Verkamaðurinn - 30.12.1919, Blaðsíða 1
VERKAMAÐURINN
Ritstjóri; Halldór Friðjónsson.
II. árg.
Áraskiftin.
Akureyri, Rriðjudaginn 30. Desember 1919.
Frá báðum hliðutn.
48. tbl.
brot á bannlögunum sem þá voru ekki til. Pjóðar-
atkvæði sem afnæmi bannlögin, mundi að líkindum
tífalda pottatöluna 1918, og þar með áfengisbölið í
Um leið og vér horfum á eftir árinu, sem nú er
að hverfa »í aldanna skaut« verður varla hjá því
komist, að gera lítilsháttar samanburð á ástandinu
nær og fjær, eins og það var við síðustu áramót
og oss virðist það vera nú, eða alt benda á að það
sé.
Það sem aðallega sló glampa á framtíðina við
síðustu áraskifti, var sú almenna von, að ófriðar-
báiið mundi hjaðna niður og friðsamleg samvinna
taka að byggja upp í stóru skörðin, sem árin á
undan skildu eftir. Þessi von hefir fundið uppfyll-
ingu að nokkru leyti, þegar á þessu ári, þó langt sé
frá að friðíega líti út í heiminum enn.
Ófriðurinn hefir breytt útliti, tekið aðrar stefnur
Pjóðir, sem stóðu sem einn maður meðan heims-
ófriðurinn geysaði, hafa staðið í erjum og jafnvel
blóðugum bardögum innbirðis, og það hefir seink-
að og lamað þau viðreisnarstörf, sem nauðsynleg
v°ru öllum þjóðum, sttax og því varð við komið.
Vonir manna um friðargerð ófriðarþjóðanna hafa
orðið sér herfilega til skammar. Og það hefir ausið
eldi haturs og harms yfir öll lönd hins menntaða
heims, og verið upptök að alskonar óeirðum og
sundrungu. Bræðralagshugsjónin hefir liðið skipbrot,
en eiginhagsmunastefnan setið í hásæti. Eldur ófrið-
hörmunganna, þótt heitur væri, virðist ekki hafa megn
að að bræða ís sjálfselskunnar og drotnunargirninnar,
sem hjörtu manna eru innibirgð f. Það hefir leitt
nýjar hörmungar yfir heil þjóðfélög, svo þau hafa
aldrei staðið hallara fæti en nú.
Pað er þvf alt útlit fyrir, að vér fáum enn að sjá
nokkrar nýárssólir renna, áður en hægt verði að
segja, að andi friðar og bræðralags ráði athöfnum
hinna menntuðu þjóða í hinum stærri og vfðtækari
störfum.
Sortinn í austurátt hefir lítið þynst þetta liðna ár,
en tungur úr skýflókum þeim hafa teygt sig suður
og vestur á bóginn. Annars er oss iítið kunnugt
um hvað gerist þar austur frá, og máske eiga vest-
urþjóðirnar eftir að verða fyrir sterkustu áhrifunum
Jiaðan hér eftir. Mannfélagshöllin er svo víða fúin
og ramskökk enn, að hún þolir illa sviftitök nýrra
strauma, en vér vonum að máttur menntaþjóðanna
sé svo mikill, þrált fyrir alt ósamræmi og sundrung,
að ekkert þurfi að óttast, hvað sem reynslan leiðir
í Ijós.
7 Hér heima fyrir hefir árið ÍQIQ ekki verið sérlega
viðburðaríkt. Pað verður ekki sagt að vér höfum
ástæðu til að kvarta, þó atvinnuvegirnir hafi hálfgert
verið í molum og hið pólitíska ástand sé ekki sem
ákjósanlegast. Smátt og smátt hefir greiðst fyrir á
viðskiftasyiðinu og vér hljótum að vona að alt geti
farið að ganga sinn vanagang, að svo miklu leyti,
sem vér erum ekki bundnir við ástandið meðal ann-
ara þjóða. Það er eins með oss og aðrar þjóðir, að
athafnir vorar skapa örlög vor að miklu leyti í fram-
tíðinni. F*ess vegna er mest undir sjálfum oss komið,
hvað bíður vor ? framtíðinni, og með von um að
vér berum gæfu til að breyta hyggilega, og störf vor
á hinu komandi ári megi verða oss til hamingju og
heiðurs, vill Verkamaðurinn þakka öllum lesendum
sinum fyrir gamla tíriö og óska þeim giftusamlegs
Nýárs.
