Suðurland


Suðurland - 24.11.1910, Blaðsíða 2

Suðurland - 24.11.1910, Blaðsíða 2
94 SUÐURLAND. SUÐURLAND kemur út vikulega (minst 52 blöð á ári). Verð árgangsins 3 kr., er borgist fyrir 1. nóv. Upp sögn skrifleg fyrir 1. nóv. og því aðeins gild, að kaupandi sé þá skuldlaus. Ritstjóri og ábyrgðarm.: Oddur Oddsson, gullsmiður, Reginn, Eyrarbakka. Og skulu allar ritgerðir, sem í blaðið eiga að koma sendast honum. Ujaldkeri: Jón Jónatansson, búfræðingur á Asgautsstöðum. Prentarar: JÓN HElGASON og KARL H. BJARNARSON- Þeir veita móttöku öllum auglýsingum, sem í blaðið eiga að koma. Afgrciðsla blaðsins er i prentsmiðjunni, utanáskrift: Afgreiðsla Suðurlands, Eyr- arbakka. b) Að auka styrk til búnaðarfélaganna. c) Að lækka eigi styrk til srajörbúanna. d) Að skipa ullarmatsmenn á likum grundvelli og fiskimatsmenn. 6. Eftirlaunamál. Pundurinn skorar á alþing að afnema sem fyrst öll eftirlaun embættismanna. 7. Tillaga um að læknahéruðin fái rétt til að kjósa sér lœkmr. Að fundarlokum hélt fyrv. alþingismaður Pórður Guðmundsson Hala snjalla íæðu um stjórnarástandið í landinu undanfarin ár, og.taldi hann meðal annars eina hina skaðlegustu martröð sem á þjóðina hefði lagst nú á síðari tímura, það pólitiska sundurlyndi og flokkadrátt. Um land alt væru náungar og vinir orðnir óvinir, og mjög erfitt að fá menn til að líta með sanngirni á hin stærri nauðsynjamál þjóð- arinnar fyrir flokkshatri, þó taldi hann það hið allra skaðlegasta að inni í þinginu sjálfu ríkti mjög mikill flokkadráttur og ósamkomulag í mörgum hinum stærri máluin. Flokkaskipunin í þinginu eins og hún nú er, taldi hann mjög óeðlilega, þar svo liti út sem að aðallega væri riflst um völdin. Kosningar til síðasta alþingis voru algerlega bundnar við það, hvaða álit þing- mannsefnið hefði á sambandsmálinu, og hvernig atkvæði hann mundi greiða í því, án tillits til þess, hvert þingmannsefnið hefði að öðru leyti nokkra þingmannshæfl- leika; afleiðingin af þessu væri það, að inn á þingið væru komnir menn, sem helzt ekki ættu þar að vera. Eitt það skaðlega í öllu þessu taldi hann að væri, að mikill hluti hinnar íslenzku þjóðar hefði mjög litla tiltrú til þingsins, þar sem þingið ætti þó að vera hjarta íslenzku þjóðarinnar og væri svo að hjartablóðið væri spilt, mætti búast við að þjóðlíkaminn væri að meira eða minna leyti spiltur. Að lokum skoraði hann á þingmenn sýslunnar að gera alt sem í þeirra valdi stæði og kraftar þeirra leyfðu, að auka góða samvinnu á þinginu og draga úr flokksofstækinu. Fundurinn stóð yfir í 7 klt. og voru mættir milli 50—60 atkvæðisbærir menn. Þingmenn og aðrir fundarmenn sem töluðu voru hitalausir og rólegir í ræðum sínum, og algerlega lausir við flokksiíg. Fundurinn fór mjög vel fram. Fvndarmaður. Til Ásmundar nágranna. —0-- Af því að gaddur er nú kominn og ekki lengur hægt að stunda haustyrkjur úti við, þá vildi eg taka mér ofurlítinn tima til að athuga greinar Ásmundar nágranna mins í 15. og 20. tbl. Suðurlands. fað er ekki að furða þó Ásmundur sé rogginn og skrifi mannalega, því nú heflr hann gert samn- inga við ónefndan mann, að haida uppi svöium fyrir sig ef eg kynni að minnast eitthvað óþægilega á hann í Suðurl. Reynd- ar vai’ þetta það skynsamasta sem hann gat gert, þvi hefði hann farið að bögglast við að svara fyrir sig sjálfur, hefði hann orðið sér t.il minkunar, það er að segja ef nokkurt blað hefði liðið honum rúm. En svo mikið verður Ásmundi um það, að sjá það sem hann hefir aldrei séð fyr á æflnni, að sjá nafn sitt á prenti neðanundir sæmi- lega ritaðri grein, að hann hleypur inn í „Ver“ og fær sér þar hressingu og blátt auga. Svo fram í kaupstað og lætur stefna sér fyrir gamla búðarskuld og svikna ull. Og eins og kjökrandi krakki lofar hann kaupmanninum því, að gera þetta aldrei oftar en man ekki eftir því að minna hann á möðkuðu baunirnar og myglaða mélið sem hann hafði laumað að Asmundi fyrir ullina hans. En það er altaf verra við að eiga þegar samviskan er ekki hrein. fað fór það orð af Asmundi hér áður fyr, að þegar hann fór með ullina sína í kaupstaðinn, hafi hann haft nákvæmar gætur á því, að ullin yrði ekki of þur þegar hann legði hana inn, og eins hafi hann ýrt ofurlitlu af sandi í pokana í stað- inn fyrir salt. Einu sinni fann kaupmað uiinn að þessu við Asmund og þá lofaði hann því að gera þetta