Suðurland


Suðurland - 20.01.1912, Blaðsíða 2

Suðurland - 20.01.1912, Blaðsíða 2
132 SUÐURLAND, því hjá öllum þjóðum, sem það kynnu að vilja nota. Og þetta hefir átt sér stað hjá nágrannaþjóðunum, án þess að heyrst hafi að vandræði hlytust af. Eða eru íslenzk börn svo miklu tornæmari en börn annara þjóða, að þeim verði eigi kend nöfnin og þýðíng þeirra? Hvað segir segir fræðslu- málastjórinn um það? Framh. B. B. „Kveníélagið á Eyrarbakka“' (Kafli úr erindi er Éinar E. Sæmundsen flutti á skemtisamkomu félagsins 28. des. 1911). ..........„Eg tel það nauðsynlegt að dvelja dálítið við starfsemi þessa félags- skapar, er fleiru góðu hefir til leiðar komið hér á Eyrarbakka — eftir því sem mér er bezt kunnugt — heldur en nokkuð annað félag, sem hér hefir starfað. — Meira að segja: hér austan fjalls hefir ekkert annað félagshjarta slegið á mýkri né viðkvæmari strengi! Því þetta félag hefir af öllum mætti — allri getu sinni — grátið með grátendum, hrygst með hryggjendum, líknað bágstödd- um og — eins og til dæmis í kveld — fagnað með fagnendum. f'etta félag hefir grætt sárin, sem fáir — eða engir — hirtu um. Það hefir altaf komið eins og friðar- engill — og hvernig gátum vér búist við öðru, úr því það var kvenfélag — stofnað af konum einum —. Vér vitum það, kari- mennirnir, að þegar þær vilja klappa oss, þá eru þær mjúkhentar, að þegar þær strjúka hönd sinni um grátna kinn vora, að þá er það friðandi. — Þegar viljinn er góður, sagði eg — þá tekst þeirn svo mik- ið — jafnvel að þýða iskalt steinhjartað, tekst þeim. Og þetta kvenfólag — fóiagið sem efnir til skemtunarinnar í kveld, J>að hefir átt — og á — vilja, sem hefir því áorkað, að vér getum ekki neitað því viðurkenningar vorrar, eftir að hafa kynt oss lítilshátt.ar starfsemi þess. — Og nú ætla eg að segja í fáum drátt- um sögu þess — eins og eg bezt veit hana. Auðvitað er það iöng saga — en iátið það ekki skelfa yður, háttvirtu tilheyrendur, eg ætla ekki að verða langorður. Eg ætla aðeins að nefna helztu atriðin, og fara svo fljótt yfir sögu, sem mór er unt. Og helztu drættirnir eru þessir: Fyrir tæpum aldarfjórðungi tóku sig saman 12 konur hór Eyrarbakka og mynd- uðu félagskap með sér. Til þess að byrja með, gaf hver þeirra 1 krónu. Tilgangur félagsins var að hlaupa undir bagga með þeim fátæklingum er veikir væru, og gætu ekki læknishjálp kostað sökum fátæktar, né veitt sér þann aðbúnað, er nauðsyn krefði. Auðvitað var það mjög af skornum skamti fyrstu árin, en brátt bættust fleiri konur í hópinn og með árstillögum þeirra og öðrum peningum er félaginu græddist, gat það f)ó, er stundir liðu frarn, líknað fjölda manna er bágstaddir voru. Hafa þrjú þúsund krónur verið veittar » sjúklingum til styrktar, þessi ár er félagið hefir starfað, og tala þeirra sem þegið hafa er nálægt 500. Auk þess hefir félagið fyr ir 7 árum stofnað sjóð í minningu einnar þeirrar konu, sem var ein af þeim 12 er fyrst hófu félagsskapinn. Heitir sjóð- ur sá A.stríðarminning og er geymdur í sparisjóð Árnessýslu. Gáfu þær fyrst til hans 50 krónur, en siðan greiðist í hann árlega 10% af skuldlausri eign félagsins. Er nú sjóður þessi þegar orðinn sex hundruð krónur. 3. greinin í skipulagsskrá þessa sjóðs hljóðar svo: „Skyldi sjúkrahússbygging á Eprarbakka dragast svo lengi að sjóður þessi nái að verða 10,000 krónur, áður en það er reist, er heimilt að verja 5,000 til byggingar sjúkrahússins, og árlegum vöxtum af þeim öðrum 5,000 krónum til hjúkrunarstarfa eða áhaldakaupa, svo sem áður er tekið fram". Af þessu má sjá, að hér hafa konur ekki neitt smáræði í fang færst, og að þær hafa þegar náð býsna langt. Því einar hafa þær starfað — karlmannslausar á eg við — utan að endurskoðun reikninga fólagsins, en til þess starfa háfa þær valið einn af skikkanlegustu þorpsbúum, og hefir sá er fyrir valinu hefir orðið, fremur talið það virðingarstöðu, heldur en hitt. Alt annað hafa þær sjálfar unnið. Þær hafa sjálfar efnt til skemtana sinna. Sjálf- ar aflað munum að hlutaveltum sínum. Og sjálfar hafa þær gefið mest. En þess má geta, að hlutaveltur kvenfélagsins hafa betur verið sóttar, heJdur en ýmsra annara félaga, og einmitt af því að þær eru enginn hégómi — hvorki tilgangurinn né hlutirnir. Þegar tilgangur