Skuggsjá - 28.01.1910, Blaðsíða 3

Skuggsjá - 28.01.1910, Blaðsíða 3
S'KtJGGS JÁ 3 uppi í háfjöllum, og verðnr að klifa snar- bratta kletta. Hellar þessir eru orðnir til á þann hátt, að vatn hefir leyst kalkið upp, og hefir það svo borist burt í ám og lækjum. En þó að kalkið hafi þannig borist burt, hefir þó nokkuð orðið eftir. Frá hellisloftinu og hellisveggjunum drýp- ur stöðugt vatn niður og leysir upp kalk- ið. Vatnið gufar upp aftur, en kalkið situr eftir, og hefir á þessum geysimikla tíma, er hér ræðir um, myndast af kalk- inu afarmiklar súlur úr kalkkrystalli, sem ýmist hanga niður frá hellisloftinu, þar sem vatnið hefir dropið niður, eða rísa upp frá gólfinu, og eru með ýmsri lögun. Yér, sem á vetrardegi höfum béð ísströngla og íssúlur, getum gert oss allljósa hug- mynd um þetta. Hellar þessir þykja forkunnarfagrir og varla þess kostur að sjá fegurri sjón, enda streymir ferða- mannasægur að hellum þessum, og kveður svo ramt að, að þaugað hafa verið strengd- ir rafþræðir og rafljós tendruð ínni í hell- um þessum, og verður þá dýrðin og feg- urðin nálega óumræðileg. Hellar þessir eru æfagamlir. J?að má ráða af kalkdrönglum þessum og isalksúl- um, or myndast bafa af vatnsdropum, or hafa failið niður. Hve sáralítið kalk hefir verið í hverjum dropa ? Hve geysilangur tími hefir þá orðið að liða, áður en slíkar kalksúlur gætu orðið til ? Eftir það að hellar þessir voru fullmynd- aðir á þenna hátt, er nú hefir vcrið skýrt frá, stóðu þoir óbreyttír, svo að hundruð- um þúsunda ára skifti, alt fram að vorurn dögum. Þá er hellarnir voru fundnir, fóru vísiudamenn að rannsaka þá með mestu nákvæmni, og slíkar rannsóknir hafa sýnt ljóslega, að hellar besair hafa verið bygðir mönnum í forneskju, endur fyrir löngu. I nokkrum þeirra hafa fund- ist mannabein, og urmull af áhöldum og húsmunum, og er mikils um vert slíka fundi, en hitt þykir þó meiru máli skifta, að í hellum í Pyreneafjöllum hafa menn fundið eigi að eins mannabein og áhöld, heldur og myndir, er ristar voru á hellis- veggina eða skornar á bein. Þá lá beint við sú spurning: hversu gamlar eru myndir þessar ? Eigi leið á löngu, unz menn voru fullkomlega sannfærðir um, að myndir þessar væru eldri en alíar aðrar ristingar frá forneskju, þær er enn voru kunnar, og ætla menn, að þær séu 100,000 ára gaml- ar. Til eru bækur, ritaðar á gríska tungu og latínska, sem eru nálega 3000 ára gamlar Þær segja oss sögu þeirratíma. Enn oldri eru sögur þær, er ráða má af helgiletri Forn-Egipta og fleygrúnura Ba- býloníumanna og Assyríumanna. Þai' fáum vér vitneskju um sannsögulega atburði, er gerðust 5000 árum fyrir Krists burð. Vér getum því á þennan hátt lesið urn atburði, er gerðust 7000 árum fyrir vora daga. En það er ljóst, að menn höfðu á jörðu búið um þúsundir alda fyrir þann tíma. Vér höfum minjar þeirra, þar sem fundir eru frá j á r n ö 1 d, e i r ö 1 d og steinöld. Hefir mikil gnægð slíkra minja fundist í jörðu, og má af slíku ráða, hvílík verið hafi háttsemi manna á þeim tímum, þótt margt sé óljóst að ý'msu leyti, og tigi hægt að ákveða nákvæmlega tíma- mót, en það má sjá, hversu mannkyninu hefir þokað áfram frá þeim tíma, er öll áhöld voru af steini ger, en upphaf stein- aldar er eigi hægt að greina, en það má sjá, að á þeim tíma hefir mannkynið eigi staðA í stað, heldur tekið allmiklum fram- förnn. Verkfæri frá síðari hluta stein- aldar ern vel gerð, og allhentug til þeirra nota, er til var ætlast, en það verður eigi sagt um áhöldiu frá fyrri hluta steinaldar. Þau eru illa gerð og lítt verður vart við fegurðurtilfinning eða lipurð í smíðinni. Eftir þessu er steinöld skift í eldri og yngri steinöld. Það voru fræðimenn á norðurlöndum, er fyrstir hófu að