aldrei framar. Dálítið vildi eg athuga grein Asmundar i 15. tbl. Suðurl. þar sem hann minnist á öfundina. Undarlegt er það hvað Asmund- ur er blindur í sjálfs síns sök, að brígsla öðrum um öfund jafn öfundsjúkur og hann er sjálfur. En það er ekki nema eðlilegt að svör hans verði eins og úti á þekju þegar hann lætur aðra halda uppi svörum fyrir sig. Það hafa sumir haldið því fram að það myndi vera einhver óregla á gallinu í As- mundi af því að hann er altaf öðiu hverju gulur í framan, einkum þó augun, en þetta er ekkert annað en öfundargula. Eg er svo marg búinn að taka effir því, að hafi eg sagt honum einhverjar góðar fréttir um nágranna hans, einkum þá sem honum hefir verið eitthvað í nöp við, að þá hefir haun altaf fengið gulukast á eftir. Asmundi er illa við alla þá merin, í sinni sveit, sem eiu ríkir eða vel efnaðir, duglega menn og framkvæmdarsama og þarfamenn; hina getur hann liðið, sem þar eru á milli. Hann vill að allir séu vesælli en hann sjálfur. í>ó ekki svo samt að hann þurfi að miðla þeim af sínu. Eg byrjaði búskap minn á næstu jörð við Asmund og skorti rnig þá mikið til að vera annar eins bóndi og Asmundur, því þá var hann talinn vel efnaður. Yið urðum brátt mjög samrýmdir og eg sótti oft ráð fil hans, því hann va,r eldri og i’eyndari í búskapnum. Við vor- um altaf samferða ti) kirkjunnar og hann lét mig sitja hjá sér og syngja á sömu bókina og hann. Við vorum saman í göngum, lágum í sama tjaldi og átum nestið hvor hjá öðrum. Við gerðum hvor öðrum heimboð um jólin og vorum sam- an i öllum ferðum nema bara þegar hann fór með ullina sína. Þá vildi hann helst vera einn. Eg held honum hafi þótt virð- ingarauki í því að láta mig elta sig og mér þótti æra í því að vera með stórbónd- anum. Eg var jabróðir hans í öllum hans skoðunum, þegar hann fékk eitthvert póli- tískt æsingarkast í sig, þembdist eg upp líka. Svona liðu fyrstu árin, en svo fór eg smám saman að færa út kvíarnar og komast i álit hjá hreppsbúum mínum og þá fann eg að Asmundur fór að breytast. Hann hætti að láta mig syngja á sömu bókina og hann varaðist að láta það sjást á mannamótum að við værum samrýmdir eða metti mig nokkurs. Eg bætti að miklum mun engjar mínar með áveitu- vatni — vatni sem Asmundur hefði eins vel getað notað á sínar engjar. Eg bauð honum að vinna í félagi með mór að á- veitunni og við hefðum svo báðir not af vatninu, en það vildi hann ekki þyggja — þótti það alt of kostnaðarsamt og sagði að það „opinbera" yrði að vinna þetta. Og svo fór hann að sjá að mór hepnaðist á- veitan og að eg fékk rikulegan ávöxt iðju minnar. Eg var orðinn eins vel efnaður og hann, og sveitungar mínir báru orðið gott traust t.il mín. Þetta þoldi Asmundur ekki. Reyndar lét liann mig aldrei skilja það á sér að honum væri illa við mig, þvi hann er fyrirmynd að óhreinlyndi, en eg fann það að hann vildi niður af mér skó- inn í öllu, og að öll þau ráð sem hann réði mér voru af fölskum rótum runnin. Þegar einhver mintist hlýlega á mig við Asmund setti hann upp hvítasunnuandlit. og dró þungt andan, þvi nú var úr vöndu að ráða. Hann var náttúrlega langt upp úr því vaxinn að rógbera mig, en hann gat látið þá svona óbeinlínis skilja það á sór að hann hefði ekki mikla trú á mér, og þóttist margt það um mig vita sem hann, jafn orðvar maður, vildi ekki uppi láta. Ef það kom fyrir að hann var spurður að því hvort honum væri nokkuð kalt í hug til mín. Afsakaði hann sig á marga vegu að svo væri ekki, það væii aðeins af hreinskilni, sannsýni og sannleiksást. — Öngu öðru — nei, nei! í seinni grein sinni, getur Asmundur ekki á sér setið að hreita ónotum til drengs- ins míns, hans Tuma litla. Tumi var ekki nema 10 ára gamall þegar Asmundur fór að kasta til hans steinum, hann sá hver algerfispiltur drengurinn var, og að hann myndi verða atkvæðamaður með aldrinum ef honum entist líf og heilsa. Ásmundi er ekki vel við það að uppvaxi í kringum hann „vænir viðir" sem líklegir eru til að vaxa svo hátt að skuggan af þeim kunni einhverntíma að bera á hann. Eg veit að Asmundi væri það ekki á móti skapi að mægðir kæmust á með okkur, en hefir nú orðið enga von um að það takist. Þess vegna finst honum svq

x

Suðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Suðurland
https://timarit.is/publication/211

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.