Suðurland - 11.07.1914, Page 3
SUÐURLAND
11
.. ............. ....- - ————
geta hvort, hann heflr ekki efni á að
gefa með einu eða tveimui börnum
auk kaupsins. Það reynist líka svo
að öreiga menn, sem eru með ómegð,
og vinnufærir, þó þeir rekbt á hrepp
iun að þeir komast af með lítinn
styrk með því móti að gefa sig í
vinnumensku eða kaupavinnu alt ár-
ið.
Mig fuiðar á því, að nokkur skuli
hugsa að mi geti ekki þrifist. st.ór-
býla búskapur í samanburði við það
sem áður var. Það er oflítið gert úr
hesta aflinu, vegunum, vinnuvólunum
með fleiru ef það vegur ekki upp á
móti þrælahalflinu og það erueinmitt
stærri bændurnir, sem venja fólkið á
að fara með verkfærin og nota hest
aflið. Á sumum kotbæjum er enginn
aimennilegur hestur til, til að beita
fyrir verkfærum hvað þá verkfærið
sjálft, ekki túnslóði hvað þá annað.
Það or líka svipað með verkfærin og
fólkið, að alt rentar sig best að það
hafl nægilega mikið að gera og það
er einmitt á stórbúunum, og að
samanlögðu verða það betri búmenn,
sem alast upp á þeim heimilum sem
nóg er að gera á alt árið. Þótt mik-
ið só lát.ið af dýrðinni í Þykkvabæn-
um í Landeyjum þá gæti eg trúað
að þar sé mörg stundin ónotuð til
góðs, einmitt fyrir það að þar búa
svo margir hver út af fyrir sig, á
móts við það ef að þar réðu öllu sár-
fáir bændur með hitt alt sem verka
fólk.
Ég ferðaðist þar um fyrir 20—30
árum, kom af suðurnesjum sem sjó
maður með öðrum manni og var með
okkur af Eyrarbakka maðurúrÞykkva-
bænum, sem sagði okkur að hann
væri svo fátækur að hann gæti ekki
lofað okkur að liggja inni um nótt-
ina og satt að segja væru aðeins tvö
heimili, sem væri viðlit að lenda á
margra ástæða vegna, sem ég vil
ekki nefnn. Og nú er vona eg
hans kynslóð og þeirra tveggja bænda
búnar aS umtilrflpa bylílzuiihoainn
Enda væri þess ekki vanþörf því þau
húsakynni og aðbúnaður sem þar var
skil eg varla að nokkur maður geti
talið boðlegt eða viðunandi fyrir lif
og heilsu nokkurs manns. Eg hefi
nú víða farið og veitt mörgu eftir-
tekt enda lært ávalt mikið af sjón og
reynd. Vorið 1912 feiðaðist ég út
að Bíldsfelli að skoða þar í aflýsinguna
og um leið var ég að íþróttamótinu
að Þjórsártúni og hrossa sýningunni,
sem haldinn var þar daginn aður. í
þeini ferð kyntist ég stór- og smá
býla búskapnum og er þar svo óiíku
saman að jafna að ég leiði lijá mér
í þetta siun að lýsa húsakynnum og
fl., sem fólkið í smábýlunum vanalega
verður við að búa og gerir auðvitað
fjölda fólks heilsubilað bæði til líkama
og sálar og hver fengur er þá í þeirri
höfðatölu. Ætli flestir telji ekki 1
grip sem er hraustur og gefur fullan
arð af sór, betri on 2 eða fleiri sem
eru þeir gallagripir að til þess að reyna
að halda lífluu í þeim eyðast allar
t-ekjur af þeim hrausta, og þó á að
byggja ræktun landsins á mannfjöld-
ánum án þess að taka það með í
reikninginn hvaða uppeldi þarf til að
al‘t upp hraust. og starfandi fólk. En
það eru sýnilega vet' til þess fallin
smábúin en þau stærri. Auk þess
swn þau smærri eyða meiri áburði
l,il brennslu, eins og áður hefir verið
avikið, í samauburði við fólksfjölda.
Sama er um öll vinnuáhöld og skepnu
hirðingu, þótt. einstöku dugnaðarmenn
hafi komi-t af á smábýlum, sannar
alls ekki að þeir hefðu ekki gert það
margfalt bolur tf að þeii hofðu haft.
helmingi stærri jörð og væri best að
bera það undir þá hvort þeim hefði
ekki fundist jöiðin skaðlega lítil, og
só það leitt fyrir vinnufólk að verða
að flýja burt úr sveitinni þegar það
vill fara að búa oft sér og öðium til
skaða, efnalítið eða efnalaust. Þá er
það ekki síður leitt fyrir smábændur
og sömuleiðis skaðlegt að verða að
láta börnin jafnóðum frá sér og þau
komast upp, fyrir það að jörðin er
of lítil. Það er okkur sjálfseignar
bændunum að kenna, að stórbýlin
bera sig ekki betur en smábýlin, við
erum þar á lægra stígi en forfeður
okkar, þeir iétu ekki bújarðir sínar
eða óðul ganga kaupum og sölum.
