Suðurland


Suðurland - 23.09.1911, Page 2

Suðurland - 23.09.1911, Page 2
60 SUÐURLA'ND. Greinarkorn það er hér fer á undan er í sjálfu sér „meiniaust og gagnslaust" og segir ekkert annað en það sein „Ingólfur" hefir áður sagt, og ekki kemur til mála að óheilbrygðara sé við næstu kosningar að taka fremur tillit til aðílutningsbannsins en óheillra pólitískra flokkaskiftinga. Hvað er ætlun höfundar með síðustu setningunum, að „ekki sé holt fyrir Suður- iand að ræða þetta þaulrædda mál.“ Á þetta að vera hótun til blaðsins? Hver mál er þá Suðurl. hollast að ræða ? Hvað á það að ræða um? Máske höf. vilji gefa bendingar í þá átt. Suðurland feimar sér ekki við að ílytja greinar um almenn málefni, séu þær kurt- eyslega ritaðar. Ekki síst þegar þær eru undirritaðar fullu nafni höf. og það ættu sem flestar greinar að vera. — Býst ekki við að gjöra öllum til hæfis frekar en vinur vor Er því að sætta sig við það. Markaðsfréttir 8, seft. 1911. Newcastle-on- Tyne. Með „Botníu" kom mikið af islensku smjöri, en því miður of seint fyrir mark- aðinn, var þessvegna ómöguiegt að fá það verð er vér spáðum 22. ágúst. Hefði smjörið komið einum degi fyr, hefði það munað um 6000 krónum á þeim 6—700 ílátum, því alt fram að þeim tíma var verðið ó- breytt og menn voru ákafir að byrgja sig upp, og buðu hæsta verð. En smjörið kom of seint, og vikuna sem smjörið beið kaupendanna, sem höfðu byrgt sig svo upp, að þeir komu ekki fyr en næsta markaðsdag. Á meðan féll smjörið mjög í verði. Kaupmannahafnarsendingar féllu um 6 kr. og alt benti á verðfall; ekkert var hægt að selja nema með 10—12 °/o aíslætti. Þá hljótíð þér að skilja, að það hafi heldur en ekki valdið oss vonbrygðum er hinar óheppilegu gufuskipaferðir, hafa hindrað oss í að láta íslensku rjómabúin njóta hins háa verðs, sem var 2 vikum áður. Nú sjáum vér á áætlunum gufuskip anna, að hin næstu tvö skip koma ekki hingað fyr en 17. og 24. seft., bæði á sunnu- degi, einuin degi of seint, og getur smjörið því ekki komist á markaðinn strax, en verður að bíða heila viku. Gæði smjörsins voru lík og áður, en þar sem verðið er hátt, gjöra kaupendur hærri kröfur til vörunnar, því almenningur heimt- ar skilyrðislaust að fá 1. flokks vöru, fyrst verðið er svo hátt. — — — Útlitið um næstu vikur mjög gott. — J. V. Faber & Co. Á sama markaði seldi hr. Faber smjör fyrir Baugstaðabúið á 109 kr. 69 au. 100 pd. (brutto) eða um kr. 1,03 pd. netto. Lánsamir foreldrar. Margt er undariegt í heimi þessum, og mörgu er misjafnlega niðurraðað, ekki síst þegar um fæðingar barna er að ræða. Sum- ir foreldrar eignast svo mörg börn, að þau eru í vandræðum að hafa ofan í þau og á; — aftur aðrir þurfa að baslast í barnlausu hjónabandi. Mikill er munurinn. Sumar mæður fæða 20 börn og þar yfir, en aðr- ar verða aldrei mæður. Og sumar eignast þrí-, fjór- og jafnvel fimm-bura, aðrar verða að sætta sig við eitt. Suður í Cleveland, Ohio, er kona ein, Mrs. Wm. C. Clark að nafni, sem er að eins 33 ára gömul, en sem hefir eignast 17 börn. Hún hefir fætt þríbura þrisvar og tvíbura fjórum sinnum. Af þessum barna- hóp eru 7 ein á lífi. Mrs. Clark er af frönsk- um ættum, en kom til Bandaríkjanna 6 ára gömul, og giftist 12 ára. Árið eftir fæddi hún tvíbura, en fyrstu þríburana eignaðist hún 14 ára. — Sjálf á hún 26 systkyni á lífi. — Hún er gift járnsmið. Á þriðja degi eftir síðasta barnsburðinn, gengdi hiín sínum vana húsverkum. Þó Mrs. Clark hafi vel gert í því augna- miði, að fjölga mannkyninu, þá hafa marg- ar gert betur. Rannig eru um þessar mundir vestur í Saskatchewan ung hjón, maðurinn 23 og konan 22 ára, sem hafa verið gift í 6 ár, en sem eignast hafa fimm sinnum tvíbura, og lifa öll þessi 10 börn við góða heilsu. Hvað ætli verði ef þau halda áfram þessum dugnaði til elliáranna? En þegar litið er fram í tímann, þá verða fyrir okkur markverðari dæmi en þessi tvö. Þannig fæddi kona ein að Dunstable á Englandi fyrir hálfri öld siðan, 19 börn á 6 árum, — þrisvar þríbura og tvisvar varð henni 5 barna auðið í senn, og náðu öll þeirra fullorðinsárunum. Þó gerði þýsk kona í Dayton, Ohio betur. Hún eignaðist tvisvar sexbura. — Hugsið ykkur þá gleði, að vera