Suðurland - 02.10.1915, Page 1
SUÐURLAND
Alþýðublað og atvinnumála
Y. árg.
Eyrarbakka 2. okt. 1915.
Nr. 35.
„SUÐURLAND"
kemur út á laugardögum. Tekið
við auglýsingum í prentsmiðjunni;
þar er einnig afgreiðsla og inn-
heimta. Auglýsingaverð: kr. 1,50
fyrir þumlunginn á fyrstu síðu, en
kr. 1,25 á hinum. Smá auglýs-
ingar borgist fyrirfram.
Stór iðnaðarfyrir-
tæki á íslandi.
Saít — Kol — Olia — Járn.
„Suðurland" heflr fyrir skömmu
minst nokkuð á hin mjög svo
nauðsynlegu hlúti salt, kol og
steinolíu og leitast við að sýna í
fáum orðum fram á hina ómetan-
legu þýðingu sem það mundi hafa
fyrir þióð vora, ef þeir yrðu fram-
leiddir hjer á landi. Það heflr
komið til orða, sem kunnugt er,
að gera tilraun í þá átt, hversu
sem takast kann. Þá er að telja
fjórða hlutinn, sem nofndur er hjer
í fyrirsöginni, en pað or jómið.
Hefir komið til orða og það enda
á alþingi, að reyna að framleiða
járn hjer á landi í stórum stil.
Nokkur von er um að það kunni
• að takast, þegar óíriðnum er lokið.
Eigi þarf langt mál um það að
rtta, hver nauðsynjavara járnið er.
* Telja menn það eitt hinna allra
nauðsynlegustu hluta, næst salti
og kolum.
Heldur hafa störf mannanna
verið ólík því sem nú gerist, með-
an þeir þektu ekki málmana.
Vopn og verkfæri úr steinum
hafa fundist víða um heim og
stafa frá tímum er menn þektu
eigi annað „bitjárn" en steininn.
Má nærri geta að á þeim tímum
var örðugt að gera sjer jörðina
undirgefna, eða að sinna smíðum.
Steinöldin virðist þó að hafa ríkt
lengi, og ríkir jafnvel enn í dag
með hinum lægstu þjóðum.
Hóti skár voru menn farnir er
þeir fengu eirblendinginn eða
bronsið, þó hvergi nærri væri það
fullnægjandi. Eiröldin var líka
löng hjá ýmsum þjóðum, og tekur
járnöldin við af henni. Verður
eiröldin þannig milliliður milli
steinaldar og járnaldar. Það er
auðskilið mál, að verkfæri úr
málmi tæki langt fram verkfærum
úr steini, og að sá varð sigur-
sælli í orustu, er málmvopnin
hafði, Og á sama hátt vorn járn-
vopnin og verkfærin bitrari og
betri en þau er úr eirblendingi
voru gerð. Fer svo jafnan í heim-
inum, að þær þjóðir halda velli
er mest kapp leggja á að finna
ný og betri ráð til að bjarga sjer.
Mikill er munurinn á verkfær-
um steinaldarmanna og menningar-
þjóða nútímans. Þarf í því efni
eigi annað en benda á venjulegan
vasahnif og eggjaðan stein. Má
nærri því geta að með eintómum
steinum gátu menn ekki hugsað
til að yrkja jörðina á neitt svip-
aðan hátt og nú gerist. Þá gat
heldur ekki verið um neina kvík-
fjárrækt að ræða og því síður iðn-
að. Menn voru að langmestu leyti
bundnir við veiðar og herfarir, og
má nærri geta að þá hefir manns
líflð ekki verið metið hátt.
Járnið varð mannkyninu Sesam-
lykill að nægtabúri náttúrunnar,
og þó það hafl mörgum góðum
dreng vakið dreyra, þá heflr það
ómótmælanlega framar flestum
eða öllum, hlutum skorið mann-
kyninu tignarklæðin.
Járnið notum vjer nú í ótal
hlúti. Er þar fyrst að telj't hníf-
inn, eitt hið þarfasta áhald sem
mannkynið á, eða þá naglana sem
öllu halda saman. Þá var ólíkt
hvað þeir flakuðu betur eem liOfðu
öngla úr járni, en þeir sem bein-
öngla höfðu, eftir þvi sem segir í
sögu Parmesar loðinbjarnar. Minna
má og á nálar og skæri, sem og
ljái og plóga. Báta og sbip gerðu
menn fram á síðustu mannsaldra
eingöngu úr trje, en nú hefir járn-
ið eicnig fengið þar yfirhöndina,
þrátt fyrir það þó járnbúturinn
sökkvi þar sem fjölín flýtur.
Mest af öllu kveður þó að járn-
inu í vjelunum, þessum galdra-
verkfærum, sem gjörbreyttu vinn-
unni og kjörum verkamanna á
síðustu öld víða um heiminn.
Gufuvjelin hefir verið drotning
vjeianna fram á þessa öld, og haft
starfsmagn sitt frá einni hinni
mestu afllind, kolunum. En fram-
farir hinna síðustu ára benda í
þá áttina, að hún hafl þegar alið
dætur sjer ágætari og hún muni
bráðum „setjast í hornið". Járnið
mun eigi fyrir það hverfa úr sög
unni að sinni til. Það mun enn
um langan aldur verða notað til
að særa þjóðirnar holundarsáruro
í hræðilegum styrjöldum, og einn
ig til að tengja mannkynið saman
við friðsamleg störf. Frh.
