Suðurland - 08.01.1913, Page 3
SUÐU’RL AND
117
A
Raupfélagið „Ingólfur“
Stokkseyri Háeyri
sendir öllum félagsmönnum sínum og viðskiftamönnum kveðju
með þakklæti fyrir gamla árið og óskar þeim
góós og gleéilegs nýárs!
og væntir sömu velvildar á komandi ári sem að undan-
förnu, bæði með viðskifti og góð skil. Hagkvæm og góð kaup
félagsverslun færir öllum skilrikum félagsmönnum
gull í mund!
Aðalfundur
Prentfélags Árnesinga verður haldinn
í Fjölm á Eyrarbakka 8. febrúar næstk.
kl. 12 á hádegi.
Kosin stjórn fyrir næsta ár. Kagðir fram
reikningar félagsins.
Nauðsynlegt að hluthafar mæti, því ýms
þýðingarmikil mál verða þar til umræðu.
Eyrarbakka 8. janúar 1913
Síjórnin.
við Tyrki og komu þá Rússar til
hjálpar. Hafa þeir jafnan viljað hjálpa
til að berja á Tyrkjanum. Á árunum j
1870—78 var tvívegis barist með
Serbum á móti Tyrkjum meðan þeir
áttu við Rússum að snúast. Fengu
þá (1878) Svartfellingar landviðbót,
sem nam meir en því landi er peir
áttu áður og þar af nokkra strand-
iengju. Þá fengu þeir og fulla- viður-
kenningu á sjálfstæði sínu gegn því
að halda ekki fiota, en láta Aust-
urríki annast strandvarnir og sótt-
varnir, það skyldi og vernda verzlun
þeirra. Siðan hefir samkomulagið
verið gott, hefir furstinn heimsótt )>æði
soldán Tyrkja og Rússakeisara og
þegið af þeim gjaflr. Þegar herstjórn-
arráðið var sett 1904 í Montenegro,
þá gáfu Rússar allmikið af vopnum;
var settur yfir það Mirko prins. Seint
á árinu 1907 varð landamerkjaþræta
við Tyrki og leit illa út, en þó hélst
friður og árið eftir voru vopnin brýud
en ekki reynd.
Nikita konungur þeirra þykir ágæt-
ur stjórnari og heflr landið tekið
miklum framförum um hans daga.
Hann varð fursti 1860, en tók sér
konungsnafn 1907, þegar hann hafði
fursti verið fimmtíu vetur. Hann er
tengdafaðír ítalakonungs. Sagt er að
sonur hans hafi skotið fyrsta skotið
í ófriðnum, sem yfir stendur. Nikita
er fæddur 1841, og varð fuisti þegar
bróðir hans Danilo I. var myrtur.
Svarlfellingar eru upphaflega sama
Þjóð og Serbar, en mjög eru þeir
orðnir blandaðir, einkum Albönum,
og enn býr nokkuð af hreinum Al-
bönum í landi þeirra. Flestir hafa
grískkatólska trú, þó eru nokkrír sem
eru rómverskkatólskir eða Múhameds-
trúar. Konungurinn er einnig kirkju-
höfðingi landsins. Tjóðin er fámenn
(250 þús.), en sterk og stríði vön,
sögð er hún bæði gáfuð og dygðug;
enda fer henni vel fram. Raunar er
fáfræði mikil enn í landinu, sem
vonlegt er, því ástandið var aumlegt
til skamins tíma. Var þá kvenna
ánauð mikil og utanferðir tíðar. Fátæk
er þjóðin ennþá; þykja 600 kr. góðar
árstekjur. Merkilegan þjóðbúning ber
þjóðin enn í dag. Húsakynni hafa
menn heldur léleg og er sagt., að
víða búi menn og fénaður undir
sama þaki. Mest stunda menn kvik-
fjáriækt og fiskiveiðar, en kornið er
nærri alt innfiutt. Er flutt út fiskur,
fénaður og fénaðarafurðir og enn-
fremur hunang, vin og ávextir. Póst-
mál og símasambönd eru óðum að
færast i lag. Alþýðuskólar eru nokkuð
á annað hundrað. Æðri skólar eru
í Cetinje og þar situr þingið og
sjórnin.
Ættarst.jórn helzt enn að nokkru
leyti. Þjóðkjörið þing (Sobranje) var
sett um leið og gefin var stjórnarskrá.
Pað kom lyrst saman 1906. Nohk-
urs konar einokun er á vínanda,
steinolíu, púðri, salti og tóbaki. Her-
skyldan er frá 18—70 ára aldurs.
Oft er það að menn bera byssuna til
verka og jafnvel að prestar beri hana
í kirkjuna, svona mikil er varúðin
við Tyrki.
Hamskiftingur.
—0—
Allir þekkja sög’urnar um tröllskess-
urnar, sem brugðu sér í líki undur
friðrar meyjar til þess að komast í
drotningarsæti. En þegar þær héldu
að enginn sæi til, tóku þær á sig
sína réttu mynd. Þá vorn þær verstu
flögð og átu mannakjöt í stórskömt
um — tóku stundum heilan mann
í einum munnbita.
Nú trúir enginn þessum sögum
lengur, en sviplík hamskifti eins og
þessi, sem sögurnar segja frá gerast
rétt í kring um okkur enn þann dag
í' dag.
