Suðurland - 10.05.1913, Side 1
SUÐURLAND
Alþýðublað og atvinnumála ; z:.
III. árg.
Eyrarbakka 10 . niaí 1918.
Nr. 47.
Landsímastöðin á Eyrarbakka er
opin frá kl. 81/a—2. og 3V2~8 á virkum
dögutn. A helgum dögum frá kl. 10—12
f. hd. og 4—7 e. lid.
Einkasíminn er opirm á sama tima.
Sparisjóður Árnessýslu er opinn
hvern virkan dag frá kl. 3—4 e. hd.
Lestrarfélag Eyrarbakka lánar út
bækur á sunuudögura frá kl. 9 — 10. f. lid
Furðuleg tíðindi.
Stjórnin leggur launahækkunar-
frumvarp fyrir næsta þing,
í blaðinu „Ingólfur" frá 29. f. m.
er getið þeirra tíðinda, er mörgum
munu á óvart koma, að eitt affrum
vörpum þeim er stjórnin leggur fyrir
næsta þing, sé frumvarp um launa-
hœkkun íslenskra emhættismanna.
Suðurland hefir enga spurn liaft af
stjórnaifiumvörpunum þeim er nú
verða iögð fyiir þingið, og um þetta
nýja launafrumvarp hefir það ekki
annað fyrir sér en frásögn Ingólfs.
Og þótt það í sjálfu sér sé varhuga-
vert, að leggja nokkurn dóm á óiann-
sakað mál, þá er þó eigi svo um þetta,
það eitt að slíkt frumvarp kemur
fram nú, er ærin ástæða til að hefja
mótmæli, hvernig sem það annars er
að efni til.
Stjórn og þingi er kunnugt um kröf-
ur þjóðarinnar um að afnema eftir-
laun embættismanna, og þótt þessum
kröfum hafi enn verið lítið sinnt, þá
er einaætt að halda þeim fram eigi
að siður, og héðan af ætti ekki að
þurfa að líða á löngu þangað til þær
ná fram að ganga, ef þjóðinni — al
þýðunni er alvara með að fá þeim
framgengt, og hún lærir að fylkja
sér betur um áhugamál sín.
Um leið og eftirlaunin verða af-
numin, yrði að sjálfsögðu að endur-
skoða launalöggjöfina og breyta til
samræmis og jafnréttis. Og búast
má við því að hækka yrði þá launin
sum til að bæta úr misrétti er vera
kynni á milli eldri og yngri embætta.
En það nær engri átt að gera breyt-
ingar á launum embættismanna, nema
eftirlaur.in séu um leið afnumin. All
ar breytingar á launalöggjöfinni verða
að bíða þangað til.
Hitt nær heldur engri átt að bráða
nauðsyn beri til þeirra breytinga, og
allra síst að hækka þurfi hæstu em-
bættalaunin -— hvað mundi þá um
sum hinna? Geti þeir sem þessum
embættum þjóna ekki lifað við þau
laun er þessum embættum fylgja nú,
getur alþýða manna enn síður lifað,
ef enn á að Þyngja á henni launa-
byrðina, síst meðan fjárhag landsins
og afvinnumálum ekki er kippt í betra
hoíf.
Fótt jafnvel væri um að ræða
sanngjainar og réttmætar launahækk-
anir, yiði að slá þeim á frest meðan
þjóðin er ekki þess um komin að
taka á sig þá byrði. Þjóðin þarf að
leggja mikið á sig nú á næstu árum
ef takast á að koma samgöngu- og
atvinnumálum vorum í viðunanlegt
horf. Og það verður að sitja fyrir.
Að þyngja launabyrðina er þjóðinni
ofraun. Embættismennirnir verða að
bíða rólegir og rétta hönd til þessara
nytsemdaverka sem nú kaila bráðast
að. Batni hagur almennings og hverfi
eftirlaunin, er engin hætta á að Þjóð-
in hafi á móti því að greiða nauðsyn-
legum embættismönnum sæmileg laun.
