Verkamaðurinn - 06.08.1921, Qupperneq 1
VERKAMAÐURINN
Ritstjóri: Halldór Friðjónsson.
IV. árg
Akureyri, Laugardaginn 6. ágúst 1921.
34. tbl.
Er auðvald til á íslandi?
Auðvaldsblöðin hér á landi eru sí-
felt að berja höfðinu við steininn og
neita því, að auðvaldsstefnan sé ríkj-
andi hér. í 47. tbl. íslendings stendur,
að það sé ósatt og' ósannað að til sé
auðvald hér á íslandi. Hvað meinar
blaðið með orðinu auðvald? Jafnaðar-
^ienn álíta, að aðaleinkenni auðvalds-
skipulagsins sé, að tiltölulega fámennur
hópur manna eigi flest öll framleiðslu-
tekin og noti launaða verkamenn til að
reka atvinnuna til hagnaðar fyrir þessa
^áu menn, en alls ekki fyrir heill heild-
ar,nnar.
Sjávarútvegurinn íslenski er rekinn á
Þennan hátt. F*ar ræður auðvaldsskipu-
,agið algerlega. í Reykjavík eiga ca 17
*9ög alla botnvörpungana, og nú þeg-
ar útgerðarmennirnir ekki græða á að
rel<a þá, er þeim lagt upp og verka-
^önnunum sagt upp. Útgerðarmennirnir
eru ekkert að hugsa um heill annara.
Auðvaldsskipulagið tekur stórbreyting-
u«i eftir því setn stundir Iíða frarn.
Aitðmönnunum fækkar, auðmagnið kemst
1 hendur færri og færri manna, en
verkalýðnum fjölgar. Auðvaldið mynd-
ar þá hringi, sem ná mestallri fram-
'eiðslunni á sínar hendur. Slfkúr hring-
Ur var hér— Fiskihringurinn sæli, sem
að sögn fékk ca. 9 miljón krónu lán
^íá íslandsbanka til að kaupa upp fisk-
lnu hér á landi. Ressi hringur fékk
þús. kr. útsvar í Reykjavík í fyrra.
A því geta menn séð að veltan hefur
Verið meir en lítil. Qróðabrall fiskihrings-
^^nna hefur ekki hepnast. Fiskurinn er
^ miklu leyti óseldur enn þá. Par er
ein orsökin til kreppunnar. Útsvörin í
^vfk í vetur sýna einnig, hve misskift-
Ur auðurinn er. 12 menn báru »/5 af
útsvörunum — 300,000 kr.
Sama skipulag er á verslútlarsviðinu
^Va<5 kaupmenn snertir. Engin sameig-
'n,eg stjórn, heldur kaupir hver inn
^fir sig. En hér ber einnig á því", að
^hiákaupmönnum fækki og störsalar komi
1 staðinn, og mun þessi kreppa að lík-
'ndum flýta fyrir þessari þróun. Smá-
kaupmennirnir þola margir ekki krepp-
Una> en það gera hinir frekar, sem
Versla í stærri stíl.
Auðvaldsskipulagið (Kapitalisminn)
&engur í sömu átt hér sem annarsstað-
ar- Kreppurnar hljóta sífelt að fylgja
uví og við kreppurnar fjölgar öreigiin-
Utn ört. Endirinn verður sá, að nokkrir
auðmenn eiga nær alt auðmagn í land-
'Uu> eins og nú er komið í Ameríku.
a kemur að því, að öreigarnir —
,Urða stéttfn — rís upp, þjáð af hungri
°S hernaði, sem auðmennirnir valda,
byltir skipulagi auðvaldsins. Sú
^ting hefir nú farið fram í Rússlandi
g er f undírbúningi utn heim allan.
Heimsófriðurinn og kreppan, sem kom
á eftir honum, hafa flýtt afskaplega fyrir
heimsbyltingunni, og nú er alt útlit fyrir,
að nýtt stríð milli stórveldanna verði
til þess, að steypa auðvaldsskipulaginu
alstaðar þar sem það er.
