Suðurland


Suðurland - 05.07.1913, Blaðsíða 3

Suðurland - 05.07.1913, Blaðsíða 3
SUÐURLAND 15 Steinolía góð og ódýr (og ekki frá steinolíukonginum) fæst nú í Kaupfékginu Jngólfur" Stokkseyri. Háeyri. hanu upp og dvnldi fiam yfir þiítugt, þá fór hanti vinnumaður að Hala til luepp-ítjóra Þórðar Guðniuudssonar, og var hjá hoimm 2 ár. Voiið 1875 byijaði hann búskap nnð Guðiúnu Guðbrandsdóttur, og bjuggu þau sanr- an 30 ár, við mjög lítil efni fyrstu úrin, en fyiir hagsýui, ráðdeild, dugn- að og sparsemi þeina græddist þeim fé, svo þau máttu vel efnuð heita. Einar sál. giftist aldrei, en bjó altaf ineð sömu búst.ýru, Guðiúnu Guð- hrandsdóttur, og oignaðist með henni eina dóttur. Hann dvaldi alla sína æfi í sama hreppi — Holtamanuahreppi hinum forna, og eftir að honum var skift, í Ásahreppi. Einar sái. var vandaður til orða og verka og vildi ekki vamm sitt vita. Hann vav óhlutdeilinn, friðsamur, hægur og viðfeldinn í umgengni, glað- lyndur, skemtinn og fjörugur í við- kynningu, blíður og barngóður, enda naut hann vináttu, trausts og virð- ingar allra sem þektu hann. Hann lét lítið á sér bera og lagði iitla stund á að sýnast en miklu fremur að vera það sem hann sýndist, og jafnvel meira en það. Hann var sérlega skyldurækinn og sýndi trúmensku í hverri stöðu sem hann var. Hann lét sér eigi síður ant um hag hús- bónda síns, er hann var hjú, en sinn eigin, þegar hann var húsbóndi. Einar sál. var góðviljaður og hjálp fús, hatm var einn meðal hinna fáu sem harða vorið (1882) gat látið af mörkum drjúga heyhjálp, því hann var þá sem endranær vel birgur af heyum, og sýnir það meðal annars hyggindi hans, að setja ekki fénað siun á vogun, eins og því miður alt of margir gera. Hin síðustn áiin var Einar sá). bilaður af kviðsliti og þjáðist hann af því með kotl im, einkum var hann mjög illa haldimi síðastliðið misseri, og fyrir því réð hann af að láta gera holskurð á sér, ef verða mætti að hann fengi lækning meina sinna, en hann andaðist 2 dögum síðar, 77 ára gamall. Einar sál. var nýtur og uppbyggi legur borgari félagsins. Blessuð veri minning hans. VII. Frá Balkan. Ófriður er hafinn enn af nýju á Balkanskaga. Eru það Búlgarar og og Seibar annarsvegar, og Grikkir hinsvegai, er berast þar á banaspjót- um. Búist við að Rússar muni þar sker- ast í leikiun. Jarðskjálftar miklir á Balkan- skaga. Hrundi borg í Búlgaríu, á stærð við Reykjavík. Drengilega gjört. Þann 29. þ. m. voru mér afhentar 80 kr. til íþróttamótsins „Skarphéð- inn“. Gefendurnir eru: Jóel Jónsson (frá Gegnishólum), skipstjóri á togar- anum „Skallagrímur"; hann gaf 50 kr., en þessir 3 gáfu sínar 10 krón- ur hver: Andrés Guðmundsson, um- boðssali frá Leith, Magnús Magnús- son stýrimannaskólakennari, og Jón Glafsson (frá Sumarliðabæ), útgerðar- maður í Rvík. Nefndar 80 kr. afhendi eg við fyrsta tækifæri formanni íþrótlasambandsins „Skarphéðinn" og læt hann um loið viia skilyrði þau, er gefendurnir settu fyrir þessari myndarlegu gjöf. Slík og þvílik rausnarstryk ættu að hvetja aðra, sem íþróttum unna, að leggja dálítið í sölurnar fyrir þær, ekki einungis í orði, heldur og á borði. Þeir sem íþróttirnar iðka, eiga gott skilið fyrir ánægjuna, sem þeir veita okkur hinum, og alla þá erfið ieika, sem þeir sjálfir eiga við að striða á íþróttabrautinni. fökk fyrir gjöfina, góðir hálsar. Stokkseyri —’13 Helgi Jóvsson. Getur þetta verið satt? í 2. tölubi. Suðurlands er grein með þeirri yfirskrift. Eg á engan þátt í þessari grein, en vil einungis lýsa því yfir að ferð landlæknisins til mín í vor kostaði ekki 30 krónur, heldur 20 kr., sem hann ákvað sjálf- ur. Arabæjarbjáleigu 27. júní 1913 Herdís Guðmundsdóttir. eo varÖ alt alt í einu griþinn af sárri gremju vib þetta gamla og mein- íausa húsgagn. Ef það væri ekki að þessu sífelda hjakki, væri al- staðar ró og friður. Um síðir varð honum svo órótt, að hann stökk upp úr rúminu og staulaðist fram í ganginn og stöðvaði klukkuna, fór síðan aftur upp í rúmið og nú féll hann innan skamms í draum- lausan, væran svefn. — Um sama leyti nætur var enn Ijós að sjá í herbergi einu í Rínstræti 27. Lítil kona, fól og veikluleg, var að bjóða ungri og