Suðurland - 12.01.1911, Síða 3
SUÐURLAND.
123
því fram, að stóru útsýni, fjarðamyndum
og háfjallamyndum, væri ekki hægt að ná
á málverki, af því að það væri einkum
stærðin, sem áhrifln gerði, en þau áhrif
hefði sér fundist hljóta að verða að engu,
er myndin færðist yfir á léreft, sem ekki
væri stæna en 70X80 cm. En nú segist
hann verða að fylgja þeirri kenningu til
grafar, því Ásgr. Jónsson hafl náð bæði
stærð og vídd inn i þetta málverk. Áhorf-
andinn „flnnur, að hann er sjálfur lítill
frammi fyrir því“, segir Krogh, og það eru
þau áhrif, sem hann segir, að sér hafi áður
fundist eigi vera hægt að ná á málverki.
Eins segir haun að Ásgrímur hafl náð
þessu, stærð og vídd, inn í lítið vatnslita-
málverk, sem hangi við hlið Heklumyndar-
innar, en nefnir ekki, hvað það sé, sem
þar er sýnt. Honum virðist Ásgrími sér-
staklega sýnt um að mála með vatnslitum.
Um Þórarinn Þorláksson segir Krogh,
að hann sé blíðari og danskari en fólagi
hans. Hann muni hafa lært á listaskólan-
um í Charlottenborg, því hann máli alveg
eins og þeir Kröyer og Henningsen, er
þeir hafl, eftir skólavistina, komið úr kenslu
hjá Verrnehren. Tilgátan er alveg rétt;
Þórarinn hefir verið á listaskólanum í
Chavlottenboig og siðan hjá Vermehien.
„Verdens Gang" frá 30. f. m. segir, að
í „Áning“ Þórarins, er blaðið kallar „Aften
stemning", og í andlitsmynd, sem hann
hefir málað af sjálfum sér, sé „fin og al-
varleg list“.
Bæði í því blaði og vlðar er það fundið
að myndum beggja, að þar vanti sterka
Og fjölbreytta liti, og þykir „Verdens Gang“
það þó eiga enn meir við um Þórarinn en
Ásgrím.
í „Dagblaðinu" frá 24. f. m. er talað
um þetta sama. Sá, sem þar skrifar, segir:
„Þeir verða að fara út í hina stóru, skín-
andi Evrópu, ekki til kongsins Kaupmanna-
hafnar, því þar liggur enn gömul þoka yfir
málaralistinni, heldur eitthvað annað, gjarn
an hingað til okkar, því þar munu þeir
fljótt sjá, hvernig geislar geta staðið af
málverki".
Norðmanninum, sem þetta skrifar, skjátl-
ast dálítið, því annar maðurinn, Ásgrímur
Jónsson, hefir faríð víða um lönd, meðal
annars dvalið svo missirum skiftir í Ítalíu".
Sjónleikar.
—0—
Síðastliðið sunnudagskvöld, sýndi leikfé-
lag Stokkseyrar hér 2 sjónleika, þá er þeir
hafa áður leikið heima i vetui og getið
var um í síðasta tbl. Sl. Pólitisk blindni
og Fagra malarakonan.
Fyrri leikurinn er allgóður og leikend-
urnir leysa hlutverk sín vel af hendi, en
hættir þó sumum við að lesa of mjög, og
óprýðir það framburðinn. Annars er leik-
ur þessi svo mjög styttur úr því sem
hann er hjá höfundi að aðeins er svipur
hjá sjón, og er það ekki sagt leikendum
til lasts, ofvaxinn leiksviði og öllum út-
búnaði hér, sem er í aumasta lagi, og
mann furðar á að nokkuð skuli vera hægt
að skemta á slíku leiksviði. Síðari leikur-
inn Fagra malarakonan, skemti áhorfendum
sérlega vel, þar leikið betur, og sumir léku
þar svo vel, að unun var á að sjá, sórstak-
lega malararkonan, hún er óefað ágætis
leikkonuefni, sérstaklega í ástarhlutverkum,
sem hún leikur sórlega vel. Frændi henn
ar er og vel leikinn, svo mörgum varð
kátt af, þó virtist sumum hann sýna helzt
til mikla léttúð. —
Húsfyllir var þetta kvöld og var það vel
farið, því mikið verða leikendur að leggja
á sig og eiga því skilið að vel séu sóttir
leikarnir, enda ekki samboðið íslenzkri
gestrisni annað en taka vel á móti gestum
sinum sem að koma, og sýna þeim kurt-
eysi. —
fökk sé þeim fyrir hingaðkomu sína og
góða skemtun.
Ahorfandi.
Góð mjólkurær.
— 0—
Úr á einni hér fengust í sumar 227
pund mjólkur. Ærin er mórauð að lit,
meðalstór, og líklega um átta ára gömul.
Petta er þess fremur athugavert, sem
síðastliðið vor var óvenjulega hart hér
vestanlands. Sauðgróður kom svo seint að
fé grentist mikið og náði sér eigi fyr en
undir júlímánaðarlok.