ílinn erfinginn hlaut það með vildar-
kjörum, og nú ber okkur, sem nokk-
uð hugsum um framtíð landbúnaðar-
ins að gera slík skil. Það má ekki
eiga sér staði að jörðin gangi til
skifta eða sölu viö hver ábúenda-
skifti, af því leiðir stórkostleg lántaka
með fleiru sem fæstir sleppa vel við.
Þykkvabæ 3. maí 1914
Helgi Þórarinsson.
Minningarorð.
Það heflr orðið í undandrætti að
láta blöðin flytja dánarfregn manns,
sem kunnur var víðast á landi hór,
því um allar sýslur landsins hafði
hann ferðast., nema Múlasýslur og
Austur Skaftafellssýslu. Maðurinn var
Guðmuudur Árnason, er sjálfur nefndi
sig „dúllara".
Hann andaðist að Barkarstöðum í
Fljótshlíð, sunnudaginn 20. apríl 1913
nú rétt fyrir ári liðnu hjá Tómási
frænda sínum.
öuUmundur var sonur Árna Jóns
sonar i Akurey í Landeyjum, bróður
Hjartar sál. prests að Gilsbakka, og
konu hans Jórunar Sæmundsdóttur
frá Eyvindarholti, systur Tómásar
prófasts Sæmundssonar og Ingibjarg-
ar Sæmundsdóttur móður minnar.—
En Guðmundur var bróðir Þórar-
ins sál. Árnasonar garðyrkjumanns
föður þeirra Bjarna prófasts á Prests
bakka og Útskálum, séra Arna í
Miklholti og Þuríðar konu Guðmund
ar Jakobssonar trésmíðameistara í
Reykjavik, og þeirra systkyna fl.
Guðmundur sál. ólst upp í Tungu
í Landeyjum hjá Guðmundi bónda
syni Þorvaldar prest Böðvarssonar
sálmaskálds.
A yngri árum sínum varð hann
brjálaður á geðsmunum um tíma, og
var upp frá því dáhtið einkennilegur
i framgöngu og hegðan. Hann haíði
einkennilegar, og jafnvel góðar gáfur
hfefði honum notast þær, og alstaðar
mun hann kunnur að stakri ráð-
vendni til orða og verka.
Meira en þetta verður honum hér
ekki lýst. — En um leið og 'óg flyt
hinum mörgu er kynni höfðu af Guð
inundi sái. þessa dánarfregn, vil ég
sem nákominn ættingi hans, færa
þakkir öllum þeim, skyldum honum
og vandalausum, er greiddu götu lians
og lögðu gott t.il hans á lifsleiðinni.
Barkastöðum 20. apríl 1914.
Tómás Sigurðsson.
Dánarminning.
Þorgerður Gísladóttir, var fædd á
Kaðlastöðum 25. júuí 1831. Var al
systir Margiótar sál. frá Seli, þeirrar
er lést í vet.ur og getið var í „Suð^ur-
landi“. Fluttist hún ung nteð foreldr-
um sínum að Syðra-Seli og ólst þar
upp til þess er hún giftist Páli Ey-
ólfsyni í íragerði, og bjuggu þau þar
allan sinn búskap þeim -arð ekki barna
auðið, en ólu upp nokkur börn, og
lifa þrjú þeirra, Margrét Gísladóttir
ekkja Bjarna sál frá Götu. Þorgeir son-
ur hennar og Ragnheiðar Hallgríms-
dóttir rjómabústýra. Mann sinnmisti
Þorgerður fyrir einum 20 árum; en
bjó þó nokkur ár eftir það. ‘Síðustu
árin var hún á Grjótlæk í skjóli fóstur-
barna sinna, farin mjög að heilsu, og
dó þar 10, maí síðastl. eftir stutta
legu.
Þorgerður sál var ágæt kona að
mörgu leyti: Hún var einkar brjóst-
góð og þó kjarkmikil er þess þurti
víð, og rausnarleg oft um efni fram.
Var oft mann margt á heimili þeirra
hjóna á vertíðinni, og naut margur
góðs af veru sinni þar, enda var og
Páll sál. mesti sæmdar maður og
góðmenni.
Þorgerður sál var prýðis vel skyn-
söm, og bókhneigð og, stálminnug.
Unni hún jafnan öllum fróðleik og
framförum og fylgdist vel með öllu,
og hafði meiri áhugaá stjórnmálum,
en títt er um konur. Bjó hún víst
í því efni mjóg að því er gerðist um
eftir og miðja öldina og mintist þess
oft. Trúrækin voru þau hjón bæði
og þótti lítil framför vera að efa
semdum unga fólksins í þeim efnum
Þorgerður sál. var tápkona meðan
hún hélt heilsu og vildi jafnan hafa
fólk með glöðu bragði. 2.
