Alþýðublaðið - 31.12.1963, Side 1

Alþýðublaðið - 31.12.1963, Side 1
II. BLAÐ m%MM) 44 árg. — Þriðjudagur 31. desember 1963 — 272. tbl. Kveður æviár enn raeð bros ogr tár, fljótt við nýju heilsa hljótum, því sem þokast nær, þeg-ar klukkan slær tólf á næstu tíraamótum. Erla. TOLLHEIMIUMENN 06 AÐRIRI BOMBAY Bombay, 14. sept. FYRSTU KYNNI mín af Ind- landi voru þau, að ég hitti toll- heimtumann. Hann heimtaði, að ég gildi keisaranum það, sem keis- arans væri. Eg væri, sagði hann, blíðri röddu og brosandi út undir eyru, með varning, sem ég yrði að borga toll af, ef ég ætti að fá að fara inn í Indland. Eg væri með myndavél og hana nýja, ég væri með nýtt transitor útvarpstæki og þar að auki með ritvél. — Ritvél? át ég upp eftir hon- um. Ekki farið þið að láta mig borga toll af gamalli ritvél, sem hefur fengið að fara frítt inn í bll lönd, þar sem ég hef komið hingað til? — Jú, en það verður lágur toll- ur, sagði maðurinn. Mig langaði til þess að spyrja, hvort ég þyrfti ekki að borga toll af gleraugunum mínum, en hætti við það. Það var ómögulegt að vita upp á hverju maðurinn tæki. — Hann var nefnilega ærið tollara- legur þessi og hljóp þar að auki við og við til yfirmanna sinna og spurði þá ráða, en mér er bölvan- lega við allt þess háttar. Eg lét því nægja að hafa orð á því, að það ætti að vera óþarfi, að tolla hluti, sem heiðarlegir menn lof- uðu að taka með sér út úr landinu aftur. Tollheimtumaðurinn sagðist ekki draga í efa, að ég væri heið- ai'legur maður. En samt bætti hann við: — Ja, ef þeir skyldu vera seld- ir — . Og þar með kom hann þeirri hugmynd inn hjá mér, að fara að pranga með allt draslið. Hann fullyrti reyndar, að ég fengi tollinn endurgreiddan í ind- verskum peningum, þegar ég færi, og taldi rétt og sanngjamt, að ég lánaði indverska ríkinu þessa upp íxæð í erlendum gjaldeyri, meðan ég dvaldist þar. En mér reyndist nú samt Ind- land vera gestrisið. Þá daga, sem yið þrjú höfum dvalizt í Bombay höfum við ekkert þurft að borga. Við gistum hjá úrvals manni, Mr. Aria, sem er frímerkjasafnari og á mörg gömul frímerki frá íslandi. Hann er líka áliugasamur guð- spekifélagi. Hann er Parsi, það er að segja einn af fylgjendum spá- mannsins og fræðarans Zaraþús- tra, hinn fyrsti af þeirri fornu og merku trú, sem ég hef hitt. — Bombay er dásamleg borg, spgir konan hans. Hún ber fyrir | okkur mat, sem bragðast eins og | hann sé gerður úr eldi og brenni- 1 steini, og þegar ég hef orð á því, að indverskur matur sé oft mik- ið kryddaður, tilkynnir hún mér, að í þetta skipti hafi hún sett sama og ekkert krydd í matinn, okkar vegna geri ég ráð fyrir. En svo kann hún líka að matreiða vest ræna rétti. Já, vafalaust er Bombay ágæt borg. Hún er byggð á sjö eyjum, að því er mér er tjáð. En stór lands- svæði, þar sem áður var sær eða flæðimýrar, hafa verið fyllt upp, og fyrir því lítur borgarstæð- ið út fremur sem skagi en eyjar. Borgin er sambland af gömlu og nýju. Hér eru viða nýtízku byggingar, hótel, verzlunarhús, villur. En úti í jöðrum borgarinnar eru pálmablaðakofar, og af þvf að rigningar sumarsins endast að þessu sinni óvanalega