Valurinn - 31.01.1907, Síða 3
26. »bl.
VALURINN.
atvikin, skrefln sem hann stígur,
rétt eða röng, alt sem veldur
sigri hans eða falli í þröng manm
lífsins.
Skáldin og listamennirnir hafa
ofta.st nærriast auga fyrir sálarhfl
manna og horfa skarpast á sjónleik
lífsins. 1*688 vegna eru sjónleik-
arnir imynd lífsins eða endurspegl-
un þess, sem vér eigum að læra
af.
Séu sjónlciknrnir ekki gerðir af
list, þá hafa þeir litla þýðingu,
því þeir gefa mönnum þá ekki
rétta hugmynd um líflð, — sú
litla þýðing, er þeir hafa, er til
verra eins, með því þeir spilla þá
dómgreind manna.
Til þess þeir hafl nokkra góða
þýðingu, verða þeir því að vera
samdir af verulegri list — en hin
verulega list er sannleikur, þ. e.
vér sjáum, að hugsjónirnar eru
sannar og tala til hjartans, óg að
persónurnar hafa hold og blóð,
lifa og hrærast eins og vér, og
hljóta og geta verið tii, þótt þær
aidrei hafl lifað meðai vor í raun
og veru.
Og að lokum þurfa leikarnir að
vera sýndir af list, eigi þeir að
koma almenningi að notura og
njóta sín til fulls. Leikendur
verða að skilja til fulls þá per'
sónu, sem þeir leika, bæði í smáu
og stóru, bæði í hugsunum og
hreyfingum, og þeir verða að geta
sýnt þetta án þess að blanda
nokkru af sér sjálfum í leikinn.
í*á fyrst er að ræða um sanna og
uppbyggjandi list.
* *
*
í öllum siðuðum iöndum eru
leikirnir taldir uauðsynlegir, bæði
sem skemtun og menningarmeðal.
Þeir eru nokkurs konar andleg líf-
æð frá þjóðunum fyrir utan, sem
flytur með sór hugsanir þeirra,
starf og hugsjónir, um leið og þeir
eru spegill þjóðanna sjálfra, sem
þær geta skoðuð í bæði kosti
sína og lesti.
Hjá oss er leiklistin ung og á
fremur lágu stigi sem vænta má,
þar sem menn hvorki hafa efni á
að vígja sig eingöngu listinni eða
sigla og sjá list annara þjóða,
þar sem hún er fullkomnust. Listin
þarf að hafa menn alla í sinni
þjónustu, annars er hætt við, að
hún verði að meiru eða minna
leyti kák.
En samt sem áður er næstum
því furða, hve langt einstöku leik
endui í Reykjavík hafa komist,
með jafnillum aðbúnaði, og sýnir
það Ijósiega, að ekki er íslend-
ingum synjað leikgáfunnar. En
aðalmeinið, sem kyrkir vöxtinja
úr hinni íslenzku leiklist, er að
verum dóttii það, hve almennings
álitið er bogið, og hve litlar kröfur
fólkið gerir til leikendanna. Hin
sanna list er á engan hátt metiii
og kákið er tekið jafn gott og
giit. Slíkt gertt bæði að drepa
áhuga góðra leikenda og venja þá
menn á að leika, sem hvorki hafa
leikhæflleika eða skiining á því,
hvað listin er.
Yæri kröfurnar harðari, þá þyiftu
menn ekkiaðþoia aðrar eins k valir og
hver smekkmaður hiýtur að taka
út í isienzkum leikhúsum, utan
Reykjavíkur. Þá væri oss ei boðið
upp á aðra eins hörmungarsjón
eins og t. d. leik þann, er nokkrir
utanbæjarmenn sýndu hér á ísa-
flrði fyrir skömmu. Vér erum
svo velviljaðir við þá að nefna þá
ekki á nafn, en ísfirðingar munu
kannast við, við hverja vér eíg-
um.
Önnur eins ósköp gætu hvergi
sést nema á íslandi, því þarna
var alt jafn vitlaust, bæði leikritin
og leikur leikendanna. Yér vissum
áður fullvel, að smekkur manna í
þessu efni var á lágu stigi, en á
svo lágu stigi höfðum vér þó
aldrei ímyndað oss að hann væri.
Og það var misbrúkuð þolinmæði,
sem fókk menn t.il að sitja undir
öðrum eins skrípalátum — menn
áttu að ganga burt og láta ekki
bjóða sér slíkt.
En i staðinn fyrir það sat fólkið
kyit og klappaði lof í lófa!