Ráðherracfni kvadtlur á kon
ungsfuud. Konungi var send til
kynning um ráðherratilnefninguna á
mánudaginn var, síðan heflr þingið
beðið með óþreyju eftir samþykki hans
En í gær barst loks svar frá konungi
og þá þannig að hann kveður Sig.
Eggerz utan til viðtals með fyrstu
ferð, og fer hann nú á konungs fund
um helgina.
Þessar nýju utanstefnur eru illar
búsifjar, valda tímatöf fyrir þingið og
kostnaði fyrir landsjóð. Nú verður
að sjálfsögðu hik og vafi um afgreiðslu
hinna stærri mála á þingi þangað til
þessari utanför er lokið. Alt þetta
umstang er að þarflausu gert, en svo
dýrt mun þykja drottins orðið, að
ekki megi skorast undan förinni. Er
þó ilt að'fara að umturna þeirri venju
sem áður var ákomin um þetta; en
gera þennan nýja ósið að fastri reglu
með öllum þeim vafningum sem
honnm fylgja.
ííýr rcktor. Rektorsembættið
við mentaskólann er nú veitt hinum
setta rektor Ceir T. Zoéga.
Lausn frá cinbætti. Sýslumað
ur Borgflrðinga og Mýramanna Sig-
urður Þórðarson hefir sótt um lausn
fra embætti vegna heilsubrests. Hann
mun veia næstelsti sýslumaður lands-
ins. — En elstur er sýslumaður
okkar Arnesinga.
Á sýninguna i Kristjaniu er ný-
farinn formaður fiskifélagsdeildarinnar
á Stokkseyri, Páll Bjarnason kennari,
með styrk frá Fiskifélagi íslands.
Suðurland á von á frét.tum frá hon-
um úr þeirri för.
Þingjioka. Veðráttan er eins og
verið hefir og náttúran súr' og svip-
dimm. Þokan grúfir yflr fjöllunum
og hylur alla útsýn. Frá alþingi
gengur sama sagan. Þar er alt vaf-
ið í sótsvartri óvissu þoku og sér þar
enga skímu, og ber til beggja vona
hvenær birta muni.
Skipakomur. Seglskipið „Svanen"
kom til Stokkseyrar nýverið með
timburfarm til lraupfél. Ingólfs. A
mánudaginn var, mótorskip „Venus"
til sama félags, með ýmsar vörur.
Sama dag var hér á ferð vélabátur-
inn „Asdis“ í áætlunarferð frá Rvík.
Ferðir þess báts hafa til þessa gengið
mjög greiðlega, og betur en við var
búist, og virðist alt benda til þess að
slikar ferðir geti orðið hér a& tals-
verðu liði einkum þó með stærri bát.
Þann 28. júni s. 1. gifti sr. Ólafur
Briem á StóraNúpi, þau Vilborgu
Jónsdóttir kenslukonu frá Hlemmi-
skeiði og Þorgeir Þorsteinsson tré-
smið frá Reykjum. Vígslan fór fram
í Ólafsvallakirkju.
Þær hittust í Tryggvaskála vinkon-
urnar Sæunn Símonardóttir og Vil-
borg Vilmundsdóttir.
„Kem úr kaupstaðnum".
„Já, rétt. Eg gat þess til þegar
ég sá alla böglanna. Skárri er það
nú líka kramvaran. Kemurðu að
sunnan?“
„Nei, ég kem framan af Bakka“.
„Virkilega! Ætli ég hefði ekki
skotist suður hefði ég þurft að gera
svo mikil kramvöruinnkaup eins og
þú“.
„Ó-jú, það getur nú verið. Ég hefi
nú reynt hvortveggja í fjölda mörg
ár og komist að þeirri niðurstöðu
eftir nákvæma íhugun eð ég spara
peninga við að gera kramvöruinn-
kaupin í Kaupfélaginu mínu“.
„Já, þú ert líka hluthafi".
„Það getur verið“.
„En við hinar, sem ekki erum
hluthafar förum á mis við öll gæðin“.
„Ég held nú ekki. Þið sem fáið
svona líka háar prósentur mót pen-
ingum út í hönd“.
„Svo! Hvar? “
„Enn i Heklu!“
„Já rétt“.
Sæunn er komin á bak.
Vilborg: „Ætlar þú suður?"
Sæunn: „Ég, nei takk — ég fer
beint niður í H c k 1 u! “
----C~OK>------
Bílavisa. -
Kveðið 27/#—’14.
Ekki tókst sem allra best
með „Overlöudu" og „Forðu".
Viljið þið eftír vikufrest
veita þeim „præcis-orðu"?
Strandaglópur.
Tapast hefur rauður hestur aljárn-
aður 4 vetra gamall mark: 2 stig fr.
hægra, merktur á lend S I finnandi
sendi undirrituðum að Hábæ í Þykkva-
bæ.
Eyrarbakka 11. júlí 1914.
Sigurður Isleifsson.