Suðurland


Suðurland - 22.11.1913, Side 2

Suðurland - 22.11.1913, Side 2
94 SU'ÐUR’LADN Fundarboð. í Aðalfundur fiskifólagsdeildaiinnar „Framtíðin" á Eyrarbakka verður haldinn á Eyrarbakka laugardaginn 17. janúar 1914 og byrjar kl. 6 e. hd. Þar veiða lagðir fram endurskoðaðir reikningar deildarinnar, kosin stjórn, varastjórn og endurskoðunarmenn til eins árs og rædd ýms mál er deildina varða. t Áriðandi er að fundurinn verði vel sóttur. í stjórn deildarinnar (ruftui. Islcifsson. Bjarni Eggcrtsson. nxaxaxBxaxBXBXHxaxaxaxflxaxB Draumurinn. Mig dreymdi eg sæi svo Ijósfagurt land, sem ljómaði í ársólar skrúða. Og Glóey þá knýtti sitt geislanna band um grassvörðinn blómskrýdda, prúða. Og meyju svo fagra þá fyrir mig ber; — þá fjörkippum brjóst mitt ei varðist. Hún heilsaði broshýr og mildileg mér, — eg man þá hve hjarta mitt harðist! Yið gengum í runn, sem var rétt okkur hjá, hvar rósirnar fegurstar skaita. Og fjölmargt eg eygði, en ekkert þó sá, nema’ eitt — það sem brann mér í hjarta. Þá var það, að snerti armur við arm, og úr því var rekspölur fenginn. Og svo nokkru seinna var barmur við barm, en barnaleg kyrstaða engin. En s-kammvint var þet.ta. — Dað hafði einhver hátt, og horfinn var unaðargeymur. eg vaknaði þegar. f*á blasti við brátt hinn bragðlitli veruleiks heimur. Þetta eru draumórar, dutlungar manns! svo drótt kveður sögn minni yfir. Það er draumur, já draumur, en dýrðarsjón hans í dagsins þó hringiðu lifir. Næturgali. hreðkur, næpur, blómkál og gulrófna fræ. Áður var einnig ræktað græn kál, en er nú lagt niður vegna þess að fólkinu féll það ekki. Yermireit- ur er notaður þar en hvergi annars- staðar. Áður fyr var eiilnig notaður vermireitur við ræktun gulrófna hjá Guðmundi Ögmundssyni bónda á Efri-Brú og munaði miklu hversu fyr spratt. Hvenær sett er niður fer náttúr- lega alveg eftir tíðarfari og er því mjóg breytilegt frá ári til árs, frá miðjum maí til fardaga, oft og víða um mánaðarmót maí og júní. Surnir hafa þann sið að setja aldrei niður fyr en klaki er kominn úr jörð, en aðrir setja niður svo snemma S9m unt er og biða aldreí eftir því að klaki fari úr jörð. Kartöflur eru settar mismunandi djúpt á bæjunum. Hvergi munu þær vera settar grynnra en 3—4 þuml., en víðast nokkuð dýpra, 5—6 þumi. að minsta kosti. Er það gert i þeim tilgangi að þær frjósi síð- ur í hretum á vorin og einnig til þess að nýju ksrtöflurnar liggi siður ofan á moldinni síðari hluta sumars. Vegna vaxtareðlis kartaflanna má þó full- yrða að hið síðarnefnda næst ekki þó að djúpt sé sett niður. Eftir dönsk- um tilraunum er hentugasta sáðdýpt 2—4 þuml. eða 3 þuml. að meðal- tali og dýpra ættum við ekki að setja þær að minni hyggju en hreyka moldinni vel að þeim tvisvar á sumri. Þegar dýpra er sett. niður koma kartöflur mjög seint og mis- jafnt upp og grösin verða grannvax- in og veikbygð. Litlum spurnum hélt eg fyrir um kartöflukyn þau 9r notuð eru, en einn bóndi, Guðmundur Jónsson í Holta- kotum, fræddi mig mikið um reynslu sína í því efni. Jjangbestar telur hann blárauðu kartöflurnar. Dær eru þéttar í sér og þurefnisríkar, aldrei vottur af neinum