Suðurland - 31.08.1916, Side 2
102
komist sórnasamiega af. Hér er
enn eitt, sem nefndin heflr látið
ósvarað, en þar sem hún segist
ætlast, til þess, að ernbættismenn
geti lifað slíku lífl, og hinsvegar
stungið upp á embættismanna
launum, má vænta þess, að þau
laun nægi að hennar áliti til sóma-
samlegs lífsframfæris. Nefndin
aðhyllist ekki þá skoðun, að þjóð-
in eigi að borga embættismönnurn
sínum það sem félög eða prívat-
menn borga hæst, og er það
vorkunn, því að tekjur landsins
mundu hrökkva skamt, ef launa
skyldi mörgum embættismönnum
eins og „trollarakapteinum". Bn
þegar nefndin fer (bls. 180) að
fjalla um samanburð á launum
embættismanna og manna i öðrT
um stöðum, lendir ait fyrir henni
í rausi og handaskolum. Nefnd-
inni hefði ekki átt að vera það
ofvaxið, að afla sér upplýsinga um
tekjur þeirra manna, sem * eru í
sambærilegum stöðum við embætt-
ismenn, svo sem t. d. verzlunar-
stjóra, bankastarfsmanna, góðra
sjálfseignarbænda og annara svip-
aðra atvinnurekenda, svo sem út-
gerðarmanna og kaupmanna, því
að eftir þeim undirbúningi, sem
siðað þjóðfélag heimtar af embætt-
ismönnum sinum, má ekki búast
við, eða á ekki að mega búast við
að finna í þeim hóp þá menn, sem
ekki hafi fylsta sanngirnisrétt,
miðað við dug og starfshæfileika,
til að heimta þau lifskjör af þjóð>
félaginu, sem svari til lífskjörum
þeirra manna, sem hér eru taldir.
Maður verður að vera svo hrein-
skilinn að segja, að þjóðfólagið hafi
ekki efni á að halda þeim embætt-
um uppi, sem það ekki hefir efni
á að launa sómasamlega. Og eft-
ir því sem að framan er sagt,
verður það embætti ekki talið
sómasamlega launað, sem hefir
minna enn 3000 kr. byrjunarlaun,
hækkandi upp í 4000 kr. og sé
þó hvorki tekið tillit til peninga-
ábyrgðar né risnu, né heldur til
þess vanda og trúnaðar, sem fylg-
ir hæztu embættunum. Vitanlega
er með þessu átt við, að efnbætt-
ið taki allan starfskraft embættis-
mannsins, og sé það ekki, á betur
við að kalla stöðuna „launað starf“
en „embætti*. Maður verður að
gera sér það Ijóst, að þó engin
hætta sé á, að ekki fáist menn í
eifibættin með lægri laurium, þá
er þess ekki að vænfa, að þjóðin
fái íyrir minna kaup menn með
þeim krafti, sem nauðsynlegur er
til þess að embættin séu vel setin.
Það er að vísu satt, að lands-
sjóður borgar háar upphæðir til
embættismanna. En kröfur hvers
eínstaks embættismanns verða ekki
minni fyrir það. Úr þoim vanda
verður að bæta með hentugri
embættaskipun, en að reyna að
reyna að pína laun ernbættismanna
niður úr góðu hófi, sem svarar til
annara stétta, sem í betra lagi eru
settar í mannfélagicu, það er ein-
ungis siðspilling og vitleysa, og
leiðir til siðspillingar og vitleysu.
Þess vegna þarf víst ekki mikirn
spámann til þess að segja það
fyrir, að nefndarstarf það sem hér
er um að ræða, verður til einkis
nýtt, ekki einu sinni til þess að
mynda þann grundvöll, sem seinni
vinna i þessa átt geti bygst á, og
ekki verður heldur séð að á þeim
287 bls. sem nefndarálitið nær
yfir í eftirlaunai og launamálinu
(fylgiskjölin ekki talin með), sé
nokkrum þeim gögnum safnað,
sem að nokkuru liði geti komið
fyrir stjórn eða þing eða nýja
nefnd. Væri það því meirá en
furða, ef st.jórnin vildi leggja fyrir
þing nokkurn hlut af þessum
nefndargetnaði.
Það myndi hafa verið góðra
gjalda vert, ef nefndin hefði treyst
sér til að stinga upp á hagkvæm-
ari embættaskipun, svo embættis-
laun hefðu sparast að því leyti
sem embættum hefði fækkað. í
þessu efni liggur þó lítið eftir
nefndina. Hún vill sameina lands>
bókavarðari og landsskjalavarðar-
embættin, sameina Dala- og
Strandasýslur og leggja niður 5
fámennustu læknishéruðin. Svo
vill hún og leggja niður læknis-
embættið við holdsveikraspítalann
og fela héraðslækni Reykjavíkur
þau störf á hendur. Aftur vill
hún stofna yfirfjárráðandaembætti
með 3500 kr. launum, jafnvel —
að því er séð verður — þótt ekki
verði af aðskilnaði umboðsvalds
og dómsvalds.
