Suðurland - 27.10.1910, Page 3
SUÐjURL AND.
75
móts við Bjarneyjar^sáu þeir botnvöipung
þar*aðaveiðum í landhelgi.
Sýslumaður vildi freista að koma lögum
yfir”dólg*þennan, var þegaKskotið út. báti,
fóru þeir”sýslum. og hreppstj. ásamt fleir
um á bátnum, yfir að botnvörpungnum,
en þar var tekið á móti þeim með barefli
um og heitriTgufu, en samt fóru svo leikar
að sýslum. og*hreppstj.»komust upp á skip-
ið, skipaði sýslum. skipstjóra að halda
þegar iun til Flateyjar, en skipstjóii þver-
neitaði og skipaði þeim aftur í bát sinn,
en er sýslum. vildi ekki undan láta hótaði
skipstj. að fara tafarlaust með þá til Eng-
tands, og þá hótun framkvæmdi hann þeg-
ar, sáu bátsmenn á eftir þeim en gátu ekki
að gert. Nafn botnvörpungsins gátu þeir
þó séð, var hann frá Ilull og heitir Chieftain
nr. 847. A mánudagsmorguninn var stjórn-
arráðinu tilkynt þetta, var þá samstundis
símað alt i kringum land eftir Valnum,
fanst hann hvergi.
Símað var líka til ráðherra og danska
konsúlsins í Hull svo hægt væri að taka
sökudólgana í hnakkann er þangað kæmi.
A miðvikudagskvöldið var stjórnarráðinu
símað frá danska konsúlnum i Hull að
valdsmennirnir ræntu væru þar komnir,
heilir á húfi. Samskonar skeyti kom einn-
ig frá stjórnarskrifstofunni í Kaupmannah.
Tvennum sögum fór um það hvort
sýslum. hafði verið í einkennisbúningi sínum
eða ekki. En nú höfum vér sannfrétt, að
hann var á einkennisbúningi sínum.
Til Reykjavíkur komu þeir á fimtudags-
kvöldið 20. þ. m. úr þessum Hull leiðangri.
Hafði verið mætavel með þá farið á leið-
inni utan, og þegar þar kom, tók félagið
sem skipið átti vel i að greiða sektir fyrir
landhelgisbrotið, en skipstjóra og stýiimann
rak það úr þjónustu sinni. Danska og
enska stjórnin taka málið til meðferðar,
en á meðan það er ekki útkljáð, má skip-
ið ekki koma hér til lands.
(K).
Nýjar bækur.
—o—
Guðm. Bjövnsson land-
lœknir. Um áfengisnautn sem
þjóðarmein og ráð til að út-
rýma henni. Rv. 1910. Kostn-
aðarmaður: Sig. Eiríksson
regluboði.
Bók þessi er 93 bls. að stærð og kostar
75 aura. Ágóðinn af sölu bókarinnar geng-
ur til Heilsuhælisins.
Efni bókarinnar er safn af því sem Guðm.
Björnsson landlæknir hefir ritað og talað
um áfengismálið.
Nafn höfundar ætti að vera nóg meðmæli
með bókinni. Öllum er kunnugt hve mik-
inn áhuga hann hefir á þeim málum er
landi og þjóð má að gagni verða, og fróð-
legt er að heyra fynrlestra hans, um áfeng-
ismálið. Um það hefir hann bæði rætt og
ritað áður en hann varð bindisismaður og
síðan, og er þar alt í samræmi við þekk-
ing og reynslu ágætustu og frægustu líf-
færa- og sálarfræðinga. Það er víst enginn
efi á því, að bœði bannvinir og andbanning-
ar, Goodtemplarar, nontemplarar, ofdrykkju-
oxoxoxoxoxoxoxoxoxoxoxoxoxoxoxo
X
o
X
8
8
X
1
X
8
8
Vertíðin 1911.
V
Netagam, Kaðlar, Kúlur, Korkur
fæst nú
sterRast og óéýrast i
vcrzluninni CinarsRöfn
Lítið á það áður en þér festið kaup annarsstaðar og þér mutiuð
sannfærast.
Gjaldfrestur er 15. desember.
