Suðurland - 02.03.1911, Blaðsíða 3
SUÐURLAND.
151
vandreiknuð gáta, að ef járnbraut kæmi
þá færu allar verzlanirnar á höfuðið og
öll gróða- og framfarafélög mundu liðast i
sundur og allir hluthafar töpuðu, að minsta
kosti hlutabréfum sínum, ogjþeir sem væru
í ábyrgðum yrðu ef til vill öregar. Þetta
ætti landsstjórnin að íhuga áður en hún
gerði nokkuð í þessa. átt.
Þá stóð upp Jón í Koti, sem þagað
hafði til þessa og fórust honum orð á þessa
leið: „Mér flnst þær skoðanir sem hér
hafa komið fram nokkuð einhliða og nær-
sýnar. Reyndar má búast við þvi, að jafn
stór og nýtileg h ugmynd og þessi er m æti mót-
spyrnu, því það má ganga að þvi vísu, að
því nýtilegra og þarfara sem eitt málefni
er, þvi meiri mótblæstri mætir það. Þeir
sem hæst reiða til höggs góðu málefni,
höggva í sundur brtina undan sínum eigin
fótum, því það sem er nauðsynlegt og
gott, vinnur ávalt sigur um síðir, hversu
mikið sem á móti því er barist. Maður
getur alt af blygðast sín fyrir það,
að flýja undir væng þess sem maður heflr
kastað steinum að. Eg á ekki hægt með
að sjá það, að járnbraut gæti gert hér
nokkuð ilt þó hún kæini. Reyndar getur
það verið að ekki verði hægt að koma við
einokun, þegar hún er konfln, en það eru
nú ekki nema nokkrir menn, í samanburði
við fjöldann, sem geta iifað á henni. Eg
hefi nú þá skoðun, að öll þessi félög og
verzlanir, eins og þau nú eru, séu ekkert
annað en niðurdrep fyrir næiiiggjandi hóruð.
Alt af er verið að mynda ný og ný félög
til þess að bæta verzlunarástandið og til
að kenna mönnum að græða, en alt lendir
þó í sama farinu og alt af aukast skuld-
irnar. Flest þessi framfara- og gróðafélög
fara fyr eða síðar á höfuðið og sum með
mestu óhljóðum. Ekki hafa þó járnbraut-
arslys orðið þeim að fjörlesti. Enginn vill
leggja neitt í sölurnar fyrir aðra, alt sfjórn-
ast af eigin hagsmunavon, og þeir, sem á
undan ganga teyma langa trossu á eftir
sér, en hver og einn 1 trossunni vonast
eftir kökubita fyrir að vera ieiðitamur“.
Menn voru seinir að taka til máls á
eftir Jóni. Ásmundur stundi þungan, dróg
að sér fæturnar og sagði: „Alt liðst Jóni
i Koti að segja". Svo fóru menn að spyrja
hver annan að því, hver hefði leyft Jóni
inngöngu á íundinn og hver hefði leyft
honum oiðið. Fá heyrðist kvrðið utar í
horni vísa, sem kveðin var, þegar hið svo-
nefnda laumubréf templara kom út.
Af því mélið ei or hreiut
alt í pokum vorum,
fara skulum fjaudi loynt,
og flcka sem vcr þorum.
Það var ekki að ástæðulausu þó Ásmund-
ur yrði hljóður eftir fund þennan, því þar
eyðilagðist hans fegurst.a gróðavon, en í
hennar stað kom óttinn fyrir því, að verða
að herfangi annara, eða þá að verða að
borga fyrir afglöpin. Og svo ólukkans
eimreiðin, ef hún skyldi nú koma á íleygi-
ferð, hvað sem hver segir: hvæsandi og
másandi, með skarkala og gauragangi, með
hrynjandi eimyrju, spúandi þykkum reykjar-
mekki liátt i loft upp, og svo skyidu aliir
þeir, sem mest hafa st.aðið á móti þessari
útlendu „orkunýting“ verða að nátttröilum.
