Suðurland - 27.01.1912, Qupperneq 2
136
SUÐURLAND.
um það vib'sýslumann, en það varð árang-
yrslaust.
Eg'fór þá á fund sýslumanns. Samdist
þá svo um, að hann "borgaði helminginn,
kr. 14,60 a. móti því að hinu ' væri fslept.
fessu lofaði eg, að þvi er eg gæti viðráð-
ið, gaf því kvittun, en man ekki’f hvernig
hún var orðuð, eins og eg gat ;um á íund-
inum. Eg hefi því síðan haldið því fast
fram að sleppa þessum kr. 14,60 a. eða
borga þær sjálfur;að ftðrum kosti.
Mín sannfæring er og'hefir verið, að þó
dómsleiðin hefði verið valin, þá hefði sam-
bandið ekki haft upp úr því annað en kostnað
og ósóma.
A tveimur aðalfundum hefir þetta verið
þráttunarefni, og margir andstæðir tillögu
minni jað sleppa umgetnum 14 kr. 60]aur.
Telja þetta beina skuld hjá sýslumanni og
að eg hafi gefið eftir af skuldinni, eins og
fram hefir komið í bókuninni. En eg segi
réttara, að eg hafi aðeinsjgert samning um
ágreiningsatriði upp á væntanlegt samþykki
aðalfundar.
Sig. Guðmundsson.
----------------
Bréf úr Grafningnum.
Eg var búinn að lofa „Suðurl." að senda
því línu héðan, en það heíir dregist til þessa
af þeirri orsök, hversu viðburðalít.ið hér er.
Auðvitað hefði altaf mátt skrifa um tíðar-
farið, en það mun svo líkt hér — eða hefir
verið — sem snður á Eyrum, en alt fyrir
það er fróðlegt að vita um það, því á því
byggist svo margt í lífi mannanna.
Sumarið var hér mjög gott og hagstætt,
hey þornuðu jafnóðum, svo hrakningar
urðu engir, fyr en hjá þeim er síðastir
voru við slátt. — Um höfuðdaginn brá til
rigninga, er héldust fram að réttum, en
eftir það komu þurkar „Laufvindarnir"
sem kallaðir eru Norðan- og Austanlands.
Grasvöxtur var víðast hvar góður, nema
í upp Grafningi, þar var tilfinnanlegur gras-
brestur á vallendi — mýrar eru þar eng-
ar, — það var kalið svo mjög víða. Af
túnum varð allstaðar minni taða en í fyrra,
svo sumstaðar nam helming og að 2/s móti
því er var i hittifyrra (eða 1909). Þrátt.
fyrir töðubrestinn hafa bændur ekki fækk-
að kúm, heidur komið þeim í fóður, suður
i Ölfus og Flóa. Yfiiieitt, þá litið er á
heybyrgðir sveitarinnar, verður ekki annað
sagt, en bændur séu allvel settir að heyj-
um.
Ekki hefir bráðafáiið gert vart við sig,
að nemi, 1—3 kindur drepist á bæ, en á
einum 9 eða 11. Hér láta flestir ef f'ekki
allir bólusetja, og má telja það ugglausasta
ráðið til varnar pestinni. íslendingar mega
vera þakklátir prófessor 0. Jensen fyrir
starf hans og rannsókn á pestarbakteríunni
og voru þær 2000 kr. er þingið veitti hon-
um fyrir þessa starfsemi sína fyrir íslenzka
sauðfjárrækt eða til tryggingar henni, að-
eins þakklætisvottur írá þjóðinni, því rann-
sókn hans og tilraunir hér, hafa auðgað
Jandið fjárhagslega um fleiri þúsund krón-
ur á ári, vegna þess, hversu bólusetningin
gegn fárinu hefir dregið úr því og að mestu
útrýmt því á síðari árum. Á skitupest
hefir orðið vart við í lömbum, en iíklega
stafar hún af umskiftum frá beit til fóðurs
en ekki-af bakteríu.
Fjárheimtur hafa orðið allgóðar og væn-
leiki fjár í meðallagi.
Mjög mikil óánægja hefir verið hér yfir
ágangi þeim er Flóafé hefir gert á afrétt
og heimalönd, er Öifusingar hafa tekið og
er víst, ef Ölfusingar halda áfram að taka
það, verður það að misklíðarefni miili
hreppanna, en vonandi er, að þeir sjái að
sér, því afréttur þeirra er ekki meiri en
fyrir þeirra eigin fénað, ef ekki á að verða
ofsetinn, en Grafningsmenn munu aldrei
taka upprekstursfé, austan yfir Hvítá —
Ölfusá.
í vor var gerð veiðisamþykkt fyrir veiði
í Þingvallavatni, er gekk í gildi 15. sept.
Hversu hagkvæm þessi samþykkt verður,
sker tíminn úr, en víst er það, að hún
hefir verið dauður bókstafur síðan hún
gekk í gildi og til þessa tima, því ekki
hefi eg né fleiri orðið var við noitt eftirlit
á riðilstærð, né netalengd í haust, og hefði
þess þó verið þörf ef samþykktin á að verða
að nokkru gagni, en tilfellið er, að þeir
eru víst engir til, er hafa eiga eftirlitið á
hendi, — ekki voru þeir kosnir á Heiðar-
bæjafundinum, og síðan hefir ekki verið
boðað tii fundar. I’eir sem bezt börðust
fyrir samþykktinni á íieiðarbæjarfundinum,
geta víst gefið upplýsingar í þessu efni ?
Lítið er hér um skemtanir, ein skemtun
hefir verið haldin — víst sú fyrsta hér —
á Bíldsfelli um daginn, en var fremur illa
sótt, vantar ræðumenn, skáld og dansfólk.