Samtök.
Vegna kreppu þeirrar, sem nú stendur
yfir í atvinnulífinu, ermikill hluti verka-
lýðsins atvinnulaus. Vinnukaupendur,
bæði bændur og útgerðarmenn, nota
sér þetta neyðarástand, til þess að fá
verkafólk fyrir miklu lægra kanp en ella.
Til þess að geta fengið vinnuna undir-
bjóða verkamenn hver annan og spilla
þannig hver fyrir öðrum og láta vinnu-
kaupendur græða á sér. Þetta dugar ekki.
Pað er nóg unnið að því af öðrum að
lækka kaupið, þó Verkamenn geri það
ekki sjálfir. En til þess að Jcomast hjá
því að undirbjóða hver annan. verða
þeir að mynda samtök — verkalýðsfélög
— um alt og fá i þau a 1 1 a verkamenn,
svo ómögulegt sé að fá menn fyrir lægra
kaup annarsstaðar að, ef verkfall ert. d.
gert í einum stað til þess að fá sann-
gjarnt kaup.
En samtökin, félagsmyndunin, ein er
ekki nóg. Félögin verða að mynda hjá
sér atvinnuieysissjóði til þess að geta
hjálpað þeim, sem atvinnulausir eru, svo
að þeir neyðist ekki til að brjóta félags-
ákvæðin, og geti staðist verkföll, þegar
félögin þurfa að grípa til þeirra. Sjóð-
irnir eru svo mikilsvarðandi fyrir félög-
in, að ómögulega má sleppa því að
mynda þá. Slíkt glappaskot myndi koma
verkalýðnum í koll síðar. Verkalýður-
inn verður að sýna fórnfýsi og skilning
á gildi því, sem samhjálp og samtök
hafa, ef hann á að sigra í baráttunni.
Verkalýðshreyfingin á Englandi,
Tom Mann, foringi ensku kolaverka-
manna í verkfallinu 1912, var nú fuli-
trúi þeirra á fyrsta alsherjarþingi rauðu
verkalýðsfélaganna. Rar sagði hann í
ræðu:
»Sendinefndin enska er eigi mann-
mörg, en verið vissir um á Englandi
starfa verkamennirnir mikið, lýðurinn er
byrjaður að drekka í sig byltingárand-
ann. í verkalýðsfélögunum eru 7 miljónir
manna, sem algerlega hafna samvinnu
við borgaraflokkana. Stéttabaráttan magn-
ast, 20°/o af enskum verkamönnum eru
byltingasinnaðir og ástandið í landinu
sannfærir hvern af öðrum um að bylt-
inginséeina bjargarráðið, sem dugi«.
Tom Mann hældi festu ensku verka-
mannanna í verkfallinu# og var hug-
hraustur, þó því nú væri lokið. Kvað
hann þann tíma nálgast, að enski verka-
lýðurinn sem ein heild skipaðist í röð
með framherjum heimsbyltingarinnar.
Símskeyti
Rvik í gœr.
Tyrkir hafa farið miklar ófarir
fyrir Orikkjum og biðja því
Bandamenn ásjár. Grikkir hugsa
sér að taka Miklagarð.
Utlit fyrir, að samningar tak-
ist milli Breta og Ira.
Mikil uppreisn í Marokkó.
Spánverjar senda þangað her.
Purkur og ógurlegur hiti hefir
gereytt stór landsvæði í Rúss-
landi. Fjöldi manna sveltur og
margir deyja úr hita. Stjórnin
hefir gert miklar ráðstafanir til
að bæta úr neyðinni. Fregnirn-
ar um hungursneyðina eru samt
mjög ýktar í blöðunum og eng-
inn fótur er til fyrir tilslökunum
sovjet-stjórnarinnar á pólitík sinni.
Hitabylgja í Ameríku hefir
drepið mörg hundruð manna.
