Suðurland - 08.01.1913, Side 2
216
SUÐURLAND
tillögur hafa ekki gengið fram nema
með breytingum til hins verra, og þó
vilja Danir láta oss kaupa það lítið
sem fram hefir þokast, fyrir mikils-
verðar tilslakanir frá því er þeir buðu
í írumvarpinu 1908. Sýnir þetta hug
þeírra í málinu, þeir vilja ekki unna
oss aðgengilegra sambandskosta á
grundvelli frumv. 1908. Konungs-
sambandsfrumv. hafa þeir neitað áð-
ur. Það er því sýnt og sannað að
við þá verður engu um þokað að sinni,
og er því sá einn vegur opinn fyrir
oss að láta þetta mál hvíla sig fyrst
um sinn. Með tillögum Sambands-
ílokksins í sumar var svo iangt geng
ið af vorri hálfu til málamiðlunar
sem frekast var fært. Hefðu Danir
viljað ganga að þeim tillögum, þá
hefðu þær að sjálfsögðu verið bornar
undir átkvæði þjóðarinnar. En þetta
sem nú er fáanlegt, er varla þess
ómaks vert. Annars gefst nú al-
menningi tækifæri til að virða þetta
fyrir sér, og væntánlega láta þing-
málafundir í vor til sín heyra um
málið. Suðurland finnur eigi ástæðu
til að ræða málið að svo stöddu frek-
ar, en gerir það að sinni tillögu, að
{>essu sem nú er í boði só hafnað,
og málinu iofað að hvíla sig að sinni.
Harðindasjóður.
'ks j.'-,
, • :Hér í austursveitum hafa verið
hagleýsur nú um tíma, og strax hafa
'h^yrst raddir um, að ef þessu héldi
,áfram iengi enn, yrði að fækka af
fóðrum. — Það er gamla sagan.
Heybirgðirnar altaf of litlar ef beitin
bregst — of mikið sett á „guð og
:gaddinn". Varla nokkur efi á því,
■ að horfellirinn vofir ennþá yfir ef
, vertúegt harðindaár kæmi, ekki síst
ef þam yrðu fleiri í röð, og svo hefir
oft verið áður, þó það hafi gleymst
núna í góðærinu sem verið hefir um
langt skeið.
Heyásetningsmálið hefir verið rætt
talsvert svona við og við, en b'tið
verður um úrræðin. Horfellislögin
-hafa orðið gagnslítiJ, enda er ekki
annars að vænta. Hreifing þeirri, sem
Bfl. ísL hefir vakið um stofnun korn-
forðabúra miðar hægt áfram, og þó
er það hið mesta happaráð, sérstak-
lega fyrir þau hóruð, þar sem ís get-
ur lokað höfnum.
Torfi í Ólafsdal hefir manna mest
barist fyrir umbótum í þessu heyá-
setningsmáli, hann hefir veiið óþreyt-
ándi að reyna að ýta við mönnum,
fá þá til að opna augun fyrir hætt
unni og komið með ýmsar tillögur.
í Búnaðarritinu — sem fjölda bænda
þykir ekki ómaksins vert að lesa —
hefir hann ritað mikið um þetta, og
í 4. hefti 1912 er góð og ýtarleg rit-
gerð eftir hann „Um fóðuríorðabúr".
t’essa ritgerö ætti hver einasti hóndi
að lesa með atliygli. 1 þessari grein
heldur Torfi enn fram hugmynd sinni
um heyforðabúr. Óneitanlega væri
það gott ef þeim yrði á komið, en á
því eru miklir örðugleikar, svo hæp-
ið er að þau komist á að nokkru ráði,
versti agnúinn á þeim er endurnýjun
heyjanna. En samt á þessi uppá
stunga það skilið, að hún sé athug-
uð rækilega, og reyna mætti hvernig
heyforðabúrin gæfust.
í þessari sömu ritgerð kemur Torfi
með nýja uppástungu, og það er hún
sem Suðurland sérstaklega vill vekja
athygli á í þetta sinn. Hann leggur
til að st.ofnaður verði harðindasjóður.
Hann gerir ráð fyrir að 160hrepp-
ar taki fyrir að leggja hver um sig
að me'altali 100 kr. árlega í harð-
indasjóð, og að landsjóður leggi til
annað eins. Fénu yrði svo jafnóð-
um komið á vöxtu á óhultum stað,
þar sem taka mætti til þess með
vissum fyrirvara þegar á þyrfti að
halda. fessum sjóði ætlar Torfi að
geta með tímanum varnað því, að
það komi fyrir aftur sem áður hefir
skeð hór: „að íslendingar hafa þurft
að flýja landið í J/úsundatali, og orðið
að Jiggja öhnusugjafir frá öðrum lönd
um, og hallœrislán úr landsjóði“ ,
Torfi tekur dæmi af því hvernig
farið hefði ef byrjað hefði verið á slíkri
sjóðstofnun 1841, hve mikið gagn
hann þá hefði getað unnið á harð
indaáruuum 1881 88, en á þeirn ár-
um telur hann tjón Jandsmanna af
heyskorti og horfelli 8 mi)j. króna.