hlutaveltunnar er góður — og munirnir líka góðir, þá er ekki nema von til að dregið sé — og dregið upp! Frá einstaka mönnum hefir fólaginu gef- ist dálítið. Mest þó af útlendingum — ferðamönnum — sem hór hafa dvalið og orðið hrifnir af Bakkanum! En þó hafa það ekki verið nein ógrynni fjár — fyr en núna á dögunum, að félaginu barst sú ó- vænta frétt, að hjón ein íslenzk, sem hór voru á ferð í sumar hefðu sent því 400 krónur að gjöf. Þau heita Hjörtur Pórð- arson og Júliana Friðriksdóttir og eiga heima vestan við hafið. Hefi eg verið beðinn að geta þessa höfðingsskapar og rausnar gef- enda, hér í kveld, og jafnframt þess, að enn hefði íélagið ekki ráðið til lykta, hvernig það hygði að veija fó þessu. En eitt er eg þó viss um, að hún fellur ekki í grýttan jarðveg þessi fjárupphæð, að henni verður sáð í þann jarðveg, sem hún, ber góðan ávöxt, ef ekki 100 faldan þá 60 faldan. Og sannarlega ætti þessi óvænta viður- kenning hjónanna, sem eg nefndi fyrir þessum félagsskap, að hvetja oss hérna austan fjalls til þess að láta eitthvað meira af mörkum rakna til fóiagsskaparins, held- ur en vér höíum hingað fil gert. f>ví tilgangur félagins er góður, þarfur og göfugur. Setjum oss snöggvast í fótspor þsirra heimila hér austan fjalls þar sem hættuleg veiki kemur upp. Læknirinn ‘ er sóttur — á stunndum — og hann sér undir eins, að hér koma engin ráð — engar ráðleggingar iæknisfræðinnar að neinum notum. Húsa- kynnin banna það og annar aðbúnaður sjúk- lingsins eða sjúklinganna. Einasta ráðið er að flytja sjúklinginn á sjúkrahú3. En hvert ? Jú, vestur yfir fjall, — vestur ýfir Hell- isheiði — verður að flytja hann — sjúkra- húsið er hvergi nær en i Reykjavík. — Og ef Hellisheiði er ófær — og það er hún stundum á veturna — og jafnvel á vorin — hvað þá? Ja, annað tveggja verður að gera: að ieggja af stað með sjúklinginn upp á von og óvon — eiga á hættu að hann ef til vill deyi í höndum þeirra se m með hann fara — upp á reginfjöllum — eða þá að fela hann Guði og lækninum á vald heima í húsakynnunum — heima í gömlu torfkofunum, þar sem kuldinn er drepandi, loftið saggafult og baneitrað, vegna þess að þangað hefir sólin aldreí náð að skína, aldrei verið lokið upp glugga, ef til vill ekki hægt — í heilan mannsaldur, eða Guð veit hvað lengi. f*að er þetta sem kvenfélagið á Eyrar- bakka hefir séð — og það er þetta, sem það hefir viliað bæta, að því leyti, sem það hefir haft getu til. Þær hafa hrópað til vor, konurnar og sárbænt oss um, að taka nú höndum sam- an við sig og stuðla að því, að sjúkrahús yrði sem allra fyrst reist hér austanfjalls. Og kveinstafl grátandi mæðra með kofana fulla af börnum, er mist hafa einu stoðina — einu heimilisstoðina — vegna þess að engin var stofnunin er gæti tekið hann — heimilisföðurinn — að sér, og hjúkraði hon- um er mest reið á — slíka kveinstafi hafa þær borið til eyrna vorra, kvenfólagskon- urnar — en vér höfum daufheyrst við öll- um bænum þeirra! Getum vér það nú öllu lengur? Getum vér öllu lengur staðið það af oss að hafast eklcert að í máli þessu? Eða finst oss það hlýða, að vér sem á- lítum oss skapaða til þess að ráða lögum og lofi í landi þessu — vér sem œtlum að byggja landið — hvort sem vór nefnumst „Nesarar" eða „Bjössarar" — þykir oss það sæma að standa þegjandi hjá, þegar um jafnmikið framfaraspor er að ræða, og láta konur einar um framkvæmdirnar ? Eg skii það ekki — en auðvitað er svo mörg mótsetningin, nú á síðustu og verstu tím- um, að við slíku má búast. — Þó vona eg ekki að svo verði, heldur, að nú skipi sér flestir undir merki kvenfélagsins, og styrki það með dáð og dug. Og þeirri lögeggjan vildi eg mega eggja alla þá er orð mín ná til — að þeir láti sér nú segjast, að þeir rétti nú konunum höndina og styðji þær í öllu sem þeir geta, til þess að hjartfólgnasta málefni þeirra megi borgið verða — sem allra fyrst. Eggja eg fyrst alla þá, sem góðir vilja vera, því dæmið góðu drengjanna mun hér sigursæl- ast verða, eins og fyrri......“ ----------------- Áskorun. Hér með skorum við glímumenn ung- mennafólagsins á Stokkseyri á ykkur,

x

Suðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Suðurland
https://timarit.is/publication/211

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.