Suðurland - 12.10.1912, Blaðsíða 2
70
SUÐU'RLAND
þessari dóttur „dönsku mömrau“, þyk-
ir hún girnilegri en svo, að þeir setji
það fyrir sig þó hún sé fjöllynd.
Ættin ei góð og heimanmunduiinn
líklega álitlegur, eru því allar horfur
á að „frökenin" hafl þá alla „under
Töffelen" þegar minst varir. — En
aimenningur fær að borga festarölið.
f*að sem hr. B. Kr. flnnur að því
sem minst var á Landsbankann í
Suðurlandi í greininni um steinolíu-
málið, þarfnast ekki mikilla andsvai a.
Ekkert vafamál að bankinn hefir nóg
að gera með lánstraust sitt, það er
honum er þarfara og tilgangi hans
samkvæmara, en að taka fé að láni
til að reka sjálfur steinolíverslun.
Umkvartanir þær er Suðurland gat
um, um að mörgum þætti örðugt að
fá þar lán, eru ekki neitt nýmæli,
þær hafa komið úr öllum áttum. Að
það er hlutverk þings og stjórnar að
gera bankann — þessa einu peninga-
stofnun sem landið sjáift á — svo úr
garði, að hann geti fullnægt betur
þörfum landsmanna, er auðvitað rétt
athugað,. en það er líka kunnugt, að
almenningur álítur að stjórn og þing
þurfl að sinna þessu hlutverki sínu
sem fyrst, og rækilegast, því reynslan
sem altaf or talin ólýgnust, heflr sýnt
að bankinn er langt frá því að vera
fullnægjandi.
------0*0+o---
Fyrirmyndarbóndi.
Hver einstök mannvera, sem lifir
á jörðinni, hefir sína hugsun, sitt
ímyndunarafl útaf fyrir sig. Allir
menn eru ekki steyptir í sama mót-
ið, sömu líkamsstærð, sama útlit,
sömu tilburði og með sömu siðum.
Nei, allir eru auðþektir hver frá öðr-
um í sjón og reynd. Og eins og all-
ir eru aðgreinanlegir að ytra áliti,
eins er með andann og hans hæfl-
leika. Andi mannsins er misjöfnum
hæflleikum búinn. Sumir menn eru
svo lítt þroskaðir að skilningi, að
þeir sjá tæplega nema það, sem skeð
ur í þann og þann svipinn. Peir sjá
að þetta verður, en skilja það þó
ekki. Þessir menn vinna sín and-
legu og líkamlegu verk af vana, en
gera sér enga grein fyrir því, á hvaða
grundvelli þau eru bygð. Þessum
mönnum er æði hætt við að mis
skilja þá menn, sem þroskaðri eru
að hæfileikum, og sem iifa á víðtæk-
ara verksviði anda og líkama. Aftur
eru sumir sem sjá og skilja alt, löngu
áður en það er framkvæmt. Sjá
langt fram í tímann, bæði fyrir sig
og aðra. Þessir menn eru oft af
þekkingarminni vnönnum kallaðir
„gruflarar" og „draumóramenn", og
oft heyrist talað um að þá „vanti
eitthvað", en hvað það er, vita menn
ekki til fulls. f’essir menn eiga oft
við örðugleika að stríða, því þekk-
ingarleysi og sundrung, ósanngjarnir
dómar og vantrú hinna gerir þeim
erfltt fyrir. Allar þær nýjungar eða
breytingar á gömlum venjum, sem
þeir láta í ijósi, eru barðar niður
með harðri hendi, jafnvei þó þeir sem
það gera, sjái að þær miði til bóta.
Við höfum mörg dæmi, bæði yngri
og eldri, sem sanna þetta. Fiam-
faramennirnir hafa oftast verið lítils
metnir á meðan þeir hafa lifað — að
nokkrum undanteknum — en þegar
þeir eru fallnir frá, sést fyrst hið
stóra, auða, skarð, þar sem þeir hafa
staðið. Fá fyrst — eftir dauðann —
eru verk þairia viðurkend góð og
mannkyninu til heilla og framfara.
En hvaða ánægju ætli sá dauði hafi
af þeirri tilbreytingu ? bkyldi hann
nokkurntíma t.aka sér ferð á hendur
til að skoða t. d. myndastyttu sem
gerð er í hans likingu, fáguð og glans
andi, og sem hefir kostað þjóðina
ærna peninga? Eða skyldi hann
nokkurntíma lesa blöðin og rekast
þar á dánarfregn sína með öllu því
hrósi og fagurgala, sem þeim er vant
að fylgja? — og oftast mest þeirn,
er minst hafa til unnið. Eg held
ekki. Auðvitað er eg enginn anda-
trúarmaður, og get því ekki átt kost
á að spyrja hinar framliðnu sálir um
athafnir þeirra og ferðalög. Eg held
samt að hinum framliðnu skörungum
þjóðanna hefði verið meiri ánægja í
því að þeir hefðu verið metnir að
verðleikum á meðan þeir lifðu, og í
lifanda lífl notið sanngirni og mann-
úðar meðbræðra sinna.
