nóttina eftir snjerist báturinn á keðjunni og fór mjög úr stað. Daginn eftir (19. febr.) löguðum við það er aflaga fór. Nóttina eftir var afar-vont veður af S.V. og næstu nótt stóðum við allir uppi. Næstu dægur (til 23.) var sífelt illviðri og höfðum við fult í fangi með að verjast. þá voru vistir að þrotum komnar og lagði jeg drög fyrir vistir og vatn, og bað um að grenslast eftir um heimfararleyfi. þann 23. kom bæjarfógeti út til okkar. Gat jeg þess við hann að mjer leiddist að liggja hjer lengur þar eð við værum allir heilbrigðir á bátnum. Hann sagðist þá hafa sent stjórnarráðinu skeyti um ferðalag okkar og vonast eftir svari da’ginn eftir. Sú meðferð var höfð með matinn og annað sem okkur var fært úr landi, að við snertum það ekki fyr en eftir 24 kl.st. Frá þeim degi rak hvert stór- viðrið annað af ýmsum áttum. þann 26. náði jeg loksins í estar. Nú er kominn 6. mars og ekkert svar er enn þá komið. Hjeðan af fer Jeg hvenær sem fært verður. Jeg hef fengið nóg af fangavistinni hjer á höfninni. þann 17. febr. var mjer boðið að velja um hvdrt jeg vildi heldur koma í land eða haldast við í bátnum, og kaus jeg heldur áð vera í bátnum, þar sem jeg bjóst við að losna úr sóttkvínni eftir 5 daga. þess vil jeg geta að hefð verið hjer sóttarflagg þegar jeg kom hjer fyrst, þá hefði jeg aldrei lagt að landi en snúið heim aftur jafnharðan og þá senniiega losnað við allan hrakninginn“. — „Hvers vegna Ijestu til- leiðast að fara hingað aftur?“. — „Vegna þess að sýslumaður mun vera löglærður, en það er jeg ekki, og vissi jeg ekki nema hann hefði einhverja lagastafi, sem hann gæti beitt gegn mjer. Hjeðan af hirði jeg ekki um slíkt, því að nú kýs jeg flest fremur en að vara hjer lengur á höfn- inni“. Einum eða tveimur dögum eftir að Jón skýrði frá þessu, fór hann hjeðan áleiðis til Stokks- eyrar og sennilega fengið þá greiðari viðtökur en síðast. Bróderingar Hörblúndur Kjólaleggingar Snúrur Slifsiskögur ágætt úrval og ódýrt Verslun Ödd^eusson Sparið peninga yðar, með því að kaupa álnavöru hjá Jónínu Jónsdóttur Sielnholfi. „Skeggi". Hálft blað kemur að þessu sinni sakir bilunar á prentvjelinni. Siðasta blað dróst um of sakir veikinda. Góðfúsir kaupendur eru vinsamlega beðnir að afsaka vanhöldin. Frjettalaust með öllu sakir símabilunar og samgöngu- bannsins.t Lífhringur til sölu, með tækifærisverði. — Afgr. vísar á. Prentsm. Vertmannaeyja.

x

Skeggi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skeggi
https://timarit.is/publication/208

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.