Suðurland


Suðurland - 12.04.1913, Page 3

Suðurland - 12.04.1913, Page 3
SUÐURLAND 109 að endast og spretta vel með töðu- grösum. Beðasléttun er nú úrelt, en í stað hennar á náttúrlega að korna síslétta, ef þakslóttur annars eru not- aðar. Og þar sem góð grasrót er í túnum, mun ekki rétt að ónýta hana með plœgingu. Annað mál er það, hvort ekki megi nota enn aðra aðferð sem svipaði til flagsiéttu, en um það skal ekki rætt hér að þessu sinni. Og girðingarnar voru mjög misjafn- ar. Fyiir kom að vanalegir tveggja þumlungs naglar voru notaðir til að fest.a vírinn með á staurana. Fiá þeim byrjar ætið fyrst að ryðga, og því »iá aldrei nota óffalvanisseraða nagla til þess. Af stólpunum eru sí- valir tréstaurar bestir. Þar liggur hver árshiingurinn utan yflr öðrum og þvi fer vatn vcr inn í þá en hina sem sagaðir eru úr trjárn. Á alla enda ætti að saga skáflöt og verja því að vatn kæmist í þá með tjöru (koitjöru somenti) eða blikkplötu sem negld er á endann. Tiéstólpa ætti að gegnsósa með einhverju því éfni, er ver þá fúa, t. d. karbóliniura, vítriali eða öðru þvi liku. Væri þessa alment gætt við girðingar mundu þær 'endast betur enn ella; og eitt þó enn. Oftast byrjar víiinn að ryðga þar sem hann er festur við staurinn, því má verja með því að t.jarga vírinn og staurana eða mála menju eða öðrum járnlit. Raki situr þá síður niilli járnarina og því ryðgar þá siður. Þá tók eg eftir því að víðast hvar var gaddavirinn skemdur — saltbrunn- inn. — Alt galvaniserað járn salt- brennur ef sjávarvatn eða annað sem hatríum er í nær að verka á það. Og gaddavírinn lieflr sennilega ein- hvernveginn vöknað í sjó, Það er sagt að höfn sé slæm á Eyrarbakka, og kann því vel að vera að vírinn blotni í uppskipun. En líka getur verið að hann blotni á milli ianda, og svo er ekki ómögulegt að hann hafi verið seldur skemdur. Síðast- 'liðiö sumar hlektist t. d. á skipi sem fermt var með gaddavír, vírinn sem var á leið frá Ameríku, blotnaði en var saint seidur allur hér og þar í Evrópu. Yæri okki óhugsandi að eitt- hvað af honum hefði lent hingað. En hvernig svo sem virinn sjóblotnar, þá er það víst að það er stórskemd. Eg get ekki sagt með neinni vissu um það, hve miklu skemur liann endist, en ekki mun of í lagt þó ætl- að sé að hann endist þriðjungi ver. Þið, sem kaupa þurfið gaddavír í vor, aðgætið hvort hann ekki hefir óeðlilegan hvítan lit, hafi hann það, er hann skemdur, þó hann ekki enn sé farinn að ryðga, og þá ætti eng- inn að kaupa hann nema sem skemda vöru. Þá undraði mig mjög að ekki skyidi alstaðar þar sem rjómabú eru komin á fót vera almenn þáttaka í þeim. En því er ekki að heilsa. í sumum sveitum sem eg fór um voru allmargir sem ekki voru í búunum. Og hvernig stenduráþví? Eg svara því ekki, en hitt get eg sagt, að eng- inn eða sárafáir hafa viijað kannast við að það væri sér að kenna. Nei, flestir viija vera með, en það eru aðrir, segja þeir, nágrannarnir og fleiri sem gera það að verkum að þeir geta það ekki. En maður, littu þér nær. Og hvernig væri eitt, hvernig væri að fara að láta konurnar hafa alla meðgerð með rjómabúunum? Þær vita þó oft best nær þær geta farið að senda rjóma til búsins og það er ekki víst nema þær reyndust eins vel í því og við karlmennirnir. Að minsta kosti finst mér það þess vert að athugað sé hvort ekki sé ráðlegt að lofa þeim að hafa þar at- kvæðisrétt með mönnunum. Þetta er nú orðið býsna langt mál, og því er best að fara að hætta. Þó ætlaði eg að minnast ögn á ýms af stærri málunum sem á döfinni eru og hafa verið s. s. Girðingu úr Þing- vallavatni í Apavatn eða Laugarvatn, samgirðingu í Laugardalnum og á Þingvöllum, áveitu á Þingvöllum o. íl., en það verður að bíða þangað til síðar. Lika hafði eg hugsað mér að minnast ögn á kvikfjárræktina og fé- Jögin til eflingar henni, en geymi