Suðurland - 25.09.1915, Síða 1

Suðurland - 25.09.1915, Síða 1
SUÐURLAND Alþýðublað og atvinnumála Y. árg. Eyrarbakka 25. sept. 1915. Nr. 85. „SUÐURLAND“ kemur út á laugardögum. Tekið við auglýsingum í prentsmiðjunni; þar er einnig afgreiðsla og inn- heimta. Auglýsingaverð: kr. 1,50 fyrir þumlunginn á fyrstu síðu, en kr. 1,25 á hinum. Smá auglýs- ingar borgist fyrirfram. fað var þungbúið loft og hæg rigning og stórdropótt, ekki ósvip- uð sunnlenskri rosarigningu hjer heima, daginn sem Vilhjálmur Þýskalandskeisari steig fæti á land í Björgvin í fyrrasumar. þegar hann kom síðustu kynnisförina þangað um tíma. Var honum fagnað með stórskotahríð, sem voldugum fylki sæmir. Var þá ekki laust við að heyra mætti á mönnum að þeim þætti púðrið ekki þarfur varningur, er það væri ekki notað til annars en láta byssurnar spúa því á móti þjóðhöíðingjum í vináttuskini. Sögðu menn í skopi að fallbyss- urnar væru likastar tannlausum varðhundum, sem hafðir væru rjett til prýðis. Flotinn sögðu menr. að gerður væri rjett til að sýna dýrð keisarans. Og keisartignin var lieldur ekk hátt metin. Ekki annað en hlægilegur hjegómi frá miðöldunum, en auð- vitað nógu þungur böggull á baki þjóðarinnar. Svona hugsuðu monn og töluðu. En hvað um það — Vilhjálmur keisari .var á ferðinni og hann heflr lengi verið Norð- mönnum aufÚSUgestur. Árið áður hafði hann geflð þeim hið mikla líkneski af Friðþjófl frækna. Daginn eftir og næstu daga var sólskin og heiðríkja, sem sjaldgæft er til lengdar í Björgvin ; þökkuðu menn það hamingju Vilhjálms keisara. Þetta var snemma í júlímánuði, í þann mund sern þjóðhöfðingjar eru vanir að ferðast um norðlæg lönd á friðartimum. Forseti Frakka var þá einnig að búa sig í norðurför. Ætlaði hann að flnna fyrst Rússakeisara vin sinn, því þjóðhöfðingjar eru allir vinir á friðartímum. Síðan ætlaði hann að heimsækja kon- unga Norðurknda hvern af öðrum, og þá stóð mi mikið til. Allir vildu þeir sýna að þeir væru stórhöfðinjar og miklir fyrir sjer. í Margt annað stórmenni var þá á ferð um Norðurálfuna. Voru það konungbornir menn og konur, stjórnmálamenn og hershöfðingjar, jafnt sem aðrir, er lægra eru settir. Tala ferðamanna í Noregi og Svíþjóð var þá hærri en nokk- urn tíma áður. Járnbrautarlest- irnar höfðu ekki undan að flytja suma dagana. Menn voru með öllu grunlausir um það sem í vændum var. Morðið á rikiserf- ingja Austurríkis hafði að vísu vakið mikla athygli og talsverðan óróa á „hærri stöðurn", en mesta ólgan vai' af, og svo fóru menn eins og frjálsir fuglar „um fjöli og dali fríða“. Þá var ár og friðhr i landi. Akrarnir stóðu í blóma og kornstangirnar svignuðu undir þungum öxunum. Vínekrurnar glitruðu í sólskinu og aldinin þrútnuðtr á trjánum með degi hveijum. Bændurnir voru ljettir á brúnina þegar tulað var um tíðina, því þecta var gæðatíð og horfurnar ágætar, ef hitarnir hjeld- uát ekki of lengi. Skipin leggja út úr víkum og vogum út á regin-höf og taka ókunn lönd. Vitarnir vísa þeim leiðina í trygga liöfn, því livervetna er friður. Fjenaðui inn „dreifir sjer um græna haga“, jafnt hjaiðirnar í Ástralíu, sem stóðin í Rússlandi. Járnbrautarlestirnar þjóta eins og hugur manns yflr akra og engi, undir borgir og fjöll, yflr elfur og sund. Kolin eru grafin og þjóðirnar kynda hver undir sínum potti. Sjóða þær sykur og blanda bjór, hver i kapp við aðra. Kaupmennirnir sitja með sveitt- an skallann og brjóta heilann um Það hvernig þeir geti nú jafnað gæðunum sem bróðurlegast um heiminn, sjer að skaðlausu auð- vitað. Listamennirnir leggja sig í fram- króka, hver í kapp við annan, til að auka lífsnautnina í heiminum. Framtíðardraumarnir eru glæsilegir fyrir mörgum, en sumir eru fædd ir til eymdar og áþjánar; bráð breyting datt fáum í hug. En svo skeilur þrumuveðrið á, er fjörgamall maður, kominn fót- um fram, mælir liið míkla orð. Það var eins og komið hefði ógur- legur jarðskjálfti. Þjóðhöfðingjarnir þjóta hver heim til sín, Herörin er skorin, Liðið er dregið saman uin öll lönd. Þjóðirnar standa á öndinni með- an þær bíða eftir ákvæði stjórn- endanna. Engum blandaðist að vísu hugur um hver ógnar voði