Af því að búast má við að kjósendur víða um
land ræði bannmálið við þingmenn nú eftir Nýárið
og blöð andbanninga hafa fyr og síðar flutt og stutt
ræðu Vigurprestsins um ríkiseinkasölu á áfengi frá
síðasta þingi, virðist ekki svo óhentugur tími til að
líta á hlið þessa máls frá sjónarmiði bannmanna.
Leyfir V. m. sér því að birta hér nokkrar klausur
úr ritgjörðum eflir þá Indriða Einarsson fyrrum skrif-
stofustjóra og Jón lækni Rósinkrans, sem báðir tóku
ræðu prestsins til athugunar í 11. tbl. »Temp!ars«
þ. á. Indriði gerir samanburð á gainla tímanum og
ástandinu þá, og því núverandi ástandi, sem and-
banningar telja með öllu móti ómögulegt. Farast
greinarhöf. orð á þessa leið:
»F*að væri sjáifsagt að handsama gamla tímann,
og ástandið sem honum fylgdi, og leiða hann inn í
íslenskt þjóð- eða félagslíf, að afnema bannlögin.
Hvernig var nú sá tími ? Menn komust upp í 8 litra
af brennivíni og öðrum vínföngum, önnur vínföng
þá voru helst romm. 1862 urðu þetta 7,6 lítrar á
mann, og niður fyrir 6 lítra á mann komumst við
ekki fyr en brennivínstollurinn komst á 1872. F'essu
pottatali fylgdi drykkjuskapur sem því svaraði, fyllirí
og barsmíði á öllum samkomum. Druknir menn voru
alstaðar fyrir manni, jafnvel í kirkjunni einkum á stór-
hátíðum. Svo voru slysfarirnar á sjó og landi, fá-
tækar drykkjumannakonur, sem börðust við fátæktina
fyrir börnunum, sveitarþyngsli og alt það þjóðarböl,
sem af áfenginu leiðir. Eg vona að þjóðaratkvæðið
veiti okkur ekki þessi gæði aftur.«
F*ar á eftir tekur Indriði til samanburðar innflutn-
ing á vínanda frá 1906 — 1918, sem séra Sigurður
vitnaði aðallega í ræðu sinni, og skýrir ástæður
fyrir því, að innflutningur á þessu tímabili var svo
breytiiegur, og heldur svo áfram:
»Hækkunin 1918 stafar frá hinu svo nefnda »lækna-
brennivíni«, sem landlæknirinn spáði að mundi verða
örlagaþrungið fyrir læknastétt landsins. En literhlut-
inn 1918 sé lagður til grundvallar, þá er hann þó
ekki mikið meira en hluti þess, sem menn drukku
1910, þegar allra minst var drukkið hér á landi
eft'r 1850.