En svo er í frumvarpi stjórnarinn
ar, eftir því sem Ingólfur skýrir frá,
alls ekki um sanngjarnar launahækk
anir að i æða, þar sem fyrst og fremst
á að hækka laun landritara, biskups,
landlœknis og yfirdómara. Þessi laun
er vissulega aiira síst ástæða til að
hækka. —
Margt getur stjórninni dottið skrít-
ið í hug eftir þessu að dæma, en get-
spök er hún ekki ef hún væntir þess
að koma þessu frumvarpi fram á
næsta þingi.
Það var gott að fá vitneskju um
þetta frumvarp nú þegar, áður en
þingmálafundir eru haldnir almennt,
gefst þá kjósendum kostur á að láta
í ijósi hug sinn um þetta mál. Og
einsætt er hverju svara ber. Fessu
á að mótmæla öflugt og eindregið,
og mótmælin ættu að koma úr hverju
einasta kjördæmi landsins. —
„Ingólfur" telur líklegt að frumvarp
þetta nái fram að ganga á næsta
þingi, en Suðurland væntir þess að
svo verði ekki, og allra síst ef þing-
málafundir láta alvarlega til sín taka
um málið.
Suðurland er heldur ekki samdóma
Ingólfi um það, að með þingfarar
kanpshækkun þeirri, er samþykt var
á síðasta þingi, sé brautin rudd fyrir
þetta launahækkunarfrumvarp stjórn
arinnar gegnum þingið.
Þingfararkaupshækkunin var bein
afleiðing af lögunum um færslu þing
tímans, sem knúin var fram fyrir
atfyigi emnættismanna í Reykjavík
og í þeirra þágu.
Að alþýðumenn á þingi, er atkvæði
greiddu með þingfararkaupshækkun-
inni, hafi með því gengið inná braut
almennra launahækkana embættis-
manna, er mesta fjarstæða. Peir
hafa aðeins með kauphækkuninni geit.
tilraun til að ryðja einni af þeim
hindrunum úr vegi, er valdið hafa því
hve fáir alþýðumenn eiga sæti á þingi.
Á því er sem sé enginn vafi að kostn-
aðurinn hefir margan nýtan alþýðu-
mann fælt, frá því að gefa kost á sér
til þingmensku, og ekki síst mundi
sú raun hafa á orðið eftir að búið
var aftur að flytja þingtímarm á há
bj argræð i stí m an n.
Annars skal hér ekki að öðru leyli
deilt um réttmæti eða óréttmæti þing-
fararkaupshækkunarinnar. En hvað
sem annars má um hana segja, þá
er langt frá því að með henni hafi
þingið bundið sig til að taka að sér
til fósturs og framfæris þetta nýja
afkvæmi stjórnarinnar.
Hvataorð
til U M, F. og íþróttamanna
austantjalls.
Flestum mun kunnugt að íþrótta-
mótið Skai phéðins sambandsins verður
haldið í sumar að Fjórsártúni.
Það verður 28. júní — á laugar-
degi. Sunnudaginn eru menn hrædd-
ir við.
Heitir nú Skaiphéðinn á meðlimi
sína — félögin — að duga sér vel.
Í>ví þar er undir komin fiægð Skarp-
héðins og sómi U. M. F. að þeir sem
íþróttir hafa iðkað, skerist nú ekki
úr leik, heldur fjölmenni til mótsins,
svo íþróttasýningarnar geti orðið sem
allra fjölbreyttastar.
Við höfum margt ónota orÖið fengið
að heyra síðan í fyrra — bæði í ræðu
og riti — fyrir ódugnað og áhuga-
leysi á sviði íþróttanna.
Síst verður því og neitað, að margt
af því höfum við verðskuldað, því
slæleg hefir þátttakan verið, og í henni
orðið afturför með hverju árinu.
En þess ber og aftur að gæta, að
afturför hefir ekki orðið í íþróttunum
sjálfum. í>ar hefir dálítið unnist með
hverju árinu — betur hlaupið og
stokkið síðastliðið sumar heldur en
á fyrsta íþróttamótinu.
