Skeggi - 20.03.1920, Qupperneq 1

Skeggi - 20.03.1920, Qupperneq 1
I III. árg. Vestmannaeyjum, Laugardaginn 20. marz 1920. 10. tbl. Draupnir. —:o:— i . ' Á fitntudagsmorguninn kom hingað botnvörpuskipið Draupnir fyrsta botnvörpuskip Vestm eyja. Nokkuð er síðan að hreifing kom á hjer í bænum með að kaupa togara, en brjálsemis- ástandið í heiminum olli því að dráttur hefur orðið á fram- kvæmdum. þetta nýja skip á fjelag eitt er líka nefnist •Draupnir”, og eiga flestir hluthafar heima hjer í bænum, fáeinir þó í Reykjavík. ,Bjarmi“ h/f. hefur haft forgönguna að þessu fyrirtæki. Skipið er 12 ára gamalt, keypt frá Bretlandi og kostaði 19,500 sterl.pd. það er um 180 smál. að stærð. Svo er til ætlað að skipið verði skrásett hjer í bæn- um og hafi hjer aðal-bækistöð sína, en eitthvert ítak á fjelagið í Reykjavík sem það ætlar að nota í viðlögum. Stjórn fjelagsins skipa þeir Gísli Lárusson kaupfjelagsstjóri, Kristm. þorkelsson fiskimatsm. og Bjami Sighvatsson kaupm. í Reykjavík. Skipstjóri er Guðm. Sigurðss., sá er áður var skipstjóri á »Frances Hyde“, en stýrimaður Arnbjörn Gunnlaugsson er skip- stjóri var á „Rán“ vestur við Ameríku, báðir kunnir dugnaðar sjómenn. Nokkuð af vörum flutti skipið hingað úr R.vík, þ. á m. stein- oh'u hveiti og sykur, og var þess orðin mikil þörf. Gíslj Lárusson kaupfjelagsstj. hefur dvalið í R.vík nú um tíma til að koma fyrirtæki þessu í fram- kvæmd. • , Fyrirtæki þetta myndar nýja stefnu í útgerðinni hjer við Vestm.eyjar. Mótorbátaútgerðin er aðeins eitt þroskastigið f fram- för sjávarútvegarins; togararnir það fylsta sem þekkist nú á dögum, og hjer við Eyjarnar eru eiohver hentugustu og stór- gjöfulustu togaramiðin í víðri veröldu. Vanhöldin við mótor- bátaútgerðina eru býsna dýr, þó að útvegur sá beri sig vei þegar alt gengur óhappalaust. það er vonandi að „Draupnir* þessi verði líkrar náttúru og hringurinn forni með sama nafni, sá er átta hringar jafnhöfgir drupu af níundu hverja nótt. Togara- útgeröin megnar, ef vel gengur, fremur öllum öðrum atvinnu- rekstri að byggja höfnina, veita flutningaskip, þau er ganga hjeðan beina leið til útlanda og yfir höfuð að efla svo efnahag Eyja- búa sem nokkur atvinnuvegur getur gert. þroskastigin eru þetta: róðrar- bátar, mótorbátar og togarar; lengra eru stórþjóðirnar ekki komnar ennþá f fiskiveiðunum. Og ef það er stór-gróðavænlegt að koma hingað á miðin úr fjar- lægum löndum, hví skyldi það þá ekki biessast vel að gera út á sama hátt hjeðan, þar sem ekki er nema steinsnar út á miðin? Fyrsta sporið er stigið. það UÖur varla á löngu áður enaðrir koma á eftir. Rætur bolsjevikka. Áður en síminn slitnaði bárust sögur um það að vestrænu stórþjóðirnar væru um það bil að semja sættir við bolsjevikka- stjórnina í Rússlandi. þeim þótti ekki annað fært vegna sigur- vinninga Rússa í öllum áttum, síðast tóku þeir Murmansströnd- ina, sem hefur verið þrautalend- ing bandamanna, síðan Rússar brugðust þeim. Svipaðar skoð- anir, þeim er bolsjevikkar halda á lofti, hafa fest rætur víða um iönd, t, d. Noregi, þýskalandiog jafnvel Bretlandi Fyrst í stað töldu menn stefnu þessa nokkurskonar eiturloft, er mynd- ast hefði undir þungafargi keisara- dæmisins, en gosið upp og breiðst út, er hringurinn var rofinn. Mönnum þótti þetta vera daunramt eiturloft, sem sýkt gæti kúgaðan Iýð og ör- þjáðan af margra alda martröð ranglætis og harðstjórnar; öðrum átti að vera óhættara. Sumar ríkisstjórnir tóku rögg á sig til að vernda lönd