Lauri þau er nefndin ætlar
embættismönnum eru yflrleitt
hækkandi eftir embættisaldri. Af
launakjörum eftir núgildandi lög-
um vill hún sérstaklega bæta laun
yfirdómara og kennara við menta-
skólann t’au laun eru Ékveðin
1889. Sé nú gert ráð fyrir að
33 % dýrara sé að lifa nú en
1889, sem nefndin helst virðist
hallast að, og er þó vitanlega of
lágt áætlað, ættu laun háyfirdóm-
ara nú að vera 6400 kr. en laun
hinna dómaranna 4667 kr. — til
þess að vera sömu launin, þ. e. a.
s. hafa sama kaupmagn og þegai
þau voru ákveðin. Eftir lögunum
frá 1889 hefir sem sé háyfirdómi
arinn 4800 kr. en meðdómendurn-
ir 3500 kr. hvor, en eftir tillögum
nefndarinnar hefir háyfirdómarinn
5000 kr. byrjunarlaun, hækkandi
upp í 6000 kr., en meðdómend-
urnir hvor um sig 4000 kr. hækk-
andi upp í 5000 kr. Hér frá
dregst svo lifeyrisgjald, sem þess-
ir menn áður voru lausir við.
]?vi skal engan veginn haldið fram,
að þessum mönnum sé ekki nægii
lega launað með því sem nefrdin
stingUr upp á, en miðað við þann
tíma, sem launin voru ákveðin,
er hér ekki um neina launahækki
un að ræða, heldur fremur lækk-
un. Er þetta aðeins nefnt sem
dæmi þess, hvernig nefndin í til-
lögum sínum „siglir undir fölsku
flaggi".
Af embættismönnum eru það
helst skrifstofustjórar Stjórnarráðs1
ins, sem nefndin hefir tekið á3t-
fóstri við, og eru þó laun þeirra
tiltölulega nýlega ákveðin, En þar
með er ekki sagt, að launin séu
oi há, heldur að eins sæmileg.
Verri útreið fá sýslumennirnir,
sem byrja flestir með 3000 kr. og
enda i 3600 kr. — auk skvifst.ofu
kostnaðar, sem nefndin hefir sett
alveg af handahófi — og eiga þeir
þó að hafa peningaábyigð. Aljiingi
1889 ákvað sýslumannalaun 3000
—3500 kr. ílestöll og er þá vanda-
lítið að sjá að nefndin hefir fæit
þau niður, og tekið þó burt eftin
launaréttinn. Sýslumenn hafa og
engar aukatekjur eftir frumvaipi
nefndarinnar eða sama sem engar.
Kennarar við mentaskólann
byrja með 2200 kr. og komast
upp í 3600 kr. En þar sem þeir
þurfa 21 ár til þess að ná þeim
launum og er áætlaður 26 ára
embættisaldur, ætlast nefndin ekki
til að „Adam verði lengi í Para-
dís“. Pó að nefndin tali um að
hún vilji bæta kjör þessara embætti
ismanna, sem að flestra áliti gegna
einna þýðingarmesta starfinu í
þjóðfélaginu, verður þó niðurstað-
an yfirleitt lækkun í samanburði
við 1889, þegar launin voru ákveði
in, jafnvel þótt ekki sé tekið tillit
til afnáms eftirlauna. Ennþá minni
réttingu mála sinna fá þó rektor
og yfirkennari, og ættu þeir þó að
hafa laun á við prófessora í elsta
launaflokki, eftir venju flestra
þjóða.
Læknar, — að undanteknum
héraðslækni Reykjavíkur, sem er
ætla3t til að hafi sérstakt staif —
fá 120Qi—1800 kr. í laun, eftir tih
lögum nefndarinnar. Hæstu laun
háfa læknar í fámennustu héruð-
unum, en lægst i þeirn fjölmenn-
ustu, gert ráð þar fyrir meiri auka>
tekjum. En þar sem reynsian
hefir sýnt og mun vafalaust fram-
vegis sýna, að í fjölmennustu lækn
ishéruðin setjist helzt „praktiser-
andi“ læknar, og búast má við
þar af leiðandi mikilli, ef til vill
stórkostslegri rýrnun í tekjum hér-
aðslæknis, þá virðist þessi frádrátt-
ur af launum lækna í fjölmennari
héruðum, vera bygður á minna
viti, en vænta mætti af verum,
sem þó tilheyra dýraríkinu. Þá hefði
verið skárra að skömminni til að
hafa enga héraðslækna í fjölinenn-
ustu héruðunum, sem œtla mætti
að praktiserandi læknar myndi
setjast að i, heldur fela einhverjum
lækninum að gefa opinberar lækn-
isskýrslur fyrir einhverja sérstaka
þóknun. En vitanlega hefði þá
læknirinn ekki verið bundinn við
taxta, og hefði það getað sviðið
til héraðsbúa, þeirra sem lengst
þurfa að vitja læknis. Annars eru
sérstaklega laun lækna óhæfilega
lág, þegar tekið er tillit til van-
haldahættu þeirra og eftirlaunai
leysis, og kennir ekki hvað sízt
þar frámunalega lélegra nefndaii
starfa, að ekki sé tekið harðara
til orða.
