Verkamaðurinn - 14.11.1918, Page 1
VERKAMAÐURINN.
-Ritstjóri; Halldór Friðjónsson. ^-
I. árg.
Akureyri, fimtudaginn 14. nóvember.
1. tbl.
Inngangsorð
Blað þetta, er hér heíur göngu sína, þarfnast ekki
margra inngangsorða. Stefna þess og tilgangur mun
koma greinilega í ljós, jafnóðum og það kemur út.
Pað er gefið út af nokkrum verkamönnum, sem er
það fyllilega ljóst, hversu lamandi það er fyrir mál-
efni verkalýðs hjer í bæ, að vera upp á náðir annara
kominn, ef einhver úr þeim hóp hefði löngun til að
birta hugsanir sínar á prenti.
Blaðinu er aðallega ætlað að ræða bæjarmál frá
sjónarmiði verkamanna, og mun reyna til að vera þarf-
ur milliliður milli þeirrar stéttar og þeirra manna,
er hafa framkvæmd bæjarmála á hendi, þann tíma er
það kemur út. Pað mun fáum framsýnum mönnum
dyljast, að á þeim tímamótum sem Akureyrarbær
stendur nú, sé þess ekki vanþörf að hreyfa ýmsum
þeim málum, er bæinn varða mikils. Blöðin, sem
gefin eru út hér á staðnum, hafa lítið rætt bæjarmál;
og mætti þetta blað verða til þess að koma hreyfingu
af stað í þá átt, verður ekki annað sagt en betur sé
farið en heima setið. Eins og nú standa sakir, má
búast við að fyrir kjósendum þessa bæjar liggi fyrst
og fremst, að skera úr því með atkvæði sínu, hvort
bærinn skuli fá nýjan framkvæmdarstjóra — bæjar-
stjóra eða ekki; og þar á eftir að kjósa alla bæjar-
stjórnma að nýju. Framtíðarheill bæjarfélagsins er svo
mikið undir því komin, að þessar framkvæmdir takist
heppilega, að það þarf meira en meðalværð til að
standa hjá og aðhafast ekki. Er blaðið fúst að fiytja
stuttar og gagnorðar greinar um þessi og önnur fram-
faramál bæjarins, og væri æskilegt að sem fæstir
sigldu undir fölsku flaggi. Hreinleiki og drenglund
í framkomu mættu verða einkenni blaðsins; þessvegna
mun það mæla alla jafnt.
Smásögur og skrítlur, sem vakið geta ómengaðan
hlátur, tekur blaðið með þökkum, eftir því er rúm
Ieyfir. Einnig flytur það auglýsingar eftir föngum.
Er það von útgefenda að verkamenn bæjarins greiði
götu blaðsins og láti það mæta íslenskri gestrisni,
Virðingarfylst.
Akureyri, 14. nóv. 1918.
Halldór Friðjónsson.
Bæjarstjórinn.
Síðasti bæjarstjórnarfundur samþykti að láta fara
fram atkvæðagreiðslu um það, hvort bærinn skuli fá
bæjarstjóra, eins og nýustu lög ura bæjarstjórn á
Akureyri gefa heimild til. Atkvæðagreiðsla þessi á að
fara fram í næsta mánuði, og er því eigi úr vegi
fyrir kjósendur að íhuga þetta mál vandlega, áður en
þeir fella dóm í því.
Rétt er að athuga nokkuð, hvaða ástæður eru fyrir
því, að mál þetta er komið í það horf, sem það nú
er, og verður því að líta nokkuð til baka, til að
finna fyrstu tildrög þess. Eins og marga rekur sjálf-
sagt minni til, eru nokkur ár siðan það kom til
umræðu hér í bæ, að nauðsyn bæri til að skipta bæ-
jarfógeta- og sýslumannsembættinu í tvent. Bæjarfó-
getaembæltið, með framkvæmd bæjarmálanna, væri
svo umfangsmikið, að það væri ærið nóg einum
manni, þó hann hefði ekki sýslumannsembættinu að
gegna líka. Voru samþykíar tillögur í þessa átt á
fleirum en einum þingmálafundi hér. En málið fékk
mótspyrnu frá því opinbera; þóíti ekki gjörandi að
fjölga embættum, meðal annars er var borið í væng-
inn. Einnig hlaut málið töluverðan rnótblástur frá
kyrstöðumönnum bæjarins, eins og bæjarstjóramálið
hefir og fengið að kenna á.
