Skuggsjá - 28.01.1910, Qupperneq 2
2
SKUGGSJA
Þá var veðrið eigi blíðara vestan
hafsins, í Ameríku. Frá New-York
er símað, að um jólin hafi verið þar
hríðarbylur verri en dærni þekkist
til þar áður.
Byiurinn skall fyrst á í Chicago,
og var stormhraðinn þar 100 rastir
(kilometer) á klukkustund. Öll um-
ferð varð að hætta margar klukku-
stundir vegna snæfalls. Járnbrautar-
lestir og strætisvagnar urðu að halda
kyrru fyrir.
Bað reyndist ókleift að fá nægi-
lega marga verkamenn til þess að
moka snjónum af götunum, og var
þó kaupið komið upp í 1 dollar um
klukkustundina. Annan í jólum
unnu 20,000 manns að því að moka
upp aðalgöturnar.
í New-York komst fólk það, sem
var í leikhúsum og átti heima utar-
lega í borginni, ekki heim til sín, og
varð að gista á hótelum í nánd við
leikhúsin, og varð þar offult af næt-
urgestum.
Öll skipaafgreiðsla varð að hætta i
New-York vegna snjókomu.
Skaðinn, sem bylurinn heflr valdið,
er metinn 18 miljónir króna.
Snjórinn var 5—6 feta djúpur á
götum New-Yorkborgar. Hinn 28.
desember voru 12,000 manns við
snjómokstur þar, og hefðu þurft að
vera helmingi fleiri.
Margar járnbrautariestir heflr fent.
Hraðlest ein rendi sór undir 30 feta
háan skafl nálægt Pittsburg og sat
þar föst.
í New-York einni hafa 15 manns
orðið úti, svo að menn viti.
í 33 bæjum háfa rafljósaþræðirnir
ónýzt af snjóþyngslunum, og sitja
bæjarbúar í kolsvarta myrkri.
— (Víðar eru rafljósin í óstandi en
í Hafnarfirði).
Ný Grænlandsferð. Grænlands-
farinn Knud Rasmussen, sem áður
var með Mýlius heitnum Eriijhsen
ætlar að leggja á stað í Grænlands-
ferð á ný í vor. Er ferðinni heifið
norður að York höfða. Ætlar hann
þá að reyna að finna að máli eski-
móa þá, er fylgdu Cook og Peary
og spyrja þá spjörunum úr.
Londsdale, skrifari Cooks, segist
nú vita, hvar Cook sé niður kominn
og segir að hann muni bráðum láta
heyra frá sér.
Peary og heimskautið. Mánað-
arrit eitt í Ameríku flytur nú lýsing
á norðurheimsskautinu eftir Peary.
— Eins og Cook kveðst hann hafa
reist „s t j ö rnu me r k ið“(Bandaríkja-
fánann) á skautinu. Cook kveðst
hafa fest merkisstöngina á flötum ís-
fláka, en Peary á feiknaháum borg-
arísjaka, ^g segir hann, að ísinn haft
verið mjög sprunginn alt í kring.
Lítil sönnun virðist þó vera í
grein Pearys. Og víðar munu geysi-
miklir ísjakar þar nyrðra heldur en
á sjálfu skautinu!
Berklaveikar kýr í Noregi. Síð-
astl. ár heflr veriðslátrað svo mörgum
berklaveikum kúm í Noregi, að
stjórnin heflr farið fram á 15 þús. kr.
aukafjárveitingu — til þess að bæta
eigendunum tjónið. Fjárveitingin til
næsta árs er 18 þús. kr.
PuglegurtolJlieimtumaður. Syk-
urgerðarfélögin „Hringir" í Banda-
ríkjunum hafa „snuðað" landssjóð í
mörg ár. Ungur tollheimtumaður
komst að þessu og varði löngum
tíma til þess að komast að öllum
þeim brögðum er „Hringurinn" beitti,
og skrifaði síðan Boosevelt forseta
um alt saman. Forsetinn bað hann
að halda áfram rannsókn sinni og
komast að sannleikanum. Tollheimtu-
maðurinn, sem heitir Parr, gerði
það, þótt áhættan væri mikil. Begar
„Hringurinn" komst að því, að Parr
hefði uppgötvað klæki þeirra, sátu
þeir um hann á alla vegu. Þeir
hótuðu honum öllu illu, lofuðu öllu
fögru, buðu honum of fjár og reyndu
að ginna hann til að láta af toll-
starfinu. En alt var árangurslaust.