Fáar sveitir, er liggja jafn nærri höfuð-
stað landsins, eru jafn afskornar frá um-
heiminum, sem Grafningurinn, honum er
svo ólánlega í sveit komið, ef svo mætti
að orði komast, að undrun sætir. Eftir
Grafningnum er engin umferð af ferðafólki
og liggja þó sinn hvoru megin við hann
afarfjölfarnir vegir — fingvallavegurinn og
Hellisheiðarvegurinn, — og engir taka sér
sumardvöl hér, er þó landið bæði „fagurt
og frítt", dalir hálsar, fjöll, skógur, hverar,
veiði og margt fleira, en alt er það einskis
virði sem stendur, fyr en nýir tímar og
nýir menn lífga þessa afbygð, sem er full
náttúrufegurðar og að mörgu Jeyti víst
einkennileg frá jarðfræðissjónarmiði, ef vel
væri rannsökuð.
Komi sú tíð, að járnbrautin verði lögð
austur yfir heiði, þá er efasaint hvort hún
ætti frekar liggja fyrir austan vatn en vest-
an. Eg tel líklegt, að brautin yrði ekki
dýrari vestan megin. Það hefir verið tek-
ið til, hversu örðugt væri um Jórukleif, en
þeii örðugleikar eru víst talsverðar grýlur.
Eg get ekki skilið í öðru, en hægt væri
að hleypa brautinni niður hjá Heiðarbæ,
ofan að vatni og ofan i vatnið, eftir ílæð-
armálinu, undir klyfinu fyrir norðan Svína-
nesið og eins í flæðarmáli undir Sigríðar-
klyfi, eftir það tekur hún sig upp, hægt og
hægt, þar til hún hefir náð upp í dalinn
fyrir ofan Ógöngur, eftir það getur hún
haft halla eftir vild, yfir Jórugil neðarlega
og eins Illagil, svo má fara hvort sem vill
suður Botnadal eða í gegnum skarðið hjá
Mosahnúk austast á Krummum og áfram
suður. Komi brautin þessa leið, þá mun
lifna yfir Grafningi.
Eitt af þeim málum, sem vert er að
hreyfa í sambandi við Grafninginn, er síma-
sainband frá Kotströnd eða SeJfossi, upp
á Þingvöll. Síminn ætti' að liggja eftir
Grafningnum endilöngum inn' hjá Heiðarbæ
á Bingvöll. Líklegt. er að/símalína er lægi
þessaUeið, kæmi t.il að bera sig vel vegna
ferðamannastraumsins um og á ” ÞingvöJl.
Er ekki sjálfsagt að sýslunefndarmenn
Grafningshrepps'og í’ingvallasveitar beittu
sér fyrir þessu á næsta sýslufundi, að mál-
iðj,væri rannsakað og kostnaðaráætlun feng-
in, því þetta er mál, er mjög varðar þessi
hreppsfélög í komandi framtíð.
Eg er nú búinn að skrifa dálítið, sem
eg vona að nægi um stund. En nokkuð
var eftir. — Yeturinn hefir verið ágætur,
sem af er, en nú er hann á norðati og bú
inn^að klæða landið hvítum hjúpi.
13. jan. 1912
E. G. Norðdal.
------c^o-o-----
Bændaförin.
Því var áður lofað að geta þessarar bók-
ar að einhverju, og skal það nú efnt.
Raunar er „ekki nema eitt til að segja“
um þessa bók, því hún heflr kosti eina til
að bera, að vorum dómi, og kunnum vér
engum betri ráð að gefa, en kaupa hana
og lesa. Eftir því mun enginn sjá.
Glögglega sannast það á höf. að „glögt
er gests augað", hafá þeir veitt öllu ná-
kvæma eftirtekt, svo að undrum sætir, er
tekið er tillit til þess, hve þeir voru á hraðri
ferð. Hreinn og hressandi norðanblœr and-
ar frá hverri blaðsíðu í bókinni. Það köll-
um vér heilnæini, norðanmenn. —
Jón Sigurðsson frá Ystafelli og Sigurður
skáld Jónsson frá Arnarvatui hafa ritað
bók þessa. Gægist skáldið all oft fram
milli linanna. Rað teljum vér kost.
Bók þessi mun, er stundir líða, verða
talin merkisbók, er forvitnast skal um háttu
og siðu á því herrans ári 1910, og þá er
við bar í bœnda/örinni. — — - —
Þær virðast óþarfar athugasemdirnar hjá
Sigurði ráðunaut, í síðasta Frey, er hann
ritar um Bændaförina. Honum þykir þeir
gera lítið úr svip Flóans, og sömuleiðis það
sem höf. minnist á sauðfé, suður hér, ekki
nægilega á rökum stutt.
Um svip Flóans er nú fátt að segja.
Hann er enginn. Flatneskja getur aldrei
orðið svipmikil. Rví aldrei verður hægt
að reikna það Flóanum, þó fjallahringurinn
sé víða fallegur. Hann er aðeins umgerð,
og hún mikilfengleg. Ró Flóinn sé búsæld-
ar sveit, og því neitar enginn, verða bæði
Sigurður ráðunautur og aðrir Flóamenn að
una því, þó oss Norðlingum þyki hann
kollóttur. — Um sauðféð er það að segja,
að kunnugt ætti það að vera ráðunautnum,
að Þingeyingar geta djarft úr flokki talað
um vænt fé. Óvíða á landi voru mun
fallegra og vænna fé, en í Fingeyjarþingi,
enda leggja Ringeyingar ólíkt meiri rækt
við sauðfé sitt, heldur en bændur hér sunn-
anlands.