Suðurland


Suðurland - 17.04.1914, Blaðsíða 4

Suðurland - 17.04.1914, Blaðsíða 4
170 SUÐURLAND Kröflum sínum lá hann aldrei á. Ótal verk hans best því skýra frá. Útum sjóinn átti’ hann sífelt leiðir. Urðu honum jafnan vegir greiðir. Þótt að aldan brysti borði hjá brast ei þrek né lipurð stjórnvöl á. Engum manni’ um aðstoð neitað gat hann. Ástúð, frið og kærleiksþokka mat hann. Skylt að láta öllum æ í té, uns hann fyrir sverði dauðans hné. Þótt hann auðinn þessa heims ei græddi, það hann eigi neitt um daga mæddi. Ljóst hann fann að lánið heims er valt, líður það á burt sem reykur alt. fað var innri auður ró og friður, alla sem að best og tryggast styður, sem hann þráði, sem hann lika fann, sem að nú um eilífð gleður hann. Farðu sæll! vor virðulegi vinur. Vakir andinn þegar ijaldbúð hrynur. Gott átt þú nú Guði þínum hjá. Góða nótt! — uns þig vér megum sjá. Vér sem þektum þennan gamla merkismann, þökkum honum sam- veruna. Á. J. Litinn fognað kvað fréttin um kosningu Einars Arnórsson hafa vakið í stjórnarherbúðunum. Mun nú þeim flokki þykja nokkur vá fyrir dyrum, og eigi jafn trygt nú sem áður að þingið í sumar fáist til þess að lýsa blessun sinni yfir „tilslökunina" miklu sem ráðherra gat áunnið hjá Dönum með hinni frægu frammistöðu sinni á ríkisráðsfundinum 20. okt. f. á. Væntanlega fara kosningarnar svo í þetta sinn, að ráðherra verði sæmra að taka þann kostinn að hætta að verja þennan væntanlega konungsúr- skurð, en gera heldur tilraun til að bæta fyrir glappaskot sitt í haust og reyna nú í utanför sinn i vor að losna við halakleppinn. Auðæfí á hafsbotni. ICnskt skip „Lutine" fór 1799 frá Englandi til Hamborgar með afardýr- an farm 1,200,000 £ eða 22 mill. kr. Skipið strandaði við eyjuna „Terschell ing“ utan við innsiglinguna inn á Zuidervatnið. Farmurinn var trygð ur í enska sjóvátryggingarfélaginu „Lloyds" og það varð að greiða 16 mill. kr. Áhyrgðarfélagið hefir geit ýmsar tilraunir til að ná peningunum úr skipsskrokknum. Hefir það gert samninga við björgunarfélagið Nation al Salvage Assocition og hefir nú það félag unnið ósleitilega að því að reyna að ná auðæfunum. En til þes3a hefir þuim verið sýnd veiðin en ekki gefin. í fyrrasumar tókst kafara sem þarna var að finna gat á skipsskrokknum neðarlega — en þar voru peningarnir geymd ir — og varð hann þess var að peni ngarnir voru þar enn eins og gengið var frá þeim í fyrstu. En nokkrum döguin síðar þegar gera skyldi gangskör að þvj að ná auðæf- un rrn, h ifði s kipsflakið hallast til og Reiðtýgi á minni 30 ára g0mlu vinnusbofu hvergi eins miklu úr að velja. Besta og ódýrasta efni brúkað. Skoðið efnið og vinnuna. Ef verðið er ósanngjarnt, þá kaupið ann- arstaðar. Samúel Ólafsson Reykjavík. sigið niður i dæld sem sanddælurnar höfðu myndað áður. Síðan hefir verið unnið ósleitilega að því að reyna að komast að þessu „Sesam“ og ógrynni fjár kostað til. Og í fyrra sumar bjuggust menn á hverri stundu við að leysa þrautina en það er ógert enn, og þykir nú jafnvel lítil von um að hepnist héðanaf. í’éttbýli. Fólksfjöldinn á jörðinn. allri er nú talinn vera 1680 millj. eða 12/8 milliarða. En ærið ójafnt er þeim dreift. Veldur því margt, bæði er það að geysistór landflæmi eru óbyggileg með öllu og hinsvegar eru önnur sem menning nútimans hefir enn ekki náð tökum á. Enn valda ýmsir staðhættir, frjósemi landanna, hvernig þau liggja við verslun og samgöngum o. s. frv. Talið er að á hverjum □ kílómetra búi: Evrópu 45. Asiu 20. Ameriku 4—5. Afríku 4. og í Astraliu 1. Að með altali á allri jörðinni 12. Af oinstökum löndum er Belgia þéttbygðust, þar búa á hveijum □ km. 252 menn. Á Hollandi 174. Englandi 145. Danmörku 74. Ind landi 60. Kína 35. Svíþjóð 12. Bandaríkjunum 10. Noregi 7. Hér á íslandi — ? Eftirmæli. Flinn 20. mars s. I. andaðist að heimili sínu ekkjan Margrét Gísla dóttir á Tjörn við Stokkseyri. Hún var fædd á Kaðlastöðum í Stokkseyrarhverfi 16. mars 1830. Voru foreldrar hennar Gísli Þorgils- son bóndi þar (hann var af ætt Eyj ólfs sterka á Litlahrauni) og Sesselja Grimsdóttir frá Traðarholti (af hinni alkuunu Betgsætt). Ólst Margrét sái. upp á Kaðlastöð um með foreldrum sínum ; voru þau fátæk, því þau höfðu ómegð mikla, en árferði misjafnt á þeim árum. Árið 1854 giftist hún Páli Jónssyni fi á Syðsta Kekki, síðar hreppstjóra. Bjuggu þau á Syðra Seli