Alþýðublaðið - 18.10.1963, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 18.10.1963, Blaðsíða 10
0 VV.. ( Hannes á horninu i Framhald af 2. síðu. EN Á TRÖPPUNUM á húsi sínu stóð sjálfur presturinn hempu- klæddur, ásamt söngkór og organ- leikara, með íslenzka fánann breiddan á handriðið fyrir framan sig í stað altarisklæðis. Ég leit yfir mannfjöldann og sá þegar hvað var að gerast. Kirkjan, sem af mánnahöndum var gjörð, var í þétta 6Ínn of lítil fyrir söfnuðinn. og því brá prestur á það ráð að flytja messu þennan drottins dag í stærri, víðari og háhvelfdari kiykju. ÍI»ARNA VAR FLUTT stemmings ftrll guðþjónusta og snjöll og kraft mikil predikun — um kirkjuna og söfnuðinn, æskuna, uppeldið, njannlifið og um menningu og rrjeinsemdir okkar tíma — alvöru þhmgin og þó full af guðstrú, lífs- tijú og bjartsýni. Og kórinn söng og fólkið söng, og hátalarinn magn aði orð og tóna svo að allir nutu vól þess, sem flutt var. AÐ LOKINNI MESSUGJÖRÐ h$fst annar þáttur dagsins með j að lúðrasveit lék nokkur falleg lög. Þá var barnasamkoma með ávarpi (sem ungur maður flutti) barnasöng, leikþætti (þekkt per- sóna úr Kardimommubænum heils aði upp á börnin þeim til óbland- ipnar ánægju) og útileikjum barna. En fullorðna fólkið yljaði sér á heitu kaffi inni í hinni notalegu kaffistofu safnaðarheimilisins. Eftir kl. 8 um kvöldið var svo „andagt“ í kirkjunni. — Tölur fluttar, söngur músik bæn — og kirkjan troðfull út úr dyrum. Og maður fann, að það var ekki á- hugalaus, hlutlaus hjörð sem fyllti hana, heldur lifandi söfnuður, virk ir meðlimir og þátttakendur þess- arar helgu stundar. Á EFTIR fram eftir kvöldinu gat unga fólkið svo valið um að horfa á góðar kvikmyndir, sem sýndar voru innan dyra, eða að dansa í kvöldkyrrðinni á palli; sem reistur var til þess úti. Mér er Ijóst, að bak við þennan dag lá vafalaust mikið starf margra handa og huga, en aðalstjórnandinn sjálfur, hann var með og fylgdist með öllu frá upphafi og setti ósjálfrátt á visst svipmót með nærveru sinni. Er það ekki einmitt slíkra manna, sem kirkjan — og þjóðin --- þarfn- azt nú í dag, prestanna, sem ekki einungis kunna að predika í stóln- um heldur engu síður „slettunum“ mitt á meðal fólksins? Og áreiðan- lega þarf Jóhann Hannesson próf- essor ekki að óttazt að slikir prest- ar prediki sinni eigin kirkju til bölvunar", eins og hann segir í pistli hér í blaðinu um daginn, að sumir klerkar geri. Þvert á móti eru þeir blessun kirkjunnar, líf og "ramtíð. VEL Á MINNST fyrst ég fór að neína klrkjuna. Ég las nýlega í Morgunblaðinu grein eftir hinn á- gæta bókmenntafræðing og ís- landsvin Jörgen Bukdahl. Þar tal- ar hann um síðustu för gína í Skál- holt í sumar og minntist hinnar nýju, veglegu dómkirkju. Virðist hún hafa orkað mjög á hug hans í formfegurð sinni og tígulega ein- faldleik og orðið honum uppfyll- ing þeirra drauma, sem hann ejálf- ur hafði alið með sér „árum sam- an“ um endurreista Skálholts- kirkju.- Dómkirkja skyldi það vera, en yfirlætislaus. ekki útflúruð, en hafa þó á sér musterissvip. Hún átti að vera arftaki allra þeirra kirkna, er þarna hefðu staðið fyrr- um“. ARFTAKI ÞEIRRA ALLRA, seg ir Bukdahi, — sögulegur þjóðar- helgidómur! — Er það ekki ein- mitt það sem við ætlum hinni nýju Skálholtskirkju að vera? Hún er ekki aðeins arftaki kirkju Brynj- ólfs og Jóns Vídalíns heldur einn- ig íleifs og Þorláks helga, Páls — og Gissurar, sem gaf henni sitt eigið óðal til ævarandi eignar og staðfestu. Víst má telja kirkju Brynjólfs móðurina, en jafnrétt er þá að nefna kirkju Þorláks helga og Páls biskups formóður- ina. ÞEGAR ÉG KOM TIL SKÁL- HOLTSKIRKJU fyrir skömmu, fannst mér einmitt eitt á vanta í þessu glæsta og göfuga musteri: Þar var ekkert í innra búnaði þess sem minnti á formóðurkirkjuna, enginn beinn, ótvíræður tengilið- ur við upprunann. Sjálfur Brynj- ólfur biskup var þó svo tengdur for móðurkirkjunni og helgum dóm- um hennar, að hann orti ljóð til guðsmóður og lét hana eiga kap ellu í gömlu dómkirkjunni, að því er Bukdahl segir. Og einhvern- veginn finnst mér sem þjóðin og kirkjan að Skálholti — nýja dóm- kirkjan — ekki hafi rækt minning- una við helgan arf sinn og upp- runa fyrr en einnig hún sýnir hinni heilögu móður sömu gestrisni. Þá