Suðurland - 27.01.1912, Page 3
SUÐURL AND
137
Rétt þykir að leiðrétta þann misskilning,
sem slæðst hefir inn í einstök blöð, er
minst hafa á hók þessa. Þykir þeim kenna
fordildar hjá Norðlingum, er þeir nefndu
grundina á Jt’ingvöllum, þar sem þeir vöktu
lengi nætur við söng og ræðuhöld, „Norð-
lingaflöt'1. Rað voru ekki Norðliugar, sem
fundu upp á því. Heldur var það Halldór
bóndi Einarsson á Kárastöðum, sem stakk
upp á því, að flötin skyldi þannig kallast,
og mun enginn finna honum það til foráttu,
þó hann vildi að Þingvöllur mintist þess,
að jafn göfugur skari hefði hann heimsótt-
an. Pað er langt siðan að jafnmargir Norð-
lingar hafi komið í eirium hóp að heilsa
upp á forna þingstaðinn.
Nú er hún Snorrabúð stekkur,
og lyngið á Lögbergi helga
blánar af berjum hvert ár
börnum og hröfnum að leik.
Einu sinni voru Norðlingar • þar kunnir,
og gott þótti þeim mönnum, suður hér, er
Norðlingar vildu að málum veita. Er því
vel til fallið, að i 'hinni nýju sögu fing-
valla verði Norðlinga getið, og mun kvæði
Sigurðar á Arnarvatni stuðla að því að svo
megi verða.
Aðalútsala á bókinni hér austan fjalls er
hjá Þórði Jónssyni, bóksala á Stokkseyri.
Verð kr. 1,50.
Spói og Pröstur.
-------<xx>------
Sjónleikar.
Aftan við grein mína með fyrirsögninni
Sjónleikir, 33. tbl. Suðurlands, er athuga-
semd, og eftir því sem mér skilst, er þar
verið að eigna leikendunum á Stokkseyri
þessa grein, þá læt eg lesendur Suðurlands
vita að eg er hvorki leikandi né þýðandi,
og rita ekki þessar línur að tilhlutun leik-
fólagsins heldur af því eg áleit að það mætti
unna Stokkseyringum sannmælis alveg eins
og öðrum.
Að öðru leyti ætla eg ekki að svara þess-
ari athugasemd að þessu sinni.
Ahorfandi.
cijcer og nœr.
Stokkseyrí 24. jau. 1912.
Að tilhlutun ungmennafélagsins hér, hélt
sóra Gísli Skúlason fyrirlestur sögulegs efn-
is í Goodtemplarahúsinu 18. þ. m. fyrir
fullu húsi, og var vel fluttur og hkaði á-
gætlega. — Jón Sturlaugsson hafnsögu-
maður ætlar að fara á mótorbát sínum til
Vestmannaeyja, er færi gefst, og róa það-
an, þar til að fer að fiskast hór.
Mörgum líkaði miður grein sú, er var í
síðasta Suðurlandi um leikfólagið hór, þótti
meir gjört sór far um að sverta leikfóiag-
ið, en iíta hlutdrægnislaust á sjócleik þeirra,
og með tilliti til þess, að það borgar sig
ekki að verja miklu fé né fyrirhöfn i,il
þeirra hér austanfjalls, enda oítast sýndir
stuttir gamanleikir, — er eigi rétt að gjörð-
ar séu listakröfur til þeirra, enda fáir hér,
sem geta þann veg dæmt þá, svo vit sé í.
En þó er það verra við grein þessa, að hún
stuðlar að því að auka ósamkomulag milli
þorpanna, með því að ófrægja plássið í
heild sinni, og er slíkt höf. til lítillar frægð-
ar, og væri honum sæmra að nota sínar
góðu gáfur til annars þarfara, og Suðurl.
mun hafa verið ætlað þarfara verk, er það
hóf göngu sína, en að koma slíku til leið-
ar, og er vonandi að það geti haft nyt-
samara að færa lesendum sínum.
i\ y.
* * * * * *
* * *
„Mikils þótti þeim viðþurfa", sannast á
vinum vorum Stokkseyringum, því ekki
minna en 5 ritsmíðar hafa borist Suðurl.
um þessar mundir, sumar að tilhlutun
„leikendanna" á Stokkseyri, og allar eiga
þær það sameiginlegt að ráðast að Suður-
landi með hálfgerðum ónotum, fyrir „kulda-
legar aðdróttanir" og „ósanngjarnar ásak-
anir“ og fleira. Stærsta glappaskotið frá
vorri hlið, mundi helst hafa verið það,
að leyfa Áhorfanda rúm í blaðinu, þá hefð-
um vér losast við frekari umsvif og óþarf-
ar deiiur. Öllum aðdróttunum um að gjöra
tilraunir til að spilla á milli þorpanna, vís-
um vér frá oss sem ósönnum, látum vór
réttsýna lesendur blaðsins vera æðsta dóm-
ara í því máli.
Þar sem ýmsar óþverragreinar hafa bor-
ist blaðinu frá báðum stöðum, hefir ritnefnd
blaðsins komið sér saman um að skera þegar
niður frekari umræður um þetta mál og
vonar að það verði báðum málspörtum
fyrir beztu.
Ríg þann er virðist vera hér á milli þorp-
anna, í svo ríkum mæli, þyrfti að kveða
niður. Honum þyrfti að taka ærlegt tak.
