Verkamaðurinn - 08.07.1920, Blaðsíða 2
62
VERKAMAÐURINN.
I ■' • f
Verkamaðurinn
52 blöð á ári. Kostar 5 krónur. %
Gjalddagi 1. fúlí. Útgefendnr: J?
Verkamenn á Akureyri.
Afgreiðlu- og innheimtumaður:
Garðar Arngrimsson,
Lœkjargötu 6.
9
f
O
I
Q^1' Q -í4!- @®-'-^-Q -!■$* Q -t^-Q-’^* íjc
Lork, sem rnikið hefir látið ti! sni taka í
Bandaríkjunum á síðustu tímum, hefir
verið dæmdur í 10 ára hegningarhús-
vist fyrir æsíngar og ofbeldisráð, og 20
ára görnul stúlka, Molty Steiner, var
nokkru áður dæmd til 15 ára fanga-
vistar í hegningarhúsinu í Jefferson City
fyrir uppreistaital og óspektir.
(<Heimskringla« 5. Maí.
Álla
Molar.
Hroðalegt morðmál stendur nú fyrír
dómstólunum í Los Angeles. Maður
nokkur, James A Huert að nafni, er
kærður um að hafa myrt 9 eiginkonur
sínar og hjálpað öðrum fimm til þess
að fremja siálfsmorð, Maður þeási er
sakaður um að hafa átt 25 eiginkonur,
sjálfur segist hann hafa átt 15, enerþó
ekki viss í töiunr.i. Sumum þeirra stytti
hann aldur, sumar yfirgaf hann eftir að
hafa náð haldi á eignum þeirra. Átta
ko/iur hafa mætt í réttihum, sem ailar
segjast vera löglegar eiginkonur þessá
manns, og ein þeirra hrósaði honum
fyrir að vera undursamlegur í ástum.
Flestar af konum þessa manns voru
Bandaríkjastúlkur, þó er vissa fengin
fyrir því, að tvær voru héðan úr Can-
ada, önnur frá Vancouver og hin frá
Winnipeg; sú sfðast nefnda er á lífi, en
Vancouverstúlkan talin meðal hinna
myrtu. Huert hefir játað á sig 4 morð
og aðstoð við tvö sjálfsmorð. Læknar
segja að maðurinu sé ekki vitskertur.
— o —
Tveir nafnkunnir vísindamenn, Dr.
Frederick H. Millner og Dr. Harvey Qa-
mer, gerðu nýlega tilraun í Omaha, Neb.
til þess að ná samtali við Marz. Reir
bjuggu út þráðlaus talfæri af meiri styrk-
leik en áður hafði þekst. 21. Apríf
er Marz var aðeins 36,000,090 mílur
frá jörðinni, gerðu þeir tílraunir sínar.
Eh annaðhvort eru þeir ekki nógu ment-
aðir á Marz til að skiija þráðlaust tal-
símasamband, eða þá að rafafl talfær-
anna er ekki nógu kraftmikið. Eitt er
víst, að ekkert svar kom frá Marzbúum,
þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir þessara
tveggja jarðarbúa. En Dr. Millner er
þó ekki vonlaus um að sér muni takast
þetta seinna. Vísindin gefast aldrei upp.
— o—
Hattasali í Lundúnum hefir stefnt
Maríu drotningu fyrir 4 dala skuld. Segir
hann að það séu rúm tvö ár síðan að
droíningin hafi fengið hjá sér hatt, en
ekki borgað hann, þrátt fyrir ítrekaðar
tilraunir sínar að fá skuldina greidda.
Nú eiga dómstólarnir að sjá svo til að
drotningin borgi hattinn.
— 0 —
Merkilegt hjónaskilnaðarmál var ný-
lega fyrir rétti í Lundúnum. Col. And-
rew Ringsmill, heimkominn hermaður
fékk sér dæmdan skilnað, er hann lagði
fram bréf í réttinum, sem konan hans
hafði skrifað honum til vígvallarins.
Hún bað hann fyrir alla muni að falla
á vígveliinum, svo hún gæti gifst manni.
sem hún elskaði. Herforinginn varð ekki
við tiimælum konu sinnar, og er hann
kom heim aftur úr stríðinu, sótti hann
um skilnað frá henni, sem honum var
veittur.