Óskemtileg tilhugsun.
En nú skal eg gleðja Ásmund karlinn
með nýjum, óvæntum gleðifréttum. Sveit-
ungar hans eru í undirbúningi með að halda
honum heiðurssamsæti fyrir 25 ára góð
fjallskil. í þessi 25 ár heflr hann farið
alt af í leitir sjálfur, enda er hann góður
smali, það má hann eiga, og hóar ágæt-
leglega. í samsæti þessu á að afhenda
honum einstaklega myndarlega gjöf, og þó
enginn hafl talað ver um mig á bak, þa
ætla, eg samt að gefa 20 kr. til þess að
fá að vera með.
Geirmundur.
------0*0*0-----
cRlþincji.
—0—
R.vik 26. fcbr. 1911.
Þann 22. þ. m. var bankarannsókn sam-
þykt í efri deild, til þess voru kosnir:
Lárus Bjarnason, Aug. Flygenring, Stefán
Stefánsson, Sig. Hjörleifsson, Sig Stefánsson.
Mjög svæsnar og hrottalegar umræður uiðu
u m það mál, og stóðu yflr í 6 klt.
Skýizla frá dönsku bankamönnunum var
lögð fram, tók rannsóknarneíndin við henni.
27. febr.
Laugardagsnótt kl. 1 r/2 var > neðri deild
alþ. samþ. vantraustsyflrlýsing á ráðaherra
og fluttu hana 4 sjálístæðism. 15 greiddu
atkv. með, en 8 á móti. 2 greiddu ekki
atkvæði.
Atkv.gr. fór fram með nafnakalli.
Með vantraustsyflrlýsingunni greiddu
þessir atkvæði: Eggert Pálsson, Einar
Jónsson, Jón Magnússon, Jón frá Múla,
Jón Ólafsson, Johannes sýslum., Pét.ur
Gautl., Stelán Stefánsson, Hannes Hafstein,
Jón Sigurðsson, Bjarni frá Vogi, Skúli
Thoroddsen, Bened. Sveinsson, Jón frá
Hvanná, Sigurður Sigurðsson.
Móti greiddu atkv.: Magnús Blöndahl,
Björn Kristjánsson, ÞorJeifur Jónsson, Björn
Þorláksson, Ólafur Bríern, Björn Sigfússon,
Hálfdán Guðjónsson og Sig. Gurinarsson.
Björn Jónsson greiddi ekki atkv. og ekki
dr. Jón Þorkelsson, færði sem ástæðu að
heft hefði verið málfrelsi hans og hann því
ekki getað rökstutt atkv. sitt.
Fyrir vantraustsyfirlýsingu töluðu — af
flutningsmanna halfu: B. Sveinsson, Skúli
Thoroddsen. Af minnihl.: Jón frá Múla.
Móti töluðu: ráðherra, B. Kristjánsson,
Sig. Gunnarsson, Hálfdán Guðjónsson og
M. Blöndahl.
Þannig endaði þessi bardagi og furða
menn sig mjög yftr hve smávægilegar eru
ástæður þeirra sjalfstæðismanna, sem snú-
ist hafa gegn ráðherra. Og segja kunnugir
að kurr mikill í kjósendum hér í Ár-
nessýslu út aí framkomu 2, þingmanns
þeirra í þessu m: li, og muni litlu mega á
auka til þess, að hann fái vantraustsyfir-
lýsingu frá kjósei dum sínum.