Má vera að Suðurland segi eitthvað um
það mál áður lýkur, væntum vér styrks
góðra manna til að kveða þann draug nið-
ur, þótt búast megi við að ekki verði allir
ánægðir, en enginn gjörir svo öilum líki,
og erum vér engin undantekning frá þeirri
reglu.
Af Suðurnesjum 17. jan. 1912.
Af suðurnesjum er fátt að frótta. Afla-
laust: í vetur, nema í Höfnum reytingur
af stútung og þyrkslingi. Heilsufar alrnent
gott. Útvegsbændur í óðaönn að búa sig
undir vertíðina. Mótorbátur, er Njarðvík-
ingar áttu von á að vestan, kom að sönnu,
en strandaði í ferðalokin og brotnaði í spón,
varð það skaði seljanda, því kaupunum var
ekki lokið.
Frá Keílavík munu ganga, að minsta
kosti þrír mótorbátar, næstu vertíð, (einn
þeirra af Akranesi) og 1 mótorbátur úr
Njarðvíkum. — Tíð ágæt til lands, sauðfó
gengur sjálfala. Bráðapest í sauðfé að mun
í Höfnum, eigi slík síðan 1880, að sagt er.
I Keflavík var leikinn „Skuggasveinn".
Leikfimiskensla meðal skólabarna, um 50
kariar og konur, fullorðið, tekur þátt í leik-
firni. í unglingaskóla njóta kenslu milli
10—20.
Kefivikingur.
Glímuflokkur U. M. P. Stokkseyrar hélt
glímuskemtun siðastliðið sunnudagskvöld.
Sótti þangað margt manna, svo húsið var
troðfult.
Fyrst talaði hr. kennari Páli Bjarnason
nokkur orð um iþróttir. Þá kennari Sæ-
mundur Friðriksson. Sagði hann sögu glímu-
flokksins á Stokkseyri, er þar eins og víðar
margs að minnast, og örðugleikarnir marg-
ir, samt hefir glimuflokk þessum tekist að
sigra allar hindranir, og er nú kominn það
áleiðis, að dómi þenra er þekkingu hafa á
slíku, að enginn ghmuílokkur, utan Reykja-
víkur, mun betur æfður, né sýna fegurri
glímu en þessi. Mun þar eiga einna best-
an og mestan þátt í kennari Sæmundur
Friðriksson, enda hefir hann mikið lagt í
sölur fyrir það málefni. —
Fyrst sýndu tveir menn af flokknum sókn
og vörn í flestum brögðum, og útskýrði
Sæmundur þau um leið. £*á fór fram venju-
leg glíma, glímdu 11 ungir menn og var
unun á að horfa, enda ótæpt þakkað með
lófaklappi áhorfenaa. Að því loknu þreyttu
10 unglingar grísk-rómverska glímu, og fórst
þeim einkar liðlega, en ilt var að sjá til-
burði þeirra, þar sem gólf leiksviðsins er
alt of lágt. Að glímunum afloknum útbýtti
hr. alþm. Jón Jónatansson meðal allra glímu-
garpanna heiðurskjölum skrautprentuðum,
er kennari þeirra Sæm. Friðriksson hafði
gjöra látið á sinn kostnað. Síðan var dans-
að fram eftir nóttinni.
Fór skemtun þessi fram hið besta.
Tiðarfarið hið besta undanfarandi, frem-
ur sumar en vetrartíð. Jörð oftast þíð, svo
sumstaðar hefir verið unnið að túnasléttum
og byggingum. Gamlir menn segjast naum-
ast muna eftir jafngóðum vetri sem þess-
um, það sem af er.
Fiskvart hefir orðið á Stokkseyri í síð-
astliðinni viku, er róið var.
Kvef allþungt hetir gengið undanfarinn
tíina, en mun nú í rénun.
Brauðgerðarhússfélagið er nú stofnað hér
á Bakkanum, er það hlutafólag. Byrjað er
að draga að efni til byggingar, skal húsið
standa á lóð kaupfélagsins „Hekla“.
Slys hefir legið við að yrði hér á götun-
um. Yeidur því myrkrið. Fyrir nokkru
var riðið hér ofan á gangandi mann í myrk-
rinu, meiddist hann talsvert og hefir ekki
verið verkfær síðan. Konur tvær voru á
gangi á götunni eitt kvöld, mættu þeim
tveir menn á ha 'ða hiaupi og ruddu um
koll annari konunni svo hún hentist niður
á götuna og meiddist nokkuð, minna þó
en von var á.
------0-»0>'v*--
Svar
til glímuflokks U. M. F. Stokkseyrar hefir
borist blaðinu, er þannig málum varið, að
nægjaþykirað geta þess, aðungmennafélagar
hér sjá sór ekki fært. að taka áskorun
Stokkseyringa um kappglímu að þessu
sinni, vegna ástæða er þeim höfðu áður
verið tilkyntar.
Athygli vildum vér vekja á auglýsing-
unum í Suðulandi um atvinuu fyrir kven-
fólk. Pær sem vilja gefa sig fram, verða
að hafa gjört það fyrir 1. febrúar næst
komandi.
Margar ritgerðir bíða næsta blaðs sök-
um rúmleysis.
-------o»o*o------