rannsaka þessi efni, en slíkar minjar forneskjuþjóða fundust fyrst á norðurlöndum, en er farið var að rannsaka önnur lönd, varð það ljóst, að allar þjóðir hafa steiuöld lifað, og gert verkfæri sín og áhöld öll úr steini. (Framh.). -------c«oo------ Sagan „Ást og erfiði", sera byrjaði í síðasta Kvási, verður prentuð sér. Sýslumaðurinn í Svartárbotnum. (Útilegumannasaga). (Sögumaður Benedikt Kristjánsson frá Syðri-Kúp í Vopnafirði. Handrit Karls H. Bjai'narsonar prentara, Hafnarfirði). Einhvern tíma, endur fyrir löngu, komu 3 ókunnir lestamenn á Eyrarbakka, með 6 hesta undir klyfjum. Einn var auðsjáanlega meiri háttar, enda reið hann á undan lestinni og var á steingráum gæðingi. Allir voru menn þessir stórir og sterklegir, en þó sá mestur, er fyrir þeim var. Þegar maður þessi kom að búðinni, vill hann finna kaupmann, og kemur hann strax. Komu maður segist vera með vörur til að verzla við hann, en biður hann að lána sér dreng, til þess að gæta hesta þeirra, á meðan þeir standi við. Kaupmaður segir, að þar sé drengur einn, sonur fátækrar ekkju, sem hafi sór það til viðurværis að gæta hesta ferðamanna. Gerir kaupmaður boð eftir drengnum, sem kemur þegai og tekur við hestunum. Komumaður segir, að bezt muni vera að spretta af hestunum meðan þeir standi við, — nema þeim gráa. Hann skuii vera með hnakknum og beizlið um háisinn, en svipu sinni hnýtir hann við reiða, og biður dreng að gæta vel hestanna. Drengur lofar því. Fara þeir þeir þá að verzla. Er ekki annars getið, en að vel hafi farið á með þeim og kaupmanni. Eftir litla stund eru þeir búnir að Ijúka erindum sínum og fara að binda kiyfjar, eru þeir að því fljótvirkir. Kemur drengur þar til þeirra og fer að spjalla við þá, í því kemur for- maður lestamanna og spyr hann eftir hestunum, og segif drengur, að þeir séu hér rétt við. Hinn biður hann að sækja þá, svo að þeir séu við hendi, þegar piltar séu búnir að binda klyfjar. Drengur fer, en kemur að vörmu spori aftur með hestana alla, nema þann gráa, og er hágrátandi. Komumaður spyr eftir hesti sínum, en drengur getur loksins stunið því upp, að þegar hann hafi komið til hestanna, þá hafi sá grái verið kominn inn fyrir girðingu á tún bónda, sem þar bjó, og þegar hann hafi ætlað að taka hestinn, haíi bóndi komið og tekið hann af sér, og hefði hann sagt að eigandi hans skyldi komast að keyptu fyrir það, að láta hestinn troða niður túnið. Komumaður segir dreng að bera sig vel, hann só ekki skuld í þessu, en segir við kaupmann, að hann skuli láta dreng hafa hálftunnu af hvaða mat sem hann vílji út úr reikning sínum, en biður dreng að segja sér, ef hann geti, hvar bóndi hafi látið hestinn og fylgja sér þangað sem bóndi eigi heima. Drengur fer á stað með honum, og segir að bóndi hefir látið hestinn í rótt í hlað- varpanum, og í því eru þeir tilbúnir með áburðarhestana. Segir formaður við þá að þeir skuli fara að síga heim- leiðis, hann muni ná þeim strax. Fara þeir siðan, en komumaður og drengur snúa til bæjar bónda, koma þeir að hliðinu á túngarðinum, og sjá þeir þá að Gráni er í réttinni, en bóndi stendur á hlaði og vinnumaður hans hjá honum. Komumaður segir við dreng, að hann skuli gera hvoit sem hmn vilji hekiur, biða þar við hliðið og sjá hvernig fari fyrir honum og bónda, eða fara heim með sér. Drengur kýs heldur að bíða við hliðið, og segist þá komumaður ætla að kveðja hann strax, því ekki só víst, að hann geti komið því við seinna; fær hann þá drengnum spesíu um leið og hann kveður hann, og segir, að hann skuli hafa það fyrir ómakið og segir

x

Skuggsjá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skuggsjá
https://timarit.is/publication/209

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.