fyrst yrði hún sögulegur þjóðar- helgidómur. Einangrunargler Framleitt einungis úr úrvals gleri, — 5 ára ábyrgð. Pantið tímanlega. Korkiðjan h.f. Skúlagötu 57. — Sími 23200. BÍLA OG BUVÉLA SALAN v/Mikiatorg Sími 2 3136 Pressa fötin rreeðan þér bíðið. Fatapressun A. Kúld Vesturgötu 23. SMURSTÖÐIN Sætúni 4 - Sími 16-2-27 Bíllinn er smurður fljótt 05 veL Celjum altar tegundir af smurolÍR. Ályktanir Framh. af 7. síðu benda á, að litil böm leika sér helzt frammi fyrir dyrum heim- ila sinna og er því æskilegt fyr- irkomulag, að inngangur snúi að leiksvæðum barna á lóðum £jöl- býlishúsa og forðazt sé að láta þá snúa út að umferðargötunum. Eins og áður segir, þarf einnig að staðsetja barnaskóla þannig, að börn þurfi ekki að fara yfir miklar umferðargötur til þess að sækja þá. Um unglingaskóla og menntaskóla gildir sama. Eins og nú hagar til, er öllum mennta- skólanemendum borgarinnar stefnt niður í miðbæ, ásamt barna- liði. Þetta eykur á umferðina að nauðsynjalausu og er því óvitur- legt og óvarlegt. Menntaskólinn þarf að flytjast úr miðbænum, — enda eru núverandi menntaskóla- lóðir hið ákjósanlegasta svæði fyr- ir byggingar, sem óhjákvæmilegt er að reisa yfir ríkisstofnanir innan tíðar. Byggja þarf mennta- skóla í Vesturbænum og annan í Austurbænum. Kæmi vel til mála að hafa menntaskólana £ Reykja- vík fleiri en þetta, en óþarfi er að rökræða um það að svo stöddu, þar sem eins líklegt er, að þróun- in stefni að fjölgun heimavistar- menntaskóla og eflingu þeirra. Öllum unglinga- og menntaskól- um þarf að fylgja nægilegt Iancl fyrir leiki og íþróttir. Skólarnir sjálfir þurfa að vera það stórir, að þar séu húsakynni fyrir bóka- og lestrarsal. föndur, listir og í- þróttir. Skólarnir eiga að vera okkar æskulýðsheimili. Á þennan. hátt er stuðlað að jákvæðu við- horfi nemendanna til skólanna. Það tíðkast æ meir, að húsmæður vinni uti. Hlutverk skólanna eykst stöðugt m. a. af þeim sökum og þarf því að vanda betur til þeirra. Gæta þarf þess, að íbúðarhverfi séu ekki látin þrengja að skólun- um, þar sem slíkt hefur í för með sér ónæði og árekstra. Aukinn kostnaður vegna veglegra skóla sparar mikil útgjöld á öðrum sviðum. Veglegar byggingar má reisa án íburðar. Mikið fé má spara með góðri skipulagningu framkvæmda við skólabyggingar. Auka þarf samstarf æskulýðs- félaga og skólavfirvalda. Þannig að húsnæði og íþróttavellir notizt sem bezt, þar sem kennsla skól- anna fer fram á öðrum tímu.m en starfsemi framangreindra félaga. Koma þarf í veg fyrir gerð þeirra mannvirkja í nágrenni Reykjavíkur, er hindrað geti eðli- lega iitþemslu borgarinnar, eða hafa í för með sér. hættur og há- vaða, svo sem flugvellir. 11. október 1963. Bílasalan BÍLLINN Sölumaður Matthías Höfðatúni 2 Sími 24540. hefur bflinn. Fek aS mér hvers konar þýðing- ar úr og á ensku, EIÐUR GUÐNASON, ISggiItur démtúlkur og skjal» bvðandi. Nðatúni 19. simi 18574. t CL 3 mprn Verkamannafélögin í Hafnarfirði halda SKEMMTIKVÖLD í Alþýðuhúsinu, laugardaginn, 19. okt. kl. 9 e. h. Skemmtiatriði: 1. Spiluð félagsvist. 2. Dans, gömlu og nýju dansamir. Verkamannafélagið Hlíf. Verkakvennafélagið Framtíðin Sjómannafélag Hafnarfjarðar. Nýkomið Ungversk barna og unglinganáttföt. Verð frá kr. 98.00. CHARLESTON sokkar kr. 30.00 parið og margt íl. Gjörið svo vel og lítið inn. ÁSA Skólavörðustíg 17 Sími 15188. ÁSA, Aðalstræti 18 Sími 10923. » í Dögun við Maumee skólann. — Jói, þetta er beyglan, sem leikarinn var á. — Já, þetta cr bíllinn hans og lyklarnir eru í honum. Örlítið síðar á móteli í grendinni: Clipper? Þetta er Grabber. Þú svarar ekki í símann. soKpy.cup/-- r hap \ TÞ ö£T A PAS&kSy/ J "'ZT hev! his^ ~ BEP HASN'T BEEN SLEPT ^AWBE HE MARRIEÞ THS D'EAM OF WOMEN Tv or MAYBH OK16 OF H!S FEA"IALE FA/JS' HUS- BANDS [ CAUöHT UP x/l PON'TÍ - v nn ow A WHiCH WOULP BH WOKSe! Er ekki allt í lagi? — Fyrirgefðu Clip, ég varð að fá lykil ltjá húsverðinum. Ilvað er þetta, rúmið er ó- bælt. — Kannske eru þau gift, rektorinn og hann? Kannske er hann bominn í steininn fyrir að Iáta hana ekki í friði. Svo getur líka vcrið að eiginmaður einlivers af að- dáendum hans hafi náð í hann. Ég veit ekki hvað af þessu væri það versta. 10 18. okt. 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.