Suðurland - 11.07.1914, Qupperneq 2
10
SUÐURLAND
• Verslun AND8ESA8 JONSSONAB -
hefir nýlega fengið mikið úrval af margskonar vefnaðarvöra og fleira, svo sem'.
Alklæði — Dömuklæði — Cheviott — Tvistar — Flúnel einl. og misl. — Kjólatau — Svuntutau —■ Léreft — Yergarn — Kastfatatau — Slitfatatau —
Stubbasirz — Lastingsl ubba — Peisur af ölium stærðum — Nærfatnað karla og kvenna — Bobenett — Slifsisborðar Ijómandi fallegir — Frunsur af mörg-
um litum — Smekk-Svuntur — Brjósthlífar — Höfuðsjöl — Herðasjöl — Vasaklútar margar teg. — Silkiklútar — Bróderingar — Leggingabönd —
Hnappamót — Prjónagarn — fræðigarn — Hekiugarn — Tvinni og m. m. fl.
llarmonikur fleiri sortir mjög ódýrar.
Orgel Harmonium útveguð, mjög góð og ódýr frá 60 kr.
Saumarélar með dobulhjóli og kassa ágætis gerð með lægsta verði.
Skilyindur sem skilja 180 pt. á klukkustund mjög einfaldar og sterkar og seldar fyrir 65 kr.
Skilvinduolía — Skóflur — Blikkfötur — Cacao — Kaffl — Export — Kandís — Melis — Strausykur — Púðursykur — Sveskjur — Rúsínur — Sæt-
saft — Haframjöl ágætt — „Goldmedal" flórmjöl besta flórmjölið og m. m. fl.
Hest Og ódýrast i
Verslun ANDRÉSAR JÓNSSONAR.
Þegar eg var að byggja flóðgáttina
var heiðskírt og heitt, og kom tölu-
verur vöxtur í vötnin. Þá fannst
mór nauðsyn á að reyna að ganga
úr skugga um hve hátt vatnið yfir-
leitt gat stigið, og bentu menn mér
á bóndann á Asum, sein best kunn-
ugan því. Eftir beiðni kom hann
þangað. Hann fullyrti að i Asakvísl
arnar gæti komið mikið vatnsflóð, og
sem verra var, hann benti mór líka
á að sú kvísl, þar sem flóðgáttin
liggur, gat á vorin stundum orðið
þurr. fetta munar miklu, því nú
er vatnshæðin í flóðgáttinni aðeins 20
sentimetrar þegar vatnið er með
minnsta móti, en eg hafði gert ráð
fyrir 30 sentim. samkvæmt þeirri
frásögn sem menn gáfu mór 1909
viðvíkjandi vatnshæðinni á Tanga.
En sjálfsagt ber óg ábyrgðina því við-
víkjandi, því hér var þó maður til,
sem gat skýrt mér rétt frá ef óg
hefði snúið mór til hans fyrirfram.
Mér var Ijóst að flóðgáttin mundi
kunna að liggja fullhátt og eg gerði
liana mjög breiða tvær gáttir á 31/5
meter.
Yatnsmegnið á sekúndu er með
vatnshæð 0,2 m. — 1,5 teningsm.
-----0,3 m. = 2,7--------
-----0,5 m. = 5,6--------
Ég kom í fyrra til Meðallandb, að
ttokkru leyti til þess að fullgera neð-
stu stífluna í Hálsavatni en að nokk-
ru til að rannsaka hvort nauðsyn
væri á að breyta flóðgáttinni. Ég
var þá samferða bóndanum á Lyng-
nm í Meðallandi og riðum við um
l
sandinn. Sagði hann við mig að á--
veitan nú þegar hefði borið góðan á-
rangur. Þá um vorið hafði verið
rnikið austanrok, og fullyrti hann að
það mundi hafa skemt mikið Iand ef
áveitan hefði ekki verið, en þá var
þó stíflan í Hálsavatni ekki fullgerð.
Pegar eg sá á eftir hve mikið vatn-
ið óx í Gráakvíavatni og Skurðslæk,
þegar við vorum búnir að fullgera
stífluna í Hálsavatni, þá gat eg ekki
hugsað öðruvísi en að ekki væri nauð 1
syn á að breyta flóðgáttinni.
(Niðurl. næst.)