og lýði fyrir því- liku bráðafári, en þó hefur „sýkin“ brciðst út ótrúlega ört, ef nokkuð er annars ótrúlegt f þeim efnum nú á ttmum. Upp á síðkastið era menn farnir að líta öðruvísi i þetta mál, og leita orsakanna að því. Sjálfir halda bolsjevikkar því fram að þeir fari að kenningum hins mikla skáldspekings Leo Tolstoj’s, og telja hann spámann sinn og læriföður. Marga aðra rithöfunda aðhyll- . ast þeir líka, yfirleitt alla þá er hafa látið högg dynja á hinni miklu herborg keisaradæmisins, en þeir eru býsna margir, bæði með Rússum og öðrum þjóðum. En það er víðar pottur brotinn en í Rússlandi. Flestar aðrar þjóðir hafa nóg að segja af hernaðar-ánauð og kúgun auð- valdsins, Ekki skorfir heldur þá er á það benda. Með hverri þjóð eru sveitir listamanna, fræði- manna og mannvina er berjast við að brjóta klettinn, ýmist með því að sýna skuggahliðar mann- fjelagsins i hryllilegustu nekt, eða þá að mála upp fegurstu framtiðardrauma sína af hinni mestu snild og gera þá að fyrirmynd að því er verða skal. Af þessari iðju þeirra höfum við fslendingar fátt að segja, aðeins örfáar bækur þeirrar tegundar eru til á voru máli, og nöfnum fremstu manna f þeirri baráttu er lítt á lofti Ihaldið hjer á Iandi. Vjer höfum ekki af ánauðaroki auðvaldsins að segja — ennþá. Mörg tiðindi bárust vfðsvegar um heiminn af illu framferði auðkýfinganna í Ameríku fyrir ófriðinn og viðureign forsetanna Roosewelt’s og Taft’s við þá. Forsetarnir sáu sig tilneydda að hefja baráttuna hversu hættuleg sem hún yrði þeim, þvf að al- þýðan, þjóðarviljinn, rak á eftir, Einkum er talið að bók ein er hinn snjalli rithöfundur Upton Sinclair ritaði 1904, hafi kveikt mikinn eld hjá múgnum gegn auðvaldinu. þar eru helstu óvirðingar þess, svik og hvíta mannsalið sýnt með dökkum litum. Bókin var prentuð oft sama árið og þýdd á öll Evrópu- málin á stuttum tíma. Síðar var hún kvikmynduð og sýnd víðsvegar um jörðina, þ. á m. í R.vík. og þótti hvarvetna mikið til hennar koma Einkum var mikið að snúast í Rússlandi er hún kom þangað, og fullyrða matgir að þá hafi hlaupið hinn mikli vígamóður í »fjöldann“ í Rússlandi, er braust svo grimmi- lega út í byltingunni og síðan undir stjórn bolsjevikka. Bókin virðist stfluð gegn öllu ranglæti auðvaldsins samanlögðu, og „skrifuð af látlausri snild", sagði Björn heitinn Jónsson ráðh., er hann gat hennar nýútkom- innar. Bókin hefur verið þýdd á íslensku og kölluð VÁ refilstig- um“. Sagt er að hún hafi lítið selst, enda hefnr hún lítið verið boðin, þykir býsna ljót. En þegar sjeð eru áhrif stefnunnar, eru slíkar bækur víða hafðar í hávegum. Útilega. —0— Tveir bátar urðu fyrir þvi að liggja úti á miðvikud.- nóttina. Austanbyl gerði siðari hluta þriðjudags og voru þá margir bátar ókomnir. Frjettist að einn bátur hefði fengið neta- slæðu í skrúfuna, og hefði annar dregið hann í skjól undir Höfðann- þóttust menn vissir úm að hann kæmi eftir stutta stund er hann væri laus við tálmunina, það varð þó ekki og hugðu menn að eitthvert óhapp tefði hann. Seint um kvöldið voru gerðir út menn til að fá togara, er lá fyrir Eiðinu, til að skygnast eftir bátunum. Togar- inn fór og kom brátt aftur en ekki náðist samband við hann þá um kvöldið aftur; svo var veðrið vont. Um hinn bátinn (,Hlíf“) vissu tmr Vefnaðarvöruiírvalið mest, verðið lægst. S. 3.

x

Skeggi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skeggi
https://timarit.is/publication/208

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.