Suðurland


Suðurland - 09.03.1914, Blaðsíða 2

Suðurland - 09.03.1914, Blaðsíða 2
150 SUÐURLAND Island, Sorö 1772) að Eggerti látnum, en síðan á þýsku og frönsku. Á ís lensku heflr bókin aldrei komið, og svo lítið heflr verið prentað af henni á hinum málunum, að hún sést nú varla nema í bókasöfnum. Kaflinn, sem hér er þýddur, er um lyndiseinkunn Sunnlendinga: „Að lyndiseinkunn eru íbúar Suð urlands næsta óiíkir. Innbornir menn í Gullbringusýslu eru eins og Kjósar- sýslubúar,1) og menn, sem þangað flytjast frá Norðurlandi eða annars- staðar að, valda ekki neinum stakka skiftum í þessu efni. Álftnesingar, eða þeir, sem eiga heima náiægt Bessastöðum, eru taldir vondir menn ; þó á það ekki við um alla. Bænd- urnir b héraðinu kringum Skálholt eru sagðir einna verstir; þó kennir þar meir vesalmennsku og ruddaskap ar en mannspillingar. Pað er annars almennt á Suðurlandi, eins og í öðr- um landsfjórðungum, að þeir eru taldir spiltastir og dugminstir, sem heima eiga nálægt höfnum þeim, er útlend skip vitja. Orsökin til þess ér sú, að þeir læra af kauplýðnum miklu meira ilt en gott. Líferni gömlu mannanna er óreglulegt og að sumu leyti óhóflegt, og uppeldi æskulýðsins fer eftir því. Þó verður því ekki neitað, að til sé innan um dágott ‘fólk, bæði meðal sjálfra íbúanna á þessum stöðum og eins meðal kaup- manna. íbúar Eyrarbakka þykja annars, af þessari ástæðu, veratudda- menni og sóðar. Þar eru lika sam- an komnir margvíslegir menn á litlu svæði, í þorpi, sem er ein stór kirkju- sókn. Þar eru 19 stórar jarðir — og á hverri oft fleiri en ein fjðlskylda, sumum 3—4 — og 90 smábýli, að meðtöldum hjáleigum og þurrabúð- um.2) Verslunarstaðurinn er einn af hinum stærstu, því að þangað sækir sægur af Suður og Austurlandi.3) Langmest er þar verslað með búfé, sem slátrað er, saltað og sett í tunn- ur og ílutt til Kaupmannahafar. Til þessarar slátrunar leigja kaupmenn- irnir fólkið á Eyrarbakka, oftast einn af hverjum bæ í kring. Þessir slátr- arar hafa síðan með sér undirtyllur hver af sínu heimili, einkum konur og börn; og er þessi vinna eitthvert mesta sóðaverk, sem íbúarnir taka sér fyrir hendur. Einkum er þetta lítill gróði ungum mönnum til sið- gæðá og góðs framferðis, því að hér veitast venjulega alt of góð tækifæri til að læra ýmsa óknytti, svik, illyrði, blót og drykkjuskap. Fyrir ofan Eyrarbakka liggur sveitin Flói. Pað orð fer af fólkinu þar, að það reiði ekki vitið í þverpokum. J?ví er það kallað í gamni Flóaíífl. En í þessu er þeim gert jafn rangt til og Aust- lendingum, og þetta orð hlýtur að hafa myndast við eitthvert sérstakt tækifæri, því að eigi verður þess vart, þegar talað er við Fióamenn, að þeim sé frekara vitsmuna vant en nábúum þeirra. Sennilegast er að þessi ásök- un sé sprottin af því, að þeir eru r) Um þá hefir liaan áðnr ritað m. ra , að ekki vorði sagt um þá, að þeir sóu glaðlyndir, Þeir megi fremur heita sein- látir og ómannblendnír og láti sig litlu skifta annað en það, sem lýtur að atvinnu þein-a. 2) Hér á Eggert við allan Stokkseyrar- hrcpp hinn forna. a) Til Austurlands telur hann Skafta- fellssýslur. blátt áfiarn í framkomu; þeir koma lika sjaldan út úr héraðinu og ferðast lítið nema til kiikju, því að sveitin gefur af sér alt, sem þeir þuifa til viðurværis, að undanteknu Jítilræði, sem þeir flytja að, sumpart frá ná- búum sínum, sumpart frá kaupmönn unum. Loks getur hafa stuðlað að þessum orðrómi eitt atriði, sem Flóa menn eiga sammerkt í við Skaftfell- inga. Beir nota ýms orð og tals- hætti, sem ekki er notað annarsstað ar, þó að flest af þessu sé bæði gamalt og gott. En fyrir þetta eiga þeir skilið mikið lof, og það því frem- ur, sem ekkert bygðarlag nálægt höfnunum á íslandi hefir varðveitt tunguna svo hreina og óbreytta sem Flóinn. Rangæingar mega teljast með lögulegasta fólkinu í landinu. Þeir eru sparsamir, iðnir og bændur góðir, og jafnframt greiðugir og prúðir í framgöngu. í þeim hluta Árnes sýslu, er nefnast Hrepparnir, milli Þjórsár og Hvítár, er einnig piútt fólk og góðir búmonn." L.