Suðurland


Suðurland - 02.05.1914, Blaðsíða 2

Suðurland - 02.05.1914, Blaðsíða 2
176 SUÐURLAND Skilvindan „Triplex,, nr, 1 og 2 skilja 135 og 250 pt. á klukkustund, Kosta 65 og 120 krónur. Verða til sýnis og sölu um lokin á Laugaveg 63- Areiðanlegir kaupendur fá gjaldfrest ef um semur, Finnið mig að máli. Jóh. Ögm. Oddsou Laugaveg 63. uuxMuunnnunuuuuuuuuuuuuuuu* Auk þess var Gnúpverjahr. leyft að taka 3000 lán til vegabóta á sýslu- veginum þar. Til flutningabvauta var lagt 3300 kr. Styrkur til hreppavega var veittur 580 kr. Beðið var um lausn frá viðhaldi Flóavegar. Fengist það ekki, var, sem neyðarurræði, beðið um heim ildarlög til að tolla Ölfusárbrú. Beðið var um brúarstæðiskoðun á Stóru Laxá. 2. Búnaðarmál. Landstjórnarbréf, um störf, skóg- varðar, var lesið upp. Tóvinnuvélarnar að Reykjafossi voru seldar fyrir 6000 kr. En húsið og raftækin fást til leigu. Nefnd var sett til að undirbúa ullarþvottarstofnun. Tveir fengu vagnkaupastyrk af Melsteðsgjafarsjóði, 25 kr. hvor. Mæit var með 16 bændum til Ræktunarsjóðsverðlauna. Mælt var með Gísla í Bitru til konungsverðlauna. Tekin var ábyrgð á 400 kr. rækt- unarláni fyrir Jóhann V. Daníelsson. Leyfð var 10 hreppum ábyrgð á girðingalánum bænda. En tekið var fram, að girðingarnar yrðu eignir jarðanna og mætti því ekki veðsetja þær. En endurábyrgð var ánýjað við hreppa að taka. Ef 5000 kr. úr landsjóði hrökkva ekki til að fullgera áveitumælingarn- ar var heitið viðbót af sýslusjóði. Kosuir voru 2 menn á Búnaðarþing. En neitað að sleppa þeim kosningar rétti til Búnaðarsambandsins. Samþ. var frumvarp Grímsnesinga um nautakynbætur þar. Veittar voru 100 kr. til hestasýn ingar við Þjórsárbrú í sumar. Árni á Hurðarbaki kosinn í forstöðunefnd og Eggert í Laugardælum í dóm nefnd. Veittar voru 100 kr. til hússtjórn arskóla á Eyrarbakka. Neitað var um 50 kr. til tyrfingar sjógarðshluta. Veittar voru 100 kr. til landhelg- isvarna. Um 5 kirkjujarðir, sem falaðar voru, var lýst yfir því, að þeim fylgdi ekki fossar, skógur, eða að annað væii til fyrirstöðu. Um Arnarfell í fingvallasveit var lýst yfir sama, að gefnu tilefni. Óskað var sérstakra laga um, að Ólafsvellir mætti, er þeir losna, seljast öðrum enn ábúanda. Skeiðahr. leyft að kaupa Brjámstaði og taka lán til þess. Jarðabætur skoði þeir: Jón Jón- atansson í Hreppum og á Skeiðum. Skúli Gunnlaugsson í Ölfusi og Flóa, ,og Sverrir Gíslason vestan Hvítár efra. Ákveðin var (nla forðagæslumanna í hverjum hreppi og samþ. reglugjörð fyrir þá. Beðið var um breytingar á bjarg- ráðalögum og forðagæslulögum. Hreppsnefndir beðnar um breytinga- tillögur við Fjárskilareglugjörð. Refaveiðareglugjörð samþ. með litlum breytingum. Af 2 úcsvarskærum kom önnur of seint. Útsvar hins lækkað. Sölusamningum um nokkra fossa synjað samþykkis. 3. Heilbrigðismál. Heitið var styrk til sjúkraskýlis á Eyrarbakka, ef reist yrði. Nefnd falið að kynna sér, hvort búendur vildi leggja fram fé til þess. Heitið var styrk til sjúkraskýlis í Þorlákshöfn, helst í sambandi við Eyrarbakka sjúkraskýlið. Laust Ijósmóðurumdæmi í Eystri- Biskupstungu falaði kona í Ytri Tungunrii. Því var skotið til um- dæmisbúa fyrst, en oddvita falið að afgreiða málið að fenginni umsögn þeirra. Þrátt fyrir álitlegar hundalækninga- skýrslur þótii ástæða til að skora á menn að hlýða lögum þeim vandlega og sérílagi að hiiða og brenna sulli og alt þesskonar með athygli og sam viskusemi. 