Dæmi þetta bendir ótvirætt til þess,
að slík sjóðstofnun mætti verða til
hinnar mestu nytsemdar, og það er
rótt sem Torfi segir, að það er laf-
hægt að koma upp þessum sjóði ef
menn aðeins vilja.
Grein Torfa ættu allir að lesa, og
meir en að lesa hana og leggja hana
svo á hilluna, þeir eiga að láta sér
orð hans að kenningu verða. Þessi
tillaga um sjóðstofnun þarf að ræðast
og athugast og komast í framkvæmd.
Suðurland Jætur að þessu sinni
nægja að vekja athygli á málinu, en
mun ræða það nánar síðar.
Tollar og skattar.
Eg hreifði þvi fyrir næstliðna al
þingiskosningu, að það væri hreint
ekki sú rétta tekjugrein fyrir iand-
sjóð að leggja á nýja tolla og toll-
auka, þeir hlytu að hvfia algjörlega
á framleiðslunnni, sem í mörgum til
fellum ber sig tilfinnanlega illa, t. d.
sjávarútvegurinn ef illa fiskast, sveita-
búsknpuiinn ef illa heyjast, önnur
hlunuindi hór færð niður úr öllu hófi,
t. d. vökuiaun manna við strönd færð
niður í kr. 3.00 úr kr. 4.00, hesta-
lán stundum feld algert burt af reikn-
ingum með ótal fleiru því um líku
sem hægt er að sýna og sanna að
viðkomendur verða að þola bótaJaust.
Af því þingmaður okkar kvaðst
verða þakklátur ef eg gæti bent á
góð ráð til að auka landsjóði tekjur,
skal eg gera það með eftirfarandi Jín-
um, sem eg vona að geta rökstutt.
þegar hann heldur leiðarþing eða þirig
málafund fyrir það alþing, sem beint
á að fjalla um fjármálin.
Það hefir bændum til lands og sjáv-
ar reynst eina ráðið þegar framleiðsl
an þolir ekki dýrt og mikið mann-
hald að létta því af, taka upp þau
vinnuáhöld, sem betur bera sig, t. d.
gufuskip til fiskiveiða, og margvísleg-
ar vélar til hægðarauka, en hvað um
það, altaf hækka álögurnar og nú eru
flestir í botnlausum skuldum, eða
hvernig reynast dánarbúin í saman-
burði við áður? En hvað sannar
betur ástandið? Er óhugsandi að
landsjóður geti losað sig við eitthvað
af því mannhaldi sem á honum hvílir?
ISú er sími viða kominn og hlýtur
áður langt um liður að verða um alt
land, og væri það þó spor í át.tina
ef hann er látinu gera það sem hægt
er að flytja á milli, það sem óum-
flýjanlegt var að koma til leiðar nema
með aukasendiferðum og póstum.
Póstferðum hlýtur að mega fækka
þegar síminn er kominn í gott lag.
Alt ætti að geta borið sig ef rétt er
aðstaðið, bændur ef þeir hafa heilsu
og nenna að vinna og nota fagmenn
og eigin reynslu að lifa eftir og er
ekki ofþyngt með álögum, sama með
alla embættismenn, þeir eiga að fá
laun sín frá þeim, sem nota þá í það
og það skiftið eða árið, rétt eins og
vinnufólk, og yrðu kjörin auðvitað
líkt og hjá þvi, hátt. og lágt kaup,
alt eftir því hvernig maðurinn reynd-
ist, og væri það sanngjarnt. Land-
sjóður ætti ekki að borga svo mikið
sem einn eyrir til þeirra, eða neitt
fé áu þess að fá það að fullu greitt
með rentu og afborgunum, þar á eg
við fó til brúa og vegagerðar m. fl.
Sama er að segja um þingmenn og
allan kostnað þeirra, hann ætti hvert
kjördæmi að borga, ennfremur allir
skólanemendur eða aðstandendur þeirra
borga kensluna, en að þeir leggi til
alt sem að henni iýtur. Yerslunar-
erindreka kostar verslunarstéttin fleiri
eða færri, eftir því sem henni þætti
sér best haga, og þessu líkt ætti að
fara með öll útgjöld sem nú hvíla á
landsjóði. Eftirlaunamennirnir sem
ekki nægir eigur sínai' til lífsviður-
væris, eða ellistyrkur, aðstoð vanda
manna hljóta að hafa rétt til að lerida
á hreppnum, líkt og bændur og fleiri er
þeir verða eignalausir. Eg gæti ímynd-
að mér að með þessu fyrirkomulagi
yrði margfalt meira unnið að arðber-
andi fyrirlækjum í landinu, og auk
þess bætt lög vor að mörgu leyti,
þau eru tilfinnanlega kostnaðarsöm
og vitlaus. Eg ætla í þetta sinn að
eins að nefna alþingiskosningalögin,
þau eru óþolandi, allur sá kostnaður,
eða því nær allur óþarfur, eins og
margt fleira. Sannast þar að „sjald
an fer betur þegar breitt er“. Gamla
kosningaaðferðin miklu kostnaðar-
minni, langbest að taka hana upp
aftur, en hafa kjördaginn helst á vor-
inu, lótt fyrir sláttinn, áður en fólk
fer í kaupavinnu. Þó geri eg mér
ekki mikla rellu útaf kjördeginum
eins og nú er, gott að ákveða hann
á laugardegi, bai a sjá um að hann
sé ekki um heyannir, því um annan
tíma er bæði gagn og gaman að
sækja kjöifund fyrir alt kjördæmið,
á honum geta menn sameinað sig
um ýtns mikilsvaiðandi mál, sem
þingmaðurinn vildi fylgja eða yiði að
fylgja á alþingi. Óheiðarlegri eru
þessi nú gildandi 1ög en þau eldri að
því leyti, að þau gefa mönnum undir
fótinn að reynast óheiðarlegir með að
þora ekki að segja vilja sinn í heyr-
anda hljóði, heldur „pukra“ með at-
kvæði sitt sem stolinn hlut. Þá er
það ekki sérlegt fyiir þingmannsefnið
að vita að lögin eru samin þannig
til þess að hann geti síðar hefnt sín
á mótstöðumönnum sínum.
