Suðurland - 12.04.1913, Side 2
168
SUÐTJRLAND
eigi get eg séð að líkur séu til þess
að það muni hafa þau áhrif, að þrosk-
aðir nemendur hafi eigi söm not skól-
ans fyrir því. Nei — þvert á móti
er það ætlun mín, að skóiinn muni
koma þeim sveitum að mestum og
bestum notum, er hyggja vel að
undirstöðumentun, hinum siður er
vanrækja hana. Mér virðist þeir eigi
meira á hættu er vantar undirbúning.
Pori eg að ieggja það undir dóm allra
þeirra er í skóla hafa gengið. Eg
ríít svo á, að þær Sveitir, er hafa mest
lagt í sölurnar fyrir barnafræðslu og
unglingafræðslu, ættu að leggja mest
kapp á að komið yrði upp góðum
lýðháskóla. En svo er og þess að
gæta, að þessi samvinnufleygur er að
aokkru leyti viðbára ein, því sumar
sveitir Árnes og Rangárvallasýslu
hafa komið fræðslumálum sínum í
þaíði horf, að hér mun eigi betur vera.
’íí Firhta ástæðan var sú, að þetta
væri að taka fram fyrir hendurnar
á landsjóði, hann ætti að koma upp
lýðhá3kóla á Suðuilandsundirlendinu.
Sjálfsagt mundi margur þyggja það.
Qg hver veit nema honum þóknist
það. En færi nú svo, að hann yrði
svo „hlálegur" að segja: nei, takk!
^vo serp, einn mannsaldur enn, þá
má búast við að kynslóðinni sem nú
er að vaxa upp yrðu lítil höpp að —
hún fengi aðeins að eta vonir sínar
ym skólann. Og svo virðist mér
annars að gæta í þessu efni. Ætti
landsjóður að leggja fram stofnféð,
og þar að auki að sjálfsögðu að styrkja
skólann áilega, ef til vill að sjá fyrir
öllum hans peningaþörfum, þá býst
eg við að böggull kynni að fylgja
skammrifi.
Einstaklingunum þykir jafnan hart
að hafa skyldurnar einar en fara á
mis við réttindin, og eg býst við að
landsjóði mundi sárna það Hka. Mér
virðist að við höfum fremur lítið yflr
þeim skólum að segja er landsjóður
kostar að öllu. Peir eru reyndar í
orði kveðnu eign okkar allra, en rétt-
indi hvers einstaks verða nauðalítil
þar, þegar búið er að skifta þeim í
83000 parta. Á líkan hátt býst eg
við að réttindi okkar mundu verða
við hinn fyrirhugaða lýðháskóla, ef
við legðum þar eigi meira til en hlut-
fafíslega við alt þjóðfélagið. Alt fyr-
ifkomulag og tilhögun öll yrði þá í
iiöndum landstjórnarinnar, og það er
engin vantraustsyfirlýsing til hennar
þótt eg efist um að oss rnundi líka
öll afskifti hennar af stofnuninni.
Hún mundi að sjálfsögðu veita kennara-
embættin, og þó að eg efist ekki um
það að hún mundi geta ráðið í það
hvað oss mætti vera fyrir bestu í
þeim sökum, þá hefir hún í mörg
horn að líta, en óvíst hvort Suður
landsundiriendið yrði það hornið er
henni væri kærast. Gæti meira að
segja svo farið, að hún sendi oss ein-
hvern þann bókabéus, er vór teldum
best kominn í einhverju hrútshorninu
okkar.
Og loks er enn annars að gæta.
Þó að stjórnin liti i náð sinni til
skólans og sendi honum ágætismann,
þá hefðum vér alls enga tryggingu
fyrir því að hafa hans not nema því
aðeins að skólinn væri svo stór að
hann rúmaði alla frá austri, vestri,
norðri og suðri þessa lands, er vildu
nota hann. Nei — vér viljum að
sjálfsögðu tryggja oss rétt þann, að
mega ráða sem mestu um fyrirkomu-
lag slíks skóla, ef vér viljum eða
ætium oss að nota hann, ráða kenn-
ara í hann, þá er vér gætum fengið
besta að voru áliti og eiga það nokk-
urnveginn víst að fá þar nægilega
mörg nemendasæti.
En — mér virðist sanngjarnt að
ætlast til þess að iandsjóður legði
fram nokkurl fó, án þess að skerða
æskilegan rótt undirlendisbúa í þessu
máli. Viiðist meira að segja að það
væri sanngjörn krafa að hann legði
fram þriðjung stofnkostnaðar. Til
móts við það mætti svo ætla að sýsl-
an er skólinn væri settur í — á þann
stað er henni líkaði — legði til ann-
an þriðjunginn, og loks yrði einum
partinum skift niður á hinn hluta
samvinnusvæðisins, eftir þeim hlut-
föllum er um semdi og sanngjarnt
þætti. Inn í samvinnusvæðið gætu
Vestmannaeyjar gjarnan komist.
