Suðurland - 31.08.1916, Side 1

Suðurland - 31.08.1916, Side 1
SUÐURLAND Alþýðublað og atvinnumála VI. áTg. Eyrarbakka 31. ágúst 1916. Nr. 29. „SUÐURLAND“ kemur út einu sinni í vikn. Kostar 3 krónur argangurinn, er borgist ekki seinna en 15. júlí. Augl. kosta kr. 1,50 þuml. á fyrstu síðu, en kr. 1,25 á hinum. Smá- augl. borgist fyrirfram. Afgreiðsl- an er í prentsmiðjunni. ,Skýrslurogtillögur‘ milliþinganefndarinnar í eftiriauna- og launamálinu. ---- Frh. Eftir að nefndin heflr lokið „rannsóknum" sínum á eftirlaunai málinu, með því að leggja til að eftirlaun verði afnumin, snýr hún sér að launamáliuu. Er þar.fyrst alllangur inngangur, sem skýrir frá gerðum Alþingis í launalöggjöf- inni, þá er skýrt frá þeim breyt’ ingum, er smám saman hafa orði ið á þessari löggjöf, svo sem launa lögunum frá 1889, svo oglaunum þeirra embætt.a, er síðan hafa ver- ið stofnuð. I stuttum inngangi skýrir nefndin siðan frá skoðun sinni á launamálinu, og birtir að því |jpúnu ‘langt frumv. um laun embættismanna (og starfsmanna), allra annara en presta: Það er víst óhætt að segja það strax, að hafi nefndin eigi verið heppin í rannsókn sinni á eftir- launamálinu, þá hefir hún hálfu síður verið það í launamáhnu, og það, hvort sem litið er til „rann- sókna“ hennar eða niðurstöðu. Því að eftir að nefndin heflr lokið við hinn sögulega inngang, er skýrir frá meðferð málsins á þing- inu, lætur hún sér nægja að kasta fram ósköp losaralegu áliti um, að nú sé orðið dýrara að hía en áður — nefndin tekur þó ekki tillit til dýrtíðar þeirrar, sem nú stendur yfir — og áætlar hún að miðað við 1889, sé innlend vata (fyrir stríðið) hækkuð í verði um 33 °/o- Útlend vara segir hún að ekki hafi hækkað, en húsaleigu kannast hún við mikla hækkun á. En nefndin reynir ekki að komast að neinni ákveðinni niðurstöðu um, hvað mikið sé dýrara að lifa nú (fyrir striðið) en 1889; hún semur enga sundurliðaða áætlun um þau útgjöld, er gera má ráð fyrir að fjölskylda ombættismanns hafi til þess að geta lifað sómasamlega, eins og hún þó segist ætlast til að henni sé fært, og því siðnr fær maður að vita, hvað mikill j sá kostnaður er frá námsárunum /námskostnaður og bætur fyrir atvinnumissi), sem hún ætlar embættismanninum að geta afborg- að af launum sinum. Nefndin hugsar sér launum embættismannsins skift í tvo flokka. Annar flokkurinn er þurftarlaun, þ. e. a. s. laun, sem embættisraað- urinn nauðsynlega þarf til þess að geta dregið fram lifið og framfleytt fjölskyldu; það sem afgangs er, hugsar nefndin svo greitt fyrir þá ábyigð, veg og vanda, sem em- bættinu fylgir og af því leiðir. Eftir því ættu embættismenn und- antekningarlítið að hafa jöfn þurft. ailaun, svo framarlega, sem ekki er beinlínis til þess ætlast, að þeir séu einhleypir. Og eftir því sem peniogaverð breytist í landinu, ættu og þurftarlaunir að breytast. En þessi skifting neíndarinnar verður að engu í höndum hennar, þar sem hún ekki leggur að neinu leyti niður, hvað há þurftarlaunin þurfi að vera, eða hver útgjöld e:'gi að greiðast af þeim, *því að vitanlega getur slíkt einatt orkað tvímælis. Nefndin hefir því eigi búið til neinn þann mælikvarða, sem unt sé að byggja embættis* laíin á, og svifa þessvegna allar tillögur hennar þaraðlútandi í lausu lofti. Með tilliti til þess að nefndin játar sjálf, að aðallífsnauðsynjar hafi stórum hækkað í verbi, mætti vænta þoss, að tillögum hennar fylgdi nákvæmur útreikningur yfir, hvað mikið laun þyrftu að hækka (að krónutali) til þess að vera sömu launin (þ. e. a. s. hafa sama kaupmagu) og þegar þau voru ákveðin, og vitanlega voru miðuð við það kaupmagn, sem peningar þá höfðu. Þetta er svo sjálfsögð skylda nefndarinnar, að það hlýtur að orka tvimælis, hvort nefnd með umboði eins og þessi, leysir verk sitt af hendi á heiðvirðan hátt, þogar hun lætqr annari eins spurn- ingu ósvarað. En í hinu langa nefndaráliti er hér farið í geitar- hús að leita ullar. I tillögum nefndarinnar er það athugasemda- og utskýringalaust kallað „hækk- un“, ef laun eru hækkuð að krónu- tali, alveg eins, þótt. peningar séu nú “(fyrir stríðið) í minna verði en áður, og alveg eins þótt eftin launaréttur sé afnumin, en embætt- ismorin í hans stað verði að borga lífeyrisgjald af launum sínumt Sé miðað við kaupmagn pem inga, er þár skemst af að segja, að í meðförum nefndarinnar hafa svo að segja öll embættisrnanna- laun lækkað, og það þótt ekki sé tekið tillit tiF afnáms eftirlauna. Kemur þá til athugunar, hvort þetta sé rétt eða gerlegt. Nefndin lætur með öllu órannsakae, hvort þau embættismannalaun er nú gilda, séu óþarflega há ellegar ekki, miðað við þann tima sem þau voru ákveðin, en að minsta kosti