Suðurland


Suðurland - 24.11.1910, Blaðsíða 1

Suðurland - 24.11.1910, Blaðsíða 1
SUÐURLAND. I. árg, Auglýsingaverð. 'f, Puralunguriiin af meginmálBletri kostar 1 krónu, miðað við eina clálkabreidd i blaðinu. Fyrir Bm&leturBauglyBÍngar (petit) eru teknir 3 aurar fyrir orðið. 0 Sé auglýat~að mun er mikill'afeláttur gefinn. 0 Landsímastöðin á Eyrarbakka or opin frá kl. 81/2-2 og 31/2 —8 á virkutn dögurn. A helg- um dögum frá kl. 8—11 f. hd. og 4—6 o hd. Einkasíminn er opinn á sama tima. Sparisjóður Árnessýslu or opinn hvcru virkan dag frá kl. 3—4 e. hd. Lestrarfélag Eyrarbakka lánar út bœk- ur á euDnudögum frá kl. !) —10. f. hd. U. M, F. E. heldur fundi á miðvikudögum kl. 8 o. hád. Svar til Flóafiílsins. —o— í 22. blaði „Suðurlamls" heflr einhver sern nefnir sig „Flóafífl‘‘ gert ýmsar at- hugasemdir um framt\ðarmál Sunnlendinga, er Steindór á Eyri skrifaði um. Þar á meðal íæðst. Fíflið óþynnilega á hugmynd- ina sem fram hefir komið um hafnargerð hér austanfjalls, og gert að henni háð. Mönnum hér austan Hellisheiði og enda viðar að, ætti að vera hafnargerðin sér- stakt áhugainál, fyrir þessi héruð, Árnes- og Rangárvallasýslu og landið alt. Eg lít þannig á, að það verði heppilegra að fá nauðsynjar sínar og afurðir fluttar með skipum á sjónum, en vögnum, er bruna eftir járnbraut; sjójinn er til, en járnbraut in ekki, En svo vantar lendingarstaðinn, og er það álit rnargra, að ódýrara sé að byggja höfn en leggja járnbraut til Reykja vikur. Eg fæ alls ekki skilið hvað Fífiið meinar, er það spyr hvað gera eigi við skipin, þegar stórbrim sé. Við þeirri spurn- ingu vildi eg segja, að þess vegna er verið að tala um hafnargerð, já og hana svo fullkomna, að fært sé inn á hana^þó hrim sé og á hvaða tima sein er. Samgöngur við Reykjavík og Utlandið yrðu t.iyggari og ódýrari, ekki þyrfti að óttast snjóskafl ana, að þeir heftu samgöngurnar á sjónum, en sem menn óttast mjög að gætu heft ferðir með járnbraut. Setjum svo að höfn mundi kosta hér likt og járnbraut til Rvik- ur, en þess ber að gæta, að viðhald og rekstur á járnbraut árlega er aukakostnað ur, seia aldrei kemur til mála um höfn. Þegar hún er einusinni komin, verður það ekki stórfé, sem fleygja þarf til viðhalds og reksturskostnaðar, það ættu allir að geta séð. Þá yrði það stór hagnaður fyrir smjör- bUin að losna við flutning á smjörinu suður, þeim er hann dýr og erflður. Fað er nálægt 224084 pd. smjör sem flutt er til Reykjavíkur fyrir í kring um 2V2 eyrh' á pd., en hingað inyndi það verða llutt fyrir 1 eyrir á pd. til jafnaðar, sparnaður- inn yrði um 3370 kr. Pað munar um Eyrarbakka 24. nóvember 1910. minna. Það eru vextir af um 80 þUsund kr. Skyidu sýslunefndirnar ekki vilja held- ur verja þessari upphæð sem framlagi til hafnargerðar, en kasta þvi í sjóinn. Höfn mundi umskapa verzlunarástandið til stórbóta; ábyigðargjald af vöruin ódýr- ara, vörur hægt að fá eftir hendinni á hvaða tíma árs sem er, það teija allar verzlanir mikinn hagnað, og þar með hægra að fylgjast með í allri verzlun. NU hagar svo til, að allar vörubyrgðir til ársins verður hér að fá upp á vorin og sumrin, nU lækka í verði einhverjar vörutegundir í Utlandinu á þessu langa tímabili, og ná- lægar verzlanir, sem hafa góðar samgöng- ur við Utlandið, geta fylgst með og látið vöru lækka, i stað þess að verzlanir sem starfa í hafnleysisstöðum verða að halda vörum i því verði, sem hUn var keypt inn, eða að stórskaðast að öðrum kosti. Tök- um dæmi: Verzlun hér á Eyrarbakka og Stokkseyri keypti inn í ágUstmánuði allan sinn sykur til vetrarins með háu verði, verzlanir í Reykjavík og enda öðrum stöð- um sem hafa greiðar samgöngur, geta nU fengið sykuibirgðir handa sér með tals- vert lægra verði, því sykur hefir nU í okt- óber og nóvember fallið í verði, af þessu leiðir það, að sykur verður að vera dýrari hér á þessum stöðum