það að sinni. Lifi eg og lifi þú, má ræða um það síðar. Liíðu svo sælt íáuðurland, berðu öilum þeim kveðju mína sem eg kynt- ist í sumar og árnaðu þeim góðæris likamlega og andlega. Hvanneyrí 24. febrúar 1913 Páll Zóphóníasson. Reimleikar í h'stilfirði, Á bæ einum í Þistilfirði (Hvammi) hafa, að því er blaðið „Norðurland" segir, gerst all undarlegir atburðir nú í febrúarmánuði síðastl. Þar bar svo við um hábjartan dag, að stóru skattholi og dragkistu var kastað til allóþyrmilega án þess að séð yrði, að nokkúr kæmi þar nærri. Og síðan fór ýmislegt annað á fleygiferð, ýms- ir lilutir er uppi hengu og aðrir er lausir voru, hoppuðu og hringsner- ust í djöfladansi. Leirílát og járn- pottar hentust til og frá, kollur og kyrnur kútveltust og heltu úr sér því er í var, alt án þess að séð yrði að nokkur kæmi nærri þeim. Við og við heyrðust barin stór högg í þilin, og ýmisiegt annað gerðist þar óskiljanlegt. Bar þetta við síðar mörgum sinnum, og voru ólætin mest um hábjartan dag, stöku sinn- um á kvöldin, en aldrei á nóttunni. Þegar tiðindi þessi spurðust um héraðið, gerðu allmargir menn sér fevð að Hvammi til að sjá og heyra undur þessi, sáu þeir þau í algleym ingi, en enga grein gátu þeir gert, sér fyrir því, hvað valda mundi. Það eina sem menn vita um or- sakir óláta þessara er það, að þau virðast standa í sambandi við ung- lingsstúlku sem þar er á bænum. Hún var látin fara burt.u, og hættu þá ólætin, og hefir þeirra enn ekki orðið vart þar sem slúlkan dvelur nú. Stúlka þessi heitir Ragnheiður Vigfúsdóttir. Þykir nú þeim dui- spekingum vorum sem þar sé mikill og óvenjulega máttugur miðill fund inn, er stúlka þessi er, og munu þeir nú eflaust fastna sér hana hið bráð asta. Horkóngar. —o— Þeir eru til því rniður allvíða, það eru ekki að eins menn, sem ætlað hafa fénaði sinum of lítið fóður; og lenda í heyleysi, um þessa menn skal hér ekki rætt, þeir eru svo margir og nokkrar málsi>ætur hafa þeir stund- um. En það eru hinir; sem hafa það fyrir vana, að horkvelja fénað sinn, þó þcir hafi nœgar hirgðir heyja. Þessir menn eru, því miður, of margir, ríkisbændur, kallaðir fyrir- myndarbændur, stoð og stytta sveitar sinnar, sómi hennar og prýði m. m. sem mjúkmál smjaðurtunga getur uppfundlð. Höfðingjarnir dekra við þá og hafa þá í hávegum, smælingj- arnir kijúpa þeim. Og hvað eru svo þessir menn? Samvizkulausir níðingar sem af ásettu ráði, vísvitandi og af eintómri nísku svelta og horkvelja vesalings skepnurnar sínar. Og hvað eiga þeir skilið? Dýpstu andstygð og fyrirlitningu hvers ærlegs manns, og missi allra borgaralegra réttinda. En svo eru þessir menn stundum hreppstjórar og aðrir virðingamenn í sveitinni, og þá má segja að skömm- inni sé tylt á efstu skörina. En handa þessum mönnum eru hor- fellislögin til, við þá á að beita lög- unum. En fjöldinn þegir, þorir ekki að kæra þessa menn, og það sem verra er, sýnir þeim virðingu í st.að fyrirlitningar. Þessa menn á hlífðar- laust að kæra. Nöfn þeirra ætti að birta opinberlega þeim til maklegrar svívirðingar og öðrum til viðvörunar. Það er skylda hvers heiðarlegs manns að opinbera athæfi þessara skepnukvalara, það er glæpsamlegt að þegja yfir slíkum aðförum, og ef yfir- völdin daufheyrast við slíkum kærum, þá eru þau samsek þessum böðlum, og mættu nöfn þeiri'a þá komast á listann með þeim. Hvað sem segja má um úrræðin til þess að afstýra almennum felli i harðindaárum, þá er það víst að þess ir menn — horkóngarnir réttnefndu — þeir eiga ekki að fá að halda áfram þessu athæfi, að horkvelja fénaðinn frá nægum heyjum, horfellisiögin, hegningarlögin og almenningsálitið á að knýja þá til að hætta þessum sið. Það er sjálfsögð skylda hvers manns að vinna að því að þetta takist. Sum- ir treysta þvi að vaxandi mannúð hjá þjóðinni nægi til þess að útrýma vanfóðrun og