—o —
james Larkin, írskur anarkisti í New
Fyrirlestur
hélt Guðmundur á Sandi í samkomu-
sainum s. I.“ Föstudagskvöld. Hét fyrir-
lesturinn »Að verða úti«. Dvaldi fyrir-
lesarinn mest við ýms stórmenni ver-
aldarinnar, er ekki áttu samleið með
fjöidanum, taldi mörg þeirra hafa orðið
úti á einn eða annan hátt.
Aðsókn var ekki mikil, tæp 200 manns.
OIIu því sérstaklega miklar anniríbæn-
um. i
.Sigurður E. Birkis
söngvari kom hingað til bæjarins með
»Kóru«, Hann hefir dvalið við söng-
nám í Kaupmannahöfn í hálft annað ár
og þykir hinn efnilegasti söngmaður.
í Reykjavík hefir hann hlotið einróma
lof fyrir söng sinn, en þar söng hann
þrívegis fyrir fullu húsi. Á Siglufirði
hefir hann einnig sungið og ber »Fram«
honum hið bezta söguna.
Birkis hefir áformað að syrigja hér á
Föstudags og Laugardagskvöldið kemur,
og þarf ekki að eíast um, að bæjarbú-
ar fjölmenni á svo sjaldgæfa og góða
skemtun, sem þar cr á boðslólum.
Aðalfundur
Sambands íslenskra samvinnufélaga
var haldinn hér á Akureyri 2. og 3. þ.
m. Voru þar mættir fulltruar frá sam-
vintiufélögum víðsvegar af landinu. Má
heita að sarabandið hafi nú orðið land-
ið alt í faðmi sínum. Inn í það gengu
á þessum aðalfundi 6 kaupfélög, og á-
líka mörg félög gengu í það í fyrra.
Ein eftirtektaverðust framþróun í sam-
vinnumálunum varð í Austur-Skaftafells-
sýslu á síðastliðnum vetri. Kom þangað
heim í átthaga sfna ungur maður, Sig-
urður að nafni, sem dvalið hafði er-
lendis og kynst þar samvinnufélögum.
Fór hann herskildi um sýsluna og barði
á einvéldi kaupmannsverslunarinnar, sem
þar hafði ríkt undanfarnar aldir.. Hélt
hann fundi með bændum og ræddi við
þá samvinnumál. Árangurinn af þeim
fundahöldum var sá, að kaupmaður,
sem verið hafði einvaldur í Hornafirði,
lét af kaupskap og seldi verslun sína
og hús kaupfélagi, sem bændur stofn-
uðu að ráðum þessa Sigurðar.
»Niðaros«
kom hingáð frá útlöndum á Mánu-
daginn var. Með honum kom Böðvar
J. Bjarkan og kona hans frú Kristín
Bjarkan, Jón Helgason frá Rússlandi og
Haraldur Guðnason verslunarmaður.
Með skipinu kom einnig sænskur raf-
-magnsfræðingur, sem ráðinn hefir vérið
af bæjarstjórn Akureyrar til þess að gera
mælingar hér við Glerá og víðar, og
undirbúa til fullnustu raforku Akureyrar.
Með Niðarós
kom hingað snögga ferð Jón Heiga-
son, bróðir Magnúsar H. Lyngdals kaup-
manns hér í bæ. Hefir hann Dvalið í
Rússlamji síðastl. 10 ár. Jón er kvænt-
þá, sem eiga erindi við mig áhræðandi
afgreiðslu skipa Hins sameinaða
gufnskipafélags bið eg að snúa sér til herra
kaupmanns Sig. Fanndals,
Hafnarstræti nr. 47
sem í fjarveru minni hefir umboð til að afgjöra það.
Akureyri 8. júlí 1920.
Eggert Laxdal.
ur Rússneskri konu og dvelur hún nú
í Kaupmannahöfn. Er það ætlun þeirra
hjótia að leita heim til Rússlands fljót-
lega aftur. Jón hefir haft þar góða at-
vinnu við bankasíörf ogleikfimi. Brugðu
þau hjóniri sér að heiman seint í vetur
til að lyfta sér upp og létta á fóðrun-
um þar austurtrá, því þröngt var í búi
í Pétursborg, þar sem þau eiga heima.
