Verkamaðurinn - 03.04.1919, Blaðsíða 1
V
KAMAÐURINN.
Ritstjóri: Halldór Friðjónsson.
II. árg„
Kviksögur.
Öllum mun vera í fersku minni hvílíkum undrum
af kviksögum rigndi yfir fólk í Ágúst 1914, þegar
heimsstyrjöldin var að brjótast út. Lygin rendi á
hlemmiskeiði milli fólksins og léitaðist við að flæma
hverja skynsamlega hugsun úr höfði þess.
Siglingateppa, aðflutningsbann á öllum nauðsynja-
vörum, okurverð og hnngursneyð; alt var þetta sagt
á næstu nesjum, og margur var sá maðurinn, sem
misti vald yfir skynseminni og tók að viða að sér
öllu mögulegu, sem hugsast gat að kæmi að notum í
framtíðinni. Kaupsýslumenn stóðu með náðarsvip
innan við búðarborðin og miðluðu fólkinu—af ein-
skærri mildi náttúrlega—hinu og öðru, sem þeir voru
búnir að liggja með um langan tíma. Alt var auð-
vitað selt með ofurlítið upphækkuðu verði, sem ekki
var neitt-tiltökumál, þar sem þeir voru að hjálpa
upp á fólkið.
Kaupfélögin mistu þó ekki jafnvægið, Pau tóku
strax það ráð, sem að haldi kom. Þau sáu fyrir
því að einstakir menn svældu ekki undir sig óþarfa
byrgðir, og leituðust yfirleitt við að halda fólkinu
við vitið. Reynslan hefir líka leitt í ljós, að kaup-
félögin hafa næst Landsversluninni, reynst þjóðinni
hjálparhella, og þau hafa ekki þurft á kviksögunum
að halda við starfsemi sína.
Nú, þegar það liggur fyrir dyrum að verslunin
verði smátt og smátt gefin frjáls, virðist ætla að
fara að bóla á samskonar flugufregnum og í byrjun
stríðsins. Jafnhliða fréttinni um að aðflutningur og
verslun á sykri og rúgmjöli verði gefin frjáls, spretta
upp ýmsár kviksögur um það, að þessar vörur séu
nær því ófáanlegar á heimsmarkaðinum og verð þeirra
sé langt fyrir ofan alt það, er áður hefir þeki-t.
Parf engum getum að því að leiða, af hvaða toga
þessar sögur eru spunnar og hvaðan þær eru runn-
ar. En líklegt er að almenningur sé það reyndari
nú en 1914, að hann hlaupi ekki í gönur, þó slík-
ar fregnir séu á Iofti hafðar.
Rað þarf líka enginn að halda, að Landsverslunin
hleypi þessi máli í öngþveiti, þó kaupsýslumenn
spái ýmsu misjöfnu um framtíðina. Rað mun eiga
eftir að koma enn áþreifanlegar í ljós en áður, hví-
Hk hjálparheila Landsv. er þjóðinni. Og einnig þarf
ekki að efa, að kaupfélögin geri alt sem í þeirra
valdi stendur, til að sjá þjóðinni fyrir nauðsynjum.
Og meðan slík þjóðþrifafyrirtæki, sem Landsversl-
unin og Samvinnukaupfélögin eru, eru starfandi hjá
þjóðinni, þarf ekki að óttast þá erfiðleika á við-
skiftasviðinu, sem kreppi tilfinnanlega að almenn-
ingi.
Pessvegna ætti fólk að sýna sögusmiðunum það á
áþreifanlega hátt, að það lætur ekki gabba sig nema
einu sinni. Kaupfélagsmaður.
Pjóðverjum, sem dvalið hafa hér á landi með-
an stríðið stóð yfir, hefir verið veítt heimfararleyfi.
Prjú hú’s brunnu á Seyðisfirði á Laugardaginn
var. Ókunnugt enn um orsök eldsins.
Fiskiþing stendur yfir hér í bænum. Sitja það
Um 12 fulltrúar frá verstöðunum hér nærlendis.
^ingið hefir til meðferðar ýms mikilsvarðandi mál,
sem snerta sjávarútgerð, þar á meðal »olíulager« hér
á Akureyri o, fl.
Akureyri, Fimtudaginn 3. Apríl. 1919.
Skátahreifingin.
