Verkamaðurinn - 14.11.1918, Page 2

Verkamaðurinn - 14.11.1918, Page 2
2 VERKAMAÐURINN. VERKAMAÐURINN kemur út einu sinni í viku, fyrst um sinn. Fyrstu 10 blöðin kosta 1 krónu fyrir áskrif- endur, er borgist fyrirfram. í lausasölu kostar blaðið 10 aura eint. Afgreiðsla hjá Finni /ónssyni, Hafnarstrœti 37. Ábyrgðarmaður: HaHdór Fribjónsson. --------- Prentsmiðja Björns Jónssonar. Vopnahlé. Nýjar fregnir herma að allsherjar vopna- hlé sé komið á. Þessi fregn hefir víðtæk- ari gleðiboðskap að færa, en mönnum er ljóst í fyrstu. Hún er ekki einungis boð- beri hins væntanlega friðar; stjarnan, er boðar komu hins Iangþreiða dags. Um langa stund hafa öndvegisþjóðir heimsins borist á banaspjótum, blindaðar af drápgirni og valdafýsn. Göfgasta kend mannssálarinnar, bróðurkærleikurinn, hefir verið fótum troð- in og blóð sakleysingjans hefir rauðlitað hildarvellina. En — fyrir samstarf göfugustu manna þjóðanna, er sú stund upprunnin, er hið máttuga orð hljómar um vígvellina: »Niður með vopnin!« Guðsneistinn í sálum mannanna hefir sigrast á hinu vonda. Pað er stœrsti sigurinn i pessu stríði. Dýrtíðarvirman. Eitt af þeim bjargráðum, sem það opinbera hefir gripið til, til að lótta almenningi dýrtíðarfargið, er hin svonefnda dýrtíðarvinna. Auðvitað hefir hún ver- ið rekin í smáum stíl hjá oss enn þá — ekki nema Htiö eitt í Reykjavík í fyrra vetur — og kemur það til af því, að allar framkvæmdir f þessa átt eru langt á eftir tímanum hjá oss. Ping vort var miklu fljótara að átta sig á þörfinni fyrir dýrtíðaruppbót embættis- manna en á öðrum dýrtíðarmálum. Verkalýð í kaup- stöðum og sjómenn vantaði tilfinnanlega fulltrúa í þinginu, er bæru hag þessara stétta fyrir brjósti. Bændur, bæði utan þings og innan, virðast hafa gengið með þá einkennilegu flugu í höfðinu, að neyð verkalýðs við sjávarsíðuna myndi verða til þess, að fólkið streymdi þaðan til sveitanna og leigði sig fyrir lítið eða ekkert kaup. Um þetta atriði skal ekki fjölyrt hér. Slíkt þjóðþrifa-afskræmi getur skammsýnin ein skapað, og eitt er víst, að reyndin hefir orðið sú, að fólkið hefir bjargast furðanlega fram á þenn- an dag, þó lítið eða ekkert hafi verið gjört frá hálfu þess opinbera til að firra það vandræðum. Pó ber því ekki að neita, að kaupstaðarfólkinu hefir verið full þörf á stuðningi frá hærri stöðum, og því hefir þing vort ekki heldur treyst sér til að mótmæla. Pessvegna er aðgerðaleysi þess trauðlega fyrirgefandi. En hvað sem fortíðinni líður, þá dylst víst fáum heilskygnum mönnum lengur, að bæjarfélögin verda nú að taka rögg á sig og veita svo mikla dýrtfðar- vinnu nú í vetur, sem ástæður framast leyfa; byrja nú þegar og neyta allra ráða til að sjá öllum fyrir viunu, sem geta sætt henni. Margir álíta, að dýrtíð- arvinnu eigi þeir einir að njóta, sem ekki geta fram- fleytt lifinu án þess að Ieita á náðir bæjarfélagsins, eða með öðrumorðum: dýrtíðarvinnan eigi að koma í staðinn fyrir óumflýjanlegan sveitarstyrk. Petta er háskalegur misskilningur. Dýrtíðarvinnu áað veita þeim öllum, sem geta unnið og vilja það. Dýrtíðarstyrkur kemur þá þar til greina, sem dýrtíðarvinnan hrekkur ekki til; því það er auðsætt, að þeir, sem hafa fyrir stórum fjölskyldum að sjá, komast ekki af hjálpar- laust, þó þeir hafi stöðuga atvinnu og sæmilegt kaup. Dýrtíðarvinnan á að fyrra fjöldan því að verða ósjálf- bjarga, en það gjörir hún vitanlega