Suðurland


Suðurland - 20.04.1912, Side 2

Suðurland - 20.04.1912, Side 2
186 SUÐURLAND. cyiýfiomié tneó ss Jlustra til Verzl. Jóns Jónassonar, Stokkseyri: GLERVÖRUR og ÁLNAVÖRUR fjöibreyttar, ÍSENKRAM, KAFFI, SYKUR og margt lielra. Með Suðurlandsskipi 3. maí er von á: allskonar KRAMVÖRU og flestuni nauðsynjavörum, sem hvert heimili þarfnaat. i SUÐURLAND kemur út vikulega (minst 52 blöð á ári). Verð £ kr., er borgist fyrir 1. nóv. Uppsögn skrifleg fyrir 1. nóv. og því aðeins gild, að kaupandi sé skuldlaus við blaðið. Ritstjóri og ábyrgðarmaður Jón Jónatans* son alþm. á Asgautsstöðum, en séra Gísli Skúla- son á Stóra-Hrauni annast blaðið í fjærveru hans. Allar greinar, sem í blaðið eiga að koma, send- ist öðrum hvorum þeirra. Gjaldkeri, Guðm. Jónsscn verziunarmaður í Heklu á Eyrarbakka tekur á móti öllum hlað- gjöldum. Auglýsingar sendist í prcutsmiðjuna. Borg- uu fyrir smáauglýsingar og þakkarávörp — 3 aurar fyrir orðið — verður að fylgja. Afgrciðsla blaðsíns er í prentsmiðjunni Utanáskrift: Afgreiðsla Suðurlands, Eyr- arbakka. Þangað scndist allar umkvartanir um vanskil á blaðinu og blaðpantanir og aunað það, er afgreiðslunni viðkemur. sókn verði að skólanum úr hinum fámenn ari héruðum og ef til vill einnig úr þeim er fjær liggja skólasetrinu og verður þá hið hreyfanlega tillag þeirrar sýslu þeim mun minna, sem hún sendir færri nemendur, en það virðist rétt, að sýslufélögin borgi að nokkru tillög sín til skólans eftir þeim notum, sem þau hvert fyrir sig hafa hans. En færi nú svo, að aðsóknin að skólanum yrði svo mikil, að hann rúmaði ekki alla þá, er inntöku beiddust, þá ganga nemend- ur af skólasvæðinu að sjálfsögðu fyrir þeim, er utan þess sfæðis búa. En umsækjend- ur úr sýslunum á skólasvæðinu skal, ef of- margir beiðast inngöngu, taka inn í skól- ann eftir réttri tiltölu fasta tillagsins. En að því er hið þriðja skilyrði sýsiu- nefndar V. Skf.s. snertir, þá virðist svo eft ir fundarsamþykt í þessu máli á nýafsföðn- um sýslufundi, að hún sé nú horfin frá þessu skilyrði. Framh. -----o*c->o-. - — Sýslufundur Árnessýslu. Sýslufundur Árnessýslu, sem getið var i 47. tölubl. „Suðurlands", stóð yflr frá 9. til 13. þ. m. Gjörðir fundarins munu verða prentaðar sérstakar. En hér skal samt til bráðabirgða getið nokkurra fundarmála. I. Samgóngumál. Þar ber viðhald flutningabrauta „höfuð og herðar“ yfir önnur mál. Það kostar 2770 kr. Sýsluvegum var ætlað 1880 kr. En svo var líka lagt fé til hreppsvega þar, sem nauðsyn bar til og gengu til þess 380 kr. Yegurinn milli Tungufljótsbrúar og Hvítárbrúar var styrktur á þann hátt. Kvart- að heflr verið yflr að ofaníburður væri víða slæmur, einkum í Flóaveginum. Til er þó á fleirum enn einum stað góður ofaníburð- ur. Voru nú 3 menn kosnir til að skoða þá staði og gjóra ráðstafanir um notkun þeirra. Fé, sem í fyrra var ætiað til að brúa Stórós, haíði ekki verið notað. Var nú ákveðið að brúa Grafarós í Laugardal fyrir það fé. Ákveðið var, að sýsluvegur liggi gegnum Stokkseyrarkauptún, þar eð hann liggur að því báðum megin. Óseyr- arnesferju var neitað um styrk: því, væri hann veittur, kæmi allar lögferjur sýslunn- ar á sýslusjóð, þar eð þær bera sig ekki og hvíla þvi á tilheyrandi jörðum. Tai- símanum frá Hraungerði til Grímsness voru veittar 500 kr. Og um leið var tekið fram, að allir hreppar sýslunnar ætti að njóta jafnréttis, hvað símlagningakostnað snertir. Éeðið var um, að sú ákvörðun, sem bann- ar 3ja flokks símstöðvum að opna viðtal nema 2 tíma á dag, yrði feld úr gildi, þar eð hún gæti oft orðið að stórlegu meini. Beðið var og um, að aukapóstur milli Kot- strandar og Þingvalla gjörði sér krók til Ölfusárbrúar í hverri ferð. Það greiddi svo mjög