ög um forðagæslu. Þegar eg hafði lesið ritstjórnargrein um forðagæslulógin nr. 30, fanst mér eg ætti að gera Suðurlandi til geðs að segja álit mitt á þeim, og auðvitað verður það mitt álit, eins og þeirra sem hrósa lögunum. Þetta er þriðja enduibætta útgáfan af hortellislögunum, og sennilega hafa sumir af þeim, er þessi lög hafa sór- staklega samið, átt þátt, í samningi hinna fyrri, svo eg má búast við að verða Iéttur á metunum móti öllum búvitringunum, sem hér eiga hlut að máli, þegar eg efast um að „lög um forðagæslu“ nái tilganginum fremur en hin fyrri. Alt valdboð, í hverri mynd er það birtist, er skerðir frelsi einstaklingsins til að hjálpa sér sjálfum er hættu- legt, og því ítailegra sem það er, því erfiðara til framkvæmda, og þar af leiðandi máttlausara. Lög um forðagæslu byija á því: að í hverjum hreppi skulu kosnir foiða gæslumenn til þess að hafa gát á hey birgðum, kornbirgðum og öðrum fóð- urbirgðum hreppsbúa, og meðferð þeirra á búpeningi. Þetta er ekki vandalaust, og ef þessir kosnu menn taka ekki fram þoim sem þeir eru settir forráðamenn fyrir, verður erindi þeirra sem slíkra litilsvirði hvað ítar- leg sem reglugerðin verður er sýslu- nefndin semur fyrir þá. Orðið getur oftar en einu sinni, að í stöku hreppi vilji enginn gefa sig til þessa vanþakkláta verks, þá skal hann samt kosinn og vera þvíngaður til hlýðni, og hann skal koma á hvert heimiii, hvort sem hans er nokk- ur þöif eða ekki, og vitarilega eru í flestum sveitum aðeins fáir menn sem þurfa að hlitaslíkum formynd- araskap, sem þessi lóg ákveða. Hinir verða margfalt íleiri, sem ekki þuifa slíks eftirlits með. En vegna þessara fáu manna er alt þetta skriífinsku- bákn, sem lögín ráðgera, sett á stofn. En þrátt fyrir forðagæslumenn, hrepp- stjórn, sýslunefndarreglugerðir, skoð- unarbækur, foi ðagæslubækur, aðal- skýrslur og lögskipaðar bréfaskriftir, gera lögin (10.—11. gr.) ráð fyrir horfelli, og seinustu úrrœðin verða, eftir allan formyndarskapinn, að sekta þessa faráðlinga frá 10 til 200 kr., eða kvelja þá í tugthúsinu í alt að eitt hundrað og áttatíu daga. Og samt verða þeir ráðleysingjar. Eg æfla ekki í þetta sinn að gera áætlun um gjöld sveitarsjóðanna vegna þessara laga, sá kostnaður getur oiðið töluverður. En mér sýnist þau að þarflausu taki fram fyrir hendur á hreppsnefndunum. Nú er þetta orðin lög sem eg vil stinga upp á breytingu við, og hún er: að fela forðagæslustarfið hreppstjórunum. Það er margt sem mælir með því. Beir eru valdir og lögskipaðir embættis- menn, sem vel geta bætt þessu starfl við sig með þeim breytingum, sem þá mundu þykja sjálfsagðar, og þeir ættu fyrir aukinn verkahring að fá hæfilega þóknun úr Jandsjóði. Að rökræða þessa tillögu mína finn eg ekki ástæðu til að þessu sinni. Eg tel vafalaust að Suðurland svari mér, en svo er eg orðiun latur að skrifa, að óvíst er að eg taki penna aftur um þetta efni. Guðm. Magnússon Geithálsi. * * * * * « * * * Athugasemd við grein þessa kemur í næsta blaði. Bitstj. Umbótatilraun. Nýtt áhaldl —:o: — öiðugar þyka vöruflutuingaferðir á vetrum vestan yfir Hellisheiði, og slitiótt gengur ferðalagið með vagn- ana á stundum á þessari leið. Þegar snjór er, má auðvitaö oft nota sleða, en það er ekki oft sem sleðafærið er, t. d. til Reykjavíkur alla leið, og þá