Þe gar menn sækja leikhús, þurf.i
þeir fyrst og fiemst að leggja sér
tvent á hjart.a: fyrst og fremst að
lofa það, sem gott er. og uppörfa
með því góða list, og í öðru lagi
að sýipi vondum leik fyrirlitningu
eða vanþóknun sína. Geri menu
þetta ekki, draga þeir dár að
sjálfum sér, um leið og þeir draga
dár að listinni.
Geri monn það ekki, geta þeir
ennfremur aldrei búist við ísienzkri
leiklist, og þar af leiðandi aldrei
góðri ieikritasmíði. Því leiklistin
fæðir af sér leikritaemíðina, og
ekkert iand, sem heflr lélega leikiist
getur búist við góðum leikritahöf-
undum.
En eins og það er vist, að vér
eigum marga góða krafta í þessa
átt, eins er það víst, að þeir eru
að meiru eða minna leyti drepnir
af smekkleysi manna og umburðar-
lyndi og það er þungt tjón fyrir
okkar fátæka land.
Töluvert samvizkuspursmái ætti
þetta því að vera fyrir menn við
nánari athugun.
Vestri leiðréttir.
í siðasta blaði Vestra ætlar rib
stjórinn að fara að leiðrétta orð
Valsins um ávarp heimastjórnar-
flokksins, og segir þar beinlínis,
að Valiuinn hafl logið upp máls-
ástæðum. Vér kendum svo í
brjósti um ritstjóra Vestra, að vór
vorum fyrst á báðum áttum hvort.
vér æt.tum að svara því eða ekki,
en réðum þó af að gera það, ef
vera kynni, að einhver væri svo
grunnhygginn, að sannfærast af
Vestrá.
Lygin á að vera í því fólgin, að
vér segjum að stjórnarliðar haldi
þvi fast fram, er þeir komu séi
saman um í þingmannaförinni og
eugu öðru, en í ávarpinu stendur
að þeir haldi sér við þann sam-
koinulagsgrundvöll, er þingmenn
komu sér saman um í förinni.
Þarna hefir farið fyrir Vestra
eins og kerlingunni, sem bölvaði
fuglinum Sút, sem rifi menn á
hol, af því hún hafði lesið í Passíu-
sálmunum: „Sút flaug í brjóstið
inn!“
Samkomulagsgrundvöliurinn hefir
orðið álíka hugtak eða vera fyrir
ritstjóra Vestra og fugiinn Sút
varð fyrir kerlingunnni. Að minsta
kosti er ritstjóranum sjáanlega
ekki vel ljóst hvað samkomulags-
grundvöilur á að þýða.
Vér skulurn þá fræða ritstjórann
um það.
Samkomulagsgrundvöllurínn getur
ekki verið annað en þau mál, som
þingmenn komu sér saman um i
þingmannaförinni, sem sé það er
vér tókum fram í Valnum, að ís-
land verði tekið upp í titil konungs,
stöðulögin endurskoðuð o. s. frv.
Nú höfum vér svo rækilega sýnt
fra r á í síðasta Valnum, hve óljós
sú stefna er og hversu stórhættuleg
hún er fyrir ísiand.
Grein Lárusar Bjarnasonar og
Lögréttugreinarnar sýna ljóslcga,
að stjórnarliðið ætlar ekki að koma
með neinai' viðtækari kröfur.
Þar er þa.ð tekið fram eins og
vór gátum um, að stjórnarliðar
ætli að innlima ísland eins og
óaðskiljanlegan hluta Danmerkur.
En um það mál höfum vór bæði
skrifað og mmiuin : krifa ítarlega
síðar, svo hór er ekki ástæða til
að fara um það frekari orðum.
Þau mundi gleðja oss, ef hin
dularfullu orð ávarpsins gætu
skýrst dálítið í höfðinu á Vestra'
ritstjóianum við þetta. — En ein-
róma mun dómurÍBn verða um
þessa dæmalausu skarpskygni hans.
Að eins viljum vér biðja hann
þegar hann leiðróttir næst frásögn
Valsins, að láta eitthvevt orð vera
af viti í leiðréttingunni — sé honum
það mögulegt.
Þetta ætti að nægja !
Utan úr heimi.
Frá Madagaskar.
Eyjan Madagaskar er opt nefnd
„evrópiski kirkjugarðurinn“ í dag'
legu tali. Hún liggur við austuv
strönd Afriku í indverska haflnu
og er 1625 km. á lengd en 500
km. á breidd. Það nafn á eyjan
með réttu, því legstaðafjöldinn þar
3ýnir bezt leiðina, sem austræni
þjóðirnat' þar hafafarið við tilraunir
Norðurálfubua tii þess að koma
þar á siðmenningu sinni.
