Suðurland - 25.09.1915, Síða 2
132
ÖUÐURLANÍ)
En landsspítalinn má einkis í
missa við þetta. Hann er jafn~
nauðsynlegur fyrir því, þó hjer
komi sjúkraskýli. Og því er ekki
rjett að hvetja menn til þess að
leggja heldur fje til sjúkraskýlis
hjer í sveit en hans. Rað er ekki
rjett að láta hann líða fyrir það,
þó sýslubúar hafl helst til iengi
soflð áhuga og aðgerðarleysis-
, svefninum, með sjúkraskýli í sveit
sinni.
En það kemur þeim í koll á
þann hátt, að nú verða þeir að
leggja því meir af mörkum að
þessu sinni, af því þeir vanræktu
hina íyrri skyldu sina — sjúkra-
skýlið. Letingjanum kemur æfin-
lega i koll, þegar hann svíkst um,
og á að hafa ieyst af hendi ákveð-
ið verk á vissum tíma, þá þarf
hann að vinna meira hina stund-
ina — leggja meira að sjálfum
sjer — til að geta int verkið af
hendi. Líkt er oss nú farið.
Viðvíkjandi orðum þessum í
grein „Sóleyar": „fyrir einn spítal-
ann enn í Rvík“, vil eg geta þess,
að þar eru að eins tvö sjúkrahús,
og bæði eign erlendra fjelaga.
Annað eiga Frakkar og nota það
eingöngu fyrir fiskimenn sína, þá
er þeir þurfa þess með. íslend-
ingar hafa þess engin not.
Landakotsspítalinn er, eins og
allir vita, eign katólsku kirkjunn-
ar, rekinn fyrir danskt fje. Hann
er sá er vjer nú notum fyrir
landsspítala, og fyrir löngu
orðinn alt of iítill og fullnægir
hvergi þörfum tfmans. Og við
getum ekki kraflst þess að það
fjelagfæri út kviarnar okkar vegna,
ísl. Og einhvern tíma hefði ver-
ið talinn sá þjóðarmetnaður í oss
íslendingum, að vjer vildum held
ur eiga sjálfir yfir höfuð sjúklinga
vorra, en að láta Daui sjá um
það.
Eg tel þetta púður þvi að engu
hafa orðið hjá „Sóley“.
Að lokum vil eg biðja alla góða
menn að vinna báðum þessum
málum svo inikið gagn sem þeir
geta, og gera vel greinarmun á
Landsspítala og sjúkraskýli. Og
einnig verða þeir að hafa það hug-
fast, að hjer er ekki verið að tala
um að safna fje tíl spítala fyrir
Reykjavík, lieldur fyrir alt landið,
til þess að geta komist hjá því,
að þeir menn, er þá sjúkdóma
hafa, sem eins og nú er, ekki er
hægt að lækna hjer heima, að
láta þá fara utan, og spara á
þann hátt fje. Og svo til þess að
þvo af þjóðinni þann siðmenningar-
blett, að eiga ekkert fullkomið sjúkra
hús.
íslendingar! Sýnum komandi
kynslóð það í verkinu, að vér höf-
um verið þess verðir, að eft.ir oss
sje munað. Að við höfum gert
alt er vjer gátum til þess að
koma þessari þjóð áfram — hærra
í menningarstigann! Reisum oss
þann bautastein með landsspítala
og sýnum að „víð höfum gengið
til góðs, götuna fram eftir veg“.
Þór.
-0*0*0-
dáninn nýji.
Hvert framsóknarmerki á lífsins
leið
skal lyftast af mundum hátt,
en alt það sem vott.ar deyfð og
dáð
í duftið falli lágt.
Yfir framkepni vaki vorsól heið
og veit’ henni sigurmátt!
Verzlun Jóh. V. D&níelssonar
hefir fengið miklar birgðir af
*3tauésynjavörum til vcfrarins
svo sem: Rugmjöl, Hveiti, Valshafra, Grjón, Kaffl,
Svo hátt gnæf þá fáni hauðri á,
úr hjartaþráðum vor ger,
með litina okkar og íslands þrjá
alla í faðmi þjer.
Og tilsögn oss vertu helg og ná,
um hvert oss stefna ber.
Export (Kanna og Geysir), Kandís, Melis, Púðursykur, Strausykur,
Rúsínur, Sveskjur, Sagogrjón og Sæt saft o. fl.
þaé Boryar sig aé líta á vörurnar
Og sjái nú lýðir, hve sigurdagsrönd
þitt sólglitar lita haf.
Það var kepninnar lipra og lagvirka
hönd
sem að landinu og oss þig gaf.
Og svo skulu að síðustu öll bresta
bönd
og bjart verða degi af!
Nú kveð í oss stórhugans sterku
glóð,
sem að stýfi í sundur bönd,
og bend þú oss Islands ungu þjóð
á ónumin sigurlönd.
Og blítt við þig hjali vor beztu Ijóð
sem bárugnauð við strönd.
Gretar Óf.
Úfriðurinn.
Raðan hafa komið ýmsar fregnir
síðustu vikuna,' en þær reynast
misjafnar að gæðum. Fregn kom
um það, að alt væri í uppnámi á
Balkanskaganum, nú er það borið
til baka í dag. Mun þar engin
breyting hafa orðið þessa viku.