eru menn að böggl- ast bœði með sleða og vagna, gengur þá ferðin oft ærið illa, og stundum alls ekki unt að komast með hvort tveggja. Ekki hægt að láta sleðann á vagninn þegar auður kaíli kemur, og því síður hægt að láta vagninn á sleðann þegar snjóskaflinn kemur, og einmitt fyrir þessa örðugleika, verður margur að vera án þess er hann annars mundi sækja til Reykjavikur þegar vöntun er hór á ýmsu, eins og nú á sér stað. En er þá hægt að bæta úr þessu ? Þessari spurningu leyfi eg mér að svara játandi og fullyiða að úr því megi bæta, að minsta kosti svo, að vel megi við una. Vagnana má útbúa þannig, að auðvclt sé að breyta þeim i sleða á fáum minútum. Kostnaðurinn við þessa umbót, er tiltölulega lítill; auðvitað verður vagn- inum sjálfum ekki breytt, en smíða má áhald sem svo er látið fylgja vagninuin, og með því má breyta honuin í sleða þegar þörf gerist. Áhald þetta er einkarhentugt þeg- ar færð er svo háttað að ýmist er á auðu eða snjó að fara, og nota verður bæði vagn og sleða. Bá yrði hestasltðinn óþaifur, enda mætti hann missa sig, að minsta kosti eru þtir sleðar sem tengdir eru við hestinn með kaðaltaumum í stað kjálka, ljós vottur um argvítugasta ræfilshátt, er ekki ætti að líðast. Það er annars undarlegt, hvað merin geta verið bæði samviskulausir við hestana og ánægðir~með sjálfum sór yfit vitleysunni, að nota slíkt. En það er' þó altítt, að sjá slíka aðferð, þó Ijót sé, hór á stóru sköfl unum. Það er því margt ónotalegt högg sem aumingja hestarnir fá í hælana, þegar sleðarnir koma í loft- köstum niður fjallháa skaflana, en mennirnir sleppa óskemdir, og þá er þeim nóg. Annars er eg nú kominn dálítið út fiá efninu, en þetta mátti vera með. Vilji menn athuga þetta áhald, er getið er hér að fiaman, hef eg undir ritaður, sýnishorn aL því, og get sýnt að breyta má vagni í sleða og sleða aftur^í vagn, á 5—10 mínútum. Og hýgg eg að þessi útbúnaður verði ekki svo dýr, að hann ekki margborgi sig fyrir þá sem eitthvað þurfa að ílytja að vetrarlagi, hvort heldurjeru vörur frá Reykjavik eða annað. Og ekkert útlit fyrir að flutningur minki að svo stöddu, járnbrautin ekki svo á næstu grösum, að ekki þurfi margt að flytja áður. Ef menn vilja sjá áhald þetta, skal það til reiðu, líka'smiða eg það fyrir ákvæðisverð, ef menn, efcir að hafa sóð það og skilið, vildu eignast það og reyna. Eyrarbakka 3. mars 1914. Einar Jónsson jámsmiður. * • * * » * « « « Suðurland gat í fyrrahaust um út- búnað til að breyta vagni í sleða, sem notaður er suður á Saxlandi, og lýsti honum nokkuð, ökumönnum til athugunar. Enginn gaf þessu gaum svo Suðurlandi sé kunnugt. Umbúnaður sá er hr. Einar Jóns- son talar um í grein sinni, er mjög svipaður þeim er Suðurl. sagði frá, en fyrirmyndína hefir Einar fengið í umbúnaði þeim sem er á slökkvidælu þeirri sem nýfengin er hingað á Eyr- aibakka, er hún frá Borlín og því líklegt að hér só um sama áhaldið að ræða. Ættu nú ökumerin að at- huga umbúnað þennan og láta Einar smiða fyrir sig til reynslu. Ritstj. —_—---0«o—<>----- Manntalið 1910. Síðara heftið af skýrslum um manntalið hór á landi 1910 er nýkomið út. Suðurl. mun síðar smámsaman birta ýmsan fróðleik úr þessu merkilega riti. Afialaust er hér enn. Róið bæði á Eyrarbakka og Stokkseyri í gær. Mest 4 fiskar á skip. Góður afli sagður í Vestm.eyjum. Til þess að ná uftur róttum út- komudegi blaðsins, kemur nú aðeins hálft blað. Verður bætt upp svo fljótt sem unt er. Ritstjóri og ábyi'gðarmaður: Jón Jónatansson. Prentamiðja Suðurlauds.

x

Suðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Suðurland
https://timarit.is/publication/211

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.