Eyland þerta heflr án alls efa
verið þeklct í íornöld, en árið 1506,
fjórtán árum eptir fund Ameríku,
fundu Portúgalsmeun það aptur.
Gerðu þeir fyrst, en síðar Frakkar
ög seinast Engiendingar tilraunir
til þess að ná þar fótfestu. En
allar strönduðu þær annarsvegar á
hinu drepandi ioptslagi, sem þar cr
og á hinn bóginn á hatii íbúanna
og fjandskap við útiendinga. Árið
1814 reyndu Frakkai enn að nýju,
að leggja eyna undir sig, en áttu
þar fult í fangi og gekk svo meiri
hluta aldarinnar. Loksins tókst
þeim 1886, að neyða hina ríkjandi
konungsætt þar, sem var af kyni
iZowia-þjóðarinnar, til þess að játast
undir verndarstjórn Frakka,— urðu
þeir að beita til þess allmiklu
herliðí,
103
En árið 1895 hófu eyjarskeggjar
aftur uppreist gegn Frökkum, og
kostaði það ógrynni fjár|og mannalíf
svo þúsundum skitti að bæln hana
niður. Og 1897 hóf konungsættin
á ^eynni enn óeyrðir, en þær voru
bældar niður þegar í stað, — ráku
Frakkar drotningu þeirra, Ranava-
lona, frá völdum og í útiegð til
Algier, og ge; ðu iandið að franskri
nýiendu.
Síðan heflr stjórn Frakka gert
margar ogmiklírrumbætur á þessari
indælu og fvjóvu ey, enda eru
íbúarnir ágætum gáfum gæddir.
Ágætur vegur er lagður írá hafnav
borginni Tamatave á austurströnd-
inni til höfuðstaðarins, Tanan-
arivo og sömuleiðis ritsími. —
Austurstrandbvggjar heita Howa,
eru þeir ijós'gulbrúnir á hörund og
efaiaust. af Maiajakyni; þeir taka
nú óðum kristna trú, sem enskir
trúboðar fluttu þar þegar á 18. öld,
en varð litt ágengt. Á vestur-
ströndinni búa hinir svonefndu
Betsiléo.11 þ. e. „hinir ósigrandi;*
þeir eru sterkbyggðir mjög, bik>
svart.ir á hörundog eflaust náskyidir
Köffum á megin'andinu. Taka
þeir einnig óðum framförum í
allskonar siðmenuingu.
í’rátt fyrir þessar menningar
framfarir, rná það heita djarft teflt,
að fyrir skömmu siðan fór ensk
stúlka. Lucy Broad, aiein sins liðs
á reiðhjóli þvert yfii Madagaskar.
Til þess að komast til eyjarinnar
fórhún með gufuskipi því, er gengur
á milli Durban og Tamatave. Síðan
fór hún á litlum gufubát meira en
70 míina. veg um flóa, sund og síki,
sem eiu á öllu strandbeltinu að
austan; er þar io'tslagafarhættulegt
einkum vegna „gulu veikinnar,"
sem þar er einkar banvæn. Hún
kom loks heil á húfi til Mahatsara,
sem er smáþorp á gullfallegum stað
við fljót nokkurt. Þar hóf hún ferð
sína á reiðhjólinu.
Vegurinn til Tananarivo er frá-
bærlega góður og vel hirtur; liggur
hann i bugðum og aflíðandi snið'
skorningum upp og ofan óteljandi
hæðir, sem fara smáhækkandi eftir
því sem lengra kemur upp i landið.
Leiðin lá um fögur smáþorp,
•em stóðu fjöldamörg á víð og dreif
beggja megin við brautina. Lækir
bunuðu með léttum nið um dalina
og græn ágætlega yrkt engi láu
jafuhliða undurfögi um frumskógum.
Hvergi voru gistihús. Ungfrúin
fekk alstaðar ókeypis gistingu í
gites d’etat, gistihælum, sem reist
eru á ríkisins kostnað, en reyndar
eru ekki sem alira þægiiegust, sízt
fyrir þá, sem vanir eru þægindum
gistihúsanna í Evrópu, Það bar
ósjaldan við, að ungfrú Broad
vaknaði við vondan draum, þegar
steypiflóð af regnvatni fossaði niður
um þakið þráðbeint á nefið á henni
eða ósvífln rotla hljóp yfir haua
nakta milli rekkvoðanna. Frh.
ísafjörður og grend.
llafísiim kom inn í Djúpið fyrír
helgina og rekur hann nú óðum
inn; er það hroði ailmikill. Andar
nú köldu úr norðri með frosti og
hiíðum.