------<>*oo------
Kosnir I ncfnd til að dæma
rit til verðlauna af Gjafasjóði Jóns
Sigurðssonar:
Jón Jónsson sagnfr, Björn M.
Ólsen prófessor, Jón Þorkelsson
skjalavörður.
Ofriðurinn.
Pað fór sem getið var til fyrir
skemstu, að skamt mundi að bíða
stórra tíðinda frá ófriðnum.
Snemma í vikunni frjettist það að
Hindenburg væri með her sinn
fyrir austan Vilna og hamaðist
þar, sem Ijón í lambaflokki. Degi
síðar frjettist að Rússar hefðu tek-
ið Luzk af Þjóðverjum aftur og
nú er sagt að Austurríkismenn
sæki fram á þeim slóðum. Lít-
ur helst út fyrir að bardagar sjeu
háðir daglega á austurstöðvunum.
Vilja báðir ná öruggri fótfestu
fyrir veturinn. Talið er að tjón
Rússa stafl mest af því að Þjóð-
verjum hafl tekist að sprengja í
loft upp helstu skotfæraverksmiðju
þeirra, hafl því kent aflsmunar í
orustunum
Óeyrðir eru sagðar í Rússlandi
og kólera mannskæð, síðustu dag
ana. Rússai- flytja nú sem óðast
burt úr Petrograd austur tíl Moskva.
Bendir það ótvírætt til þess að
þeir búast við að mega þoka úr
höfuðborginni fyrir Þjóðverjum.
Mikið kapp heflr verið lagt á að
draga Balkanríkin inn í ófriðinn
en ekki heflr það tekist enn, svo
frjett sje. Grikkir liafa þó kallað
saman 350 þús. manna til vopna,
og sjest á því að eigi er friðurinn
tryggur þar suður frá.
A vesturstöðvunum hafa Frakkar
haflð ákafa 'sókn síðustu dagana,
og orðið mikið ágengt, tekið yflr
20,000 fanga og mikið herfang.
Bretar hafa hafið árás á Þjóðverja
í Belgíu síðustu dagana. Er svo
að sjá sem allir vilji nú láta til
skarar skríða fyrir veturinn. Get-
ur þá vel farið svo að eitthvað
skipist á annan veg um ráð ófrið-
arþjóðanna, og þá er meiri von
um friðarhorfur. Um þetta verð-
u: þó ekkert sagt að svo stöddu,
g«tur verið að alt lendi við sama
sieininn, sem hingað til: árangurs-
litlai orustur.
Japanar vinna nú af kappi að
stotfæragerð fyrir Rússa, því Rúss-
im er nú örðugt mjög um alla
sðflutninga.
Svíar og Danir eru sem milli
tveggja elda. Hafa Svíar viðskifti
úð Þjóðverja og láua þeim jafnvel
fje. Danir fá nú engin kol í Eng-
lrndi þessa dagana; grunar menn
að það komi ekki af góðu.
í Mexico logar enn alt í ófriði
og ekkert útlit fyrir endir á þeirri
óöld. Bandaríkin hafa þar vakandi'
auga á öllu, og eru við öllu búin.
cþingsins.
Þingið í siimar hefir haft í mörg
horn að lita. Frumvörpin urðu nser
100 að tölu og þingsályktunartillögur
fleiri en nokkurn tíma áður.
Kemur hjer stutt yfirlit yflr þing-
störfin.
Frumvörpin, sem stjórnin lagði fyrir
þingið, voru 22 að tölu. Voru 20
þeirra samþykt, en tveim lokið með
rökstuddri dagskrá. Þingmannafrum-
vörp vovu 76 og var holmingur þeirra,
38, samþyktur, 27 voru feld, 6 tekin
aftur og 6 óútrædd.
Þíngsályktunartillögur voru 34, þar
af 11 um að skipa nefndir, af hinum
voru 14 samþyktar, 6 feldar, 2 teknar
aftur og 1 óútrædd. Rökstuddar dag-
skrár voru bornar upp 23, af þeim 13
samþyktar, en 10 feldar.
Embætti.
Eggert Briem, skrifstofustjóra er
veitt annað yflrdómarembættið, frá
1. okt. Frá sama degi er Ouð-
mundi Sveínbjörnssyni, veitt skrif-
stofustjóraembættið á 1. skrif-
stofu i stjórnaráðinu og Björn
Þórðarson skipaður aðstoðarmaður
á 1. skrif3tofu.
ólafur Gunnarsson cand. med.
& chir. er settur læknir í Miðfjarð-
arhjeraði.
Settur — ekki skipaður — er
Ólafur Lárusson í prófessors-
embættið við háskólann.
Ellefu á vfgvelll.
I þorpinu Cachary við Marne-
fljót búa öldruð hjón, bóndinn 68
ára, konan 65. Þau hafa átt tólf
syni og átta dætur, og er slík
frjósemi fágæt á Frakklandi, sem
alkunnugt er. Ellefu synir þeirra
gengu á vígvöll og liggja sex af
þeim í sárum, einnig fimm tengda-
synir og einn sonarsonur þessara
gömlu hjóna og er þetta frægt
orðið á Frakklandi.
(Lögberg).
■0*0*0-