ekki, nema hún fáist í tíma. Einstaka maður — þar á meðal vor hátt- virti bæjarfógeti — heldur því fram, að notadrýgsta hjálpin fyrir verkalýð þessa bæjar væri sú, að bæjar- stjórn legðjst á eitt með góðgerðafélögum bæjarins og gæfi fólki mat, líkt og »Framtíðin« gerði í fyrra vetur. Pessi hugsunarháttur verður að teljast Iægstu tegundar, en verður ekki gerður hér að umtalsefni, þar sem matgjafapólitík fógetans verður sérstaklega athuguð bráðlega hér í blaðinu. Hvað dýrtíðarvinnu þeirri viðvíkur, sem bærinn hér þyrfti að veita í vetur, ætti afkoma verkamanna að^verða sæmileg, verður fyrst að athuga, hvort nokk- urt verkefni sé fyrir hendi, er heppilegt væri fyrir bæinn að láta vinna að og undirbúa. Nú sem stend- ur er unnið að verkamannauppfyllingunni, en hún er búin á næstu dögum. Flóðgarðinn við Glerá þarf að undirbúa í vetur, taka upp grjót á Eyrunum, hlaða því upp í hrúgur, og aka því svo á staðinn, er ísar eru komnir á Eyrarnar. Grjót gæti bærinn látið taka upp í stórum stíl, því á næstu árum þarf mikið á þeirri vöru að halda, bæði til aðgerðar á vegum bæjarins, sem eru engu betri en það sem lakast gjörist í smákauptúnum kringum land, og svo til bygginga, er bærinn hlýtur að koma upp, strax og útlent byggingarefni fellur í verði. Má þar nefna bókhlöðu, aðgerð og stækkun á sjúkrahúsinu, eða bygging nýs sjúkrahúss. Kirkja verður bygð hér á næstu árum, þó bæjarstjórnin fyndi ekki stað fyrir hana um daginn. Bókasafnið, eins og það hefir ver- ið haft, og á þeim stað sem það nú er, svarar alls ekki tilgangi sínum og er bænum til megnustu van- sæmdar. Pá er barnaskólinn í lélegasta Iagi, þyrfti að byggja annan nýjan og breyta þeim gamla í íbúðir, og svo mætti lengi telja. Peningamagn vantar bæinn ekki, ef hann fæst til að nota þá gjaldstofna, er hann getur gripið til. Að þessu öllu athuguðu, verður ekki hjá þvf komist að álykta: að verkamenn allir þarfnist dýrtíðarvinnu í í allan vetur, að bærinn þurfi ekki að skaðast til- finnanlega á slíkri vinnu, sé hyggilega áð farið, og, að það þarf að býrja á þessari vinnu strax, og borga verkamönnum fullkomið kaup. Samtíningur. Síðasti bæjarstjórnarfundur ákvað, að byrja skyldi á undirbúningi flóðgarðsins við Glerá, strax og verkamenn æsktu dýrtíðavinnu. Peir, sem atvinnu- lausir eru, ættu að gefa sig sem allra fyrst fram við dýrtíðarnefndina. Bæjarlög Akureyrar ákveða, að það fólk, sem stendur í skuld um lögákveðin bæjargjöld, hafi fyrir- gert kosningarrétti sínum. Pessa ættu allir þeir að minnast, sem ætla sér að nota kosningarréttinn í vetur, ef einhverjir væru meðal þeirra, sem ættu eftir að greiða bæjargjöld. Manréttindin eru dýrgrip- ur, sem ekki má glata fyrir vangá, eða hirðuleysi. Áætlun yfir tekjur og gjöld Akureyrarkaupstaðar fyrir árið 1919 er nýsamin og samþykt. Samkvæmt henni á nú í haust'að jafna niður á bæjarbúa í auka- útsvörum kr. 53915,00. Til aðgerða, snjómoksturs og þrifnaðar á vegum bæjarins eru áætlaðar kr. 11000,00, til dýrtíðarráðstafana kr. 15000,00 og til viðhalds og nýrra lagninga vatnsveitunnar kr. 5000,00. Ekki eru ætlaðar nema 1500 kr. til verkfræðislegrar aðstoðar, svo ekki býst bærinn við að hafa mikið með verkfræðing að gjöra á næsta ári. Ekki er neitt áætlað til undirbúnings rafveitu fyrir bæinn. Öll hleypur’áætlunin upp á kr. 90015,00. Fréttir geta ekki komið í þessu blaði, vegna þess hve vont