Suðurland


Suðurland - 20.01.1912, Blaðsíða 1

Suðurland - 20.01.1912, Blaðsíða 1
SUÐURLAND. II. árg. Landsímastöðin á Eyrarbakka er opin frá kl. 8V2 —2. og 3Va—8 á Tirkum dögum. Á helg- um dögum frá kl. 10—12 f. hd. og 4—7 e. hd. Einkasiminn cr opinn á sama tíma. Sparisjóður Árnessýslu er opinn hvcrn virkan dag frá kl. 3—4 e. hd. Lestrarfétag Eyrarbakka lánar út bæk- ur á sunnudögum frá kl. 9—10. f. hd. Aðalfundur „Prentfélags Árnesinga" verður haldinn í Fjölniá Eyrarbakka þrlðjudaginn 6. febr. kl. 12 á hádegi. Kosin ný stjórn. Lagðir fram reikning- ar félagsins. Enufremur verða lagðar íyrir fundinn ýmsar lagabreytingar. J. janúar 1912 Stjórnin. Málsverndun. — Misvizka. „Misvitr er Niall“. Hallgerður. Eg hefi verið að lesa blöð. sem komu með siðasta steðli. — (Póstur or „orðskrípi" í íslenzku, kvað þýða: að standa kyr, vera staður. Sé það íslenzkað, verður það: steðill). í Suðurlandi ræðir Br. J. um „misbrúk- un fornhelgra nafna“, 0. 0. urn „orðskrípi og athugaleysi", en í „Þjóðólfi" eru þeir landlæknir og fræðslustjóri að burðast með „tugamálið". Þessir mikilsvirtu menn bera allir vernd- an íslenzkunnar fyrir brjósti, og er það mjög virðingarvert. En ininna má þá góðu menn á, að þeir eru hér að ráðast á forn(helg)a landsvenju. Það er ekki nýtt hér, freinur en hjá öðrum þjóðum, að tekin séu upp í málið útlend heiti aðfenginna hluta, né að inenn gefl nöfn, sem illa eiga við. Eiríkur rauði nefndi Grænland, landið, sem að rnestu liggur undir eilífum snjó; og afarmörg lík öfugnefna dæmi má finna frá fornum sögu- tímum til vorra daga. Friðsemd hét kona, mesti svarri, Gott- svin (= Guðsvin) var til, er engin fyrir- mynd þótti að siðgæði. — Hér í sveit eru tvö æfagömul býli (i eyði nú), er hétu Hytte og Amsterdam. Nöfnin urðu að vísu Hitta og Amsturdammur í alþýðu- munni. En varla geta nafngefendur átt sök á því; flest má aflaga. Yið áttum góð og háleit („goðumborin") nöfn á vikudögununi, en þó notum við nú með jafnaðargeði aískræmisnöfn á sumum þeirra. Sama er um mánaðarnöfnin. Til eru þau islonzk, en þó notum við nú — ja, Eyrarbakka 20. janúar 1912. mér er næst að halda latnesk og grísk mánaðarnöfn, og sum ekki vel viðeigandi nú. Fjórir síðustu mánuðir ársins heita 7. 8. 9. og 10. en eru 9. 10. 11. og 12. Fæst enginn um þetta, líklega af því venj- an er komin á. En svo er einnig um þann sið, að gefa skrípaheiti á ýmsu, og ætti hann þá að hafa sama rétt á sér: venjan hafa „helg að“ hann. Oft hafa orð og heiti slæðst inn í málin með nýjum aðfengnum hlutum, siðum, hugtökum o. s. frv. Sýnist það afsakan- legra, en að skifta um: taka upp útiend eða innlend ónöfn, en útrýma góðum nöfn- um íslenzkum á sama hlut eða hugtaki. Ekki amast eg við því, að reynt sé að laga óvenju, og það þótt forn sé. Þetta getur enda gengið furðu fljótt, enda þótt í máli sé, ef að því er af alvöru snúið. Nokkuð var málspillingin orðin forn og rótgróin, þegar Fjölnismenn tóku að lag- færa málið, og tókst það svo fljótt og vel, sem raun er á orðin. Þeim mönnum er eg mjög samhuga, sem reyna vilja að vernda hið íslenzk-þjóð- lega og útrýma spilling þess, þótt forn só. Er margt og mikið í því efni að vinna. En hinu er eg síður samþykkur, ab ís- lenzka beri nöfn á öllum aðfengnum hug- tökum, síst á þvi, er sameiginlegt er mörg- um þjóðum, og því miklu meir eign ann- ara en okkar smáu þjóðar. Kemur þar einnig til álita, hvað Iiagfærilegt (praktiskt) er. Pví er það, að eg vil ekki í alvöru fara að íslenzka orð eins og póst) það er — þó vitlaust sé nú orðið, síðan póstar fóru að ferðast — alþjóðlegt heiti á alþjóð- legu starfi. Sama er um „krónu“ (pening) þó að það só ekki