Verkamaðurinn - 03.04.1919, Blaðsíða 3
VERKAMAÐimiNN.
23
Jifc
Kauptaxti
Kvenfélagsins />Eining«.
Samþyktur á fundi 24. Marts 1919.
Frá 1. Maí er lágmarkskaup félagskvenna sem
hér segir: í stundavinnu séu teknir 50 aurar fyrir
hverja klukkustund, sem unnið er að degi til, hvort
sem unnið er frá kl. 6 eða 7 að morgni, til sama
tíma að kveldi. Fyrir nætur- og Sunnudagavinnu
sje tekin 1,00 kr. Næturvinna sé talin frá kl. 9 að
kveldi til kl. 6 að morgni.
Lágmarkskaup við fiskþvott er: Sé þveginn veg-
inn fiskur, 60 aurar fyrir hver 50 kg., sé fiskurinn
talinn, þá kr. 1,30 fyrir hverja 100 fiska, upp og of-
an. Frá 12. Júlí til sfðasta September, 75 aurar fyrir
að þvo 50. kg. og kr. 1,60 fyrir 100 fiska.
Lágmarkskaup við síldarvinnu: Kr. 1,00 fyrir
hverja tunnu síldar að kverka og salta, sé um venjul.
hlunnindi að ræða. Án hlunninda kr. 1,10.
Stundavinna frá 12, Júlí til síðasta September 75
aurar á hverja kl.st.
Lágmark við innivinnu, þvotta á húsum og fatn-
aði sé 60 surar á klukkust. án fæðis.
Kauptaxti þessi sé í gildi frá 1. Maí 1919 til
þess er annar er gefinn út.
Með þessum taxta er úr gildi numinn fyrri taxti
félagsins.
Allar konur ættu að hafa það hugfast, að tryggja
sér skaðabætur, ef síldarvinna bregst tilfinnanlega.
Skoríur á nauðsynjavörum.
Hér á Akureyri er orðinn hörgull á tveimur nauð-
synjavörum, nefnilega: molasykri og steinolíu. Hvers
vegna þessi skortur hefir orðið er eigi unt að segja
í fljótu bragði. Leitt að vita til þeSs, að Lanas-
verslunin skyldi láta verða skort á molasykri einmitt
nú þegar hver stundin er að verða síðust sem hún
fer með sykurverslunina og eins vegna þess, að hún
stöðugt hefir haft nægar sykurbyrgðir hér á staðnum.
En úr þessum skorti tná máske bæta þar eð einn
útgerðarmaður hér á talsverðar byrgðir af molasykri.
Enda væri sjálfsagt að reyna að bæta þennan skort
með að fá sykur þessa útgerðarmanns, því óhugs-
andi er að sykur ekki verði kominn áður en útgerð
hefst í sumar.
Tilfinnanlegur er skorturinn á steinolíunni og sér-
staklega kemur það hart niður á þeim fátækari, sem
tiltölulega nota mikla olíu og ekki hefir haft ráð á
að byrgja sig upp til lengri tíma. — Nú nýlega
hefir Landsverslunin hætt steinolíuverslun og við
tekið hið alræmda danska steinolíufélag. Hjá Lands-
versluninni skorti aldrei hér olíu, en strax og stein-
olíufélagið er tekið að »spekulera« með hana skortir
þessa vörutegund um leið. Skömm í hattinn á stein-
olíufélagið sannarlega skilið að fá fyrir frammistöð-
una.
Hvernig á nú að bæta þenna skort, svo hann ekki
valdi neinum óþæginda? Því er vafalaust ekki auð-
svarað, eu ef útgerðarmenn og einhverjir aðrir hér
eiga steinolíu svo um munar, er alveg sjálfsagt að
taka hana nú þegar éignarnámi til úthlutunar þeim,
sem hana skortir. Einnig má vel vera að hægt
væri að fá hana frá Siglufirði eða Húsavík. Væri
ekki ómaksins vert að grenslast uin það og senda
einhverja fleytu af stað?
Líklega mætti trúa bjargráðanefnd kaupstaðarins
til að gera það sem henni ber að gera.
í sambandi hér við skal eg geta þess, hve mis-
munandi verð hefir verið á steinolíu á sama tíma
hér í bænum, tökum t. d. 1 þriggja pela flösku.