var á ferðum . Friðnuin var slitlð. Landsspítalinn. Eiuhver er nefnir sig „Sóley“ ritar í 32. tbl. „Suðurlands" og leggur í móti landsspítala. Lyk- ist „Sóley" fyrst vilja spyrja kon- ur hjer á Suðurlandsundirlendinu að því, hvað hjer líði sjúkraskýli, áður en farið sje að gefa fje til landsspítala — „eins spítalans enn í Reykjavik", eins og húu orðar það. Rjettara væri það fyrir konur og karla hjer á Suðurlandsundir- lendinu, að athuga dálitið nánar hvað í þessu felst, áður en kipt er að sjer hendinni ineð fje til landsspítala. Segjum að á E^rarbakka væri sjúkraskýli er 'Suðuiiandsuudirlend- ið ætti — og ög tel það sjálfsagt að það kómi hið allra bráðasta, og hjeraðsskömm, að það skuli ekki vera fyrir löngu komið i jafn fjölmennu hjeraði — halda menn að landsspítali yrði þá ónauðsyn- legur — að hann yiði þá ein- göngu fyrir Reykjavík? Nei og aftur nei! Heldur hvað? kunna inenn að spyija. Rvi er auðsvarað. Væri hjer sjúkraskýli er rúmað gæti 10—15 sjúklinga — það mundi að líkind- um fullnægja þörfinni, hvað sjúkl- ingafjölda viðkemur. En ekki væri alt fengið með því. Rað vantar öll nauðsynleg tæki tll sjúkraskýl- isins fyrir því. Og enn kunna menn að spyrja: Hver eru þau áhöld sem vanta? Fað eru t. d. Röntgensgeislaáhöld, allar sjerfræðigreinar, öll möguleg böð og baðáhöld, svo sem iafmagns er mikið eru notuð við tauga- og gigtsjúkdóma, góðar hjúkrunar- konur og lleiri lækna, auk margs annars er hier er ótalið. Petta yrði alt að vera á lands- spítalanum, sem vitanlega yrði að vera í Rvik. Rar sitja og efalaust færustu og æfðustu lækuarnir, sem kemur af þvi að þar er háskólinn og til hans er vandað með kenn- ara. Og eg tel sjálfsagt, að eitt- hvað af þeim yrði við hinn fyrir- hugaða landsspítala. T. d. mun það vera svo við Ríkisspítalann danska, að prófessorarnir við læknadeild háskólans þar, eru yflr- læknar við Ríkisspítalann. Eins gæti það orðið hjer -— enda sjálf- sagt. Og því er óhætt að ganga út frá því, að þar yrði völ góðra lækna, auk allra nauðsynlegra áhalda og rannsóknarstofu. Af þessu er þá landsspitali nauð- synlegur: að ekki er fært að hafa öll þau áhöld sem þarf til að sjá með og lækna þá sjúkdóma sem hægt er að lækna, í hverri sveit á landinu. Rað yrði svo fá- mennri og fátækri þjóð, sem ísl. eru, ókleift, þegar bæði fjölmenn- ari og rikari þjóðir gera og geta það ekki. En okkur er það [nóg að eiga eitt íullkomið sjúkrahús á landinu, og það er bráða-nauðsynlegt. Að minsta kosti dygði okkur það einn mannsaldur, fyrst við höfum látið oss sæma það, að vera sama sem sjúkrahúslausir alt fram til þessa. Sameiginlegt sjúkrahús fyrir landið er og hefir ekki verið til, Þá hefi jeg sýnt fram á þörfina fyrir Landsspítala. En það á ekki að draga kjark úr mönnurn með að koma sjer upp sjúkraskýli í sinni sveit.- Rau eiu jafn-nauðsyn- leg fyrir því. Því enginn getur skilið orð mín svo, að farið sje að hlaupa til að flytja mann norð- an af Hornströndum til Reykja-, víkur, á landsspítalann, þó að hann t. d. hefði taugaveiki. En þar gæti hjeraðsspítali komið að haldi. Þar nyti hann betri hjúkr- unar og væri nær lækni. En væri um enn meiri og hættulegri sjúkdóma að ræða svo sem sulla- veiki eða gigt- og taugasjúkdóma, þá mundi landsspítalinn geta að haidi komið — þó norðan af Horn- ströndum væri. Að lokum vil eg víkja nokkr- um orðum að sjúkraskýli hór á Suð urlandsundirlendinu. Fióður maður um þá hluti hefir sagt rnjer, að koma mætti upp sjúkraskýli hjor á Eyrarbakka, er fullnægði þörfmni, fyrir 8—10.000 kr. Mjer er sagt að til muni vera í sjóði um 2000 kr. Þá munu lög mæla svo fyrir, að sveita- eða bæjarfjelög fái, er þau vilja koma sjer upp sjúkraskýli, úr landssjóði 2 kr. á hvern mann. Hjer mundi sú upphæö nema 14—1600 kr. Fá væri komið á 4. þúsundið og að eins h'erslumunurinn eftir. Og hægt ætti að vera nreð góðu móti að fá það sem ávantar, ef viljann ekki vaniar til þess. En hann verður að vera með, svo alt geti vel farið.

x

Suðurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Suðurland
https://timarit.is/publication/211

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.