hefir verið að fá símasambend við Reykja- vík undanfarinn tíma. Kæfa og tólg fæst hjá Erlingi Friðjónssyni. Spanska veikin rasar í Reykjavík og á ísafirði. Einnig er hún komin til Siglufjarðar. Sunnanpóstur liggur veikur á Stað í Hrútafirði. Vesíanpóstur var afgreiddur úti, og er talið hættulaust að hann haldi til baka. Ráðstafanir eru gjörðar til að hefía útbreiðslu veikinnar. Skipaferðir stöðvaðar, þar til 14 dögum eftir að skipverjar allir eru orðnir heilbrigðir. Allra bragða verður neytt til að verja bæinn hér og sýsl- una. Hvort það tekst er ekki gott að segja. Margir álíta, að veikin muni berast hingað, þrátt fyrir alla varasemi, og væri bæjarbúum minstur skaði að hennj á þessum tíma árs. En góður vilji heilbrigðisnefnda og yfirvalda, er ætíð virðingarverður, og máske koma þessar ráðstafanir að gagni. Læknar álíta að veikin berist ekki með hlutum. Smitti aðeins við nánar samgöngur og snertingu. Skattskráin. Tekjuskattsskrá fyrir Akureyrarkaupstað er birt í 45. tbl. «íslendings« þ. á. Verður ekki annað sagt, en að hóflega séu áætlaðar tekjur sumra þeirra, sem þar eru taldir, svo sem Brauns verslunar, sem talin er með 2 þús. kr. tekjur. Ásgeir Pétursson, með alla sína útgerð, er ekki matvinnungur þetta skatt- skyldu ár, en Guðmundur bróðir hans hagnast 8 þús. á einni mótorskútu. »Sú var tíðin, að eg hafði hárið« gæti þó Ásgeir sagt. En aumingja Kvikmynda- félagið, það hefir aðeins 15 hundruð kr. eða einu hundraði minna en Benjamín. Hinar sameinuðu ísl. verslanir hafa tínst úr bænum með þessar 280 þús. sem þær gáfu upp að hafa grætt síðastliðið ár. Eitt- hvað af þeim gróða hefir þó að líkindum verið héð- an af Akureyri, »SjaIdan er ein báran stök.« Versl- unarstjórinn og fyrsti kontoristi hafa báðir tínst með þeim Sameinuðu. Pakkhúsmaðurinn hefir einn orð- ið eftir, og á hann að Iíkindum að gæta þéss, sem í pakkhúsunum er, því þau kváðu þó standa enn. Eg set hér nokkra menn, sem eg tel ábyggilegt að hafi þær tekjur, að beri að taka á skattsskrá, en sem ekki eru taldir þar: Porvaldur Jónsson bankagjaldkeri, Jón Finnboga- son bankaritari, Eggert Melstað, Eggert Guðmundsson, Hermundur Jóhannesson, Magnús Franklín, Porsteinn Porsteinsson, ísleifur Óddsson, Brynjólfur og Páll Hrútfjörð, Jón Stefánsson, Halldór Jónsson, Ólafur Ágústsson, og Steinþór Baldvinsson, sem allir eru trésmiðir, Jón J. Jónatansson, Ólafur Jónatansson járnsmiðir, Pórhallur Bjarnarson prentari, Pórhallur og Tómas Björnssynir, Gísli Magnússon, Halldór Ásgeirsson, Jóhannes Jónasson, Gunnl. Gunnlaugs- son og Sig. Sigurðsson. Pað er tæplega samboð- ið dugnaði þessara manna, að ætla þeim minni tek- jur en 15 hundr. til 2 þús. kr. Lög mæla svo fyrir: Ef gjaldþegn gefur enga skýrslu um tekjui sínar, skal skattanefnd áætla tekjur hans svo freklega, sem hún telur fært, svo eigi sé hætt við, að þær verði settar lægri en þær eru í raun ogveru. Sjest á þessu, að ekki er ætlast til að hinir og þess- ir sleppi undan skatti. Sá er tilgangur tekjuskattslaganna, að gjöldin í landsjóðinn færist af herðum hinna efnaminni yfir á þá, sem breiðara hafa bakið. Mikið er undir skatta- nefndunum komið, hvernig þetta tekst. Kasti þær höndunum að starfa sínum, sleppi sumum undan lögákveðnum gjöldum og leyfi öðrum vafasamt fram- tal, er anda laganna misboðið. Bœjarbúi.

x

Verkamaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.