Suðurland - 28.09.1914, Blaðsíða 2

Suðurland - 28.09.1914, Blaðsíða 2
42 SUÐURLANL í V e r s 1 u n ANDRGSAR JONSSONAR Nýkomið: Sjðl mikið úrval. Milllpils m. teg. Kvenskyrtur. Kvennbuxur. Náttfejólar. Dðmukiæði fl. teg. Alklœði. Svuntu- silkl mjög fallegt. Slifsisborðar. Rciðfatasheviot. Stubhasirz einlit og mislit. Prjðnagarn. Smokkar. Sængurdúkur fl. teg. og margs konar YEFNABARYARA. KARLMANNAFATNAÐIR í miklu úrvali. Skinnjakkar. Skinnvesti. Stormjakkar. Stormfatatau. Mollskinn fl. sortir. Enskar húfur miklu úr að velja. Reyktókak. Vindlar. Cigarettur. Rjól. Rulla og Plötutóbak. Handsápur fl teg. Sólskinssápa. Stangasápa. Kristalsápa. Spil stór og smá. Kerti. Eldspíturnar góðu og ódýru. Saumavélar. Saumavélaolía. Skilvinduolía mjög góð og ódýr. Skóflur og skóflusköft. Sœtsaft, best og údýrast I verslun cHnórdsar <3onssonar. CyrarBaRRa. xxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxx Eftir þessu að dæma eru Englend- ingar ekki á flæðiskeri staddir, þóttj þtllm verði nokkuð langsótt í óf rið þessum, þeir geta barist til þrautar, enda þarf eigi að efast um að svo verður gert. Og margt dregur nú til þess þessa siðustu daga að gera horfurnar ískyggilegri fjóðverja meg- in. Fyrrum og nú, Því var spáð af ýmsum í byrjun ófriðarins að skjótt mundi yflr Ijúka, sú spá heflr ekki ræst og dregur margt til þess ekki síst það hve þessi ófriður grípur yflr mikið svæði, ng hver feikna grúi er undir vopnum beggja megin. Skipast þá eigi svo skjótt um sem þá er nokkrar her- deildir eigast. við á litlu svæði, og fullnaðarúrslit er eingöngu við það bundin hvernig sú viðureign lyktar. í ófriðinum milli Frakka og Þjóð- verja 1870 var allur her Frakka er sótti austur að landamærum Þýska- lands aðeins 260 þús. manns. Og á móti þessu höfðu Þjóðverjar eitthvað um 600 þús. Þetta þótti reyndar /nikill liðsafli í þá daga, en ekki er það nema eins og dropi í hafmu á móti því ógrynni liðs sem nú er stefnt snman í þennan ægilegasta hildarleik í allri veraldarsögunni. Ófriði þess- iim lauk á allskömmum tíma, enda voru Þjóðverjar þá Frökkum ofurefli þogar í fyrstu og Frakkar varbúnir til ófriðarins. Þeir sögðu Þjóðverjum stríð á hendur 19. júli. Fyrstu bar- il.igar urðu í byrjun ágústmánaðnr en i'nslitaorustan við Sedan var háð 1. sept. 20. sept. voru Þjóðverjar kom- nir alla leið til Parisar, og héldu borginni í umsát þangað til 26. febr. 1871 að friður var saminn í Ver- sölum. — Það er haft fyrir satt að það hafl oigi minnstu ráðið nú um Það að Frakkar lögðu útí ófriðinn við Þjóð- verja, að þeim hafl leikið hugur á að hefna ófaranna við Sedan og afar- kostanna í Versölum. Hinsvegar munu Þjóðverjar hafa verið við þessu búnír fyrir löngu, og líklegt þykir nú I að þeir í fyrstu hafl þóst þess full- i vissir að ráða niðurlögum Frakka á enn skemmri tíma en síðast. Ennú settu Englendingar stryk í þann reikn- ing, og Belgir gerðu þeim einnig með vörn sinni illan grikk. í fregnskeytinu einu hér á dögun- um var þess get.ið að Þjóðvei jar gerðu alt sem þeir gætu til þess að eins færi nú og við Sedan forðum, og ekki þarf að efast um að þeir hafl haft fullan hug á þessu. En nú var við rammari reip að draga en 1870. Ófriðurinn 1870—71 leiddi hinar mestu hörmungar yfir Frakkland, þótt þjóðinni tækist furðu fljótt að rétta við aftur fyrír atorkú ýmsra á- gætismanna sinna er þá voru uppi. Nú mun mörgum þykja horfa svo að Þjóðverjar eigi nú í vændum engu betri búsifjar en þeir bjuggu Frökk- um þá, og sé nú komið að skulda- dögunum fyrir þeim. Nýmæli. Undir þessari fyrirsögn skrifar Guðm. Hannesson hverja greinina á fætur annari í ísafold, vítir hann mjög ýmsar misfellur í stjórnarfarinu hjá oss og ber fram ýmsar tillögur til umbóta og þessar tillögur hans eru það sem hann kallar nýmæli. Um þessi skrif G. H. er það fyrst að segja, að greinarnar eru skrifaðar með einhverjum mikilmennskublæ, líkast því sem höfundurinn þykist öll- um fremri í hverskonar stjórnvisku. Hann furðar sig mjög á fáviskunni og flónskunni í allri okkar löggjöf og stjórn, og má vera að sumar þær að- flnnslur séu ekki um skör fram. Þess mætti því vænta að tillögur þessa manns til umbóta á stjórnarfarinu stingju allmjög í stúf við alla fávisk- una sem hér er orðin löghelguð, og vernduð af venjunni. Og almenningi hlyti því að finnast meira en lítið nýjabragð að stjórnmálakenningum G. H. Vera má að sumum Þyki svo og það finnst. höf. víst sjálfum, en ekki heflr Suðurland