J. D. NIELSEN.
I
8
X
l
o
X
oxoxoxoxoxoxoxoxoxoxoxoxoxoxoxo
menn og hófdrykkjumenn, hefðu gott af að
lesa bók þessa með eftirtekt, og vænti eg
þess að allir finni skyldu sína að kaupa
hana og lesa, sjálfum sér til gagns og
Heilsuhælinu til styrktar.
K. H. Bjarnarson.
Aí Eyrum.
—0—
Sig. Eiríksson regluboði hefir verið á
ferð hér þessa dagana, hefir hann veiið að
athuga líðan Goodtemplarareglunnar hér á
Eyrum. Kom á fundi stúknanna hér
Eyrarrósarinnar og Eýjársdagsins.
Gruðm. Hjaltason hélt 3 fyrirlestra hér
á Eyrarbakka eins og getið var um í
Suðurl.
Fyrsti fyrirl. var um: Björnstjerne
Björnsson, annar um: Hallgrím Pétursson,
þriðji og síðasti um: trygð við ættjörð og
hugsjónir. Fyrirlestrar þessir voru mjög
vel sóktir, um 120 áheyrendur að jafnaði.
Héðan fór hann til Stokkseyrar og hélt
þar 2 fyrirlestra, voru þeir illa sóktir.
Baðan fór hann að Gaulverjabæ og hélt
þar 2 fyrirl. voru þeir mjög vel sóktir.
Guðm. er væntanlegur hingað á Bakkann
í næst.a mánuði, er hann kemur að aust-
an aftur, heldur þá að líkindum fyrirlestra
hér.
A Stokkseyri hefir verið róið til fiskjar
nýlega, fengust þá 20 i hlut af fremur
smáum fiski. Ef gæftir kæmu mundi mega
fiska talsvert.
Vélabátur ferst.
I*rír mcnn drukna.
29. f. m. var vélabáturinn „Harpa“,
sem hefir haft póstferðir um Breiðafjörð,
í póstferð á Hagabót á Barðaströnd. Deg-
ar báturinn lagði af stað þaðan rakst hann
á sker; Hákon bóndi í Haga hafði bát á
náði báturinn sér ofan af skerinu aftur og
hólt af stað, en gekk þó ferðin seint eins
og vélin væri í ólagi, en ekki sá Hákon
að skipverjar gæfu neina bendingu og veitti
því þó eftirtekt. fegar hann svo sá hve
vélabátnum gekk seint, lagði hann af stað
til þess að vita hvað að gengi, en þegar
hann var kominn V8 af leiðinni hvarf bát-
urinn alt í einu. Hafði hann þá rekist
aftur á sker og annaðhvort hvolft eða
brotnað mjög. éegar Hákon og menn
hans komu þangað sem báturinn sökk,
sáu þeir engin vegsummerki.
A bátnum voiu 3 menn: Guðni Guð-
mundsson kaupm. í Flatey, sem var far-
þegi með bátnum i þetta sinn, Pétur Haf-
liðason frá Svefneyjum, formaður bátsins
og Einai' Daðason, ættaður héðan úr Skötu-
firði. [Vestri].
Maður druknaður fyrir skömmu í
Norðurá. Kristinn Jóhannesson frá Laug-
arnesi. Var að vinna við brúna, á palli
sem bilaði og steyptist í ána.
Brúin sjálf kvað einnig hafa eitthvað
skemst og er Jón Þorláksson verkfræðing-
ur nú á leið þangað að líta eftir skemdunum.
„Austra“ lilckst á. Strandferðaskipið
„Austri“ rakst upp á Vattarnes á Aust-
fjörðum og skemdist eitthvað, liggur nú á
Eskifirði, en „Perwie" er komin austur til
að sækja farþega og flutning. Líklega
verður „ Austri “ að fara utan til aðgerðar.
— Sagt er að kjölurinn og skrúfan hafi
eitthvað laskast.
Siglufjörður er nú íyrir skemstu kom-
ing i símasamband við landsímann, hefir
verið unnið að þvi í sumar.
2000 tunnur af sild hafa tveir Norð-
menn fiskað á sitt skipið hvor frá Siglu-
firði í sumar í reknet.
Vænn sauður Einn sauður í Þorláks-
höfn lagði sig á 27 kr. í haust, og þykir
það gott hér sunnanlands.
floti og ætl^ði þegar fram til þeirra, en þá