Ekki set eg þessa tölu hér af því, að eg
álíti að þetta sé framúrskarandi góð ær,
því eg þykist viss um, að margar ær finn-
ast jafngóðar og betri, ef vel væri leitað
hér um sveitir, heldur set eg það atallega
til þess, að menn fari betur að taka eftir,
hvað hver einstök ær þeirra mjólkar. Það
er svo afarmikilsvert að geta fengið glögga
hugmynd um hver ærin er i raun og veru
bezt. Þá fyrst er hægt að byija á úrvals-
kynbótum, sem eru mjög þýðingai miklar,
einkum á mjólkurfé, þvi þar inun mis-
munurinn vera einna mestur á meðaltali
og einstökum kindum. Einnig væri fróð-
legt að vita nokkurnveginn hve margra
króna virði sú mjólk er, sem dilkarnir
drekka yfir sumaríð. Setjum svo að Móra
hefði gengið með dilk í sumar, þá mætti
verðleggja það á 13 krónur 62 aura, sem
hann heflr fengið úr henni fram yfi.i hag-
færinginn, eða á 6 aura hvert mjólkurpund,
og slíkt er alls ekki of hátt hér. Hann
hefði þá í hæsta lagi borgað helming af
þessu aukafóðri, en hinn helmingurinn al-
gerlega tapast.
Eg vona að sjá það innan skamms að
Móra eigi sér fullkomna jafningja.
forfinnsstöðum 9. október 1910.
Jón A. Guðmundsson.
[Freyr].
Fjær og- nær.
Skrið segja nú R.v.blöðin, sé að koma
á hafnarmálið þar.
Bæjarstjórnin hefir haft málið til með-
ferðar og einnig hafnarnefnd. Hafnarstj.
Á-------------------------------
}51úðar|iakí?ir fil „.Söngfélagains"
fýrir fíina fögru qjöf.
©uðm. IZielseiþ,
í Noregi Gabríel Smith heflr gert, 2 áætl-
anir um hafnargerð, og hefir hafnarnefndin
ráðið til að fylgt væri áætlun hans, er nú
í raði að málið verði undirbúið og afgreittt
til þingins.
Sextán hundruð þúsund krónur á höfnin
að kosta, segir ísafold.
Sundið á nýjársdag var þreytt, eins og
til stóð, og varð Stefán Ólafsson hlutskarp-
astur, sem fyr, hefir hann nú 2 unnið
Grettisbikarinn og vinni Stefán í 3 sinn,
verður bikarinn eign hans.
Kalt var í sjóinn á nýjársdag, aðeins 2
stiga hiti.
Mauntalið. Til þess að vinna að því
hafa verið ráðnir Georg Ólafsson cand. pol.
og Jóhann Kristjánsson ættfræðingur. Búist
er við að fleiri muni þurfa að ráða til
þessa starfa, áður lýkur.
Kinnarhvolssystur er nú verið að
leika í Reykjavík um þessar mundir. Höf.
leiksins er danska skáldið C. Hauch. Ind-
riði Einarsson þýddi. Mikið er af leik þess-
um látið, eru þó gallar á ýmsu enn hjá
leikfélagi Rvíkur að því er blöðin segja,
en mjög hefir því farið fram nú á síðari
árum, bagar þó mjög óhentugt húsnæði
o. fl. —
Fánaillálið er nú risið upp aftur, hafa
bæði ungmennafélög og landvarnaifélagið
komið með ákveðnar tillögur um það.
U. M. F. Akureyrar, hefir t. d. samþykt
svohljóðandi till.: „Til að hrinda fánamál-
inu áleiðis álítur félagið heppilegt, að lög-
leiddur verði sérstakur staðarfáni og ákveð-
ur því að beita sér fyrir því að skorað
verði á næsta alþing að samþykkja lög
þess efnis og telur æskilegt að lögin geti
öðlast gildi fyrir 17 júni 1911.“
U. M. F. R. hefir samþ. svohljóðandi
tillögu:
„Félagið vill vinna fyrir fánann sem
fullkomið sjálfstæðismerki þjóðarinnar.
Félagið er algerlega andvigt staðarfána.
Félagið telur það heppilegustu leiðina fán-
anum til stuðnings að vekja áhuga þjóðar-
innar á honum og fá menn til að nota
hann, en snúa sér ekki til þingmanna né
þingmálafunda að svo stöddu."
Skúli fógeti. Næsta vetur, 12. des.,
eru liðin 200 ár frá því er Skúli Magnús-
son landfógeti fæddist.
Ráðagerðir eru um það, bæði í Reykja-
vík og Akureyri að gera eitthvað til minn-
ingar og heiðurs því mikilmenni.
Gullift í Miðdai. Fjallk. segir að enn
á ný hafi verið tekin sýnishorn úr námunni
i Miðdal og send til Englands til rann-
sóknar. Er nú búist- við, að ekki líði á
löngu áður vist verður, hvort tiltækilegt
þykir að reka þar gullgröft eða ekki.
Silfurbergsnámuiia á Ökrum á Mýrum
hafa Frakkar nýlega keypt fyrir 5000 kr,