Suðurland


Suðurland - 27.10.1910, Blaðsíða 1

Suðurland - 27.10.1910, Blaðsíða 1
SUÐURLAND. I. árg. Eyrarbakka 27. október 1910. 20. blað. Auglýsingaverð. Pumlungurinn af meginmálBletri kostar 1 krónu, miðað við eina dálkebreidd í blaðinu. Fyrir Bmáletureauglynmgar (petit) eru teknír 3 aurar fyrir orðið. 0 Sé auglýst að mun cr mikill afsláttur gcfinn. % Landsímastöðin á Eyrat-bakka cr opin frá kl. 8^/2 —2. og 31/2 -8 Yi virkura dögutn. A holg- um dögum frá kl. 8—11 f. hd. og 4—6 c. hd#. Einkasíminn cr opinn á sama tíma. Sparisjóður Arnessýslu er opinn hveru virkan dag frá kl. 3—4 e. hd. Lestrarfélag Eyrarbakka lánar út bæk- ur á sunnudögum frá kl. 9 —10. f. hd. II. Hl, F. E. heldur fundi á miðvikudögura kl. 7 e. hád. Sameignarbræðsluhús. —:o:— Flestir munu nú orðið, að minsta kosti í orði kveðnu, viðurkenna nytsemi félaga þeirra, er á seinni áruin hafa myndast, og hafa haft það fyrir mark og mið að auka framleiðsluna, bæta vðruverkun og greiða afurðunum nýjar brautir á markaðinn. Flest þessi félög, of ekki öll, sem nokkurri festu hafa náð hjá alþýðu manna, hafa haft Jandbúnaðarafurðir eingöngu til með- ferðar, en aftur á móti hefir afurðum sjávarútvegsins verið sorglega lítill gaum- ur geflnn að þessu leyti. Það þyifti langt mál til að sýna rækilega fram á, hvað ís- lendingar kasta árlega mörgum któnum í sjóinn af afla sínum, en útí þá sálma skal ekki farið að þessu sinni. En eg vildi aðeins með línum þessum sýna fram á, hvernig menn ættu að fara með eina tegund fiskiafurðanna, þorskalýs- ið. Eins og kunnugt er þá hefir meðferð og verkun á þorskalýsi alt fram á síðustu ár verið næsta áfátt, og hefir mönnum þar af ieiðandi orðið litið úr því, og það að miklu leyti skemt bæði sem manneidi og verzlunarvara. Nú fyrir nokkrum árum byrjuðu Norð- menn að kaupa lifur og gufubræða hana. Hefir hún við það nokkuð hækkað i verði, og menn þar af leiðandi fengið drjúgum meira fyrir hana en áður. Það lætur nú að líkindum að menn séu nú harðánægðir með þessa breytingu, en svo ætti það þó ekki að vera. öll eðlileg verzlun stefnir að því að útrýma öllum óþörfum milliliðum en koma framleiðend- um og neytendum í svo náið samband sem auðið er. Lifrarkaupendurnir eru ekkert annað en óþarfir milliliðir milli framleið- endanna, sjómanna og útvegsmanna ann- arsvegar og erlendra kaupenda hinsvegar, og verða þeir eitthvað að hafa fyrir snúð sinn, enda er því þannig varið. Dæmi er til þess að norskur lifrarkaup maður græddi á einu ári 30 þúsund krón- ur á lifrarkaupum og iýsissölu hór á landi. fetta var um það leyti sem Norðmenn voru að byrja að kaupa lifur hér til gufu- bræðslu, enda var got.t lýsi þá í afarháu verði. Með skynsamlegri aðferð hefði verzl- unararður þessi lent í landinu og það í vasa framleiðenda sjálfia. Eg tek þetta sem dæmi og er það satt þó mönnum kunni að þykja það ótrúlegt. En hins er að gæta, að sjaldgæft er að ágóðinn hafi orðið svo mikill. Nú um nokkur ár heflr lýsi verið í lægra verði, en altaf hafa kaup- endur grætt á þvi, og ekki er hægt að segja um, nær það aftur hækkar í verði. Hvernig eiga menn að fara að til þess að verða sjálfir aðnjótandi arðsins, munu margir spyrja. Aðferðin er bæði einföld og auðveld. Allir sjómenn í veiðistöðvunum á Eyrar- bakka, Stokkseyri og i Þorlákshöfn eiga að koma sér saman um að stofna félög, sitt fyrir hverja veiðistöð, með svipuðu fyrirkomulagi og t. d. smjörbú. Hver for- maður kaupir bæði fyrir sig og háseta sína eitt, hlutabróf fyrir hvern mannshlut og sömuleiðis fyrir dauðu hlutina, og trygg- ir sér og hásetum sínurn réttindi félagsins og gengst undir skyldur þess. Allir hluta- bréfseigendur ieggja lifur sína inn í sam- lagsfélagið.og fá svo lýsi í réttu hlutfalli við innleggið. Hvað stofnkostnaðinn snertir þá er hann ekki tilfinnanlega