Af framansögðu skora eg á alla
heiðvirða kjósendur að krefjast þess
af þingmönnum sínum að breyta lög
um þessum til bóta á næsta þingi,
og jafnframt létta af landsjóði öllum
mögulegum útgjöldum, en færa niður
tolla og tollauka.
Þykkvabæ 7. des. 1912.
Helgi I’órarinsson.
Frá ófriðarsvæðinu.
—o---
Balkanskagi,
—o—-
Montenegro [Svartfjallaland]
er litið land og háfjöllótt vestur við
Adríahaf. Hæsti tindurinn er meir
en tífalt hærri en Öræfajökull, en
landið er þó ekki miklu víðáttumeira
en vatnajökull, eða rifiega 9 þús. □
km. Herzegowina liggur norður að
landinu, en Tyrkland sunnan og aust-
an að. Sunnan til við landamærin
er Skutarívatnið, það er fiskisælt.
Mörg fleiri vötn eru í landinu, Nokk-
rar örsmáar ár renna um landið, sú
stærsta fellur suður í Skútarivatnið.
Fljótsdalirnir eru þröngir og djúpir.
Loftslagið er breytilegt; norður frá
er það óstöðugt og hráslagalegt, en
suður frá er það mildara, líkt og í
Neapel. JÞar vaxa í dölunuin fíkjur,
gullepli, (orange), möndlur, mórberja-
tré og pálmar. Sumstaðar eru fjölln
skógi vaxin. en yfirleitt er landið fá-
skrúðugt að jurtum og dýrum. Alt
er landið ógreiðfært, og vegir likastir
því sem gerist í fjallasveitum hér á
landi. Þjóðin hefir verið nefnd á ís-
lenzku Svartfjallasynir og hefir kom-
ið út bók á íslenzku með þvi nafni;
fræðir hún vel um lífsstiíð og starfs-
háttu þessarar morkilegu þjóðar.
Á 14. öld var landið rússneskt
furstadæmi. Þegar Tyrkir tóku Serbíu
þá flýði margt fólk upp í fjöllin ó-
gieiðfæru, og leitaði sér hælis í döl*
unum, myndaði þar ríki og er saga
þess þaðan af látlaus barátta við
Tyrki og blóðug mjög, Hefir þeim
orðið dýrara frelsið en flestum öðrnm
þjóðum. Upphaflega var Cetinj*
klaustur, stofnað á 15. öld, en gisrt
aðsetur furstans 1516. Það er nú
höfuðborg ríkisins. Oft hefir þjóðin
átt ófrið við Tyrki og stundum í
sambandi við aðra, t. d. Rússa og
Feneyinga. Seint á 18. öld börðust
þeír með Rússum í 3 ár og létu í
þeim ófriði 50 þús. manna, en þegar
til friðarsamninganna kom, þá gleymd'
ist smáþjóðin og hefir svo oftar verið.
Lengi hefir verið rígur milli ættanna
innbyrðis og hefir það staðið þjóðinni
fyrir þrifum. Hefir sitthvað vorið
gert til að sæt.ta flokkana og gengið
tregt, nema Þegar Tyrkir munda
hjörinn, þá knýr blóðskyldan alla
fram á völlinn; sýna þeir þá dæma'
fátt hugrekki og samheldni. Lögbók
var þjóðinni gefin fyrir meira en 1 öld,
var þá snúist hart á móti skattgjöld'
um ölluin og náði bókin eigi tilgangi
sínum fyrir bragðið.
Á dögum Napoleonsstyrjaldanna
gerðu Svartfellingar bandalag við
Rússa móti Tyrkjum og Frökkum og
náðu þá nokkru landi til sjávar. Um
miðja 19. öld var sá fursti, sem
Danilo hét; hann fékk ákveðin tak-
mörk landsins og viðurkenningu hjá
Rússum og Austurriki. Það var árið
1852.
Tiu árum síðar varð enn ófriður