Valurinn


Valurinn - 06.07.1907, Síða 3

Valurinn - 06.07.1907, Síða 3
VALURINN 191 ] ] "V alurinn — vikublað — kemur út á ísa- ( l firði. ( > ítitstjóri og eigandi: i | Jónas Guðlaugsson. [ Meðritstjóri: ( > Guðm. Guðmundsson i i cand. phil. I i Kostar innanlands 3,00, utan- lands 4,00. — G-reiðist fyrir ( • 31. Des. ár hvert. ( • Utanáskrift til blaðsins: I i Ritstjóri „Valsins11. ísafirði. Jón Gunnarsson verzl.stj. í Hafnarf. Bjarni Jensson sýslun.m. í Asgarði Pétur Oddsson kaupm. í Bolungarv. Halld. Jónss.sýslun.m. á Rauðumýri Björn Sigfússon bóndi á Kornsá Björn Þorláksson pr. á Dvergasteini Jón Guðmundsson pr. í Nesi Þorleifur Jónsson hreppstj. á Hólum Þ. Thoroddsen bankagjaldk. í Rvík Einar Hjörleifsson ritstjóri H. S. Bjarnarson konsúll á ísaf. Árni Jóhannesson skrifari í Rvík Halld. Jónsson bankagjaldk. í Rvík Sæm. Halldórsson kaupm. St.hólmi Guðm. Guðmundss. hrpstj. áÞúfnav. Sigurjón Friðjónsson bóndi á Sandi Jón Jónsson hreppstj. Hafsteinsst. Sigfús Daníelsson verzl.stj. Eskifirði Kolbeinn Jakobss. hrpstj. Unaðsdal Árni Jóhannesson pr. Grenivík Jón Einarsson hreppstj. Hamri Bened. Einarsson hreppst,. Hálsi. 14 hinum fyrstu ruddi meiri hlutinn, en 10 þeim síðari, ruddi minni hlutinn. Vegalaganefnd: Jón Jóns- son, Hannes Þorsteinsson, Björn Kristjánsson, Jón Magn- ússon, ólafur ólafsson. Veð í skipum: Guðl. Guðm., Magnús Kristjánsson, Skúli Thoroddsen. Kirkjumálanefnd hefir efri deild kosið, eru þessir þing- menn í nefndinni: E. Briem, Gutt. Vigfússon, Þór. Jónsson, sra Sigurður Stefánsson og sra Sigurður Jensson. hngmálafundur Reykvíkinga. Meðan Heimastjórnarmenn fylgdu stjórninni að málum i höfuðstaðnum, varð hún jafn- an í meiri hluta á öllum þing- málafundum í bænum. En nú er komið annað hljóð í strokk- inn, síðan Lögréttuliðið og stjórnarliðarnir mistu fylgi Heimastjórnarflokksins. Á þing- málafundinum, sem haldinn var í Rvik 22. f. m., biðu stjórn- arliðar hinn mesta ósigur og fóru halloka bæði i ræðum og atkvæðagreiðslu, þrátt fyrir það, þótt rækilega væri smalað lið þeirra, og alt gert til að láta sem fæsta stjórnarandstæðinga vita af fundinum. Lauk því svo að ráðherra og öll halaróf- an, sem honum er samgróin, rauk af fundinum við mikla háðung, eftir að margtalið hafði verið, að »lífsábyrgðarfélagiðcc var í algerðuro minni hluta. Engar af tillögum þingmann- anna (G. B.) í sambandsmál- inu voru samþyktar, heldur svolátandi tillaga frá Magnúsi byggingarmeistara Blöndahl, einörðum og ötulum Heima- stjórnarmanni: Fundurinn krefst þess, að vœntanlegur sáttmáli um sam- band íslands og Danmerkur bgggist á þeim grundvelli ein- um, að ísland sé frjálst sam- bandsland Danmerkur og hafi fult vald yfir öllum sínum mál- um og haldi fullum fornum rétti sínum samkvœmt Gamla- sáttmála, en mótmœlir harðlega allri sáttmálsgerð, er skemra fer. Sjálfsagða afleiðing af þessu telur fundurinn, að íslenzk mál verði ekki borin upp fyrir kon- ungi í ríkisráði Dana. Var tillagan samþykt með 144 atkv. gegn 33. í fánamálinu