(Uppeldi unglinga)
Allmikið hefir bæði verið rætt og ritað um upp-
eldi unglinga, og að æskulýðnum færi síhnignandi^í
hlýðni og öðrum dygðum, og öllum hugsandi mönn-
um hefir því verið Ijóst, að það þyrfti breytingar við.
— Óll framtíð þjóðanna er undir æskulýðnum komin
og hann verður því að vera vel undir búin að heyja bar-
áttuna sem fyrirhöndum er. Langmerkasta hreifingin
í þá átt er óefað Skátahreifingin, enda hefir hún náð
geysimikilli útbreiðslu.
Skátahreifingin er lítt kunn hér á landi, þó leitt sé.
t*að er eigi nema örstutt síðan hún kom hingað tíl
lands, til þess að gera, og því enn í bernsku.
Fyrstu tildrög hennar urðu í Ameríku. Maður
nokkur Errst Seaton að nafni, er tók sárt að sjá fjöld-
ann allan af ungmennum ættjarðar sinnar lifa eins
og hálfviltan skríl, tók að hugsa um bót við því.
Honum kom ráð í hug. Með aðstoð auðmar.ns
nokkurs, Moale að nafni, er hlotið hafði þungar bú-
sifjar af völdur þeirra, safnaði hann að sér þeim allra
verstu úr hóp hinna ófyrirleitnu, viltu götudrengj-
í bæ þeim sem Moale bjó í, og myndaði með þeim
fyrsta vísi Skátafélaganna. Raunar nefndi hann þá eigi
Skáta, heldur »Svörtu kettina« og samdi flokkinn að
siðum Indíána. Hann lét gjöra nokkurskonar Indí-
ánastöðvar í kjarrskógi einutn í námunda við bæinn
reysti þar tjöld og flutti þangað veiðiáhöld, smíða-
tól og suðuáhöld o. fl. o. fi. Hinn versta meðal dreng-
janna setti hann foringja. Hann reyndi að vekja á-
huga þeirra fyrir því góða og fagra, en eigi síður
hreysti og karlmensku, sem átti betur við þá fyrst í
stað. Hann lét þá stunda veiðar og allskonar íþrótt-
ir, gjörði sér far um að reyna að láta félagsskapinn
verða sem mest aðlaðandi fyrir þá.
í fyrstu voru þeir lítt viðráðanlegir, en með ein-
beittum vilja og lernpni, varð hugmynd hans áður
en á löngu leið, svo langt komin, að »Svörtu kett-
irnir« voru orðnir fyrirmynd allra drengja nærlendis,
í hlýðni, hreinlæti, háttprýði og ráðvendni og öðrum
þeim kostum, er áður voru þeim ólíkastir. Fyr var
það þeirra mesta skemtun að vinna öðrum mein nú
þvert á móti. Eindreginn áhugi fyrir félaginu og
bróðurþel ríkti meðal þeirra.
Hreifingu þessari var vel tekið í Vesturheimi og
áður en árið var úti voru 100,000 af þessum Seatons
Indíánum þar. Til annara landa, barst hún þó eigi
fyr en Baden Powell, enskur hershöfðingi, kom til
sögunnar. Hann hafði getið sér góðann orðstýr í
Búastríðinu. Þegar hann kom heim til Englands,
sá hann sömu sjónina sem Seaton hafði séð í Ame-
riku, og sömu þörfina. Framtíð þjóðar hans
tilheyrði æskulýðnum og eftir siðgæði hans að dæma,
var þjóðin á glötunarbarminum. Fyrsta spor hans
í umbótaáttina var að kynna sér aðferð Seatons, er
hann hafði kynst. Seaton hafði farið til Englands
til að kynna uppeldisaðferð sína þar. Hann sagði
nú Powell frá »Indíánum« sínum, og féll honum
aðferð hans rnæta vel í geð. Svo stofnaði Powell
fyrsta Skátafélagið á Englandi haustið 1907. Hann
nefndi þá boyscouts - njósnardrengi — (Skáti er
íslenskt nýyrði dregið af scout) eftir hinum djarfhuga
njósnurum er hann hafði kynst í stríðinu. Hann
sá að Indíána-fyrirkomulagið átti alls eigi við stað-
háttu þar, en hafði flokk sinn í mynd dálítillrar her-
9. tbl.