4. Mentamál. Lestrarfélagí Forlákshafnar voru veittar 20 kr. Til að koma á fót lestra: félagi í Hrepphólasókn voru veit.tar 30 kr. 5. Sveitam&l. Mælt var með 6 umsækjendum um styrk úr Hjálmarssjóði. (Þar með talin 3 börn eins umsœkjanda.) Meðlag óskilgetinna barna var ákveðið 100 kr., 80 kr. og 60 kr. eftir aldri. Grímsnesshr. var leyfð 600 kr. lántaka og Sandvíkuihr. 300 kr. lán- taka. Bent var á hreppst.jóra i Selvogs- hreppi og kosnir meðkjörstjórar við sýslunefndarmanriskosningu þar í vor. Reikningar voi u athugaðir og end- urskoðarar kosnir: svo sem Melsteðs- gjafarsjóðs, ellistyrktar- brunabóta hreppa og sýslusjóða. Tekjuáætlun sýslusjóðs var nú: Eftirstöðvar f. f. á......... 584,75 Sýsluvegagjald............... 3603,00 Niðuriöfnun ............... 12000,00 Jafnaðarupphæð..............16187,75 Pess er skylt að geta, að fundur- inn hófst með því, að tvr ggja látinna sýslunefndarmanna, Halldórs Einars sonar á Kárastöðum og GíslaSchevings í Stakkavík, var mianst með sóknuði og virðingu. ------......—•-. Utan úr heimi. Kosningar í Sriþjóð eru nýlega afstaðnar. Peim var lokið 6. þ. m. Kosningabardaginn var þar háður að þessu sinni með svo miklum ofsa og æsingum, að eins dæmi Þykja. Úrslit kosninganna ófiétt enn. Petta kapp í kosningunum er um hervarnarmálið. Vinstrimanna stjórn- in var í undiibúningi með aukning hervarna, cn hægi irnönnum og helstu mönnum hersins þótti stjórnin fara of hægt í sakirnar. Gerðu þeir und irróður mikinn gegn stjórnintii. Uin 40,000 bændur gerðu ferð sína Stokk- hólms á konungsfund og heimtuðu her varnarauka samkvæmt tillögum hers- höfðingjanna og hægrimanna, og tjáðu sig fúsa að leggja á sig þæt' byiðar, er af þessu leiddi. Konungur tók máli þeirra vel, tjáði sig þeim sam- huga og viðhafði annars þau oið í ræðu sinni til bænda, er betur þóttu sæma einvaldskonungi en þingburrdn um. Útaf ræðu konungs varð æsing mikil meðal alþýðu og jafnaðarmanna, og st.jórninni þótti sér misboðið af konungi, og eftir nokkuð þóf milli hennar og konungs, iagði ráðaneytið niður völdin, en hafði þó mikinn meiri hluta þings að baki sér. Gekk þá allógreitt að mynda nýja stjórn, en tókst þó að lokum. En þessi nýja hægri manna stjórn sá þann sinn kost vænstan að rjúfa þingið og boða til nýrra kosninga. Og um þetta hefir nú kosninga- rimman staðið. Helstu menn flokk- anna hafa þotið um landið fram og aftur með járnbrautum og bifreiðum, og haldið fundi á mörgum stöðum sama dag. Flugritin hafa íallið niður eins og skæðadrífa, og ekkert verið til sparað. Hægri nfenn hafa látið semja sjónleik er á að sýna framferði vinstii manna og afleiðingarnar af hermáíaþ.ólitík þeirra, og hafa þeir látið sýna leikinn i mörgum bæjum nú fyrir kosningarnar. Alllíklegt þykir að hægri menn hafi þó orðið undir við kosningarnar, og sumir búast jafnvel við að þá muni til meiri tíðinda draga, því kon- ungur hefir hlotið óvinsældir hjá al þýðu fyrir framkomu sína og lýðveld- is'tefnan fengið byr undir báða vængi. Kússar. Hervarnaideilan í Svíþjóð stafar einkum af ótta Svia fyiir Rúss- um. Pykir bæði þeim og Norðmönn um Rússinn vera ískyggilegur nágranni og bendir margt til þess að ótti sá sé ekki ástæðulaus. Hafa sænsk og norsk blöð frá mörgu að segja sem