Eg ætla ekki í þessari grein að
fara frekara út í þetta efni, þó um
það mætti rita stóra bók, sem eg vona
að mér færari menn geri á sínum
tíma. Heldur ætla eg með þessum
línum að minnast á einn mann per-
sónulega, sem er og heflr verið alla
tíð stórum misskilinn af æðri og lægri.
Eg hefl viða séð í blöðum minst á
verk ýmsra dugnaðarmanna, en aldrei
á hans verk, og eru þau þó engu
minni en þeirra, sem haldið er hátt
á lofti.
Maður þessi er Helgi Þórarinsson
bóndi á Þykkvabæ í Vestur Skafta-
fellssýslu. Hann heflr alla tíð verið
fyrirmyndarbóndi í hverju sem er.
Starfsþrek hans heflr verið óvenjulega
mikið, enda ber jörð hans menjar
þess. Jafnframt því sem þrek hans
er mikið, heflr útsjón og hagsýni
verið frábær í öllum hans gjörðum.
Á jarðabótum byrjaði hann hér
fyrstur manna, og voru ýmsir dómar
um það fyrirtæki, eins og alt sem
er óvanalegt. En af því heflr þó
stafað, að hér er mikill áhugi vakn-
aður með jarðrækt og árangur mikill.
Hann hefir girt alt tún sitt, grætt
upp marga nátthaga, sléttað öll börð
og útskækla, sem í og utan með tún-
inu voru, svo þar eru nú alstaðar
stórir grasflákar, sem áður voru flög
og graslaus börð. Engjar voru áður
mestallar í hólmum austur í Skaft-
árvötnum og voru það most bleytu
flóð, ill yfliferðar bæði mönnum og
skepnum, og þar að auki ekki gras-
gefln. Yflr vötn varð að fara þangað
svo ekki var hægt að flytja þaðan
þurt hey, heldur alt í votabandi. Far
með voru botnleysis kafhlaup í sarid
bleytum, svo menn urðu að ganga
af hestunum.
í stað þess að þurfa að nota þess
ar erflðu engjar, hefir hann gert karg
þýfða óræktarmýri að íonnisléttum
áveituerigjum, sem svo eru víðáttu-
miklar, að þær eru næstum nægileg-
ar hans fólki að vinna yflr sumarið.
Hafa þeir unnið sameiginlega að engja-
gerð þessavi, báðir ábúendur Þykkva-
bæjar, Helgi Þórarinsson og Páll Sig-
urðssori, sern einnig hefir jafnmiklar
slægjur og er fyrirmyndarbóndi.
Kostnaður við alt þetta hefir verið
ærið mikili, því mikla vinnu og tíma
heflr það kostað. íbúðarhús hefir
Helgi bygt, sem bæði er stórt og
vandað. Öll hús lrefir hann bygt,
bæði fenaðar og geymsluhús og sömu-
leiðis heyhlöður, og eru öll hús undir
járni. Sveitaverslun heflr hann tölu-
verða, og segja siimir að hann „snuði"
fólk, en hvort það er eða ekki ætla
eg ekki að dæma um, það eru nógu
margir dómendurnir samt. En 9r
það ekki óbrigðul regla flestra kaup-
manna að hafa eirihvern ávinning af
vörum sínum, og það þó þeir búi við
hafnir og þurfi ekki að hafa kostnað
af því að flytja vörurnar langar leiðir
til sveita.
Skógrækt heflr Helgi byrjað á, og
mun sú byrjun hin vænlegasta. Hvert
augnablik og hveija stund notar Helgi
til þarfa, þyí hann skilur vel að tím-
inn er peningar. Enda er maðurinn
fjölhæfur og lipurmenni, frarnúrskar-
andi til verka. Það yrði oflangt mál
að minnast á alt sem Helgi hefir
starfað, því það er bæði margt og
mikið.
Jafnframt því sem Helgi hefir stund-
að hin likamlegu störf, hefir hann
einnig starfað að þeim aridlegu. Öll
rit og allar bækur, sem fróðleik hafa
að geyma og hann kemst yfir, les
hann með nákvæmri eftirtekt og
fylgir hverri bendingu sem til fram-
fara miðar. Stjórnmálum heflr hann
mikinn áhuga á og les með athygli
um alt sem á alþingum gerist. Mér
varð oft á að hugsa að hann hefði
lært heila kafla úr alþingistíðindunum,
svo vel þekti hann alt utan að.