Ekki fer nefndin betur með lág-
launaða starfsmenn en embættis-
menn. Að vísu er ekki gert rái'
fyrir því, að þessir menn þurfi ai
kosta nokkru verulegu til undit
búnings undir stari sitt. En ú
því nefndin æ last til að t. d. að
stoðarmenn i\ pcsthúsinu byrji
með 720 kr. og endi með 1440
kr. hefði henni ekki veitt nf um
loið. að gera einhverjar ráðstafan-
ir til þess, að þessir menn yrðu
ekki heimilisteður eða ómagamenn,
því að á því kaupi getur fjölskyldu-
maður vissulega ekki lifað í Reykja-
vik, þegar hann á að verja öllum
tíma sínum tii staifsins — eins
og póstmenn víst. verða að gera.
Annars hefði þurft að taka fram,
hvað langan tíma láglaunaðir
starfsmenn ættu að vinna daglega
fyrir kaupi sínu, því að kósti starf-
ið allan þeirra tíma, eru launin
svo óhæfilega lág, að þess er ekki
að vænta, að nokkir menn fáist í
þau, sízt til lengdar, en hafi mað-
urinn tíma til að vinna annað eins
starf eða meira snnarsstaðar, má
vera að launin séu sæmileg. En
að byrja með 720 kr. í laun, og
hækka á hverjum tveimur árum
um 120 kr. upp í 1440 kr. og
sitja við það til gamalsaldurs og
eiga að kosta sig að öllu af þeim
launum — það er víst staða, sem
fáir foreldrar myndu vilja kjósa
syni sínum til handa, enda væri
það léleg virmumannsstaða, sem
fkki væri arðvænlegri.
Rúmið leyfir ekki að rekja frek-
ara en hér er gert, tillögur nefnd'
arinnar í launamálinu. Séu laun-
in ákveðin of há nú, þá er sjálf-
sagt, að breyta þeim. En hitt má
ekki eiga sér stað, að þyTtjast
hœkka laun, sem í sjálfu sér eru
lœkkuð, strá ryki í augu aímenn-
ings með krónutali, en taka ekki
tillit til þótt kaupmagn peninga sé
gjöibreytt frá því er launin voru
ákveðin, né heldur að reikna með,
þótt launum þeim sem upp á er
stungið fylgi útgjaldaauki og rétt-
indatap. Nefndin á að vera viss
um, hvað er hækkun eg hva<^ er
lækkun, það er minsta krafan, sem
gerð verður til hennar, og þó hefir
hún ekki einu sinni getað geitsvo
lítið, þó sagt sé, að störf hennar
hafi kostað landið um 20 þús. kr.
Og nefridin veiðui að vita, að þótt
alþýða manna vilji fegin spara fé,
þá vill hún þó ekki fyrir þann
sparpað kaupa ónýta, siðspilta og
bitlingaleitaiidi embættismannastótt
sem reynzlan sýnir að skapast í
þeim löndum, þar sem embættisi
laun eru mjög lág, eins og t. d.
á Rússlandi. Monn vita það, að
það er ekki af tómu tilhaldi eða
ofmiklu auðsatni, að menningar-
þjóðir Norðurálfu launa embættis-
menn sína vel, heldur er orsökin
sú, að heilbrigð embættismanna-
stétt er skilyrði fyrir heilbrigðu
þjóðlifi, og hinsvegar að spilling
og rotnun hjá embætjtismöpnurn
leiðir af sér spilling og rotnun \
þjóðfélagslíkarnanum yfirleitt, Þess
vegna vilja ríkin stuðla að því,
bæði með skólamentun, launalög-
gjöí og eftirliti, að embætlismanna-
stéttin geti komið að gagni, orðið
lyftistörig fyrir þjóðlífið. Retta
skilur og nú orðið alþýða manna
hér á landi — og frá hennar hálfu
getur því ekki milliþinganefndin
vænst þakklætis — né kjörfylgis
fyiir 3tarf sitt nefndin veríiur ;.ð
vita ]iað, að h ín „heiir sín lai n
úttekið", og iað í líkum mæ i,
með því sem hún lieíir kosti.ð
landssjóð. Frh.
Þorfi, 'inur Kristjinsson.