Björn Jónsson ráðherra símaði strax að
morgni þess 25. til konungs og baðst lausn-
ar frá embætti neð tkírskotun til van-
traustsyfirlýsingai þeiirar er samþykt var
í neðri deild. Svai kom aftur frá krónprinsi,
þar konungur vir sti ddur í Sviþjóð og
kemur ekki heim fyr en 11. þ. m. Krón-
prinsinn neitaði að gefa ráðherra lausn,
fyr en hann væri búinn að fá greinilega
yflrlýsingu fjögra manna, sem hann tilnefndi,
um flokkaskipun þingsins. Til þessa skip-
aði hann: Björn Jónsson ráðherra, Hannes
Hafstein, Skúla Thoroddsen og Kristján
Jónsson. Hafa þeir nú setið á ráðstefnu
um þetta mál, og höfum vér ekkí frétt
nánar um það enn þá. Björn Jónsson verð-
ur því að sjálfsögðu að gegna ráðherra-
störfum til 12. þ. m., er konungur er heim
kominn og heflr fengið skýrslu þeirra fjór-
menninganna.
Nú er liðinn hálfur mánuður af þing-
tímanum og mikið er búið að afreka! Þeir
vinna fyrir kaupinu sinu, drengirnir, og
þurfa væntardega ekki að taka undir með
salmaskáldinu og segja: „Ónýtir þjónar
erum vér“.
Rangárvallasýslu, vestanverðri 3/2 1911.
Nú er árið 1910 liðið fyrir rúmum mánuði
síðan, með kostum sínum og brestum, sem að
vísu voru nú færri og smærri en kostirnir. Árið
byrjaði að vísu með stórharðiudum, sem stóðu
óslitin til miðs aprílmánaðar, en afleiðingar þeii-ra
urðu þó fram yfir vonir bærilegar, sem var að
þakka hinum næstum ómuna mikla og góða
heyafla sumarsins 1911. Dálitlar misfellur munu
hafa orðið sumstaðar á laudbúuaðinum og þar-
afleiðaudi minni arður i rjómabúum hjá þeim er
fyrir urðu. Eidra í'é mun ekki hafa farist að
mun, sem mátti þó næstum- búast við, því, fyrsti
sumarmánuðurinn var likari vetri en sumri, og
þarafleiðaudi mjög seinn gróður, þó varð á end-
anum grasspretta ait að því í meðallagi, — þó
ekki á túnura — en útjörð var að spretta fram
um höfuðdag, eða jafnvel lengur. Heyfeugur
varð með minna móti, og var það helzt sökum
þess, hvað heyskapartímiun var stuttur, því seint
var byrjað, en eftir septemberbyrjuu uáðist eug-
inn baggi nema hrakningur, sem er viða illa
verkaður, sökum þess, að ekkí var hægt að
þurka hann vel. Voturinn til ársloka var mjög
góður, þurviðrasamur með vægu frosti, og oft
næstum frostlaust, enda kom það sér vel alls
vegna, og ekki sízt sauðfjárböðunarinnar, sem fram
fór í sýslunni í nóvember og desember. Alment
mun hafa verið baðað úr hinu nýja baði, lítur
út fyrir að það reynist vel, mjög góð þrif í öllu
fé yngra og eldra, garðaló eða iagðar hafa ekki
í húsum sést síðau buðað var.
Heilsufar manna á árinu var fremur gott,
engar stórsóttir og engin stór vanböld í mann-
fólkinn, þó áttu læknar okkar mjög annríkt, on
það er orðið svo nær alt af.
Síðan árið 1911 byrjaði, hefir verið nokkuð
stórfeldur umhleypingur, en sjaldan frost, en nú
seinustu viku iudæl blíða líkari sumar- en vetr-
arveðri, eru menn því góðrar vonar um, að vet-
úrinn verði ekki þungur,
K.
-------o-o-o-----
Af Eyrum.
—o—
Tiðarfarið að undanförnu heflr verið æði
rosasamt, frost stundum 16 gráður á C.
í gær var róið alment hér og varð að-
eins fiskvart.
Nú eru sjómenn allir komnir „til vers“
í Þorlákshöfn, þeir er þaðan ætla að róa,
er þar nú fjölment ið vanda.
Suðurl. árnar sjó nöntiunum allra heilla.
Trollari strandaði síðastl. sunnudag í
Selvogi framundan Strandakirkju, sagt er
að einn mabur hafl druknað. Sýslum. er
væntanlegur heiin þ iðau þá og þogar.