Oddviti hefir hann verið nokkur
ár og leysti það sómasamlega af
hendi þar til hann sagði því starfi af
sér. Sýslunefndarmaður heflr hann
einnig verið. Mér er óhætt að segja
það, að Helgi leysti dyggilega af hendi
þau störf, sem honum voru á hendur
falin, þó misjatnlega hafl þakkað ver-
ið. Mér er vel kunnugt um það, þvi
eg hefi kynst líelga og unnið með
honum að ýmsum störfum. Eins og
eg hefi áður sagt, heflr hann verið
og er misskiiinn af mörgunr. Fram-
farahugmyndir hans hafa verið mis-
skildar og rangfærðar. Hæflleikar
Helga eru miklir, bæði til líkama og
sálar, þrekið og kjarkurinn óbilandi.
Hann hefir reist sér verulegan minn-
isvarða með vinnu sinni. Hann heflr
lagt fram krafta sína, hugvit og vilja-
þrek til hverskonar nytsemdarstarfa,
þrátt fyrir mótspyrnu og örðugleika.
Pað er margt nú af störfum Helga
sem er orðið til stór framfara hér í
sveitinni, en sem áður voru álitin
einskisvirði og „brask“ meðan enginn
hafði vit á þeim. Fegar Helgi fellur
fiá, mun þykja stórt skarð höggið
í bændaröðina og vandfenginn verður
sá, er að öllu leyti fyllir upp það
skarð, því ef nokkur er hér bænda-
„fyrirmynd", þá er það Helgi í Þykkva-
bæ.
Væri óskandi að hans hkar væru
margir.
Kunnugur.
Ferðaáætlun Guðm. Hjaltasonar.
I’að inun gleðja alla hór austan-
fjalls unga og gamla, að nú er bráð
lega von á hinum góðkunna alþýðu
fræðara Guðm. Hjaltasyni hingað
austur í fyrirlestraferð. Og verða
nú öll félögin að'reyna aðjrota t.æki-
færið sem bezt.
U tansam bandsfélög geta nú fengið
fyrirlestra hjá G. H., ef þau vilja
sjalf kosta þá og svo ferð hans hlut-
failslega við sambandið.
Guðmundur hefir hugsað sér, að
Landvörn á Landi fengi þá fyrirlestra
þ inn 17. nóvember og Eyrarbakkafé-
lagið þann 5. nóvember, og Austur-
Eyjafjallafélagið þann 24. nóvember,
og Garðarshólmi þann 26. eða 27.
nóvember.
Hin utansambandsfélögin á heimleíð-
inni eftir kringumstæðum.
Plór fylgir áætlun G. H. eins og
fjórðungsstjórnin heflr ákveðið hana.
2. nóv. U. M. F. í Ölfusi.
3. nóv. u. M. F. Stokkseyri.
3. — u. M. F. Samhygð.
7. — u. M. F. Grímsnes.
9. — u. M. F, Laugdæla.
11 — u. M. F. Biskupstungur.
13. — u. M. F. Hruna
15. — u. M. F. Gnúpverjahr.
19. — u. M. F. Hekla
21. — u. M. F. FJjótshlíð.
23. u. M. F. Drífandi.
t Látinn er að heimili sínu á
Seyðisfirði þ. 4. Þ. m. Jón Jónsson
alþingismaður frá Múla. Heilsahans.
var mjög tæp i sumar, þótt nokkra
bót fengi lrann í bili t vor. Bjuggust
margir við að til eins mundi draga
fyrir honum, eins og nú er raun á
Jón frá Múla var einhver hinn allra
inikilhæfasti maður úr • alþýðustétt,
er á alþingi hefir setið, var það viður-
kent jafnt af andstæðingunr hans sem
flokksbræðrum. Er að honum mann-
skaði mikill, og er sæti hans á þingi
vandfylt.
cTZýjustu Jritíir.
Montcnegro hefir sagt Tyrkjrrm
stríð á hendur. Annars friður á
Balkanskaga.
Próf. Bcrlln skrifar í Politiken
um íslandsmál; vill fá nýja sam-
bandslaganofnd og varar Dani við að
láta íslendinga teyma sig eins og
siðast. Ætlast auðsjáanlega til að
komast sjálfur í nefndina.
Sýslumannshúsið áEskiflrði brann
til kaldra kola nýlega; sýslubókum
bjargað, en annars lit.lu eða engu.
Ösannindum mótmælt.
Brandur Þorvarðarson í urðinni —
Hraunprýði kvað hann kalla býli sitt
— heflr borið það upp á nágranna
sína, þau gömlu hjónin Jón Jónsson
og Guðbjörgu konu hans, að þau hafl
flutt mér þá sögu að hann seldi á-
fenga drykki. Þetta lýsi eg tilliæfu
laus ósanililldi. Nefud hjón hafa
hvorki sagt mór að hann gæfi eða
seldi áfengi, og eg hefi heldur aldrei
borið þau fyrir því. Skora eg á þokka-
pilt þennan að leiða fram í dagsljós-
ið sögumanninn, ella lýgur hann því
frá rótum sjálfur.
Eða, bítur sök sekan? Brandur!
Eyrarbakka, 10. okt. 1912
Jón Helgason, prentaii.