sem hafnleysið er. Þá er það annað atriði sem Fífl þetta minnist á, um samgöngur á sjónum, hvað þær verði dýrar. Eg vildi mega benda Fiflinu á, að það sem hann segir um flutn- ingsgjaldið milli Reykjavíkur og Eyrarbakka er ekki sem nákvæmast. Hann segir aÖ það sé 1 kr. pr. hver 100 pd., en það er ekki satt, flutningsgjald undir fisk og tros eru 35 aurar pr. 100 pd., undir sykur, kaífl, rjól o. fl. 75 aurar og undir flestar kornvörutegundir 50 au. undir 100 pd. — Ekki má Fíflinu vera það stór undur, þótt uppskipun sé hór dýrari en i Reykjavik, þegar verið er með hverja ferð fram og aftur fullan klukkutíma, með dýrt fólks- hald, skip og mótorbát, en að það sé af- greiðslunni að kenna, þótt menn láti vörur sínar liggja vikum og mánuðum saman á afgreiðslunni í óhirðu, og það menn sem eiga heima hér á staðnum og í Flóanum, það nær ekki nokkurri átt. Eg vildi mega mælast til þess, að allir, sem nálægt búa og vörur kynnu að fá síðarmeir með strandferðaskipunum eða öðrum skipum er vér höfum afgreiðslu á, að hirða þær svo fljótt sem kostur er á, það eru þægindi fyrir afgreiðsluna að losna sem fyrst við flutninginn og betra fyrir eigandann að fá vörur sinar sem fyrst. 16/n 1910- Jóhann V. Daníelsnon. --------------- t J. Jónassen fyrv. iandlæknir andaðist síðastliðið þriðjudagskvöld. 24. blað. Ágrip af þingmálafundi. —o— Þingmálafundur var haldinn að Ægissíðu í Ásahreppi þann 19. nóv. 1910, og höfðu Ásahreppingar skorað á þingmenn kjör- dæmisins með bréfi dags. 15. okt. síðastl. að halda þinginálafund á hentugum stað fyrir utan Ytri-Rangá. Fundinn setti fyrsti þingm. sýslunnar E. Pálsson, og nefndi til fundarstjóra Þórð Guðmundsson Hala, en hann beiddist und- an því starfl, og færði ástæður fyrir, var þá kosinn fundarstjóri E. Guðmundsson Dbr. í Hvammi. Fessi mál voru til umræðu: 1. Aðflutningsbanmd og skattamál. Tillaga um að kjósa nefnd í það var feld; tillaga samþykt að fresta ekki framkvæmd að- flutningsbannsins, en felur þinginu að ná tekjumismun landssjóðs með verzlunar* gjaldi eða faktúrugjaldi, en mótmæiir því sterklega að auka tekjur landssjóðs með beinum sköttum að nokkrum mun. 2. Stjórnarskrármálið: Fundurinn skor- ar á alþing að taka stjórnarskrána til rækilegrar breytingar, sérstaklega að af- nema hina konungkjörnu þingmenn. Að með einföldum lögum megi veita konum bæði kosningarrétt og kjörgengi, jafnt sem karlmönnum. Aðskilnað ríkis og kirkju megi gera með einföldum iögum. 3. Fundurinn telur sjálfsagt að alþing taki til yfirvegunar hið svokallaða banka- mál og peningamál yfiir höfuð. En ef al- þing teiur það óhjákvæmilegt að landið taki stór lán hjá erlendum þjóðum, þá skorar fundurinn á það að sjá til, að því fé só aðeins varið til arðvænlegra fyrir- tækja, og sérstaklega sjá um að umráð þess fjár sé algerlega í höndum landsmanna. 4. Samgöngumál. a) Tillaga í því máli kom svohljóðandi fram: Fundurinn skorar á alþing, að nema úr lögum skyldu Rang- árvallasýslu að halda við Fióavegarins, og breyta afhendingar ákvæði vegalaganna þannig, að viðkomandi sýslufólag leggi til að minsta kosti tvo úttektarmenn. Til- lagan samþykt í eitiu hljóði. b) Að gefnu tilefni mótmælir fundurinn eindregið toll á Ölfusárbrú. c) Brú á Ytri Rangá. Fundurinn skorar á alþing að veita fé til hennar. d) Fundurinn skorar á alþing að veita fé til að rannsaka járnbrautarstœði frá Reykjavík til Þjórsár. 5. Landlúnaðannál. a)Fundurinn skorar á Búnaðarfélag íslands að annast um, að á fjárlögum verði veitt fé til að fá sérfróð- an mann til að athuga, hvoi't ekki sé kleyft að afstýra vatnaágangi hér í Rang- árvallasýslu, sérstaklgga hvort ekki megi hlaða i svokallaðan Djúpós til verndar Safamýri.

x

Suðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Suðurland
https://timarit.is/publication/211

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.