Eað hljóta allir að skilja, að sú
sýslan er fær skólann á góðum stað
hjá sér verður fyrir mestu happi,
nýtur hagnaðar og réttinda best. Það
virðist því fyllilega sanngjarnt að ætla
henni mest af byrðinni. Rrátt fyrir
það má henni vera hugleikið að njóta
samvinnu vegna allrar aðstöðu við
starfrækslu skólans. Og nágranna
sýslurnar hljóta að æskja eftir að
leggja fram nokkurn skerf sökum
róttindanna.
Um sjötta atriðið get eg verið fá-
orður, er þar alveg á sama máli.
Vildi feginn að skólinn yrði settur
sem allra næst og eg býst við að
þannig só íleirum farið. En því er
svo varið 1 þessu efni, að minsta
kosti, að litlar líkur eru til að allir
fái sínar óskir uppfyltar án þess að
hliðra til hver fyrir öðrum.
Loks er að minnast á nemenda-
gjaldið. Á það tít eg sömu augum.
Pað er óbærilega hátt á áætlun
nefndarinnar.
En eg treysti því að þar mætti
um þoka. Sýslurnar, hrepparnir og
ungmennafélögin verða að greiða úr
þeirri þraut.
Þá hefi eg í sem fæstum orðum
leitast við að sýna fram á hvernig
þetta mál vakir fyrir mér og hverj
um augum eg lit á mótbárur þær
er eg hefi hitt fyrir gegn samvinnu
í því við nágrannasýslurnar.
Pað er sannfæring mín að V.-Skafta-
feilssýsla eigi — sín vegna — ekki
að skerast úr leik i þessu máli. Hún
hefir um nokkr.rra ára skeið sint
barna- og unglingafræðslu munbetur
en nágrannasýslurnar. Ef sú undir
stöðumentun er sæmileg, þá hlýtur
hún að vekja námfýsi. Margir ung
lingar, drengir og stúlkur munu því
á næstu árum leita sór frekari ment-
unar fyrir ut.an takmörk sýslu vorr-
ar, og það er í alla staði heilbrigð
hvöt og æskileg.
Dað er að visu nægilegt. til af skóh
um í landinu til þess að taka á móti
nemendum frá oss, en fæstir þeirra
skóla eru í beinu framhaldi á barna-
og unglingaskólum, sem þó væri æski-
Jegt fyrir marga, og engir eru þeir
skólar í landi hór, er vér getum sagt
að hafi það fyrir aðalmarkmið að
þroska nemendur sína, vekja öfl and-
ans og koma þeim til að starfa. í
fæstum skólunum fáum vér því „lífs-
ins brauð“, en í flestum „dauðans
steina". Úr þessu á góður lýðháskóli
að bæta.
Og svo er þetta athugavert:
Mörg ungmenni sýslu vorrar hafa
bundist samtökum, komið sér saman
uin að vinna að því í tómstundum
sínum að stæla og herða líkamsþrótt
sinn með íþróttaiðkunum — uppala
sjálfa sig líkamlega. Að þessu ætla
þau sér að vinna í því trausti, að
það megi þeim að góðu verða síðar
og þjóðfélaginu þarft verk á komandi
tíð. Dau hafa einnig ásett sér að
geia andanum aömu skil. En þar
eiga þau mjög undir högg að sækja.
Þau vanta andlega íþróttakenslu til
móts við líkamlegar íþróttir. Rá
kenslu geta þau, eins og nú standa
sakir, alls eigi veitt sér sjálf, og vildu
þó gjarnan mikið í sölurnar leggja til
þess að eiga kost á henni.
Mór dylst það eigi að hér gæti
góður lýðháskóli fengið þýðingarmik-
ið starf. Þar ætlumst vór til að
strengir andans yrðu stæltir og stiltir
svo að úr þeim mætti fá fagra og
frjálsa tóna í fullu samræmi við þrótt
og fegurð hins Hkamlega íþróttamanns.
Eg treysti því, að þetta sameigin-
lega veiferðarmál æskunnar á Suður-
landsundirlendinu strandi ekki á sam-
vinnustirfni og skammsýni vorri. Eg
tel það víst að þeir er mest hafa
verið við sögu þess riðnir líti svo á,
að það eitt só geit er allir megi Vel
við una. En það er víst að þeir eru
nokkrir — hve margir veit eg ekki —
sem eru mjög óánægðir með úrslitin
ef þau verða slík sem nú er tii stofn
að og t.elja þau fjandsamleg komandi
kynslóð, og eg er einn meðal þeirra,
lít þannig á alla samvinnufleiga í
þessu máli.
Og eg treysti því, að málið eigi
eftir að verða fyrir áhrifum allra ung-
mennafélaga Suðurlandsundirlendisins.
Æskunni kemur þetta mál mest við.
lyýðháskólastofnunin er hugsjón sem
hún hlýtur að vilja vinna fyrir.
Frh.
------o-*oo----
Til Suðurlands.
Kæra Suðurland!
