Skuggsjá - 28.01.1910, Qupperneq 1
r
Auglýsingar
kosta 1 kr. þml.; á
fyrstu síðu 1,50.
Mikill afsl. gefinn
ef mikið er auglýst.
^ ef mi
r
FRÉTTA- OG SÖGUBLAÐ. 3^54—
I. árg.
Hafnarfirði 28. janúar 1910
1. blað.
O
^ *
o
n
o
n
n
onononononononononononononononononono %
g^Ltiii ágóðii.i Allir sem þurfa a einhverjum j__FJ!ó_tjk|i!
s>
■■Nl
eo
_o
<4
nauðsynjavörum að halda hér 1 bænum og nágrenn-
inu verða að muna eftir:
IW ^fferzfuninni € © c? c?í (§ d! &
því það mun vera eina verziunin, sem er trii sinni
UCNMNMUN
q Lítill ágóði! 2
meginreglu:
c
Fljót skil!
* i
o 3
a Cb
U
o
n s
o<i2
I _
o g
o ^
n $
OKOHOHOHOHOKOKOM09t0§t0t£0K02tG KOItO&OltOJCO S'
Til lesendanna.
„Kvásir“ litli, sem að undanförnu
heflr mörgum Hafnfirðingi skemt, er
nú fallinn úr sögunni. En
Skug-gsjá
systir hans heilsar nú bæjarbúum og
vill dvelja hjá þeim, ef hún verður
svo heppin að ná vinsælduin þeirra
og fleiri mætra manna.
Mörgum þótti unggæðisbragur á
Kvási og tóku því lítt mark á orð-
um hans, enda var margt í lítilli al-
vöru mælt bjá honum. Hann ætlaði
sér að vera gamanblað — eða
fyrst og fremst gamanblað, og fyrir
þá sök var hann misskilin af mörg-
um.
SIvUGGSJÁ á aðallega að vera
fréttablað. Einkum mun hún
gera sér far um að flytja greinilegar
útlendar fréttir, því að þær verða
mjög út undan nú á tímum hjá hin-
um blöðunum. Auk þess ætlar hún
sér að flytja sögur, bæði sannar
sögur af mönnum og viðburðum nú
á dögum og skáldsögur. Ennfremur
ýmislegt fleira til skemtunar og fróð-
leiks.
fað skal tekið fram, að Skuggsjá
mun geta þess sérstaklega, er frétt-
næmt gerist í Hafnarflrði og veitir
einnig móttöku stuttum greinum um
bæjarmálefni, þó því að eins, að undir
þeim standi fult höfundarnafn.
Stjórnmáladeilur og alt annað, sem
vekur ósamlyndi og illdeiiur manna
á miili, iætur Skuggsjá ekki til
sín taka.
SKUGGSJÁ kemur fyrst um
sinn út 3—4 sinnum á mánuði og
verður mest seld í lausasölu og kost-
ar þá hvert tölublað 10 auia. —
Fasta áskrifendur tekur blaðið líka,
og kostar þá 6 0 aura um árs-
fjórðunginn, er borgist fyrirfram.
Þeir, sem óska að gerast fastir
kaupendur, snúi sér til undir-
ritaðra, sem gefa blaðið út og ann-
ast um efni í það.
Hafnarfirði 1901
J, Helgasou. Karl H. Bjarnarson.
------Cx>Ox>---
Óskemtileg jól.
Slys og stórskemdir.
Jólaveðrið heflr verið voðalegt í
suðurhluta Evrópu og í Norður-
Ameríku.
Skaðar af ofviðrinu í Sviss, Frakk-
landi, Spáni og Portúgal eru metnir
mörg liundruð miljónir króna.
Yerst var veðrið á Spáni og Port-
úgal. Vatnsflóð hafa orðið fjölda
fólks að fjörtjóni á Spáni. Eigna-
tjóoið ómetaniegt. Mestir hafa skað-
arnir orðið í héraðiuu Benavence.
Þar hafa mörg þorp eyðst með öllu.
Óveðrið skall á sjálfa jólanóttina.
Viðvörunarhringing kvað við í öllum
bæjum og allir sem vetlingi gátu
valdið forðuðu sér þangað, sem þeir
hugðu sér borgið undan vatnsflóðinu.’
Bærinn Santa Christine eyddist af
flóði; fólkið flýði tíl fjalla.
Brotnað heflr fjöldi af brúm, og
járnbrautum heflr skolað burfu á
margra rasta löngum köflum. Þeir
bæir eru óteljandi, þar sem verk-
smiðjur, millur og fjöldi húsa hefir
hrunið til grunna.
Á jólanóttina fórust yflr hundrað
fiskibátar í héraðinu Zamora, og fjöldi
manna druknaði.
Yið strendur Spánar og við Kanarí-
eyjar fórust mörg stór skip með öllu
sem á þeim var.
Frá Portúgal eru fréttirnar enn
voðalegri. Meðfram ánni Duero er
fjöldi husa bókstaflega í kafi í vatni.
Yfir 1000 bátum hlöðnum víni og
ávoxtum, hlektist á á ánni. Vörur og
brolna báta rekur í hrönnum um
ána. Talsímarnir hafa bilað svo, að
þeirra verða engin not um langan
tíma.