lengi, er allt á floti í sumum kofunum. Inni í borginni er algeng sjón að sjá Ind- verja, sem er algerlega klæddur á vestræna vísu. Vinur minn, Mr. Aria er þannig klæddur, þótt frú- in sé í sari. En íbúar pálmablaða- kofanna tolla síður í tízkunni, og börnin þeirra eru ekki öll greidd og þvegin. Af tvennu virðast Bombay-búar sérstaklega stoltir, og hafa orð á því, að við megum ekki fara svo, að við sjáum það ekki: Það er mjólkurnýlendan og vatnsveitan. Alíka og þegar við Islendingar erum að sýna útlendingum Vagla- skóg. Mjólkurnýlenduna sá ég ekki, en það kvað vera fyrirmyndar kúa bú og mjólkurstöð — í stórum stíl. Kýr eru heilagar, og mjólkin úr kúm, sem ráfa um í borgum og þorpum og hirtar eru upp á gamla móðinn, er ef til vill heilög, en hún er ekki heihiæm. Buffalóar eru hins vegar ekki heilagir. — Mjólkin úr buffalókú er miklu þykkari og feitari, en nákvæmlega jafn varhugaverð ógerilsneydd. — Fái maður slíka mjólk, er vissara að sjóða hana, er mér sagt. En mjólkin úr mjólkumýlend- unni hefur hlotið þá meðferð, að ekkert er að óttast. eftir Sigvalda Hjálmúrsson Vatnsveitan liggur frá vötnum uppi i hæðunum nokkurn veg frá borginni. Þar er skemmtUegt út- sýni og myndarsvipur á öllu. Mér er sagt, að það sé trú manna, að krókódílar hafist við í vötnum þessum, en það gerir ékkert til, þvi að krókódílar hreinsa bara vatnið. Niðri í borginni er svo feikn- arlegur vatnsgeymir, grafinn nið- ur í hæð og skemmtigarður ofan á. Það var ekki langt frá vatns- geyminum, sem ég tók eftir tals- verðum sveimi af stórvöxnum fuglum. Eg áttaði mig ekki alveg strax. Þetta voru græðgislegir fuglar, flugu með hægu og þungu vængja blaki. | -j Gammar. Maðurinn, sem var að sýna mér borgina, var Hindúi. Hann tók til orða: — Við Hindúar brennum lík. Það gera ekki allir. Þið, Vestur- landamenn grafið þau eða brenn- ið nú orðið. En Parsar, fylgj- endur spámannsins og fræðarans Zaraþústra, bera þau fyrir gam- ma. Við erum skammt frá stað, þar sem það er gert. Svo lýsti hann í fáum orðum útfararsiðum Parsa, sem komnir eru til Indlands fyrir mörgum öldum frá Persíu, og halda nú einir við hinum forna sið hins mikla spámanns Zaraþústra. Útfararstaðurinn heitir „turn þagnar.” Það er hvorki hægt að tala. um kirkjugarð né bálstofu. Fjórir menn sjá um útförina, og að sjálfum „turni þagnarinnar” mega þeir einir fara, ekki einu sinni nánustu aðstandendur. Þeir bíða fyrir utan hlið, og þegai- út- fararstjórar klappa saman lófun- um, hefst bænagerð fyrir sál hins framliðna. En líkinu, sem sál mannsins hefur nú lagt af sér og á að skila aftur til móður jarðar, er komið fyrir á rist yfir brunni. Og um leið koma gammarnir og sleikja eins og eldur hold frá beini, svo að beinin falla niður í brunninn. Trú Parsa er trú hins heilaga elds, trú á ljósið. Hver Parsi er hermaður ljóssins, og jafnvel í dauðanum vill hann, að líkami sinn komi lífinu að nokkru gagni. „Hold er mold, hverju sem það klæðist.” Hinn blessaði Búddlia sagði: „Upplausn bíður allra saman- settra hluta,” Þannig hlýtur skrokkurinn að Framh. á 11. síðu.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.