enn komið auga á neitt nýtt í tillögum G. H. annað en það sem hann segir um aðferðina við að breyta stjórnarskránni, það er ný- mæli, sem tala má um, en hæpið sýnist, það i fljótu bragði að minnst.a kosti að aðferðin reynist vel. En t.il- laga hans er sú að bieyta aldrei í senn nema einu atriði i stjórnarskránni og láta ekki þingrof ná nema til nokkurs hluta þingsins. Þessi tillaga er þó þess verð að hún sé rædd og athuguð. Þá talar höf. mikið um lekann í landssjóðnum, alt það sem um þetta er sagt er marg sagt áður, og ekki verður séð að höf. leggist neitt sér lega djúpt til að leita úrræðanna. Þá talar höf. mikið um stjórnar- ráðið, fylgir hann lesendum sínum á erfiðri pílagrímsgöngu til þess mikla musteris, og verður ærið skrafdrjúgt þegar hann er að útlista fyrir þeim það sem þar ber fyrir augun. Þetta afarflókna og torskilda efni er útlistað með svo mikilli nákvæmni, að líkast er því að útlistunin sé gerð fyrir 1. bekk í barnaskóia. Stjórnarráðið er afkáralega skipað, og altof einhæft, það er margsagt og margsannað. En allar stjórnir og allir stjórnmálaflokkar hafa í reynd- inni orðið hjartanlega sammála um að ala á vitleysunni og sleifarlaginu, hafa aldrei viljað vita eða skilja að í þessu væri þörf nokkurra umbóta, nema ef þeir skyldu nú láta samfær- ast við þetta „innlegg" prófessorsins, og hver veit? Annars er sitthvað í þessu sem G. H. skrifar þess vert að það sé tekið til umræðu Og athugunar, enda þótt margt af því sé alls ekki nýtt, þó prófessorinn álíti svo vera og láti all drjúgt yfir, og veiti blöðunum og stjórnmálamönnum hér þungar ávítur fyrir að hafa ekkert fram að bera annað en sama heimskustaglið „sem hver jetur eftir öðium". Þess mun sjálfsagt mega vænta að G. H. beiti sér á þingi fyrir einhverj- um þessum umbótum sem honum verður svo skrafdrjúgr, um. Og mað- ur sein talar af svo miklum mynd- ugleika, og jafnframt lítilsvii ðingu um alþingi og löggjafarstarf vort, hann hlýt.ur að sýna það í verkinu að hann geti eitthvað meira en gasprað í blöð- unura um þessi mál. G. H. hefir enn ekki setið nema á einu þingi — aukaþingi — og ranglátt væri að kveða upp fullnaðar- dóm um þingmennsku hans eftir svo stuttan tíma, og það skal heldur eigi gert hér. En á þinginu í sumar varð þess hvergi vart. að G. H. reyndi að ryðja nýjar brautir. Harin kom þar ekki frarn rneð neitt, nýthæli nema héranefndarálitið. I því máli tók hann upp nýjan sið, því þess munu ekki dæmi fyr í þingsögu vorri, þrátt fyrii alla fáviskuna sem prófessorinn talar svo mikið um í ísafoldj að þingnefnd, færi svo sterk rök fyrir því að mál sem hún hefir haft til meðferðar, eigi elcki að ganga fram, en berjist þó með hnúum og hnefum fyrir því að koma málinu í gegn. Allar þær upylýsingar sem nefndin hafði aflað sér, gengu í móti málinu og samt vildi hún hafa, og hafði mál- ið fram. Þetla var nýmœli á þingi, og þess verl. að því sé á loft haldið. — Þeir sem skrifa svo um þing vort og löggjafarvald sem G. H. ’gerir í ísafold, verða að gæta þess að þeim er vandfarnara en öðrum sem minna er heimtað af. Þeir mega ekki gera sig seka í sömu eða enn verri vit- leysum, en þeir eru að víta hjá öðr- um, því annars er hætt við að al- menningur leggi lítið upp lir orðurn þeirra þó mörg séu og stói'. Eldsvoði. Nýbyggt íbúðarhús á Galtaleek á Landi brennur á svipstundu. Fólkið bjargast með naumindum úr eldinum. Aðfaranótt föstudagsins 18. þ. m. vaknaði fólkið á Gnltalæk við það að húsið var tekið að brenna. Hafði þá eldurinn gripið svo um sig að fólkið komst með naumindum hálf nakið út úr húsinu. Húsið brann til kaldra kola á svipstundu íneð ollu sem inni var, matvælum fatnaði og innanstokks- munum. húsið var nýbygt og mjög stórt og vandað. Er t.jónið afskaplega mikið fyrir eigandann Finnboga bóndaKrist- ófersson því rnælt er að alt hafi verið óvátryggt bæði húsið og alt það sem í því var. ----0*OC>----- t Þorstcinn Erlingssoii skálder látinn, dánarfregnin barst hingað nú er blaðið var að fara í prgssuna. Banameinið lungnabólga. k \ { . tftnórdsar clónssonar, CyrarÉaMa. ^ ^ Skófatnaður S á s af öllum gerðum, á yngri og eldri. *ffaré og gœéi viéurRannf. Enn eru miklar birgðir af öllum Skóáburði alt selt með sama lága verðinu og áður. I*að er og verður best að skifta við vcrslun

x

Suðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Suðurland
https://timarit.is/publication/211

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.