Suðurland - 23.09.1911, Qupperneq 3
SUÐURLAND
61
Uppboðs&uglýsing.
Þriðjudaginn 10. oktober n. k. selur h|f INGÓLFUR
á Stokkseyri á opinberu uppboði;
cTimBurBraRj íunnur) fíassa, vefnaðarvoru 0. fl.
pfr* Uppboðið byrjar kl. 10 f. h.
þeir ekki vera lengi að ná sér í góðar glofs-
ur, þessir piltar sem kunna að spekúlera.
Á einni klukkustund geta þeir oft haft upp
margra ára vinnumannskaup og það á ær-
legan hátt. En þessi gáfa er ekki öllum
gefin, þess vegna verður að hlynna að henni
þar sem vart verður við hana. Eg skal
segja þér það, Geirmundur minn, að hann
Mundi minn á ekkert skylt við suma þessa
ungu vindhana, sem álíta það frægð, að
geta leikið á aðra sér einfaldari, sem ekk-
ert er að marka hvað segja, sem öllu lofa
en efna minna, sem aðeins hafa fundið
lyktina af mentalrrásunum en aldrei bragð-
að á þeim, sem aldrei get.a um annað tal-
að en sjálfa sig, hvað þeir hafi gert og
ætli að gera, og svo verða allar framkvæmd-
irnar að einni hringiðu í þeirra eigin heila
og í henni snúast þeir á stýrislausu fleyi
alla þeirra æfi. Nei, Mundi minn er mab-
ur með fast ákveðinn viJja. Harm er á-
reiðanlegur, ærlegur og vandaður maður í
öllu og laus við þetta auvirðiloga hégóma
mont og yfirlæti.
Eg skal nú láta þig vita það, Geirmund-
ur minn, að eg get ráðið því því hvort þú
kemst á þing, því eg hefl ráð yfir svo
mörgum atkvæðum, að þau munu ráða úr-
slitum. Eg þarf ekki annað en láta mína
menn vita um það hvern eg ætli að kjósa,
þá munu þeir aJJir kjósa hann. Þú hefir
áður sagt, að þér væru báðir stjórnmála-
flokkarnir jafn kærir, en fylgdir hvorugum
að málum. En eg vona að þú verðir nú
með mínum flokki og þá kemstu á rétta
hillu. Eg veit að þér eru lítt kunnir þing-
siðir, sem vonlegt er, og vil aðeins benda
þér á atkvæðagreiðslu. Þú ættir helst
aldrei að gefa atkvæði þitt nema þegar þú
sæir þinn leik á borði, eða með öðrum orð-
um að greiða aldrei atkvæði nema að tryggja
þér atkv. aftur með því málefni, sem þér væri
ant um að gengi íram. Þetta eru kölluð
hrossakaup og sá sem kann vel með þetta
að fara, tekst oft íurðu vel að koma sínu
máli fram. Nú veit eg ekki til að nein
sérstök áhugamál vaki fyrir héraðsbúum
sem þú þurfir að beita þér fyrir, og sjálfur
munt þú enn ekki hafa neitt hugfast fyrir
sjálfan þig, enda varasamt að beita sér fast
fyrir sjálfshagnaðarvon, svona til að byrja
með. Rað getur þú altaf gert þegar þú
ferð að kynnast betur. Ef þú tækir nú að
þér að flytja styrkbeiðni handa Munda mín-
um, mundi eg ljá þér fylgi mitt og hann
Mósa minn mundi eg þá láta falan. Hann
er óefað besta hestsefnið hér um slóðir.
Hugsaðu þig nú um. Fylgi mitt og folann
skaltu hafa ef þú kemur þessu velígegn."
Við stóðum báðir upp undir eins, því
nú skall á okkur útsynningsdemba. Eg
hafði hugsað mér að fara óbundinn og öll-
um óháður á þing, en nú fór þetta að verða
umhugsunarefni.
Geirmundur.
cfjœr og ncer.
Veðrátta fremur stilt, þessa viku, og
litlar úrkomur. Bakkabúar hafa vertð að
taka upp úr görðum sínum þessa daga og
mun kartölluuppskera í meðallagi.
Fólkið kom í gærkveldi og nótt úr rétt-
unum, í góðu veðri og góðu skapi. Aust-
anrok og slagveður 1 dag.
Hcyhlaða fauk þriðjudagsnóttina 12. þ.
m., (14X1°)> °S fjárhús (50 kinda) á Bílds-
felli í Grafningi. Brotnaði timbur alt og
ónýttist og járn skemdist að miklu leyti.
Heytjón varð ekki til muna.
Sagt er að hey hafi fokið á tveim stöð-
í Ölfusi.
Hcim eru þeir nú komnir, sem fóru héð-
an af Bakkanum í sumar austur í silfur-
bergsnámuna í Helgustaðafjalli við Reyðar-
fjörð. Unnu þar 10 saman alls í sumar
og láta vel yfir árangrinum. 1 stein fundu
þeir 100 pund, sem mun verða seldur af-
arverði sökum stærðar og fegurðar.
Dýrt þótti þeim að lifa þar eystra, mat-
vara seld þeim afar dýrt. T. d. 1 pd. af
smjörlíki á 85 aura, V2 rúgbrauð á 45 a.,
1 pt. steinolíu á 27 au. Fetta er sýnishorn.