deildar, kendi þeim heræfingar, íþróttir, og lét þá
bera einkennisbúning. Þessi tilhögun hefir valdið
þeim misskilningi, að með þessu sé verið að auka
hernaðarhvafir hjá unglingunum. En því fer fjarri-
Um það segir Selma Lagerlöf í riti sínu »Skáfahreif-
ingin«: »Enginn má ætla að með þessu séveriðað
blása hernaðaranda drengjunum í brjóst. Skátar eru
ekki frekar hermenn ent. d: liðsmenn »Hjálpræðishers-
ins. En einkennisbúningurinn sýnir, að sá sem í honum
er, er félagi æskumanna, sem leggur stund á mann-
kærleik, háttprýði og iðjusemi. Þeim er hvarvetna
vel tekið, og þessvegna verður þeim auðveldara að
gjöra rétt.« — Öll viðleitni Powells miðaði að því
að gera þá hrausta og sjálfstæða menn, undirbúa þá
undir iífsbaráttuna. Hið fyrsta sem hann kendi þeim
var að sjá sjálfum sér farborða. í bók, sem hann gaf
út 1908 um þetta efni og heimskunn er orðin, segir
hann meðal annars: »í hverjum dreng býr mikill
þróttur og áhugi; en hann verður að glæða og styrk-
ja með ujpeldisaðferð, sem hagað er eftir eðlisfari
og lunderni drengjanna. Eins og nú er ástatt, vant-
ar drengi áreiðanlega öruggan leiðtoga á krossgötum
þeim í lífinu, er þeir hljóta einhvern tíma að verða
staddir á, þar sem þeir eiga að velja milli rétts og
rangs vegar, — milli góðsogills.«
Skáti átti ætíð að vera á varðbergi og tilbúinn til
að láta gott af sér leiða. Enginn dagur mátti líða svo
hjá að hann inni ekki eitthvert góðverk. Þeir máttu
aldrei missa kjarkinn eða gefast upp. Þeir lærðu
»Hjálp í viðlögum« þ. e. s. helstu Iækningatilraunir
ef'slys bar, að höndum, og læknir eigi viðstaddur,
eins varúðarreglur, ef eldsvoða, vatnsflóðs eða ann-
ars þvílíks varð vart. — Árið 1911 björguðu skátar
lífi 300 manna. — 10 Skáta-lög eða boðorð eru
þeim gefin. Hver Skáti verður að vinna þetta þrí-
eina heit: »Eg heiti því að þjóna guði og ættjörð-
inni,— eg heiti því að gjöra alt, sem í mínu valdi
stendur, öðrum til góðs, — eg heiti þvi hlíta Skáta-
lögunum.« Skátaboðorðin eru:
1. Skáti segir ávalt satt og gengur aldrei á bak
orða sinna.
2. Skáti er tryggur.
3. Skáti er hæverskur í hugsunum orðum og verkum,
4. Skáti er hlýðinn.
5. Skáti er glaðvær.
6. Skáti er þarfur öllhm og hjálpsamur.
7. Skáti er drengilegur í allri háttsemi.
"8. Skáti er sparsamur.
9. Skáti er dýravinur.
10. Alllir Skátar eru góðir* lagsmenn.
Þetta voru engar smávegis kröfur, enda var þeim
eigi ætlað að uppfylla þær óðara í byrjun, en smátt
og smátt.
Skátahreifingm barst nú óðfluga út um heiminn
og var allstaðar tekið tveiin höndum. Merkir menn
hafa lagt tíma og krafta fram í hennar þágu, og nú
er svo komið, að hún hefir fest rætur í flestöllum
siðuðum löndum. Sumstaðar, t. d. í Svíþjóð, eru
stúlkur jafnt sem drengir í Skátafélögunum. Á Eng-
landi var útbreiðsla hreifingarinna svo geysimikil,
að 4 árum eítir stofnun þess voru Skátarnir orðnir
300,000. Enskir Skátar eru látnir læra einhverja iðn,
járnsmíði, skósmíði, garðyrkju o. s. frv. Einnig hehr
Baden Powell verið gefin jörð til að ala upp unga
bændur.
% Sem fyr er getið hefir lítið orðið vart við Skáta-
hreyfinguna hér á laudi. Þó var stofnað eitt félag í
Rvfk, og 6r það allöflugt. í Stykkishóltni var sömu-
i