Aftur hafa staðið stórorustur á
austurstöðvunum og hefir Þjóðverjum
veitt betur.
Reir hafa tekið Vilna og rofið
herlínu Rússa í Kúrlandi.
Sunnan frá Sundum frjettist
ekkert og heldur ekkert af vestur~
stöðvunum.
Enskur kafbátur sökti riýlega
þýsku beitiskipi í Eystrasalti.
Japanar hafa sett á stofn 1200
hergagnaverksmiðjur. Búa þeir
til hergögn handa bandaþjóðunum,
einkum Rússum.
Páfinn hefir skorað á forseta
Bandaríkjanna í Norður-Ameríku,
að hætta að selja bandaþjóðunum
hergögn. Vill hann með þessu
stytta styijöldina. Svar forsetans
er enn ekki komið. Rómversk
kaþólskir menn um allan heim
telja sjer skylt að hlýðnast boði
og banni páfa; en af þeim er
margt í Bandaríkjunum.
Friðarhorfur eru annars engu
meiri en áður.
oy spyrja
Skólarnir.
Um næstu mánaðamót verða
flestir skólar landsins settir. Er
sagt að í langflesta lagi sæki nú
að Mentaskólanum. Arforðið heflr
verið ágætt. í mörgpm sveitum
þetta ár, þver-öfugt við það sem
var í fyrra.
Má því búast við að sveitafólk
sæki nú skólana meira en áður,
þrátt fyrir tilfinnaniega dýrtíð í
kaupstöðunum. Kemur það nú i
Ijós, að sparnaðurinn við það að
hafa skólana í kaupstöðunum er
eigi svo mikill sem af hefir verið
látið.
Enginn skólí <»■ »ú a öiium
vesturhluta Suðurlandsundirlendis-
ins, að undanteknum barnaskól-
unum.
Tilraun hefir verið gerð til að
halda uppi unglingaskóla hjer á
Eyrarbakka, en aðsóknin verið
mjög dauf, og ekki er hún hvað
örust núna.
Skyldu Eyrbekkingar og nær-
sveitamenn telja sjer það vansa^
laust að láta nú þennan skólavísir
lognast út af, í ekki verra árferði?
Skólinn stendur að eins fjóra
mánuði, einmitt meðan atvinnu-
leysið er mest, og tala atvinnu-
lausra unglinga hjerna í þorpunum
er íhugunarverð. Hinsvegar getur
enginn haldið Því fram í alvöru
að almenn fræðsla standi á háu
stigi; þar um bera verkin Ijósan
vott.
Skyldu ekki finnast neinir tólf,
til að fylla skólann í vetur? Rað
spáir ekki góðu, verði það ekki.
fað væri andlegur hordauði fyrir
þetta pláss.
Undanþága.
íslensku togararnir hafa fengið
leyfi til að sigla með fisk til
Fleetvood á Englandi í vetur, með
vissum skilyrðum þó. Englend-
ingar vilja gjarnan fá fiskinn núna
í dýrtíðinni.
um veréié !
„ *ffinaminnincjíí.
í dag barst mjer Áheit til
Spítalasjóðsins „Vinaminning"
1. merkt 1811 2.00
2. merkt 1819 5.00 als 7 kr.
Um ieið og jeg sjóðsins vegna
þakka gefendum, sem vonandi hafa
fengið heitóskir uppfyltar, vil jeg
jafnframt hvetja aðra góðgjarna
menn og konur til að heita á sjóð
þennan við hentug tækifæri.
Reyndar var ekki til þess ætlast
þegar sjóður þessi var stofnaður
— eins og nafnið að nokkru leyti
ber með sjer — en jafngóðir eru
peningarnir hvaðan sem þeir koma
»<u» pdö ug ems nappasæit
að „heita á“ Spítalasjóðinn „Vina-
minning" sem hvert annað góð*
gerðafjelag eða stofnun í landinu.
Nú sem stendur á „Vinnminn-
ing“ kringum 300 kr. í Sparisjóði
Árnessýslu, og mun bráðum verða
samin skipulagsskrá fyrir sjóðinn.
Eyrarbakka, 22. sept. 1915.
P. Nielsen.
•-----o*o°o----—
Á við og dreif.
Ólafur Lárusson yfirdómslög-
maður er skipaður prófessor í lög-
um við Háskóla íslands (í embætti
Einars ráðh. Arnórssonar).
Látinu í Reykjavík er Kristján
Ó. forgrímsson, konsúll Svía.
Hann var mörgum kunnur, bæði
af viðskiítum og svo af því að
hann var einn af nýtustu mönn-
um Leikfjelags Reykjavíkur. Hann
var tvíkvæntur og mun verið
hafa nálægt sextugu. Jarðarförin
fór fram í dag, með miklu fjöl-
menni.
Sildveiðar hafa verið afar
iniklar í sumar. íslensku botn-
vörpuskipin hafa aflað mæta vel.
Síldin er í mjög háu verði; útveg-
urinn því hepnast ágætlega.
Oullfoss. Sú fregn flaug fyf'r
snemma í vikunni, að Gullfoss,
skip Eimskipaíjelags íslands, hafl
verið skotinn í kaf. Þetta reý11^