Vinnuleysi og vinnuþörf,
Undir þessat.i yfirskrift birti Suð-
urland i 35. tbl. f. á. groin frá mór,
og jafnframt lýsti ritstjóri blaðsins
því yfir að hann mundi gera ýmsar
athugasemdir við það sem í grein
minni stendur, og er eg honum og
hverjum öðrum rojög þakklátur fyrir,
sem ræðir þetta mál röksamlega, því
að eg held að það só þess vert.
Nú heflr Böðvar Magnússon hrepp-
stjóri á Laugarvatni ritað um það,
og með því telur ritstjóri tekið af sér
ómakið, en það er gamalt máltæki:
„að sjaldan fellur tréð við fyrsta
högg“ og svo fer með mig, en sök-
um þess að eg hef frá því fyrsta að
eg hafði vit á að vinna séð það, að
tíminn er peningar, verð eg að vera
stuttorður og bíða heldur næsta vet-
rar ef þá verður minna að gera, enda
góðar horfur á að ekki þurfi að spara
ljósin þá, úr þvi að nota má nú yflr-
standandi tíma til að auka vatnsmagn
handa Rafurmagnsvólinni.
Ég veit ekki hvort viða á landinu
heflr vórið eins mikið af smábýlum
eins og hér í Landbrotinu t. d. var
fjórbýli á Éykkvabæ þegar eg ólst
þar upp, — sex hundruð hver partur,
— áður fyr bjó þar á tveimur pört-
um einn búandi að nafni Runólfur
Sigurðsson, mesti góðgjörða maður
og var talinn stórríkur, enda hafði
hann fært túnið stórmikið út, og sjást
merki þess glögt enn í dag. En þeg-
ar jörðin varð aftur tvíbýli lagðist sá
túnauki niður, og meira að segja illa
ræktað mikið af aðaltúninu, sem var
þó aitaf lítið enda er þetta skiljan-
legt, því tiltölulega er minna brent
af áburði á einu stóru heimili en
tveimur smáum með jöfnum fólks-
fjölda. A stóra heimilinu fellst oft
til meira af smíða afhöggum, og þar
er fremur aflað ýmislegs til brenslu,
enda er það svo hér á srnábýlum að
allur áburður undan sauðfó og kúm
á vetrum, er þurkaður í eldinn, og
það er síst að furða sig á því, þótt
smábændur hafl hvorki efni né gripi
til að sækja kol langar leiðir t. d.
heflr hver hestburður af kolum kost-
að hingað heimfluttur frá Vík í Mýr-
dal í það minsta sjö krónur.
Nú er aðeins tvíbýli á öllum Þykkva
bænurn, hvor jörð er tólf hundruð og
ég þori að fullyrða að ef Böðvar
hreppstjóri Magnússon kæmi hingað
htyti hann að sannfærast um, að hér
væri litið búið að gera í samanburði
við það sem er hefðu fjórir verið á
jörðjnni. Eg gæti best trúað því, að
ef hreppstjórinn gæti gefið sór tíma
til að ferðast til mín, að eftir það
sæi hann sér fært að láta þau fjögur
býli, sem áður voru i landareign hans
ræktast og bera f úlan arð, án þess
að þar sóu stofnuð nýbýli; sórstaklega
ef þar vestra er svo góður jarðvegur
að rækta má tún með áburði, án
þess að plægt só, og sé þó komið í
fulla rækt eftir tvö til þrjú ár.