En þörfin fyrir auknu framkvæmdarvaldi í bænum
hefir haldið málinu vakandi, og þegar ekki var sýni-
legt, að skifting bæjarfógeta- og sýslumannsembættis-
ins fengi franigang, kom bæjarstjórahugmyndin til
umræðu og álita. Hafa framgjarnari menn bæjarins
og afturhaldsmenn togast á um málið, þar tii nú að
því er komið svo langt, að lagt er á vald kjósenda,
hvort bæjarstjóri skal kosinn eða ekki.
Spurninginn, sem hver kjósandi hlýtur að leggja fyrir
sig áður en hann greiðir atkvæði í þessu máli, er sú,
hvort bœnum sé þarf á bœjarstjóra, eða ekki. Verð-
ur ekki fundinn lykillinn að þeirri gátu, nema nú-
verandi ástand sé athugað, og jafnframt litið fram í
tímann, i áttina til þeirra viðfangsefna, er bæjarins
bíða í næstu framtíð.
Allir aðrir en kyrstöðumenn einir, munu vera sam-
mála um það, að framkvæmd bæjarmálanna sé til-
finnanlega ábótavant eins og nú er. Bæjarfógeti, sem
um leið er framkvæmdarstjóri bæjarins, er hlaðinn
svo mörgum og umfangsmiklum störfum, að hann
skortir tíma til að gefa sig við málefnum bæjarfé-
lagsins eins og þyrfti að vera. Laun þau, er hann
hefir frábænum, eru líka svo hverfandi lítill hluti af
takjum hans, að ekki verður krafist af honum, að
hann helgi framkvæmd bæjarmálanna mestan starfs-
tíma sinn, eins og þyrfti að vera ef vel væri. Bæjar-
fulltrúarnir eru allir svo störfum hlaðnir, að bæjar-
málin hljóta altaf að verða hjáverk; þeir fá engin
laun fyrir störf sín í bæjarstjórn — nema vanþakk-
lætið, sem allir eru svo ríkir af — og bæjarbúar sýna
ekki meiri áhuga fyrir gangi málanna en það, að
mjög fáir þeirra sækja bæjarstjórnarfundi, þó um há-
vetur sé og ekkert að gjöra. Er ekki ólíklegt að þetta
áhugaleysi bæjarbúa stafi af trúleysi þeirra á fram-
kvæmd bæjarmálanna, þegar svona er í pottinn búið.
Fengi bæjarstjórnin mann í sína þjónustu, sem gæfi
sig eingöngu við bæjarmálum og framkvæmd þeirra,
mundi renna upp nýtt tímabil í framkvæmdasögu
Akureyrarbæjar. Áhugi og trú á getu bæjarfélagsins
mundi glæðast hjá bæjarstjórn og bæjarbúum. Fljót-
ari afgreiðsla bæjarmálanna, myndi veita vorstraum-
um framkvæmdaþorsins inn í bæjarfélagið og hrista
svefndoðann af fólkinu.