Olía á hana kostaði á þessum stöðum:
ónsstada
Akureyrarkaupstaðar (í innbænum) verður veitt frá 1. Júlí næstk.
Fyrir misserið frá 1. Júlí til 31. Des. næstkomandi verða greiddar
1200 kr. í laun, en frá 1. Jan. 1920 eru árslaunin 1500 kr.
Umsóknir um stöðu þessa sendist bæjarfógeta fyrir lokAprílm.
Bæjarfógetinn á Akureyri, 3. Apríl 1919.
Páll Einarsson.
25 Stúlkur
ræð eg til síldarvinnu á Hjalteyri á|komandi sumri.
Hæstu kjör sem boðin verða.
Vanaleg hlunnindi. Ágœtt söltunarpláss.
Halldór Friðjónsson.
Hjá St. Sigurðssyni.............55 aura.
— Hinum sam. ísl. verslunum . 52 —
— Orundarverslun..............45 —
— Láfusi Thorarensen .... 41 —
Pessi dæmi nægja. Beri maður verðið saman þar
sem það hefir verið hæðst bg lægst kemur í ljós
14 au. mismunur á 3 pelum og virðist mér það
æði mikið. Hverju skyldi þá muna á heilu fati af
steinolíu? Hverju þetta er að kenna skal eg láta
ósagt, en annaðhvort munu búðarvigtirnar mæla
skakt eða þá búðarfólkið ekki reikna hárrétt.
Líklegt er að olían eigi þó að seljast með sama
verði alstaðar í bænum. Hvað segir bæjarfógetinn
um það?
31. Marts 1919.
G. J.
Landsverslunin mun hafa hönd í bagga með út-
hlutun steinolíunnar. Annars mun bráðlega bætast
úr olíuvandræðunum hér. Mun kútter vera á leið-
inni frá Reykjavík með olíu hingað.
Ritstj.
Samtíningur.
Bæjarstjórnarfundur á FViðjudaginn var sam-
þykti að skipaður skildi annar lögregluþjónn fyrir
bæinn.
Kaupfélag stofnuðu bændur í Fljótum í vetur.
Eru um 70 manns í félaginu. Formaður þess er
Guðmundur Ólafsson bóndi í Stórholti. Fijótamenn
höfðu kaupfélagsskap fyrir nokkrum árum síðan, en
sá íélagsskapur valt um koll. Vonandi að þessi
verði langlífari.
Norðmenn munu hafa hug á að reka síldveiðina
af krafti í sumar. Ábyggilegar fregnir eru fengnar
um það, að flestir hinir stærri útgerðarmenn, sem
hér hafa dvalið áður, muni koma aftur; jafnvel von
á sumum þeirra til Siglufjarðar í næsta mánuði.
Einnig er útlit fyrir að ný síld verði borguð vel.
Fékk einn útgerðarm. hér í bæ tilboð í nýja síld
fyrir 35 kr. málið, fyrir nokkrum dögum.
Rarlmannsföt
dökk, úr ágætu efni, fru til sölu fyrir lágt verð.
Ritstjóri vísar á.
Almanak 1919.
Dto handa ísl. fiskimönnum.
Verslunarskýrslur 1915.
Isl. söngvasafn.
I samræmi við eilífðina.
Viðbætir við Sálmabókina.
Passíusálmar.
Nýjajtestamenti.
Sumarkort. — Fermingarkort.
fæst í
Bókaverslun Kr. Guðmundssonar.
„FRAM“,
fróðleiks og fréttablað, gefið út á Siglufirði, stærstu síld-
veiðastöð landsins, kemur út 52 til 60 sinnum á ári, og
kostar þó aðeins
FJÓRAR KRÓNUR ÁRG.
Nýir kaupendur geta fengið blaðið frá l.Marts þ. á
til ársloka fyrir einar
2 krónur og 50 aura.
ÚTSÖLUMENN:
Akureyri: Finnur Nlelsson, Hafnarstrœti 97.
— H. Ó. Magnússon, Kaupfél. Eyf.
Hjalteyri: Sigtryggur Benediktsson.
Hrísey:' J óhannes Davlðsson.
Olafsfirði: Stefán Yialdvinsson.
Auk þess er blaðið sent beint þeim er þess óska.
Póst og síma utanáskrift til blaðsíns er:
„Fram“ Siglufirði.