Slæmt ástand sagt af Austfjörðum, vegna
fiskleysis þar í sumar.
Straumferja Helga Valtýssonar verður
ieynd á morgun (s.d. 23.) á Brúará, og verða
allir velkomnir þangað að sjáþettafurðuverk.
Voxiin loks komin, eftir langa útivist,
kom í gær.
Suðurl. hefir verið beðið að gefa upp
lýsingar viðvíkjandi heilnrygðisnefndinni hér,
en vísar til hennar sjálfrar, með þvi bJað
inu er ókunnugt um afstöðu hennar.
Maunalát. Dáinn fyrir skömmu er
Þorbergur Helgason, ArnarstÖÖum í Hraun-
gerðishr., var um áttrætt. Bjó lengstum
á Arnarstöðum við litil efni og átti íjölda
mannvænlegra barna.
Nýdáinn er í Reykjavík Guðni Jónsson,
verslunarm. hér af Eyrarb. Var lengi við
Lefoliisverslun hér, en flutti til Rvíkur í
fyrra haust.
Sunnnd. síðast). dó í Reykjavík Eagnar,
sonur Forsteins fiskimatsmanns. Hafði
fieygt sér út um glugga í ölæði og lemstr-
aðist allur, lifði í 2 sólarhringa við mestu
harmkvæli.
Ragnar sál. var mesti myndar og efnis-
piltur og hugljúfi þeirra er hann þektu,
þótt þetta kæmi fyrir.
------0*0*0—-....
Kosninga staka. (Aðsent)
Hann er altaf að biðja og Jjiðja,
biðja einhvern að styðja, styðja.
Hann er altaf að tala og tala,
tala um sinn eigin mátt.
Hann er altaf að smala og smala,
en smölunin gengur fremur smátt,
Hann er altaf að gala og gala,
en galar kannske nokkuð.of hátt.
íslenzkir sagnaþættir.
Eftir
dbrm. Brynjúlf Jónsson frá Minna-Núpi.
Kolheinsættar-þáttur.
Um
Þorstein í Tungufelli,
séra Kolbein son lians,
Reykjahjónin o. fl.
Eftir lát Þorsteins er svo að sjá, sem Gnðrún
hafi búið í Tungufelli, því þar ólst Jón son
hennar upp, sem enn mun frá sagt. Sagt er að
lögmaður hafi gjört sér ferð að heimsækja Guðrúnu
og syni hennar, sumir segja eftir lát Þorsteins,
aðrir segja áður. Er svo að sjá, sem hann hafi
þóst þurfa að bæta þeim nokkuð. Hann hitti
sveinana úti, veik fyrst að Jóni og spurði hann,
hvort hann vildi ekki koma til sín og vera hjá
sér. „Nei,“ segir Jón. „Hvers vegna ekki?“
spyr lögmaður. „Af því þú ert svo vondur
maður,“ segir Jón. „Þú ert versti maður!“
Eögmaður lét þetta ekki á sig fá, sneri að Kol-
beini og spurði hann, hvort hann vildi koma til
sín. Kolbcinn játaði því. Og það varð úr, að
lögmaður tók Kolbein að sér, ól hann upp og
kostaði hann tii skólanáms í Skálholtsskóla.
Lærði hann til prostskapar og þótti einkar
efnilegur námsmaður. Yarð hann svo vel að sér
í latínu og svo gott latínuskáld, að hann sneri
passíusálmum Hallgríms Péturssonar á latínu,
hélt þó liinum upprunalegu bragarháttum og
þræddi efnið nákvæmloga. Dáðust menn að
því verki.
Þá er Kolbeinn var útlærður fékk hann kon-
ungsleyfi til að taka upp aftur mál föður síns.
Er sagt, að hann hafi snomma haft það í huga
og því í kyrþey kynnt sór sem bost alla mála-
vexti. Segja menn að málið hafi gengið fyrir
hæstarótt og að Kolbeinn hafi tvisvar farið utan
til að fylgja því fram. Ekki er þó getið hvaðan
hann hafði fjárstyrk til þess, og sjálfur var hann
fátækur. En hvernig sem málið gekk, þá lauk
því svov að Þorsteinn var síknaður og friðhelg-
aður til að hvíla í kristiúna manna reit. Lét nú
Kolboinn grafa upp bein föður síns og jarða í
kirkjugarði. Sagði Guðrún Snorradóttir að það
hefði verið í Tungufelli, en Snorri, son hennar,
hefir það oftir Sigurði Pálssyni í Haukadal, að
bein Þorstcins hvíli í Haukadalskirkjugarði. Hafði
Sigurður á yngri árum séð ræðu þá, er Kolbeinn #
hafði haldið yfir gröf föður síns og þótt mjög
mikið til hennar koma.
Sagt er, að lögmaður hafi orðið hart úti, er
þessu máli lauk : hann hafi orðið að borga allan
málskostnað og svo hafi hann verið dæmdur í
stórsekt, honum hafi verið send skyrta með rauð-
um lcraga, er liann átti að fylla af poningum og
senda konungi; hafi lögmaður orðið að selja
allar jarðir sínar til að komast út af þessu og
verið félaus oftir. En þotta er vissulega ekki
annað enu missögn, og skyrtusagan sem Gisli
Símonarson bjó til að gamni sínu um viss stór-