fagurri stúlku góða nótt og kysti hana með móðurlegri ást og viðkvæmni á enni og augu. „Rér er svo heitt á höfðinu, barnið mitt“, sagði hún. „Mér fellur illa að eg skuli hafa talað um þetta einmitt i dag, en einhverntíma varð það að gjörast, og af því eg vissi að það var þér ekkert hjartans mál, hugsaði eg að það mundi ekki valda þér neinna frekari geðshræringa. Reyndu nú að sofna, barnið mitt, og minstu þess, að við foreldrar þínir viljum að ham- ingja þín og Iifsglaði sé í fyrirrúmi fyrir öllu öðru“. Hvað var umræðuefnið milli móður og dóttur? Það var ekkert óvanalegt, og ekki fyrsta samtalið um slíkt efni. Umræðan var um það, að faðir unga kaupmannsins frá Lordeaux hafði skrifað föður Kornelíu, og tjáð honum það að kær- ásta ósk þeirra feðganna væri að tengja saman verslunarhúsift með ennþá innilegra og traustara bandi en verið hefði, og sonur hans teldi sig sælastan allra manna ef hann fengi leyfi til að reyna að ná ástum Kornelíu, og faðirinn óskaði þess að engar hindranir yrðu iagðar fyrir þær tilraunir svo framarlega sem hjarta hennar væri öðrum óháð. — Þetta fanst móðurinni hún verða að segja dóttur sinni, til þess hun vissi hvaðan veðrið stæði og gæti varast að gefa hinum unga manni nokkuð úndir fótinn ef hún gæti ekki látið hjartað fyigja. „Aldrei", hafði Kornelía sagf. „Mér geðjast heldur- vel að hin uni unga manni, en eg get ekki lagt það í sölurnar fyrir hann að yfirgefa ykkur". „Meðau þér finst þnð, or ekki sá rétti kominn. Eg hefði gam- af að vita hvernig hann ætti að vera, undarlega barn!“ Kornolia hafði ekki svarað því neinu, enda móðirin ekki verið neitt, áfram um ab fá svar. Hún þekti dóttur sína svo vel, að hún hafði undireins tekið eftir því þegar hún kom heim í dag, að eitthvað 87 elskuleg og fylgja mér í sorg og gleði?“ Hún sleit sig af honúm óttaslegin og sagði: „Æ, nei, þetta líð eg engum nema þeim sem eg ætla að eiga, og eg get ómögulega trúað — — „Hverju?“ „Að við tvö eigum saman, þér, sem eruð svo lærður, og eg, veslings, ómentuð bóndastúlka. Það er líkt með okkur eins og hringina okkar; minn hefir í mesta lagi kostað eina krónu, en yðar hefir kostað hver veit hvað mörg gyllini. Annars á eg ekkert til annað en tvær hraustar hendur og hreina samvisku. Yður kynni að iðra þess síðar, ef þér kæmust í kynni við einhverja fína, ment- aða „fröken", sem þar að auki fæiði yður fullar hendur fjár, og kynni að leika á hljóðfæri og þessháttar". Þetta sagði hún svo barnslega og yndislega, að hann hefði helst viljað svara henni með því að faðma hana að sér og kæfa hvern efavott með kossi. En hann var nú farinn að þekkja hana nægi- lega til þess að vita að hún gekst ekki upp við slíkt, og ekki þýddi að halda áfram bónorðinu á þann veg. „Sestu niður hjá mér hérna, svolitla stund", sagði hann og dró hana með sér að litlum bekk sem stóð undir gamla trénu í garð- inum. Hún settist gegnt honum rneð hendurnar í kjöltu sér og var lítið eitt niðurlút. Hún var engu líkari en lifandi ímynd sakleysi og hlýðni, eins og barn sem býst við að hlusta á fagurt æfintýri. Meðan hann talaði, horfði hún á hann fast og rólega, og andardrátt- urinn var jafn og eðlilegar; það var aðeins hægt að sjá iitinn titr- ing annarsvegar við nefið, sem sýndi það hver áhrif orð hans hefðu á hana. Hann sagði henni ýmisiegt um hagi sína, lýsti fyrir henni fagra húsinu, sera hann hafði erft eftir frænku sína, hvernig hann ynni á jörðinni og starfaði við vinekrurnar og hve ánægjusömu og friðsælu lifi þau skyldu lifa þar heima. Hann ætlaði aldrei að verða annað en vínekrubóndi, sem heldur vildi eiga fatæka og hreinlijart- aða sveitastúlku en ríka og máiuga borgaidömu. Hann sagði þetta svo sannfærandi og innilsga, að hann trúði því sjálfur að hann hefði aldrei á æfi sinni farið hyggilegar að ráði sínu en nú. Þegar hann loks þagnaði, stóð hún upp með hægð og sngði: „Þetta er nú alt saman gott, og eg trúi hverju orbi sem þér segið, eii það er enginn barnaleikur að gifta sig, og þér verðið að gtía

x

Suðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Suðurland
https://timarit.is/publication/211

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.