Suðurland


Suðurland - 02.03.1911, Blaðsíða 2

Suðurland - 02.03.1911, Blaðsíða 2
150 SUÐURLAND. SUÐURLAND kemur út vikulega (minst 52 bloð á ári). Verð árgangsins o kr., er borgist fyrir 1. nóv. Upp sögn skrifleg fyrir 1. nóv. og því aðeins gild, að kaupandi sé þá ekuldlaus. Ritstjóri og ábyrgðarm.: Karl H. Bjarnar- son, preutari, Eyrarbakka. Og skulu allar ritgerðir, sem í blaðið eiga að koma send- ast honum. Gjaldkeri: Guðmundur Jónsson, verzlun- armaður á Eyrarbakka. Prentarar: JÓN HELGASON og KARL H. BJARNARSON Þeir veita móttöku öllum auglýsingum, sem í blaðið eiga að koma. Afgreiðsla blaðsins er i prentsmiðjunni, utanáskrift: Afgreiðsla Suðurlands, Eyr- arbakka. Járnbraut eða höfn. Svar frá 510. — o — Loksins er þó komið skrið á uinræð- urnar um þessi mál, og ýmislegt er búið að segja um þau, en engir eru sammála um hvort verði happasælla fyrir Suðurlands- undirlendið, höfn hér austanfjalls eða járn braut frá Reykjavík. Eg og aðrir, sem víð sjóinn búa, halda fram höfninni, en sveitabændurnir járnbrautinni. í 33. tbl. „Suðurlands" er grein um járnbraut, austur í Árnessýslu og furðar höf. sig á því, hve Árnesingar iáti sig það mál litlu skifta, þrátt fyrir sífeldar kvart anir um ónógar og slæmar samgöngur. Við erum vist sammála um það, að mal þessi þurfi að ræða og athuga með ró og stillingu og að rannsaka þurfl hver leið'n sé heppilegri og framkvæmaniegri, og að sú rannsókn þurfi að fara fram sern íyrst, og til þess beri að fá menn, sem hafa vit á verkinu, og viija til að rétta okkur hjalp- arhönd og fræða okkur um það, sern mest þörf er á að vita í þessum málum, og um- fram alt, menn, sem hafa sjálfstœði oq hlutleysi til að bera, og sem eiu lausir við áhrif einstakra hceja, sveita eða sýslna, heldur hugsa um að lúka verki sínu rétt og samviskusamiega. Að öðru leyti er eg ekki heiðruðum höf. samdóma um tillögur hans í járnbrautar málinu. Óttast það, að sú brautarlagning yrði ekki notadrjúg fyrir almenning í aust ursýslunum og mór virðist höf. æði þröng sýnn og einhliða i þessu brautarmáli, virð ist ait benda á að hann ætlist tii að braut- in sé mest gjörð fyrir Grímsnesinga. Heiðr. höf. minnist á leiðina sem Krabbe hefir áætlað, og finnur fyrst og fremst það, að um brautarstöð geti ekki verið að iæða frá Gjábakka að Sogsbrú, en segir þó jafn- framt að öðru.megin á þessu svæði séu mestmegnis óbygðir og vegleysur en hins vegar stór vötn. — En má eg þá spyrja? Til hvers ætti þá brautarstöð að vera á þessu svæði? Ef tii vill til þess að lestin gæti hvílt sig eftii einhvern harðfennis- skafiinn, það gæti hún nú reyndar gjört á teinunum stöðvarlaust. Hvað hafa annars brautarmenn hugsað sér til'að halda braut- inni opirini á vetrum í snjóum og byljum? Ef til vill ætla þeir lestinni sjálfri að hafa fyrir pví, en þá er eg hræddur um að hún yrði einhverntíma á eftir áætlun. Eða ætla þeir sér að fá srijóplóg? Snjóplógur sem óhætt væri að ætla að gæti haldið braut- inni hreinni hvernig sem viðraði að vetr- inuin til, kostar nú reyndar ekki nema 80 þús. kr., en eg býst við að brautarm. vaxi þ.ið ekki svo mjög í augurn. Annars hefi eg i 30. tbl. Sl. látið í ijósi alit mitt um notkun á brautinni og fer því ekki Jengra útí það hér. Eg álit það eðlilegt og sjálfsagt að braut- armenn athugi vel alt er að brautinni lýtur, þvi „fatt er of vandlega hugað0 og vorkunn er þótt hver vilji þar skara eld að sirini köku, og alveg er það réttmætt að trúa betur margra ára reynslu og at huguuum en lauslegrí umsögn einhvers vei kfræðingsins, sem oss er sendur af náð. í 37. tbl. Suðurl. er einnig grein um þetta mál, andsvör til mín frá hr. Þorf. Þórarinssyni, og er eg honum þakklátur fyrir, þótt ekki sé með öllu laust við hnút ,ur í garð okkar fáfræðinganna, en eg tek slikt ekki illa upp fyrir honum, og þótt hann ef til vill, búist við að eg muni ekki af „eðiilegum ástæðum" minnast meira á þetta mál, verður það að vonbrygðum fyr- ir hann. Eg er og verð honum líkl. aldrei sam- mála um þetta mál, og langar til að gjöra lítilsháttar athugasemd við grein hans. Hann nefnir meðal annars leiðirnar við byggingu og starfræksiu brautarinnar: Þar er eg a öðru máli, því þótt það geti vetið þægiiegt og gott og blessað, að útl. félag taki að sér veikið og svo starfræksl una um tiltekinn tíma, þá er slíkt þó altaf viðsjarvert, og betra er að sleppa ekki