Hann hélt sínu fram, og hefir nú
lokið starfl sínu og endurheimt fyrir
landssjóð 8 miljónir dala (amerískur
dalur er = 3,75 kr.). Fékk hann
sjálfur helming fjár þessa í launa-
skyni og er nú nafnkunnur orðinn
um víða veröld.
Hveitikóngurinn Patten. Frá
New-York er símað að hveitikóngurinn
Patten, sem valdið hefir hinni miklu
verðhækkun á hveiti nú undanfarið,
sé að verða gjaldþrota. Á einni viku
hefir hann mist J/2 miljón doll., og
búist við að tap hans á næstu vikum
muni tífaldast. Bað er því alt útlit
fyrir að þessi alræmdi hveitiprangari
sé þegar fallinn úr sögunni.
Farið hefir fé betra.
Samsæri gegn Rockefellcr. Lög-
regluliðið í New-York hefir komist
fyrir samsæri gegn Rockefellei
(steinolíukonginum). Höfðu bófarnir
ætlað sér að stela karlinum og láta
liann svo kaupa sér lausn fyrir of
fjár. En nú eru gerðar ráðstafanir
gegn tilræði þessu. Mörg hundruð
leynilögreglumenn gæta karlsins, og
enginn fœr að koma inn á landar-
eign hans, nema hann hafi í höndum
vottorð undirritað af lækni Rockefellers.
Allar dyr eru varðar vopnuðum
mönnum.
Já, gaman er að vera miljóna-
mæringur eða hitt þó heldur!
r
Ur bænum.
Opinberar skemtanir hafanokk-
rar verið haidnar hér í bænum síðan
um nýár.
Helztar eru þessar: G rí m u b al I,
fjölsótt að vanda.
Kvenfélagsskemtun til ágóða
fyiir sjúkling, og var hún slælega sótt,
mót venju.
Hlutaveltu hélt sjómannafélagið
Báran nr. 2. til ágóða fyrir styrktar-
sjóð sinn, en ágóðinn mun hafa orð-
ið lítill. Menn virðast ekki alment
komnir í skiining um hve gagntegir
og ómissandi slíkir styrktarsjóðir eru.
Báran mátti hypja sig heim með
meiri hluta drát.tanna og bíður hún
betri tíma.
Lúðrafélagið hélt skemtun til á-
góða fyrir félagssjóðinn. Bað var
svo framkvæmdarsamt að fá sér nýja
lúðra, en slíkt hafði kostnað í för
með sér, sem félagið er að reyna að
fá upp í. Skemtunin var allvel sótt.
Mannkynið fýrir 100,000 ára.
Hundrað þúsundir ára — oss liggur víð
að sundla, er vér hugsum oss svo langan
tíma, og sú spurning vaknar þá i huga
vorum, hvort menn muni þá hafa lifað á
jörðunni, og ef menn hafi lifað þá, hvort
vér þá höfum nokkrar miujar þess, að
þeir hafi verið tll. Nú er svo komið, að
vérverðum eigi longur að vera í efa um,
að menn hafi þá verið til, og oigum vér
það að þakka þeim fræðimönnum, er með
elju og atorku og góðri greind rannsaka
og’ hafa rannsakað þetta efni, þótt enn sé
eigi leyst úr þessu vafamáli tll fullrar
hlítar.
Víðs vegar á jörðunni má finna afar-
stóra hella, og eru þeir oft á þeim stöð-
um, þar sem varla er hægt að komast .að.
Þar sem slíkir hellar eru, eru jarðlögiu
venjulega úr kalki og krítarkeudum efnum.
Það er oft enginn hægðarleikur að kom-
ast inn í hella þessa, þar sem þeir eru