Um það aíriði, hvort nægilegt verkefni sé fyrir
hendi handa hinum væntanlega bæjarstjóra, verða
varla skiftar skoðanir hjá þeim mönnum, sem annars
fást til að hugsa um það, sem þarf að framkvæmast
á næstu árum, og ekki vilja gjörast þröskuldur í vegi
eðlilegrar framþróunar bæjarfélagsins. Má til athugun-
ar nefna nokkur mál, sem búin eru að vera á döfinni
um skeið, en eru harla skamt á veg komin, ásamt
nýjum málum sem nýir tímar skapa. Rafurmagnsmál-
ið, mesta áhuga- og framfaramál bæjarins, þarfnast
skjótra og ötulla fratnkvæmda. Jarðeignir bæjarins
eru í hinni megnustu niðurlægingu, básnum til óntét-
anlegs tjóns og vanvirðu. Vegamálum bæjarins þarf
að kippa í viðunanlegt horf, og heilbrigðismálin í
hundunum. Petta nægir til að rumska við þeim, sem
sofandi eru, en af því að hvert þetta mál verður
sérstaklega tekið til umræðu í blaðinu síðar, verður
ekki minst á þau frekar hér. Að fara að minnast á
mál, sem lítið eða ekkert hefir verið hreyft við enn
þá, verður máske talið með skáldagrillum, en til þéss
að drepa á eitthvað af því tagi, skal þess getið, að
hugmyndin hans Porkels um flæðiengjarnar hérna
inn á Leirunni, á að komast í framkvæmd, og það
fyr en margan dreymir enn um-
Bæjarstjórinn á að verða — og verður — driffjöð-
ur þessara mála og annara, er bæjarstjórn felur hon-
um að framkvæma.
Máske eru einhverjir sama sinnis og kerlingin,
sem kunni best við gamta lagið, að þeir áh'ti að öll
þessi mál geti nuddast áfram með gamla laginu;
bæjarfógetinn geti dugað í stað bæjarstjórans. Eins
og getið er um hér að framan, er þess ekki að
vænta, nema í bæjarfógetaembættinu sæti einhvern
»jötunbjörn«, sem hefði margra manna starfsþol, og
sérstakan áhuga fyrir framkvæmdum bæjarfélagsins.
En til þess eru litlar líkur. Eitt er víst, að núverandi
bæjarfógeti þykir af mörgum ekki fullnægja slíkum
kröfum, og þó mannaskifti yrðu í embættinu, eru,
því miður, litlar líkur til að vér fengjum sérstakan
framkvæmda mann í stað þess fráfarandi. Pað virð-
ist vera rótgróin venja, að láta elstu lögfræðingana
sitja fyrir feitustu embættunum, en löng embættis-
þjónnsta Iamar fremur starfsþol og framkvæmdadug,
en auka það. Vér höfum ekki atkvæði um það, hver
hér er eða verður bæjarfógeti; verðum að taka því,
sem að oss er rétt. Bæjarstjóra ræður bæjarstjórn, og
ætti það að vera trygging fyrir því, að í það sæti
fengist maður, er fullnægði þeim kröfum, sem til
hans yrðu gjörðar, ef bærinn tímdi að launa honum
sæmilega.
Pá kemur að því viðkvæma atriði — fjárspurs-
málinu. Sumir menn eru þannig gjorðir, að þeir
sjá eftir hverri krónu, er gengur til starfsmanna lands
og þjóðar. Óhætt má fullyrða. að„engir peningar
munu óbeinlínis gefa jafn margfalda vexti og þeir,
sem ganga til að launa ötulum starfsmanni, í hvaða
stöðu sem hann er. Laun hins væntanlega bæjarstjóra,
þótt rífleg væru, verða ekki bæjarfélaginu tilfinnan-
legri byrði, en dúnfjöður eldishesti.
Hér hefir verið gripið á nokkrum atriðum, sem
mættu vekja menn til umhugsunar um þetta mál.
Verður það uð nægja í bráð. V.m. er ekki í neinum
efa um það, að því betur sem bæjarbúar hugsa um
málið, þess ljósara verður það fyrir þeim, að öllum,
sem unna framförum bæjarfélagsins, beri að ljá því
fylgi. Blaðið mun ræða málið áfram og leitast við
að skýra allar hliðar þess eftir föngum.
HAUST.
Undarlega drynur, drynur
dröfnin hása skerin við.
Blómið fölnað stynur, stynur
storms í tryltum hlátraklið.
Kuldaharkan næðir, næðir
nótt og vetur færast að. —
Mörg þó eldheit blæðir, blæðir,
brostin von í hjartastað.
Steindór Sigurðsson.
Fundur í Verkamannafélagi Akureyrar kl. 3^/2 á Sunnudaginn í »Bíó.«