verður þeirrar skoðunar ekki vart hjá nefndinni, og verður naumast annað tséð, en hún telji þau sanngjörn. Vitanlega væri það gleðilegt, ef lækka mætti embættislaun, svo að skaðlaust væri. En því má ekki gleyma, að embættin eru til vegna þjóðarinnar, en ekki vegna mann' anna, sem í þeim sitja. Heill þjóðarinnar krefur því, að í embættin veljist þeir menn, sem hafa kraft, orku og vilja, til þess að lyfta henni upp og þoka henni áfram, en þar með myndast líka krafan um, að emkœttismaðurinn geti lagt krafta sína, alla og óskifta, inn í ]>á stöðu, sem honum er trúað fyrir. Með vaxandi menm ingu fylgja vaxandi kröfur, líka til embættismannanna. Og þjóðin á að vaka yfir því, bæði með ábyrgði arlögum og almenningsáliti, að embætti hennar skipi bæði dugleg- ir menn og heiðvirðir, en þá verð- ur hún líka að fara svo með þessa þjóna sína, að þeir megi vel við una, geti komist af sómasamlega fyrir sig og fjölskyldu sína, og geti ekki að eins haldið við starfs- fjöri sínu og hæfileikum, heldur geti aukið hvorttveggja þetta, eftir því sem reynsla þeirra og þroski vex, alt þangað til þeir bila fyrir elli sakir eða annara áfalla. Þegar um laun embættismanna heflr verið að ræða, hefir mörg- um mönnum úr alþýðuflokki hætt við því að telja þau eftir, og vilja hala þau sem allra lægst. En eins og þegar er tekið fram, eru þetta skoðanir, sem heyra til um- liðnum áratugum. Alþýða manna vill eins og rétt er, bæta sín eigin kjör, en þar með fylgir líka skiln- ingurinn á því, að embættismenn fái nægileg laun, eigi þeir að geta unnið starf sitt, svo að vel sé. Það verður ekki komist hjá því, að þeir menn beri meira úr být- um, sem varið hafa löngum tíma æfi sinnar og miklu fé, til þess að búa sig undir starf sitt. Hver skynberandi maður veit og skilur nú orðið, að oflág embættislaun hafa margar og miklar hættur í för með sér, og skal hér gerð grein fyrir þeim helztu. Fyrsta aðalhoettan er sú, að úrval ungra manna forðist embœttis- veginn. Það liggur í augum uppi, að ungur maður, sem flnnur hjá sér kraft og orku til þess að ná lengra en fólk flest, lítur að minsta kosti meðfram, ef ekki aðallega á, hver kjör hann eigi í vændum í lífinu. Hann telúr sér það ekki fært, að velja sér þá leið, sem er undirorpin miklum vanhöldum, kostar langan tíma og mikla fyrir- höfn og fé, og gefur þó ekki í aðra hönd betri kjör, en ötull orkumaður getur unnið sér upp á svo að segja hvaða svæði sem er, án þess að þurfa að kosta nokkru verulegu til. Pað skal að vísu viðurkent, að það er mjög gleði- legt, * að ^ungum og duglegum mönnum opnist aðrar leiðir til gengis og frama, en embættisleiði in. En hitt væri beinlínis drep fyrir þjóðina, ef duglegustu mannsi efni hennar forðuðust embættisleið- ina, af því þeir sæju sér betur borgið alstaðar annarsstaðar. Önnur aðalhættan er sú, að embættismaðurinn, eftir að vera kominn í embætti, yrði að leita sér alskonar aukastarfa, til þess að geta komist sómasamlega af. En það er auðsætt, að þá væri hætt- an mikil á því, að aukastörfin bæru aðalstarfið ofurliða. Maður gæti þá ekki lengur vænst þess, að embættismaðurinn legði meiri áhuga, dug og orku inn i embætti sitt, heldur en hann gæti komist af með minst, til þess að geta haldið embættinu, og þá er sann- arlega illa farið, því að vissulega er það með emþættisstörfin ekki síður en með hverja aðra vinnu, að á því er hinn mesti munur, hvort þeim er gegnt með fjöri og áhuga, eða að eins til málamynd- ar, fyrir kaup. Og þó er hér ótal- in sú hætta, sem virðist hvað mest, að embættismaðurinn spill' ist siðferðislega fyrir snápshátt þann, er leiðir af fíkn eftir bitlingi um og launuðum störfum, glati þeirri virðingu, sem hann þarf að njóta, til þess að geta haft tiltrú og komið að gagni sem embættisi maður, og orsakað með því sið- ferðilegt niðurbrot í þeim verka- hring sem hann á að starfa í. Þriðja aðalhættan er sú, að embættismaðurinn, eftir að vera kominn í embætti sljófgist og ónýt- ist, þegar hann ekki hefir nóg í aðra hönd, til þess að geta lifað sómasamlega. Getur slikt lika vel hent þann mann, sem er efnilegur og mannvænlegur til að byrja með, og er þá hættan tvenskonar, ann- arsvegar sú, að hann missi kraft sinn til þess að fylgjast með tím- anum og leysa starf sitt vel af hendi, hinsvegar sú, að hann fyrir basl og ræfilshátt missi virðingu meðborgara sinna og verði ekki til gagns heldur til þyngsla, þótt. ekki fari hann beinlínis á sveitina. fá er eftir að ákveða, hvað til Jiess þarf að embættismaður geti

x

Suðurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Suðurland
https://timarit.is/publication/211

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.