Mér reynist alt annað hér í báðum
tilfellunum, að undan skildri lagarfor
og nátthögum, en eg býst ekki við að
þeir samrýmist við dilkasölu smá
bænda. Ég hef nú eigin reynslu fyr-
ir því hver munur er að koma í fiam-
kvæmd jarða umbótum sem nauðsyn-
legar eru, einn útaf fyrir mig, og með
einum sambýlismanni mínum, eða
vera mundi ef hér væri fjórbýli eins^,
og áður, og sé hve stór bót er að
því, að við lentum aðeins tveir á
Pykkvabænum, og sama er víðar,
þar sein smákot hafa verið sameinuð
og fyrir því barðist af alefli sóma-
maðurinn Runólfur hreppstjóri Jóns-
son á Holti á Siðu, og sama hljóð
er í Birni syni hans, sem byrjaði
búskap á einum þriðja þeirrar jarðar
sem er þó talin stór jörð. Nú hefur
hann jörðina alla og byggir því á eig
in reynslu, er hreppstjóri eftir föður
sinn og hefi eg því tvo hreppstjóra
inóti einum, sem þegar heflr ritað
móti grein minni. Prátt fyrir það
þótt. margar smájarðir hér hafl verið
sameinaðar, eru þær til enn svo litl
ar að einn einyrki hefir ekki nóg að
vinna allan sláttinn, og má nærri
geta að þeir mundu allir fyrir hvern
mun vilja fá viðbót við jörð sína og
eg veit í flestum tilfellum hefir sam-
stiiypa jarða verið til stórbóta. Það
er einmitt ógæfan í byrjun búskapar
að hafa of litla jörð, meðan að vinnu-
þolið og áhuginn er mesiur. A smá
býlum er ekki nóg að vinna um
sláttinn hvað þá þar fyrir utan, og
af þvi leiðir bæjaráp með fleiru, sem
gerir menn lata og sljóa til vinnu en
við því má engin þjóð. Vil eg í því
sambandi minna á ritgerð Agústs
Bjarnasonar: „Pjóðarhagur og þjóð
armein" í Andvara árið 1905. Nú
er fólki, sem betur fer, í sveit og
víðar, borgað það sómasamlegt kaup
alt árið, ef það heflr daglega vinnu,
að því liggur ekkert á að fara að
búa út af fyrir sig, fyr en það á nóg
afni til að byrja búskap með, og það
er ramvitlaus aðferð að byrja búskap
með stórlánum; því fylgja svo marg-
ir ókostir, sem Iiafa riðið rnörgum
að fullu, en hór yrði oflangt mál að
rökstyðja það til hlýtar.
Hvað á að telja stórbýla-búskap
og smábýla er athugavert og víst
skiftar skoðanir urn það. Eg tel stór-
býli þar sem búskapur fer vel fram
með 12—20 manns og nógum fónaði
til fæðis, klæðis, húsa og allra nauð
synlegra útgjalda og ónauðsynlegra,
sem lögboðin eru. Pað eru mismun-
andi staðhættir hvað landið þarf
stórt, en það mun víða hafa verið í
fornöld að ein kýr var á hvern mann
Nú gera þær víst betra gagn enn í
fornöld, eftir því sem Páll heitinn
Biiem hélt fram í Lögfræðingi. En
þrátt fyrir það mundi líðan manna,
sem einungis lifa af landbúskap ekki
verða eins og hún þyrfti að vera ef
peir hefðu tvo menn fyrir hverja kú,
og vafasamt hvort smjörsala borgar
sig í samanburði við að brúka alla
þessa mjólk til manneldis og skepnu-
fóðurs, og er þá að hugsa sér hvað
milda sauðfjáreign þarf til þess að
standast við að kaupa alt til fœðia
auk mjólkur, klæðis húsa-umbóta,
kaups hjúa eða daglauna manna.
Ennfremur verkfærakaupa, rentu og
afborganir af lánum sem síst er að
efa, sömuleiðis öll opiuber útgjöld.
Ég gæti trúað að rnörgum, sem
hefir reynt búskap, virðist að sauð-
fjáreignin verði að vera mikil til að
borga þetta alt, án þess að stofninn
minki og mega því slægjur og beiti-
lönd alls ekki vera lítil, og vona ég
því að Böðvar Magnússon og Hall-
grímur Þorbergsson taki þetta mál
til rækilegri yflrvegunar. Pað er
margt í fyrirlestri Hallgrims, sem
mætti svara, en tímans vegna verð
eg að sleppa því í þetla sinn, en vildi
óska þess að sem flostir læsu fyrir-
lesturinn (Andvari 1913). í fyrirlestri
þessum á bls. 93—’4 heldur hann
því fram nð ef fólk stofnar til hjú-
skapar, sem flytur sig ekki burt úr
sveitinni þá só ekki um annan kost
að velja en fara í vinnumennsku eða
húsmensku. Nú só í rauninni hvor-
ug þessi staða fýsileg fyrir nýgiftar
persónur, og ekki heldur á boðstólum
með fleiru. Honum þykir óhugsandi
að hjón geti komið áfram fjölskyldu
sinni i vinnumensku þegar ómegðin
vex, eða þegar börnin eru orðin þrjú
eða fleiri. Éessu er eg ósamdóma,
það hafa mörg dæmi sannað það hór
að ómagamenn, sem hafa verið rétt
komnir á sveilina hafa komist af
með því að bregða búi, konan oftast
unnið fyrir einu barni og maðurinn
getur ávalt, hafl hann heilsu, unnið
fyrir tveimur. Og geti maðurinn
haft efni á að byrja búskap má nterri