Fyrir nokkru síðan bar fyrir mig
ein af þessum ófj-eskjum, sem skifta
hömum eins og skessurnar. Eg sá
hana af hendingu í sinni réttu mynd
— veit varla hvoit það var í vöku
eða draumi. — Fyrir almennings
augum birtíst þessi ófreskja í iíki
fríðrar meyjar, — hún er bliðmál
við alla, og svipurinn er sakleysið
sjálft.
Eg sá hana á fjölfarinni almanna-
leið, hún var þar á gangi, prúðmann
leg að vanda, — Það var um nótt
og hvergi neinn á ferð. Pá sá eg
hana alt í einu breytast — eg vissi
ekki hvort heldur var að hún kast
aði hversdagshamnum, eða hitt að eg
sá í gegnum hann, breytingin varð
með svo skjótri svipan. En ferlegri
ófieskju en þá er nú bar fyrir augu
mér hofi eg áldrei litið.
Hún var afskaplega digur og feit,
var því líkast, sem spikið hengi í
pokum utan á skrokknum — auðséð
að hún átti góða daga.
En þó skrokkurinn vær; ljótur, var
þó hausinn allra ferlegastur. Augun
voru rauð eins og kolaglóð, en hvöss
og stingandi. Tungan lafði út úr
hvoftinum, hún var mjó og löng, og
hvöss eins og nálaroddur og skeljuð
að utan eins og skrápur. — En hví-
lík dœmalaus andstygð á svipnum.
Útúr hausnum voru langir angar
eins og fálmstengur. — Hún teygði
þá í allar áttir — á hverjum anga
voru sogskálar. Pessar fálmstengur
notaði hún sem veiðifæri.
• Nú stóð hún kyr alt í einu, —
nasirnar hreyfðust, eins og hún væri
að þefa. Svo teigði hún frá sér
fálmstengurnar, eins og þegar maður
beygir handleggina og brá i munn
sér þessu, sem hún hafði fundið —
og hún smjattaði og smjattaði — og
kjafturinn glentist sundur, — hann
varð lengri og lengri, og loks náði
hann alveg aftur að eyrunum báðum
— þetta átti víst að vera bros, en
aldrei hefi eg séð neitt svo djöfullegt.
Svo kípraðist kjafturinn saman aftur,
og brosið varð að glotti svo and'
styggilegu, að árum vítis liefði verið
fyllilega samboðið.
Og hún hélt áfram hægt og hægt,
tók af sér skóna og læddist á sokka1
leistunum, svo nam hún staðar við
og við, þefaði í allar áttir, og svo
teygði hún fálmst.engurnar fram undan
sér, dróg þær að sér aftur, smjattaðí
og smjattaði, — njam! njam !
Og brosið og glottið komu aftu r,
en alt þetta sem hún tíndi saman
lét hún í belg á baki sér. Jlverju
var hún að safna? — lygum og ill*
mælum um menn, — þess svæsnara
sem þetta var og ósvífnara. því lengra
varð brosið. — Alt í einu sá eg hana
bregða einhveiju í kjaftinn, — en nú
smjattaði hún ekki, og ekki brosti
hún heldur, en hún gretti sig ámát'
lega, og skældi hvoftinn, rétt eins og
hún liði sárustu kvalir, — og svo
skyrpti hún og hvæsti í allar áttir,
henti þessu niður fyrir fætur sér og
spavkaði ofan á það, og allur skroklc
urinn titraði af hryllingi og svo
staulaðist hún áfram. — Hvað var
þetta, sem henni varð svona illa við?
Voru þeffæri hennar ekki nógu skörp,
hafði hún lent á þessu í misgripum ?
En hvað var þetta annars? —Þegar
hún var komin spölkorn áfram,
þóttist eg verða var við hvað þettá
hafði verið. — Það var ofurlítil siriá'
ögn af sanngjörnum ummælum um
góðan mann.
* * * • * •
* * *
Skjóðan var full — alveg troðfull,
og nú hætti ófreskjau að tína, og nú
breyttist ferðalagið. Hún læddist nú
heim á hvern bæ, þefaði og þreifaði,
og ef henni líkaði það sem hún fann
þá tók hún altaf eitthvað úr skjóð'
unni og laumaði því inn fyrir dyrnar
— og þessu hélt hún áfram við'
stöðulaust.
En nú brá kynlega við. Alstaðar
þar sem hún hafði komið við, sá eg
hvar refur kom út úr holu — hann
snuðraði um alt og fór svo á rás. —
Og refirnir rásuðu um alt hægt og
lymskulega. — En var það missýn'
ing? nei! refirnir voru alt í einu
orðnir að hundum, grimmum hund'
um, sem hlupu áfram með háværu
gelti. — Og ófreskjan stóð í miðri
hundaþvögunni og nú sigaði hún og
sigaði í allar áttir.
Nú sá eg loksins hvað um var að
vera, nú sá eg hvaða drós þetta var
sem eg hafði verið að horfa á, —
nafnið er alkunnugt. Hún heitir
Bakmælgi.
Atli.
Aths. við gr, „Tollar og skattar".
Ekki er það nema aðeinst tvent í
grein hr. Helga Þórarinssonar hér í
blaðinu sem Suðurland getur aðhylst:
fækkun landsjóðslaunaðia manna —
og er það þó hægra sagt en gert,
þegar almenningur rís öndveiður
gegn fækkun embætta og jafnvel
heimtar þeim fjölgað — og afnám
eftiilauna.
Aðrar uppástungur hins heiðraða
höf. getum vér með engu móti að-
hylst, en ekki skal nánai úti jað