kvilla á þeim, hvorki kláða eða öðru. og svo er mjög lítið smælki í þeim. Meðal kartöfluupp- skrra hjá honum eru 11 tunnur og úr þeim hefir hann fengið smælki í „60 punda sykurkassa eða frílega það“, og hefir þó sumt verið á stærð við smátt útsæði. Rauðu kartöflurn- ar eru stórvaxnari en lausari í sér, gulu kartöflurnar jafnþóttastar en smærri. Nú um nokkur ár hefir hann f irgað 3 tunnum árlega af blárauð- uin kartöflum til útsæðis á bæina í kring í sveitinni. í vor fargaði hann kartöflum á 9 bæi. Til áburðar í kartöflugarðana er mest notuð kúamykfa. Sumir nota þó einnig bæði hrossatað og sauða- tað, og sumir teija rofmold eitthvað hið ágætasta til að koma görðum í rækt. Víðast er áburðurinn ómuldur og mjög víða borin ný mykja út úr fjósinu á fjósbörunum fyrri part vetr- ar. Sumstaðar er áburðinum þó ekið í kerru eða fluttur i kláfum úr fjós liaug, annaðhvort haust eða vor. Blómrækt og trjárækt er ekki næsta mikil hér fremur en annars staðar á landinu, því að yfirleitt telj um við íslendingar okkur „lítinn yndisarð að aunast blómgaðan jurta- garð“. Eini trjágarðurinn, sem nokkuð verulega kveður að, er trjágarður séra Jóns Thorsteinssonar á Þingvöilum. Par er ágætur reyniviður, tvær mann- hæðir að minsta kosti, með þéttum laufkrónum, gulvíðir 1 mannhæð, rauðblaðarósir, rosa rayosa, elsi, læ- virkjatró og nokkur blóm. Nýlega hefir einnig verið komið upp trjágörðum hjá Jóni Signrðssyni á Búrfelii, f’orsteini Þórarinssyni á Drumboddsstöðum og Símoni Daníel Péturssyni einyrkja og nýyrkja á Breiðanesi. Voru þeir allir í góðum blóma þegar eg fór um, og efast eg ekki um að þeir muni með tíman- um ávaxta vel það erfiði, sem 1 þá hefir verið lagt, þó ekki verði í gulli eða silfri, heldur í sönnu heimiiis- skrauti. Ef við ættum margar hús freyjur, sem hefðu jafnmikinn áhuga fyrir trjárækt og blóma eins og hús- freyjan á Búrfelli, þá veit eg að útlit heimilanna mundi takaskjótum stakka- skiftum til framfara frá því sem nú er. Gluggablóm eru fjarska óvíða, enda eru baðstofugluggar óvíða svo stórir, að fært sé að byrgja fyrir birtuna með því að setja blómpotta í glugg- ana. Einna mest þótti mér kveða að inniblómarækt hjá Skúla Árnasyni lækni í Skálholti. Allmikið er einnig af gluggablómum á Þingvöllum, Búr- felli og nokkrum öðrum bæjum, eftir því sem mig minnir nú, því að ekkert hefi eg skrifað hjá mér um það. Þó að fleiri atriði vektu eftirtekt mína á þessu ferðalagi, þá eru þau annars eðlis og snerta ekki jarðrækt- armálið, sem eg hefi álitið að ætti að vera aðalviðfangsefni þessarar ferðaskýrslu. Læt eg skýrslunni því hér lokið og bið afsökunar á því, sem kann að þykja of ónákvæmt, því að efnið er mikið, en einkum bið eg afsökunar á ef eg af ókunnugleika hefi farið rangt eða miður rétt með að ein- hverju leyti. ------<~00------ Útrýming sullaveikinnar. Vanrækslan á háu stigi. í biaðinu „Ingólfur" er þess getið nýlega, að af 115 sauðum, sem skornir voru á Kleppi í haust, fundust sullir í 113. Sauðir þessir voru allir úr Grímsneshéraði. Þetta er átakaniegt dæmi þess hve slæleg er ennþá bar- áttan gegn sullaveikinni og hve skeyt- ingarleysi manna er enn á háu stigi, svo alvarlegt mál sem hér er um að ræða. Öllum almenuingi er kunnugt um það þrent sem gera þarf í þessu efni: 1. Að hin lögskipaða „hunda- hreinsun" sé í lagi, sé framkvæmd á róttan hátt og með vandvirkni. 