vakinn um hánótt af sex ungbörnum í einu, sem öll vilja fá að sjúga eða láta taka sig, — væri það ekki dásamlegt! Hollensk kona á öidinni sem leið eign- aðist tvisvar sjöbura, og náðu öll þessi 14 börn að komast, á legg. Árið 1861 fæddi kona ein í Trumbull Co., Ohio, þrjá drengi og fimm stúlkur í einu. ímyndið ykkur gleði föðursins, þeg- ar yfirsefukonan kom út úr sjúkraherberg- inu og hélt uppi átta fingrum! En þó hefir frönsk kona, eftir þvi sem kirkjubækur Parísarborgar geta um árið 1760, borið höfuð og herðar yfir allar aðr- ar mæður, því hún á að hafa fætt níu börn í einu. Lafði Elphinstone á Englandi, sem dó árið 1700, varð 36 barna móðir, og kom- ust 27 þeirra úr ómegð. Einn sona henn- ar eignaðist 22 börn með fyrri konu sinni en 14 með seinni konunni. Mrs. Thos. Urquhart, skosk hefðarfrú, eignaðist 36 börn, sem öll náðu fullorðins- árum. ítölsk kona ein, Dionota Salviati að nafni, varð 52 barna móðir. Rar af voru einir sexburar, en hitt alt þríburar, að und- anskildu einu. Af Bandaríkjamönnum, eftir því sem sögur fara af, hefir David Wilson, frá Mad- ison, Indiana, átt flesta afkomendur. Hann lést fyrir hálfri öld síðan. Hann varð 47 barna faðir. En sá maður, sem ber höfuð og herðar yfir alia aðra í barneignum, hefir án efa verið Rússinn Fedor Wassiiey, sem iifði um miðja fyrri öld. Með fyrri konu sinni eignaðist hann sextán sinnum tvíbura, sjö sinnum þríbura og að lokum fjórbura. Eri þá misti hann konu sína, — eftir að hún hafði fætt honnm samtals 69 börn, sem öll iifðu. Fedor sá brátt, að konulaus mátti hann ekki vera til lengdar með alla þessa barnahrúgu. Hann kvongaðist því aftur, og eignaðist með seinni konunni sex tví- bura og tvenna þríbura, eða 18 börn alls; svo þegar karl lagðist til hinnar hinstu hvíldar, að loknu dagsverki, hafði hann orðið 87 barna faðir. Hvað íslendingum viðvfkur virðast, þeir vera eftirbátar annara í þessurn efnum, að minsta kosti hvað mæðurnar áhrærir. Þó hafa sumar eignast um tuttugu börn, eftir því sem sögur fara af og sumir karlmenn hafa eftir því sem orðrómur leikur, eignast 30 börn og þar yfir. Þannig var sagt um merkisprest á Norðurlandi, að hann hefði átt 50 börn á víð og dreif. Það hljóta því að vera óvanalega lán- samir foreldrar, sem drottinn er svo mild- ur að veita þessa gnótt barna.“ (Hkr). Nýtt þingmannsefni. Ásmundur hefir farið þess á leit við mig að eg mælti fram með því, þegar eg er kominn á þing, að sonur hans fengi drjúg- an styrk til að ferðast um landið að rann- saka steinafjöllin. Með þessu móti ætlaði hann að slá tvær flugur í einu, að njóta styrksins og semja um leið um kauparétt á öllum álitlegustu námufjöllunum. Eg tók dauflega i þetta og gaf honum í skyn að son hans mundi vanta sérþekkingu í þessu efni og féll svo talið niður í það sinn, en i gær þegar hann kom framan af Eyr- um gerði hann sér stóran krók til mín fram á engjar. Hann var ofurlitið hýr, karlinn og mikið var honum niðri fyrir. Við settum okkur niður á sína þúfuna hvor. Hann hóstaði nokkrum sinnum, dró djúpt andann, snýtti sér rækilega og skyrpti öllu slimi og óþverra út úr sér, iagði svo undir flatt og tók til máls: „Eg vildi minnast nánar á þetta sem eg drap á um daginn við þig, viðvikjandi honum Munda mínum. Eins og þú veist, þá hefir það altaf verið mín skoðun, að nauðsynlegt sé að hlynna að ungum og efnilegum mönnum, sem maður finnur að gott mannsefni er í og eitthvað vilja áfram og útlit er tii að verða muni landi sínu til gagns og sóma. Það er aldrei hægt að segja fyrirfram, hvað stór stærð kann að verða úr ungum manni, sem hefir alt lífið og möguleikana fyrir framan sig. Það er alt af hægt að segja hvað verða muni úr dáðleysingjanum, en síður með hinn sem fæddur er með starfsnáttúru og vilja- þreki. Mundi minn er upplagður til að vinna með höfðinu, enda er alt lífið nú á tímum að verða svo andlegt. Og því skyldu menn ekki reyna að hafa það upp úr lífinu sem hægt er; hvað þýðir arinað en taka heim- inn eins og hann kemur fyrir. Mér sýniðt

x

Suðurland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Suðurland
https://timarit.is/publication/211

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.