A Sunnudaginn var Porgeir
Halldórsson, veitjngaþjónn úr
Reykjavík, stunginn til bana með
byssusting á götu í Kaupmanna-
höfn, af dönskum fótgönguliðs-
manni. Báðir höfðu verið ölv-
aðir og lent í orðasennu. Veg-
andinn tekinn fastur. Rorgeirdó
innan sólarhrings.
Sendimaður er farinn til Riga
frá Ameríku til þess að semja
um matvælaflutning til Rússlands.
Caruso, söngvarinn heimsfrægi,
er dáinn af magasári.
Bátur fórst í Bolungarvík á
Þriðjudaginn. Bátshöfn drukn-
aði öll. Fjórir menn voru á bátn-
um: Einar Hálfdanarson, Jón
Friðriksson, Erlendur Rorkelsson
og sonur hans á fermingaraldri.
Níu börn föðurlaus.
Danska lánið verður í hæsta
lagi 5 miljónir. Búist er við 18
miljónum frá Englandi. Annars
er enn óvíst, hvernig með lánið
fer.
Kolaverð lækkar enn.
Dýrtíðin hefir lækkað um 4°/o
síðasta ársfjórðung samkvæmt
hagtíðindunum.
Togaraútgerðln hætt.
Landsbankinn hefir lækkað for-
vexti niður í 7°/o. Islandsbanki
þverskallast við að gera það sama.
Skonnorta með saltfarm strand-
aði á Fimtudaginn í Borgarfirði
eystra. Mannbjörg varð og skipið
er óskemt.
Fréttar. V. m. Rvik
Eins og sjá má af þessum skeytum,
hafa auðvaldsblöðin gert miklu meira
úr hungursneyðinni en rétt er, og auk
þess skrökvað upp fregnum um, að
sovjet-stjórnin væri alveg að fara um
koll. Er jpetta ekkert nýtt tiltæki frá
þeirra hálfu. Má minnast þess, að ný-
lega var því skrökvað upp, að Bolshe-
vikar styddu Tyrki gegn Grikkjum. En
það var að eirts tilbúningur auðvalds-
sinna erlendis til að spilla fyrir versl-
unarsamningum Bolshevika.
Samt getur skeð, að þessi hiti og
þar af leiðandi uppskerubrestur hafi
einhver áhrif á pólitík Rússa. Lenin
kvað hafa sagt, að þetta sé það erfið-
asta, sem enn hafi hent stjórnina, og
vissulega átti rússneska sovjet-stjórnin
nóg að berjast við þar sem auðvaldið
erlenda var, þótt ekki veittist náttúran
sjálf að henni líka. En sovjet-stjórnin
hefir hingað til vaxið við erfiðleikana
og svo gerir hún vonandi enn.
Dr. phil. Vilhelm Andersen,
prófessor við Hafnarha'skóla, kom
hingað laugardaginn 30. f. m. Hann
fór hingað upp í sumarleyfi sínu að til-
hlutun Dansk-íslenska félagsins. í Reykja-
vík hefur hann bæði lesið upp kaflaúr
ritum danskra skálda og haldið fyrir-
lestra um danskar bókmentir.
Hér las hann upp laugardagskveldið
kafla úr ritum Holbergs. Fyrst talaði
hann um áhrif Holbergs á danskar bók-
mentir, um tilganginn með leikritum
hans og aðaleinkenni skáldsins. Því næst
las hann upp 1. þátt úr »Erasmus Mon-
tanus« og 2. þátt úr »BarseIstuen«. Á
eftir fór hann nokkrum orðum um per-
sónur þær, sem komu fram í þáttum
þessum.
Upplesturinn var hreinasta snild; pró-
fessorinn svo að segja lék allar persón-
urnar, enda skemtu áheyrendur sér á-
gætlega.
Á eftir upplestritium hélt Stúdentafé-
lagið prófessornum samsæti og var þar
glatt á hjalla. Daginn eftir tpr hann svo
með »Lagarfossi« áieiðis til Hafnar.
Influensan
geysar sífelt í bænum og margir
liggja í henni, sumir eru þungt haldnir.
\