Spurðum vér Jón, hvort hann hygði
ekki á að flytja hingað heim til átthag-
anna, en hann kvað nei við því.
Stefnuskrá
Alþýðuflokksins.
(Eftir Alþýðublaðinu.)
Pað vill oft við brenna hjá andstæð-
ingum Alþýðuflokksins, að þeir ráðast
á alt annað en það, sem er á stefnuskrá
hans, serh þeir þó telja stefnuskrá hans.
Einnig verður því eigi neitað, að mörg-
um 'alþýðumanninum, bæði innan og
utan Alþýðuflokksins, mun varla vera
nægilega ljóst stefnumið flokksins. Oss
þykir því hlýða að birta stefnuskrá flokks-
ins, svo menn viti ny>ti hverju þeir
berjast, þegar þeir berjast á móti ,fs-
lenska Alþýðuflokknum. Stefnuskráin er
skýi» og ljós, og eftir voru áliti besta
pólitíska stefnuskráin hér á landi. Raun-
ar verður eigi sagt, að beinir fjand-
menn vorir (kaupmenn útgerðarmenn etc.)
hafi neina pólitíska stefnuskrá, svo sam-
anburður er ekki við þá gerandi. Stefnu-
skrá Framsóknarflokksins svipar að vísu
nokkuð til vorrar, en tekur eigi eins af
skarið. Um stefnuskrá annara flokka og
flokksleifa er mönnum eigi eins kunn-
ugt, enda þeir pólitískt dauðir.
/. Skattamál. Afnema skal alla tolla
af aðfluttum vörum. Fyrst og fremst
sykurtoll, kaffitoll og vörutoll, en til að
standast útgjöld landsins séu lagðir
beinir skattar, að svo miklu leyti sem
arður af framleidslu og verslun, er rek-
in sé fyrir hönd þjöðfélagsins, ekki
hrekkur til gjalda landsins.
Pessir beinu skattar séu :
a. Hækkandi eigna- og tekjuskattur, þar
sem hæfilegur framfærslueyrir fjöl-
skyldumanns sé látinn vera undan-
þeginn skatti, en síðan fari skatiur-
inn smáhækkandi og sé hlutfallslega
mestur á mestuni tekjum og verð-,
mestu eignum.
b. Verðhœkkunarskattur af öllum lóð-
um og löndum að því leyti, sem
verðhækkunin stafar af almennum
framförum lattdsins eða aðgerðum
þjóðfélagsins, Skattur þessi skiftist
eftir ákveðnum hlutföllum milli lands-
sjóðs og sveitar (eða bæjar-)sjóða.
2. Landsverslun og framleiðsla. Land-
ið taki að sér einkasölu á ýmsum vöru-
tegundum, fyrst og fremst: steinolíu,
kolum, salti og lóbaki, taki þátt í at-
vinnu- og franileiðslufyrirtækjum, svo
sem skipaútgerð til fiskiveiða og flutn-
inga, stóriðnaði, námugreftri og þess
háttar.
Þegar hvalaveiðar verða teknar upp
aftur, skulu þær eingöngu reknar af
landinu.
3. Bankamál. Landið hafi umráð yfir
aðalpeningaverslun landsins; skal í því
skyni auka og efla Landsbankann.
Til að greiðu fyrir hritigrás pening-
anna, skal með heppilegri löggjöf stutt
að stofnun sparisjóða og lántökufélaga
með samvinnusniði víðsvegar um landið.
4. Samvinnumál. Samvinnufélagshreif-
inguna skal styðja í baráttunni við kaup-
mannaváldið, bæði með hentugri lög-
gjöf og ríflegum fjárveitingum til að
útbreiða þekkingu á henni.
Framh.
Kartöflur,
Baunir og Bankabygg
nýkomið í
Kaupfél. Verkamanna.
Veggfóður
fæst í
Kaupfélagi Verkamanna.
Alþýðublaðið
er ódýrasta, fjölbreyttasta og besta
dagblað landsins.
Afgreiðsla á Akureyri er í
Kaupfélagi Verkamanna.
Gjalddagi
Verkamannsins
var
1. JÚlí.
Prentsmiðja Björns Jónssonar,