var samþykt svolátandi tillaga frá Guðm. meistara Finnbogasyni: Fundurinn telur sjálfsagt, að ísland hafi sérstakan fána, og felst á tillögu Siúdentafélagsins um gerð hans. Var hún samþykt í einu hljóði með 126 samhljóða atkv. Svo fór nú um sjóferð þá. Nær og fjær. Góður bati er sagður á tíð- inni víðast hvar um land. Drukknaður er séra Sveinn Eiríksson i Ásum. Drukknaði hann í Kúðafljóti 19. f. m. Hafði hann verið einn á ferð og ætlaði austur á Meðalland. Tvo hesta hafði hann til reið- ar, en teymdi þann hestinn, sem var betri vatnahestur. Hyggja menn að hann hafi far- ið of ofarlega á vaðinu, og hesturinn sokkið undir honum. Mann og hest rak á eyrina fyr- ir neðan. Séra Sveinn var liðlega sext- ugur að aldri, og hafði verið prestur í 32 ár. Hann var gáfumaður mikill, áhugamaður í landsmálum og drengur hinn bezti i hvívetna. Þó á efri ár væri kominn var séra Sveinn hinn ernasti og hetði því vel mátt lengur lifa. Séra Sveinn heitinn átti mörg börn, þar á meðal Gísla Sveinsson lögfræðing og Pál Sveinsson málfræðing við Hafn- arháskóla. Próff forspjallsvísindum hafa tekið í Höfn þeir Magnús Gísla- son, Páll Sigurðsson og Stefán Sch. Thorsteinsson með ágæt- iseink.; Jóhannes A. Jóhannes- sen og Jón Sigurðsson með I. eink. og Pétur A. Jónsson með II. Emhættispróf hafa þessir tek- ið í Höfn: Sigurjón Markússon fullnað- arpróf í lögfræði með II. eink- unn. Sigurður Lýðsson fyrri hluta lögfrœðisprófs með I. eink., og Björn Þórðarson og Guðm. Guðmundsson með II. eink. Fyrri hluta lœknaprófs hafa þeir tekið Gunnlaugur Claesen og Valdemar Erlendsson. í Reykjavík hafa tekiðfulln- aðarpróf i lœknisfrœði Guðm. T. Hallgrímsson með II. eink. (146 st.) og Valdemar Steffensen með I. eink. (158 st.). Guðfrœðispróf hefir Harald- ur Þórarinsson tekið með ÍI. einkunn. Lausn frá prestsskap hefir séra ólafur Ólafsson á Staðar- hóli í Saurbæjarþingum fengið. Prófastur í Eyjafjarðarsýslu er séra Geir Sœmundsson orð- inn. Mislingar komnir upp í Stykkishólmi; fór landlæknir þangað vestur og sóttkvíaði nokkur hús. Vonandi tekst að stemma stigu fyrir útbreiðslu veikinnar. Sjálfsmorð. Geðveik stúlka, Sigríður Guðmundsdóttir frá ísafirði, fyrirfór sér fyrir skömmu á geðveikrahælinu á Kleppi, kastaði sér út um glugga og drekti sér. Hún var talin á góðum batavegi, og var því ekki svo strangt eftirlit með henni semella. Sigriður heitin hafði áður verið mesta efnis- stúlka, en varð brjáluð alt í einu síðari hluta vetrarins. Hún var uppeldisdóttir Sigurð- ar kaupmanns Guðmundsson- ar á ísafirði. Pegar köngurinn kemur. Nokkrar hugleiðingar. Engar hafa menn sögur af því, að forfeður vorir væru kongsþrælar, en hitt hafa menn fyrir satt, að trúir voru þeir og vinveittir góðum konungum. Svo skyldi og enn vera, og svo mun enn vera hjá öllum sönn- um íslendingum, sem ekki eru »bastarðar«, eða komnir af þessum »kaghýddu ættumcc, sem Þorsteinn Erlingsson tal- ar um. Því menn mega ekki gleyma því, að mikið djúp er staðfest milli þeirra manna, sem skríða