mikill. Bræðsluáhöldin kosta ekki mikið, en tunnurnar eru nokk- uð dýrar, alt að 8 kr. hver. Húsrúm væri hægt að fá leigt, að minsta kosti til að byrja með, og þarf það ekki að hleypa kostnaðinum mikið fram. En áríðandi er að vandvirkir og duglegir merm vinni að bræðslunni. Yæri liluttakan almenn og hlutirnir margir, gætu hlutirnir orðið svo lágir að engan munaði um. Vór íslendingar eigum að taka hverjum þeim útlending vel og kurteyslega, sem vér getum að einhverju leyti lært eitthvað af, en hitt er skrælingjaháttur að láta þá þegar til lengdar lætur raka saman fé hér og fara með það út, úr landinu fyrir fram- taksleysi, handavömm og slóðaskap. Yæri þetta mál ekki vert þess, að út- vegsmenn og sjómenn tækju það til athugunar ? K á r i. ------<x>0<>---- Sláttuvélarnar. —o:o— Blaðið „Ingólfur" hafði í sumar sýnt Suðurlandi þann heiður að taka upp eftir þvi smágrein um sláttuvélar og notkuu þeirra. Var þar minst á hversu góðan þátt hr. búfræðingur Jón Jónatansson hefði átt í því að gjöra þær nothæfar hér á landi; eins og satt er. En nú er svo að sjá á 39. tbl. Ingólfs að blaðið hafi fengið hálf „ilt fyrir“ þetta hjá einhverjum „hr. B. H. B.“ sem er „kaupmaður,“ þar stendur: „Hr. B. H. B. segir að ekki sé alls kostar rétt skýrt frá sögu málsins í þeirri grein, og Jónatani Jónssyni þakkað meira en hann eigi skilið." Svo fer þessi hr. B. H. B. að skýra frá því einstaka þrekvirki að honum hafi árið 1904 „hepnast að flytja inn vél“ — sem raunar kom ekki að notum hér — og síðar hafi hann „til þess að koma málinu í rétt horf fengið upplýsingar hinna færustu manna um graslengd(H) jarðveg og annað mikilsvert fyrir gerð slíkra véla“. Þar eftir skrifar hann mönnum 1 Stokk- hólmifi!) og biður þá — með aukna sölu fyrir augum — að srcíða nothæfar vélar(H). En það lendir líka í klúðri og mishepnast Loks segir hann að „Jónatan" einhver „Jóns- son hafi verið gerður út af Búnaðaríélag - inu“ — líklega samt með landsins gagn fyrir augum — „til þess að fá betri vélar", og hafi hann látið breyta greiðum í þeim svo þær yrðu nothæfar hér, og árangurinn varð sá að véiarnar reyndust allar vel að dómi dómnefndar. Einmitt þetta sama sagði nú Suðurl., að Jóu búfr. Jónatansson hefði gert auk fieiri umbóta og ætti hann þakkir skilið fyrir. Sögu sláttuvélanna hér á landi ætlaði blaðið alls eigi að segja að því sinni, enda var því þá gersamlega ókunnugt um hinar miklu og lofsverðu aðgerðir hr. B. H. B. í sögu málsins, og efast hinsvegar um að nokkur Jónatan Jónsson hafi nokkurntíma verið við þá sögu riðinn að minsta kosti á þarin hátt sem haft er eftir hr. B. H. B. Það er annars hálfljótt að gera tilraun- ir til þess að svifta framtakssama atorku- menn þeim heiðri sem þeir eiga með réttu, og ekkert fallegra fyrir það, þó reynt sé að færa þann heiður yfir á sjálfan sig, eða ef það er ómögulegt, þá á tilbúnar persónur sem aldrei hafa til verið. Annars er Suðurland þakklátt sórhverjum þeim er á einhvern hátt styður að efling og endurbótum á allskonar vinnuvélum sem að gagni mega. verða hér á landi, og það getur vel verið að hr. B. H. B. sé einn af þeim sem hefir vilja til þess, en mikið trúlegt að hann sem kaupmann vanti verklega þekkingu til slíks, svo að búnað- inum verði að nótum. Því miður er því oft þannig háttað hjá sumum að þeir fara út úr „sögum“ ýmsra nauðsynjamála, án þess að þeim hafi orðið svo ágengt sem æskilegt hefði verið, þrátt fyrir góðan vilja ef til vill. Svo þjóðin hefir getað sagt eins og kerlingin forðum, þegar tilrætt varð um fráfall karlsins hennar sem raunar hafði nú orðið fáum harmdauður: „Er það ekki von að eg sjái eftir honum

x

Suðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Suðurland
https://timarit.is/publication/211

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.