fyrir Grímsnessbréfum o. fl. — Verslunarleyfismeðmæli fókk Einar Eyjólfs ■ son á Sléttabóli. II. Búnaðarmál. Eigi vildi sýslunefndin að svo stöddu ganga í Búnaðarsamband Suðurlands, en veitti því 150 kr. fyrir þ. á. og kaus, eftir bendingu þess, Pál Zóphóníasson og Gísla Scheving til að skoða jarðabætur búnaðar félaga, Páll á um leið að leiðbeina bænd- um. Til Búnaðarþings var kosið; fengu þeir, er nú fóru frá, flest atkvæði. Bún- aðarfélag íslands bauð fram 400 kr. styrk til kynbótahrossasýningar við fjórsárbrú í sumar móti 200 kr. styrk frá Árness- og Rangárvallasýslum til samans. í*áði sýslu- nefndin það Árnesssýslu vegna. f*rír menn voru kosnir til yfirumsjónar með eyðing refa á afréttum Árnessýslu og óskað sam- vinnu Ásahrepps í Rangárvallasýslu, — því refar fara yflr Þjórsá, bæði austur og vest- ur. Hreppsnefndum var bent á, ,að telja grenjaleitir með í refaveiðareikningum eít- irleiðis. Lýst var yflr, að hvorki væri foss nó skógur á kirkjueignum þeim, er falaðar voru til kaups, af 4 ábúendum. Mælt var með Jónasi í Björk, er sótti um Kristjáns 9. verðlaun, og með 8 bændum, er sóttu um ræktunasjóðsverðlaun. Leyft var 8 hreppum að ábyrgjast lán fyrir bændur hjá sér. Og auk þess var tekin ábyrgð á viðlagasjóðslánum lábænda. Ogennfengu Skeiða- og Flóahreppar leyfl til sarnábyrgð- ar á láni til girðingar fyrir afrétt þeirra. — Og flest voru lánin ætluð til girðinga. Tveir fengu vagnkaupastyrk úr Melsteðssjóði; öðr- um tveim umsækjendum synjað og réð þar hlutkesti. Sýslunefndin tilkynti ábyrgðar- mönnum Sparisjóðs Árnessýslu, að hún væri fús til að taka við ábyrgðinni fyrir sýslunnar hönd, og hækka hana þá fimm- falt, — eí ábyrgðarmenn vildu sleppa henni. Bréf kom fiá skógræktarstjóra um afgirt skógarsvæði og umsjón þeirra. Og líka lagði skógvörður (Einar E. Sæmundsen) fyrir fundinn frumvarp til skógsamþyktar. Því var dálítið breytt og síðan samþykt. Nú eiga þeir hreppar, sem samþyktin nær yfir, að halda sameiginlegan fund um mál- ið að Minni Borg. Skal Böðvar hreppstjóri á Laugarvatni boða til fundarins og stjórna honum. Að sumu leyti var bréf skóg- ræktarstjóra þannig, að svarið þurfti að bíða þessa fundar. III. Mentamál. Um nokkur undanfarin ár hafa lestrar- félagi Þorlákshafnar verið veittar 20 kr. Það var gjört enn. Hitt var meira vert, að nú félst sýslunefndin á að stofna lýðhá- skóla fyrir Árness- og Rangárvallasýslur og Skaftafellssýslu líka, ef hún hikar ekki. í framkvæmdarstjórn kýs hver sýsla 1 mann. Hér var kosinn sr. Gísli Skúlason. Verði þeir aðeins tveir, fá þeir sór oddamann. Þeir eiga að útvega skólastjóra bújörð] og annað er þarf. Og þann einn skólastjóra mega þeir taka, sem liklegur er til að hafa góð áhrif á hugsunarhátt nemenda. Gert er ráð fyrir, að bóndi búi á bújörðinni, en skólinn á að vera „i koti“ hjá honum. t*ví þarf jörðin að vera góð og bóudinn „góður bóndi“ í þess orðs besta skilningi. IV. Heilbrigdismál. Heilbrigðisroglugjörð fyrir Stokkseyrar- kauptún var samþykt. V. Sveitamál. Eiríkur á SyðriBrú heldur Mjóanes í Þingvallasveic þetta ár. f’ar var honuih gjört útsvar, er hann kærði, og var það lækkað. Á hreppsnefndir var skorað að láta innheimtu útistandandi hreppsfjár eigi dragast óþarllega. — Niðurjöfnun á sýsl- una er nú 2500 kr. Mörgu smavegis er slept; en það kemur í fundargjörðunum. Hvert horfir? Bráðum kemur Br....jón beint til Þorlákshafnar. En það er verst, ef feðrafrón í frönsku gulli kafnar. Frakka banki byrgur er af björtum Rinareldi, og vill stofna ólmur hér annað Frakkaveldi.

x

Suðurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Suðurland
https://timarit.is/publication/211

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.