auðmjúkir í duftinu eins og þrælar, og hinna, sem sýna að eins viðeigandi kurt- eisi og forna gestrisni. Frjáls maður ber aldrei og má aldrei bera gerfi þess, sem er hýddur bæði á sál og lí- kama. Þessa verða íslendingar að gæta, þegar konungur vor heim- sækir oss; þeir verða bæði að minnast þess, að þeir eru frjáls- ir menn, og eins hins, að full- an trúnað viljum vérhaldavið konung vorn, þar sem vér telj- um það sem grundvöll allra samninga að hafa sameiginleg- an konung við Dani. Til eru menn í landi voru, sem svo eru skapaðir, að þeim mundi það eðli næst, að ganga á fjórum fótum. Þeir eru fé- lagslyndir að því leyti, að þeir þurfa altaf að halda sér aftan í einhverri halarófu og styðja sig við einhverja »hærri verucc. Þeir eru grautdýrkendur að trú, og ofstækismenn í trúnaði sínum. Hver ylgeisli valda- og grautarsólarinnar gengur inn í hvert skúmaskot sálar þeirra, og liver rödd »að ofancc fær þá til að titra á beinunum og sendast í allar áttir, svo fljótt sem fæturnir bera þá. Þeir trúa á Eden trúaðra manna, en þó með öðru móti. Öll trén í þeim aldingarði eru rótgrónir staðbundnir embætt- ismenn, óhagganlegir á þeirri »réttu brautcc, eins og súlur Egypta, og ávextir trjánna eru titlar og krossar. Það er trú þessara manna að kongsins föðurauga líti með velþóknun yfir þennan reit, en í mótsetn- ingu við Jehova hefir það boð- ið að snæða sem mest af öll- um trjánum, og þá ekki sízt af skilningstrénu góðs og ills, odd- borgaraaskinum, sem stendur hlaðinn af gullrauðum ávöxt- um í miðjum garðinum, með stórkross-ávöxtum í toppinum, og justis- og etazráð á hverri grein. En skilningsauki góðs og ills er græðgin talin og upp- fylling sannleikans átið. Öllum sem þennan skilning fá er heitið löngu og fögru lífi í landinu, og gullrauðum ávexti af grein- um Oddborgara-asksins að launum. En svo er flokki þessum far- ið, sem óðni fór, er hann fékk að drekka af Mímisbrunni og gaf auga sitt að veði. Fyrir þennan »hærri skilningcc hafa þeir offrað sjóninni; eru þeir starblindir á annað en mat og krossa. Nokkrir fullyrða þó að þeir sjái í daufri skímu aftur á bak, en fullvíst er talið að þeir sjái aldrei framundan sér. Alt það sem skeður fyrir ut- an magann og hnappagatið, er því að mestu hulið í órjúfandi myrkri fyrir þessum mönnum. Slíkir menn eru ekki til þess fallnir, að veita konungi vorum móttöku er hann heimsækir oss; og verði þeir, sem búast má við, framarlega í flokki móttakenda, þá verður þjóðin að gera sitt til að vernda sig fi'á smáninni, og koma í veg fyrir, að vér verðum taldir ó- frjálsir meun. Að vísu er það satt, að oft hafa þessu líkir menn hlotið kongsnáð mikla, og krossum og bitlingum hefir rignt til þeirra, en aldrei hefir það spurst að þeir hafi sótt rétt þjóðanna í hendur yfirgangsmannanna, eður verið hollir húsbændum sínum. Aldrei hafa þeir eílt

x

Valurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valurinn
https://timarit.is/publication/214

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.