allan sinn búskap, eða 33 ár. Eignuðust þau 12 börn; dóu 5 af þeim í æsku, en 7 synir komust upp. Af þeim lifa: Pálmar, bóndi á Stokkseyri, Júníus, | sýslunefndarmaður á SyðraSeli, Jón, í i gjaldkeri í landsbankanum, Gísli, bóndi í Kakkarhjáleigu, og ísólfur, organisti í Reykjavík; en dánir eru Bjarni, organisti í Götu, druknaði með föður sínum 1887, og Jón, dáinn fyrir fáum árum. Það má nærri geta að staða Marg rétar sál. hafi oft, verið erfið, því það hlýtur að vera erfitt að byrja með lítil efni á lítilli jörð og fá svo mikla fjölskyldu fyrir að sjá; hafði hún og ýmsu öðru að gegna. Stundaði hún Ijósmóðurstörf í mörg ár, og er sagt að hún tæki móti kringum 200 börn- um og tæki þau flest til sín um tíroa, endurgjaldslaust oftast. Pó stóð hag- ur þeirra hjóna allvel og komust þau í góð efni, enda voru þau afbragðs atorkusöm. Maður hennar druknaði í Þoiláks- höfn 24. febrúar 1887 og Bjarni son- ur þeirra og 2 bróðursynir Margrétar sál. Hjó sá atburður ærið skarð i ættbogann, en þó lét hún ekki hug fallast. Bjó hún eftir það með son- um sinum nokkur ár. Síðustu ár æfi sinnar var hún hjá sonardóttur sinni, Þórdísi Bjarnadóttur og manni hennar, Jóni AdóJfssyrii, og hjá þeim dó hún, eftir langvinn veikindi, réttra i 84 ára gömul. Margrét sál. var óvenjulega þrek mikil t.il h'kams og sálar, og þó ekki nærri altaf heilsuhraustur; en það var eins og hún væri hraustust er mest, Iá við. Þó þurfti hún og oft á þreki að halda bæði fyr og síðar. Fróðleiksgjörn var hún mjög og stál minnug; unni hún mjög allri mentun og taldi sér mjög til skaða að hún átti ekki kost á fræðslu í æsku, frem ur en þá var títt um alþýðumanna börn. Trúhneigð var hún, og þó ekki hjátrúarfull. Hún var jarðsungin á SLokkseyri 5. þ. m. að viðstöddu miklu fjöl menni. Flug ytir Mont Blsuic. 11. fobr. í vetur flaug fmnskur maður Parme lin að nafni, frá Gení og yfir hæsta tind norðurálfunnar Mont Blanc. Hann komst 5350 m. í loft upp og flaug í þeirri hæð yfir tindinn. Kalt var þar uppi í hæðunum 32 st. C. JÖRÐIN HJÁLMH0LTSK0T fæst til kaups og ábúðar í fardögum 1914. Semja ber við Þ ó r ð Þ ó r ð a í s o n á Björk i Grímsnesi. Kosningarnar. Þá eru nú kosningarnar um garð gengnar hjá okkur Árnesingum, og mætti margt um úrslitin segja. Eng- inn mun neita því, að við höfum fengið efnilegan þingmann þar sem Einar Arnórsson er, og eiga kjósend- ur heiður skilinn fyrir kjörfylgið við hann, og þá líklega ekki síst Stokks- eyringar og Eyrbekkingar. — En aft- ur á móti furðar okkur marga á úr- slitum kosninganna að öðiu leyti. Var það gert ómaklega að folla Jón Jónatansson, mun hann hafa orðið fyrir allmiklum brigðmælum, hvort sem veldur ósjálfstæði kjósenda eða rógur mótstöðumanna hans, sem ekki geta fyiirgefið honum hvað tregur hann er til skilyrðislauss stjórnar- fylgis. Fall Þorfinns kom engum á óvart, og munu inenn hans siður sakna; verður þó ekki annað sagt en fylgi hans væri allálitlegt, og það mæla margir, að lengra mundi hann komist hafa, ef átt hefði hann heppilegri talsmann á Eyrarbakka, því þar hefði mátt afla honum allmikils fylgis. Hörður. Kosniiigarnar. í Húnavatnssýslu féll kosningin þannig: GuÖmundur Hannesson 259, Guðmundur Ólafsson 223. „Æ sér gjöf til gjalda", í stað þeirra 13 kýrlaupa, er Jón á Skeggjastöðum auglýsir, að hann gefi mér, finn eg mér skylt, að gcfa honum í staðinn livcitisekk, er hest- ar hans átu á næturþeli frá ferða- mánni mínum s. 1. vor og sem Jón hefir þverskallast við að borga. Hygg eg þá Jón hafa sitt uppborið. — Drengskap sinn hefir hann sjálf- ur auglýst. Torfastöðum í Biskupst. 20/4 ’14. Eiríkur Þ. Stefánsson. 4 til 5 stúlkur geta fengið atvinnu á austfjörðum í sumar. Upplýsingar á Prentsm. Ný reiðvcri og alt til þeirra, fæst hjá undirrituðum. Sömul. mun eg hafa á boðstólum í sumar, mikið úr- val af Annboðum til sláttarins. Bjami Magnússon Sýrlæk, Villinga- holtshreppi. Ibúðarhús á Stokkseyri fæst tll kaups eða leigu nú þegar. Semja ber við Bjarna Grimsson, eða Helga Jónsson Stokkseyri. = Jil loigu rirnmTÚ Stokkseyri, ásamt kálgörðum. Semja ber við Svein Ásmundsson Hólmi. Ritstjðri og ábyrgðarmaður : Jón Jónatansson. l’rcntsmiðja Suðurlands.

x

Suðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Suðurland
https://timarit.is/publication/211

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.