virðist benda í þá átt. Meðal annars þykir þeitn ískyggilegt að rússneska herforjngjaráðið heflr í vetur iátið prenta hernaðarhandbók um Svíþjóð, eru í honni afar nákvæmar upplýs ! ingar um sænska herinn og varnar- virki Svía. í bókintii er kafli sent er nokkurskonar samtalsbók rússnesk- sænsk, og hefir inni að halda orð og setningar sem helst þyrfti á að halda í ófriði við Svía. Hefir þetta vakið eigi alllitinn geig bæði hjá Svíum og Norðmönnum. Manna og skipatjón vift Ncw Fouiidlaml. Geysitjón þar á mönn- um og skipum í ofsaveðri snemma í Apríl síðastl. Vitanlegt að faiist hafi um 300 mauna. Selveiðaskip eit.t fiaus þá fast, í ísnum, á því voru um 150 manns. Peir gengu frá skipinu og hröktust á ísnum í blind- byl i 2 sólarhringa, og loks er upp birti sá annað selveiðaskip nokkra menn af þessum hóp og var þeim bjargað þaðan og sfðan hafin loit að félöguin þeirrn. Fundust 50 af þeim með lifi og 08 lík. Margir af þeim sem bjargað var, voru kalnir mjög og meiddir. Annað skipið sökk þar við ísinn þessa sömu daga og komst eng inn lífs af. Fiskiaíli vift Noreg hefir í vetur orðið hálfu meiri en í fyrra á sama tíma. Iniiipui ktiii á saltfiskl. Norsk blöð geta þess að inniþurkun á salt- fiski þyki ekki gefast vel. Kaupend- ur kvaita um að flskurinn só bragð- laus og dotti í sundur í mola við suðuna. Verstur þykir skoskur fisk- ur, en þar htfir „Koks“ veiið notað til hitunarinnar. Dýr sauðfjárrækt. Danir oru að reyna að koma á fót sauðfjárrækt á Grænlandi við Godthaabsfjöiðinn. Þar eru beitilönd góð að sumrinu, og gera þeir sér vou um að sauðfé geti þrifist þar. Hafa þeir nú flutt þang- að 11 kindur danskar og mann sein vera á yflrumsjónarmaður þessarar sauðfjárræktar. Hann fær 2000 kr. í laun, gott íbúðai hús og vélaibát. Smala hefir hann með sér og fær sá 4000 kr. í áiskaup. Ríkissjóður greiðir allan kostnaðinn. Ilann verður dýr þessi búskapur, svona fyrsta kastið. Flug yfir Atiansliaf. Amoriku Norðinaður, Alberfc Poulsen að nafni, ráðgerii' að fetðast í flugvél í suraar þaðan að vestan heim til Noregs á sýninguna í Kristjaníu. Ráðger-ir hann r.ð leggja leið sína um Labrador, Giændland, ísland, Færeyjar, Shet landseyjat' og Bergen. Óvíst mun þó hvað úr þessu verður. Annats erU margar og miklar ráðagerðir um flug yfir Atlanshafið og enda kringum hnöttinn, en okki óhklegt að bið verði á framkvæmdum. Misjðfn YÍunubrögð. Árið 1912 voru alls unnar 1100 milj. smálesta af kolum í öllum heiminum. Aí þessu hafa Ameríkumenn unnið 477 milj., Breska ríkið 310 inilj. (Bretland sjálft þaraf 260 milj.) og Þýskaland 177 milj. smálesta. Ef kolaframleiðslunni er jafnað niður eftir fjölda námuverkamanna, verður framleiðsla hvers verkamamis: hjá Aineríkumönnum 660, Þjóðverj- utn 269 og Bretum 244 smálestir- Sjálfsagt stafar þessi miSmunur eigi síst af því hve vinnubrögð og verk' vélar Ameríkumanna eru miklu full' komnari. Nýtísku bónorft. Skoti nokkur í Ameríku, Dick Mackintyro, hafó1 verið ástfanginn í stúlku heima a ættjörð sinni, er hann flutti vestur- En þá varð vík á milli vina, og gltf' ist hún öðrum. 5ú var hún D’"1 nokkru orðin ekkja og bjó feið ainíl til frændfólks sins í Ameríku.

x

Suðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Suðurland
https://timarit.is/publication/211

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.