um of lausura taumnum við útlend gróðafélög, þvi nóg eru dæmin til að sýna, að þau eru ekki ætíð sem samvizkusömust í viðskift um sinum við lít.iJmagnann, má þar nefna þjóðverjana, er tóku að sór gaslagninguna 1 Reykjavik fyrir bæjarsfjórnina þar, því altalað er að bæjarstj. muni að líkindum bera þar skarðan hlut frá borði, og allir vita þó að hún er ekki skipuð neinum fá- ráðlingum. Mitt álit er það, að við eigum sem ailra minst að hægt er, að lá.ta rerma af vinnu- launum til útlendinga fyrir það, sem við að miklu ieyti gætum framkvæmt sjálfir. [Niðuriag næst]. Á við og dreif. --0-- Undarlegt er það, hvað sjaldan maður 'ér lokið lofsorði á það sem vel er gert, vel er sagt eða vel er skrifað. Þetta kemur vist af eintómri leti, því þó mikið sé til af hkamlegri leti, þá er þó miklu meira til af andlegri leti. Menn nenna ekki að hugsa og því síður að færa hugsai ir sínar i búuing og gefa þeim víst form. Menn hafa sér það til afsökunar að þeir séu svo tniklir aular, að þeir geti enga nýtilega hugsun fætt, af sér, og svo það, að þeir hafi ekki tíma til neins fyrir annríki og ahyggjum. En vanalega er það svo, að þeir sem rnest kvarta um annríki, eru af- kastalitlir og lélegir til starfa. Það er ekkei t smáræði sem elju- og iðjumaðurinn með oinbeittan vilja getur afkastað í hjá- verkum fyrir utan sín daglegu störf. Ef enginn hefði unnið neitt um dagana annað en það, sem skyldan bauð, eða annað en það, sem eigin hagsmuna von stóð að baki, þá væri mannkynið mörgum' öldurn á eft.ir nútímanum. Gáfur eru gull,' vist er mn það, en hvers virði eru þær í höfði letingjans eða þess sem vantar vilja og áhuga. En það var nú ekki þetta, sem eg ætl- aði að tala um. eg ætlaði fyrst og fromst að þakka „Suðurlandi" fyrir greinina „Blóm- in mín“, sem það flutti í haust. Mér finst hún eiga lof skilið fyrir það, hvað hugsun- in í henni var heilbrigð. Ef við fengjum mikið af þannig löguðum greinum í blöðum vorum, mundum við brátt fá andstygð á öllum þeim blöðum, sem mestmegnis flytja æsingar og skamma- greinir. Við mundum þá fara smámsam- an að þekkja „eitrið", sem verið er að halda að okkur og láta okkur kaupa fyrir peninga. En þeir eru alt of fáir, sem eru óháðir og geta litið jöfnum augum á báða flokkana. En sá, sem ekki getur litið jöfrmm augum. á báða flokkana og skoðað gerðir þoirra án hlutdrægni, hann or ekki andlega heilbrigður maður, „eitrið" hefir verkað á hann. Andleg heilbrigði og heil brigð dómgreind er miklu fágætari en menn alment gera sér í hugarlund. Ofurlitið langaði mig til að minnast á hann Ásmund nágranna, hann helir verið daufur og fátalaður nú um tíma. Reyndar er hann vanur að fá þunglyndisköst i skammdeginu, en það hefir aldrei borið jafn mikið á því og nú. En þetta mun ekki vera að orsakalausu í þetta sinn. Seinast þegar hann sást í „Suðurlandi" var hann að búa sig á „Framfarafund og hló þá á honum hver tuska, þvi hann þráði að fá úrlausn og uppfylling á því sem hann hafði svo lengi þráð. Framfara- félagið er einnig gróðafélag og Ásmundur á í því nokkra hluti. Honum var talin trú um það, að ef hann legði peninga sína í félag þetta, fengi hann hundraðfaldan ávöxt og svo mundi hann komast í stjórn félags- ins. ()g Ásmuudur vildi fyrir hvern mun fá hundiaðfaldan avöxt og verða ríkur og svo að komast í stjórn. En einhvernvegin hafði það dregist þessi árin, að ekki konm ávextirnir og ekki var hann ennþá kom- inn í stjórnina. En nú átti þetta alt að lagast á þessum fyrnefnda fundi og þess- vegna var Ásmundur svo hjartanlega glaður, þegar hann gekk þar inn. Það var ekki fyrsta mál á dagskrá, að skifta gróðanum á milli félagsmanna, held- ur um það, hvernig ætti að fara að því að fá nýtt peningalán handa félaginu og þegar búið var að koma sér niður á þvi, þá voru hluthafarnir látnir skrifa nöfn sin á stórt og fallegt skjal. Og það hvíldi ein- hver félagsblær yfir skjalinu, þar stóð meðal annars: „einn fyrir alla og allir fyrir einn“. Næsta mál á dagskrá var járnbrautarmálið. Um það urðu margar umræður og allir mæltu á móti járnbraut og lofuðu hver öðrum að vinna af alefli á móti járnbrautarhugmyndinni, eftir því sem þeir höfðu kiafta og vit til. Það var svo sem ekki

x

Suðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Suðurland
https://timarit.is/publication/211

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.