fellishættu. Er ekki sú von á litlu bygð meðan mannúð- in er ekki á hærra stigi en svo, að almenningur heldur hiífisskildi yfir horkóngunum og hefir þá í hávegum ? Frá ófriðarsvæðinu. —o-- Balkanskagi, —o— Eftir fall Alexanders mikla urðu allmikil umbrot í Grikklandi. En það leið ekki á löngu áður Rómverjai tóku að skifta sér af ýmsu austur þar. Þeir lögðu landið undir sig 146 f. Kr. Héldu þó Grikkir frægð sinni og listum um larigan tíma og höfðu mikil áhrif á Rómverja. Þó fór þeim heldur hnignandi, og ágerðist það því meir sem leið. Loks komu þjóðflutningarnir miklu eins og feilibylur, og fórst þá margt gott og gamalt; fóru Jistaverkin ekki varhluta af þeirri eyðileggingu, sem nærri má geta. Komu nú ýmsar þjóðir og blönduðust saman við Giikki; voiu það bæði Arabar, Slafar, norræn ir menn og margar fleiri þjóðir. Gerðist þetta eigi alt jafn snemma. Þtgar Rómaríkið klofnaði, þá lenti Grikkland í austurhiutanum. Leið nú enn langur tími. Þegar Tyrkir tóku Miklagarð (1453), þá var gjörfallið Austrómverska ríkið, og lögðu Tyrkir undir sig Grikkland, seni önnur lönd áBalkanskaga. Aþenu- borg unnu þeir 1460. Grikkir vörð- ust enn lengi á eyjum ; tóku Tyrkir Kýprus ekki fyr en 1571. Ástandið var bærilegt framan af, en versnar því meir sem lengur leið. Fjöldinn smádofnar, en altaf héldust við nokkrir neistar með þjóðinni. Þeir liéldu trú sinni og máli og hér- aðastjórn; kom þetta sér vel síðar meir. Lengi var Grikkland þrætu- epli Tyrkja og Feneyinga; höfðu Grikkir auðvitað eigi hag á þeim við- skiftum. Rússar hafa lengi litið Tyrki illum augum, og fátt sparað til að eyða veldi þeirra sem mest. Hafa þeir róið undir við Balkanþjóðirnar og hjálpað þeim. Snemma á síðastl. öld mynduðu Grikkir félag austur t Odessa; var sagt að Rússar væru því heldur hlyntir. Félagið var stofa- að til að vekja Grikki og heimtafrelsi þeim til handa. Var félagið leynifé- lag en eigi því síður efldist það mjög um alt Grikkland. Árið 1821 varð uppreisn móti Tyrkjum og var hún bæld niður í svipinn, en þá kom fram Germanos biskup og skoraði á landa sína að grípa til vopna; skorti hann eigi mælsku né djöifung. Gaus nú upp uppreisn víða um landið og var Tyrkjum eigi hlíft. Þeir gerðust nú líka grimmir mjög, tóku 300 rika kaupmenn gríska í Konstantínopel og leiddu á högg- stokkinn. Líka tóku þeir kiikjuföð- uiinn og marga kennimenn og gerðu þeim svipuð skil. Margt fleira liöfð- ust þeir að, sem Tyrkjum einurn sæmir. Alt þetta æsti Grikki enn meir. Siðast á árinu 1821 var kallaður saman þjóðfundur og þar var lýst yfir sjálfstæði Grikklands. Mánuði síðar var kosinn forseti Maurokordatos, vitur maður og vel metinn. Ófiiður- inn magnaðist og var barist af mestu grimd. Það leið ekki á löngu áður hagur Grikkja tók að þrengjast, sem von var, skorti þá bæði fólk og fé til hernaðarins. Stjórnendurnir i Evrópu létu sér lítið umgefið aðfarir Grikkja, en því betur var máleftii þeirra tekið af al- menningi um öll lönd. Voru stofnuð félög víðsvegar þeim til hjálpar og margir urðu þeir sem studdu þá með ráðum og dáð. Má þar nefna Byron lávarð, skáldið enska. Ófriðnuin var enn haldið áfram, og var bæði barist, brent og rænt, á sjó og landi. Höfðu Grikkir ir.arga foringja ágæta; má nefna Kanaris sem vann hvern stórsigurinn á fætur öðrum. Þótti nú Tyrkjum sitt óvænna og fengu Ibrahim Pasha, konungsson af Egiptalandi til liðs við sig. Kom hann 1825 á öndverðu ári með mik- inn her. Skifti þá um, því nú hrukku Grikkir fyrir, enda áttu þeir við ofur- efli að etja. Var Aþenuborg tekin árið eftir-og aðrar be' tu herstöðvar. En það varð Grikkjum til hjálpar, að stjórneudur í Evrópu snérust í lið

x

Suðurland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Suðurland
https://timarit.is/publication/211

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.