íslenzkt gjaldmiðils heiti. Það er ekki fráleitara en dals (ríkisdals) nafnið gamla; hvorugt heldur nafn á íslenzkum hlut. Líkt er ástatt með tugamálskerfið. Það er aðfengið hér, nú orðið alþjóðlegt, og hefir hagfærilega þýðingu að láta alþjóð- legu nöfnin halda sér. Okkur finst þau sum afkáraleg i fyrstu, en timinn mýkir það, eins og mánaðar- nöfnin. Ýms önnur orð eru að verða hér land- læg, án þess að hafa lögboðin verið, svo sem renta, rabat,, víxill, tékk-, prósentur, diskonto, kontant, debitor, kroditor o. fl. Er engu síður ástæða til að amast við notkun þeirra í daglegu máli, þótt hentugri séu í viðskiftum við útlendinga en íslenzk nöfn á sömu hugtökum. Ohagfærilegt væri að taka upp aftur hin íslenzku mánaðarnöfn. Hætt við, að er- lendis skildist eigi hvenær á árinu t. d. 27. dagur Ýlis væri; en stirt að hafa tvenn | mánaðarheiti til daglegrar notkuuar. En 34. blað. nú má svo heita að brófaviðskifti við út- lönd séu orðin dagleg um land alt, og fara þó fremur vaxandi. Aftur á móti er varla vansalaust fyrir oss íslendinga, að nota vikudaganöfnin eins óg nú er. Grannnþjóð- irnar hafa enn hin norrænu nöfn, en hér, þar sem málið hefir þó að öðru leyti geymst, eru þau tínd, og reglulaus, afbökuð nöfn komin í staðinn. Er næstum furða, að hugsandi menn og mentaðir skuli fá sig til að rita mánw- þriðjw- fimtwdagur, þar sem rita ætti mána- þriðji- fimti- eftir nýrri nöfnunum, sé þau rétt hneigð. Og eðli- legra hefði verið, að nefna alla dagaga eft- ir töluröð, úr því nöfnunum var breytt. Eins og dagarnir nú eru nefndir, fer illa á því að skammstafa nöfn þeiria; en það kemur sér þó oft vel. Nú eiga tveir og tveir sammerkt. Út af því koma svona vandræðalegar skammstafanir: S. Má. Þ. Mi. Fi. Fö. L. eða S. Md. Þ. Mvd. Fmd. Fsd. L. En S. M. T. Ó. f>. F. L. yrði það með gömlu nöfnunum, og þau eru ólíkt þjóðlegri, fegri og þægilegri: Sunau- Mána- Týs■ Óðins■ Þórs Freys- (eða Freyju ) Lauga-. Dagarnir eru hór kendir við sól, mána, fjóra guði og hreinlæti. Hvað verður fund- ið betra. Hví skyldi nú vera meiri örðugleikum bundið að fá þessi „fornhelgu nöfn“ endur- vakin, ef að því væri af alvöru snúið, en forðum var fyrir einn kaþólskan, sérvitran biskup að útrýma þeim og innleiða ónöfnin ? Þá er ekki lítið verkefni fyrir málvernd- armenn að íslenzka iðnaðarmálið, eins og J. I\ bendir á, þótt iðnaðarþekkingin sé að mestu aðfengin, er þar öðru máli að gegna en með pósta, „mynt“, mæli og vog. Iðn- aðurinn er íslenzkur, sé hann af höndum landsmanna gjörður, og ættu því nöfn á iðngreinum, hlutum þeirra og verknaði að vera íslenzk. Símar landsins eru íslenzkt fyrirtæki, landsins eign. Þeim og þeirra starfsemi getum við gefið íslenzk heiti 0. s. frv. Norðmenn unnu'hér fyrst að akvegagjörð, og fyrstu innlendu vegaverkstjórarnir lærðu þann verknað í Noregi, enda er vegagjörða- málið mest afbakað úr norsku. Hefir því enginn sórni verið sýndur. Og þessu líkt er um margt. Gott er að það, sem islenzkt er, hafi ís- lenzk heiti. En þótt við gefum krónunni íslenzkt, þjóðlegt nafn, verður hún eigi að heldur íslenzkur peningur. Eins er um tugamálið. Það er og verður útlent (franskt) mál og vog, hverjum nöfnum sem við nefn- um það. Þó við tökum það til notkunar, eins og aðrar þjóðir, af því það þykir hag- færilegt, getur verið álitamál hvort það á eigi rótt á að halda sínum upphaflegu nöfn- um. Það, að nöfnin eru tekin úr „dauðu" málunum, virðist benda á, að höfundur I kerfisins haíi ætlast til, að nöfnin fylgdu

x

Suðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Suðurland
https://timarit.is/publication/211

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.