2. Að þess sé stranglega gætt að hundar nái ekki í sulli að éta. 3. Að viðhafa sem mesta varúð í umgengni við hunda, láta þá ekki vera inni í baðstofum eða íbúðarher- bergjum, iáta þá helst liggja í sér- stöku skýli sern bygt sé handa þeim, og láta ekki börn leika sér við hund- ana. Hjá því getur ekki farið að megn vanrækslu á sér stað viða í öllum þessum atriðum. Hreinsun hundanna mun sumstaðar ekki vera annað en nafnið eitf. Varfæini manna í að hirða sulli úr sláturfé og varna því að hundar nái þeim, mun og vera miklu minni en skyldi. Þess munu dæmi að menn þykjast þá gera vel er þeir taka sull úr kind og stinga honum i veggjarholu eða undir torfsnepil, ættu þó allir að vita að þetta er einskis nýtt. SuIIum úr slátuifó á að safna saman í lokað ílát og brenna þá síð- an. Ef þeir væru nokkrir sem efuðust | uin gagnsemi þessara varúðarráðstaf- ana gegn sullaveikinni, ættu þeir að athuga skýrsiur læknanna um þetta efni. Jjæknarnir geta þess í skýrsl um hvernig gengur með hundalækn ingar og hvort meiri eða rninni varúð er höfð í umgengni við hunda, jafn- framt geta skýrslurnar þess hve mik- il brögð eru að sullaveikinni í hverju héraði. Það er ekki ófróðlegt. að líta yfir „útdrátt úr ferðabók landlæknis", sem prentaður er sem fylgiskjal við rit- gerð Guðmundar prófessors Magnús- sonar um sullaveikina, er fylgir Ár‘ bók Háskólans 1912-1913. Petta yfirlit sýnir greinilega hvernig skeyt ingarleysið hefnir sín. Iátum t. d. á hvað stendur í þessu yfirliti um Grímsneshérað — en það- an voru sauðirnir sem getið er um í Ingólfi. — í yfirlitinu stendur um þetta hérað : „Hundavarúð lítil, hund- ar hafðir í baðstofu. Sullaveiki ai- geng — eg sá nú tvo í gær“. Það liggur svo sem í augum uppi að í héraði þar sem mikil brögð eru að sullaveiki í sauðfé, hlýtur fram- kvæmdinni á varnarráðstöfunum gegn sullaveiki að vera töluvort áiátt, enda staðfesta ummæli * landlæknis það glögt og greinilega. En þarna þarf að taka alvarlega í taumana, það er j ómenskuháttur að þekbja örugg og einföld ráð til að útrýma þessari hættulegu veiki, ^en” vilja ekki eða nenna ekki að framfylgja þeim. Lækn- arnir verða_*að gera^sér far um [það alvarlega að biýna þetta fyrir almenn- ingi. Ráft vift krabbamcini. í þýska stórblaðinu „Reiniche Zeit- ung“ stóð 8. ág. s. 1. svohljóðandi grein: „Fyrir skömmu hefir verið fundið upp nýtt læknislyf, til að ráða bót á krabbameini. Pað nefnist Mesothor- ium. Efni þetta, sem áður var fleygt sem einskisnýtu í úrgangi við fram- leiðslu glóðarnetja, sendir frá sér samskonar geisla eins og radíum. Mikill fjöldi lækna, sem tilraunir hafa gert með lyfi þessu, segja það hafa óviðjafnanlegar heilbrigðisverkanir. Formaður læknadeildar, sem fæst við

x

Suðurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Suðurland
https://timarit.is/publication/211

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.