Eg veit að mönnum ofbýður suðuvökvadrykkjan,
og álíta hana skaðlega, sem líka er, en hún mun þó
ekki ennþá .hafa farið ver með menn, en 16° vín-
andinn óhreinsaði og 16° rommið fór með menn í
gamla daga, Menn drukku sig í hel, og drukku
þangað til »logaði upp úr« þeim, eins og sögurnar
sögðu. En menn eru ekki að taka til þess nú, það
var þaggað niður hér áður, og nú er það líklega
ekki vítavert; því menn nutu þá fulls athafnafrelsis-
ins að drekka — þangað til þeir duttu niður dauðir,
eða logaði upp í þeim, eins og gamlafólkið kallaði
einn brennivínsdauðdagann. —
Mönnum ofbjóða brotin á bannlögunum — þótt
öll guðs og manna lög séu brotin. Núna með einu
skipinu tók lögregluliðið 600 flöskur af áfengjum
drykkjum, sem munu hafa átt að fara hér í land, en
ekki komst það. — Mér kemur til hugar samanburð-
ur við liðinn tíma. Hingað fluttist einu sinni með
sfðasta póstskipinu 20000 pottar af áfengjum drykkj-
um, og í Reykjavík voru aðeins 4000 manns, eða
V* hluti þess fólks sem hérernú. — Pað olli nokkru
umtali, en engum gramdist það, því það var ekki
landinu.*
Um áhrif bannsins á velmegun landsmanna farast
honum svo orð:
»Áhrifin sem bannið hefur á velmegun þjóðarinnar
eru fremur vitanleg, en svo að þau verði sýnd og
sönnuð. F’rátt fyrir það að alt steig í verði, þá sögðu
þó allir búðarmenn, að fólkið sem verslaði við þá
greiddi hvern eyri þegar við móttöku varanna. Kaup-
ið hafði verið hækkað nokkurn veginn fljótt, jafnt
því, sem prísarnir stigu, og hvað, sem annarsstaðar
kann að eiga sér stað, þá er það áreiðanlegt að al-
menningur í Reykjavík drekkur ekki, og að hann
brýtur ekki bannlögin. Pað sem heimisisfaðirinn vinn-
ur sér inn gengur til heimilisins. Pað eru, eins og
Sig. Stefánsson sagði í ræðu sinni, ungu mennirmr
sem ganga verst fram á móti bannlögunum, en ekki
þeir eldri. Pegar bannlögin gengu í gildi, þá gladd-
ist mörg húsmóðir hér í bænum yfir kjörunum, sem
höfðu breytst til svo mikds betra en áður.
Annars er sú skýrsla, sem helst er að vísa til um
vaxandi velmegun í landinu, í landshagsskýrslunum
1910 bls. 104 — 136. Hér skal bent á bls. 131, og
þar má sjá að landsmenn lögðu í sparisjóði fram
yfir það sem út var tekið, frá 1900—1905,360 þús.
kr. 1906 — 1910, 460 þús. kr. árlega, en skýrslurnar
éru fyrir alt landið, og alla sparisjóði á landinu.
Eftir 19.0 hefi eg aðeins náð í reikr.inga Lands-
bankans og íslandsbanka, og útbú þeirra, en orðið
að ganga fram hjá öllum öðrum sparisjóðum. í
bönkunum og útbúum þeirra aukast sparisjóðsinnlög-
in árlega
1911_14 um 1176 þús. krónur,
1916-18 — 3740 - —
þótt verðfallið á peningum hafi alt af aukist þessi ár
svo að síðasta árið gildi krónan V* af því, sem hún
gilti fyrir stríðið, og næst síðasta árið V2i °g fyrsta
árið 3/i. Sje tölunni deilt með tveimur verða spari-
sjóðsinnlögin 1915-18 árlega 1875 þús. kr., og
framförin frá tímabilinu næsta á undan 700 þús. kr.
árlega. Pess utan eru innlögin í hina sparisjóðina á
landinu, sem reikna má á sama hátt og áður 300
þús. kr. árlega. Pað er 1 milj. kr. með þessu niður-
færða verði, sem bannið hefir aukið sparnaðinn í
landinu fram yfir það sem áður var, síðan það komst
á. En að krónutölunni til, án tillits til þess, hvað
fyrir hana fæst f nauðsynjum, 2 miljónir króna á ári.«
(Meira.)
Hlutavelta
Verkakvennafélagsins á Sunnudaginn var, var ágæt-
lega sótt og gaf sjúkrasjóð félagsins góðar tekjur.
»íslendingur«
er seldur Brynleifi kennara Tobíassyni, og tekur
hann við ritstjórn hans nú frá nýári. Búast má við
að blaðið verði myndarlegt í höndum hins nýja eig-
anda, þó hann hafi litið sýnt sig á ritvellinnm áður.
Hann er einn af eínlægustu bannmönnum vorum, og
hefir það mál því unrið eitt blaðið enn við eig-
andaskiftin.
Tíðin
hörð og óstilt undanfarið. Spádómar karlanna um
tíðarfarið áfram mjög á teyki.