Eg dróst á það að segja þér ögn
af mælingaleiðangri mínum um upp
Árnessýslu síðastliðið sumar. Ætlaði
því að vera búinn að því fyrir langa
löngu, en veikindi mín í haust og
vetur eru orsök þess að það fyrst er
nú sem eg skrifa þér. Eg vil þá
fyrst biðja þig að færa öllum þeim
230 bændum er eg mældi hjá þakkir
fyrir allan greiða mór til handa og
svo ætla eg þá að segja þeim fréttir.
Eg bjóst við því að allir bændur í
Árnessýslu mundu vera í búnaðarfé
lagi og vinna eitthvað jörðunum til
góða. En þegar eg aðgætti það í
landhagsskýrslunum, sá eg fljótt að
svo var ekki. Og þegar eg svo mældi
í sumar, urðu 230 bændur í félögum
en 324 búendur voru á svæðinu sem
eg fór um, og gátu þeir náttúrlega
allir verið í félögunum. Hér við er
þó það að athuga, að nokkrir töldu
sig í félögunum þó þeir höfðu ekkert
gert, og eru því í rauninni fleiri en
230 í þeim, en það eru 230 innan
félaganna sem hafa unnið eitthvað að
jarðabótum.
Eg spyr oft sjálfan mig hver sé
orsök þess að þessir mentr eru ekki
í félögunum. Og eg finn þeim enga
vörn. Yæri jarðirnar þeirra þannig,
að ekki þyrfti þær endurbóta við, þá
væri þeir afsakaðir. En þegar megn-
ið af túninu er þýft, þegar megnið
af haugsafanum rennur burt, þegar
enginn er nátthagi, en þó fært frá,
þegar engin er girðing um tún og
engi, og þegar græni bletturínn um
bæinn þeirra er lítill og auðgert að
stækka hann til muna, þá finn eg
enga vörn. Og eg hefi ekki enn
komið á nokkurn bæ hér á landi, þar
sem ekki er mikið að gera fyrir
mannshöndina til þess að bæta og
prýða jörðina og gera með því eftir-
komendunum hægaia og þægilegra
lífið. En finna menn ekki-þetta?
Eða þykjast þeir vera svo fátækir að
þeir þessvegna geti ekkert gert? Ef
svo er, þá er sú fátækt hnynduð.
Enginn sem getur búið á annað borð,
hefir efni á því að láta vera að leggja
út krónuna til þess að fá aftur tvær.
En inargar jarðabætur, eg segi ekki
allar, borga tvær krónur fyrir hverja
eina sem til þeirra er kostað. Mætti
nefna dæmi því til sönnunar ef vildi.
Eg vona að það verði hlutfallslega
fleiri sem mælingamaðurinn þarf að
koma til í sumar. Og við skulum
sjá hvort það verður tálvon. Var
mikið gert? munu margir spyrja. Já,
það var inikið gert, og eg vil segja
mjög mikið. Ef við tökum þessa
230 bændur sem eg mældi hjá, þá
voru 100 af þeim sjálfseignarbændur
en 130 leiguliðar. Eg hefi að gamni
mínu reiknað út hversu mikið hvorir
um sig hafi gert til jafnaðar. Og af
því þær tölur eru lærdómsiíkar og
þær fyrstu tölur sem til eru yfir
stærra svæði því viðvíkjandi, þá set
eg þær hér.
Sjálfseignarbændurnir gerðu til jafn-
aðar 64,5 dagsverk, en leiguliðarnir
62,4 dagsverk.
Mismunurinn er því 2,1 dagsverk.
Eg er viss um það, að margir hafa
haldið að þessi munur vœri meiri en
raun varð hér á. Og þess er vert
að geta til að fyrirbyggja misskilning,
að hér er ekki tekið tillit til þess
sem gert er af mörgum í félagi, og
því vafasamt hverjum ber að reiknast
t. d. samgirðingar.
Mér var sönn ánægja að sjá þessar
tölur, þær sýna mér svo litla eigin-
girni og svo göfugan hugsunarhátt,
sem sé þann, að vinna af hvöt til
að starfa fyrir þjóð sína og land, vinna
af trú á sigur þess góða og trausti
á landi og þjóð, on ekki bara til þess
eins að auðga sjálfan sig. Og eg vildi
að þessu væri Hkt varið víðar.
En auk þessara meðaltala, sem
geta gefið nokkra hugmynd um hvað
mikið var unnið, þá var unnið að
samgirðingum um afréttina, og eru
þær mikið verk og vonandi að þær
hepnist og uppfylli vonir manna.
Var vel unnið? spyrja ýmsir. Sum-
staðar, en hvergi nærri alstaðar.
Sumstaðar sá -eg blessaða úreltu háu
beðahryggina, sem gera okkur og
niðjum okkar ómögulegt að nota verk-
færi við hey vinsluna. Sem gera rnýr-
lsndi í lautunum og slæma töðu.
Eg vildi að sá er mælir jarðabæturn-
ar í sumar er kemur sæi þær hvergi.
Ef það er votlent þá bæta beðin ekk-
ert, þá þarf að loftræsa eigi sléttur