En þátttakendum heíir fækkað til
mikilla muna — þar er afturförin, —
en hún er Uka óþolandi!
Fessvegna verðum við að leggja á
okkur — heima fyrir og í féiögunum,
meiri æfing í hinum ýmsu iþróttum,
þennan tíma, sem eftir er fram að
iþróttamótinu.
Láta engan tíma okkur ónotaðan
verða til æfinga í einhverri iþrótt.
Það er skylda okkar — skatturinn
sem við verðum á okkur að leggja,
vegna slyðruorðsins sem á baki okkar
liggur. Því verðum við af okkur að
lirinda! Með J ví höldum við best uppi
nafninu Skarpliéðins, sóma félaganna
og okkar sjálfra um Jeið.
Við viljum verða sem mestir og
bestir menn. Nú er tœkifœrið að sýna
það!
Leggjumst nú allir á eitt sem ein-
hverjar iþróttir höfum tamið okkur,
að halda nú ósleitilega áfram að æfa
þær fram að iþróttamótinu.
íþróttir þær sem ætlast er til að
mótið nái yfir eru:
Suml 100 st.
Hlaup (100 og 800 st.)
Laiigstökk og Uástökk
Crliinur.
í>ess skal getið að glimurnar veiða
tvennskonar. Skjaldarglíman (eins og
tíðkast hefir) og fegurðarglíma. Er
það ekki einungis vegna sumra íþrótta-
mannanna, heldur og áhorfenda, sem
mælst hafa til að fegurðarglíma yrði
sýnd jafnhliða skjaldarglimunni. Væri
því óskandi að þeir sem glímur hafa
iðkað, létu sig ekki vanta að þessu
sinni.
I>á skal og tekið fram íþi'óttamönn- ,
um til stuðnings við æfingarnar heima
fyrir, að hámark í hlaupi og stökkum
mætti helst ekki verða undir því, sem
hér segir:
800 stiku hlaupið 2 mín. 2 sek.
100 — — 12 sefc.-
Langstökk 5 stikur.
Hástökk 1.50 stikur.
Gott væri að íþróttamennirnir
reyndu að keppa að þessu hámarki
við æfingarnar heima fyrir. Er þetta
hámark sett hér með hliðsjón af því
sem náðist á síðasta mótinu, og ætti
að verða íþróttamönnum hvöt að
keppa að því að komast dálítið hærra
að þessu sinni.
Á fyrsta sumardag 1913
„Skarphéðinn".
Ráðvendni borgar sig.
(Ur Ærlighed, eftir Skovgaard Petersen.)
—:o:—
í>að má sjá af skýrslum, að um
1870 var ostaútflutningur frá Can-
ada ekki nema Yo ostaútflutn-
ingi frá Bandaríkjunum.
Tuttugu árum síðar, 1890, var
ostaútflutningur jafn frá báðum. En
1898 var frá Canada orðinn meir en
þrefaldur ostaútflutningur við Banda-
ríkja ostaútflutninginn. Hann hafði
á þessum 28 árum minkað úr 57
miljónum niður í 46 miijónir. En
frá Canada hafði hann á sama tíma
aukist úr tæpum 6 miljónum upp í
150 miijónir.
Hvað olli þessum undarlegu hlut-
föllum? Blátt áfram sagt: ráðvendni
og óráðvendni seljanda.
í>egar ostasala frá Bandaribjum til
Englands var sem mest að aukast,
kringum 1870, þá tóku Bandamenn
upp á því, að svíkja ostana; þeir
bjuggu þá til úr hálf eða alskildri
undanrenningu og l'étu í hana smjör-
líki í staðinn fyrir rjómann. í>essa
osta kölluðu þeir svo rjómaosta og
seldu þá svo undir því nafni. í Can'
ada voru þar á móti gefin út lög,
sem fyrirbyggja það, að mjólkuraf'
urðir verði sviknar. Englendingar
fundu hvorum seijanda mátti treysta.
Þeir keyptu meira og meira af ósviknu
vörunni, en minna og minna af
hinni. Á þann hátt vann Canada
sigur í samkepninni um markaðinn.